ESB, nei takk, ESB peninga, já takk

Andstæðingar ESB í Bretlandi gráta krókódílatárum yfir þeim fjarmunum sem breska ríkið lætur af hendi rakna til Evrópusambandsins. Bretar hafa vanist því í gegnum aldirnar að geta fengið alla hluti fyrir ekki neitt, sogið til sín auð og auðlindir annarra þjóða og kallað þær nýlendur sínar, án þess að borga fyrir það krónu. -

Nú bregður svo við að þeir eru ein margra þjóða sem standa verður straum af kostnaði við fjölþjóðlegt samstarf og það finnst þeim skelfilegt. Þeir gæta þess vel að láta kveinstafi sína yfirgnæfa þá sem benda á hina mörgu styrki sem Bretland fær á móti framlögum sínum til Brussel, styrki sem hreint og beint halda uppi fjölda sveitafélaga og verkefnum sem tengjast ferðaþjónustu í Bretlandi. Félagsmiðstöðvar, upplýsingamiðstöðvar, sundlaugar og söfn eru yfirleitt ekki byggð í Wales og Cornwall nema fyrir styrki sem fengnir eru frá Evrópusambandinu.

En eins og Íslendingar vita Bretar að engin er búmaður nema hann kunni að barma sér.

Ísland sem fyrir hrun var sagt vera auðugasta ríki jarðarinnar, hefur vissulega  þegið styrki frá Evrópusambandinu um nokkurt skeið. Íslendingar runnu snemma á lyktina af auðsóttum peningum frá ESB og sumir höfðu á orði að sem mundi lítið muna um að halda uppi allri þjóðinni sem ómögum, ef til þess kæmi. -

Mörgum Íslendingum líst svo vel á þetta styrkjakerfi ESB að þeir vilja ólmir að Ísland gerist varanlegur styrkþegi sem fullgildur meðlimur sambandsins.

Aðrir segja það algjörra firru því þá verðum við engu betur settir en Bretar sem þurfa að borga fyrir að fá að vera með. Best sé að halda sig fyrir utan sambandið og hirða af þeim peningana svo lengi sem þeir vilja láta okkur hafa þá.

Sem stendur virðist það viðhorf eiga mestan hljómgrunn í landinu því ekki heyrist neinn minnast á um að hafna fjárstyrkjum ESB til þjóðarinnar hvað þá að skila því sem þegar hefur verið þegið.


mbl.is Ísland á meðal þiggjenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fréttir af þessum styrkjum hafa ekki flogið hátt hér á Íslandi og ég er viss um að það kæra sig engir aðrir en Samfylkingin um þessa aura og evrur

Wilfred (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 12:58

2 identicon

"auðsóttum peningum frá ESB " ef þú ert að vísa til styrkja til rannsóknar og þróunarverkefna þá eru þeir langt í frá auðsóttir, en vissulega gefa þeir íslendingum tækifæri til að taka þátt í og jafnvel stýra stórum verkefnum.

Grímur (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 13:33

3 identicon

Ég myndi nú skoða þessar tölur allar með sæmilega fjarlægð að gagni og með þykk gleraugu, - ekki fjólublá.

Nýleg frétt eftir virðulegum breskum höfð, fullyrti t.d. að ísl. landbúnaður byggi yfir 1.5 dráttarvél pr. ha. af ræktanlegu landi. Ekki hefur það verið dregið til baka að mér vitandi, - sem vitleysa auðvitað, - , en auðvelt ætti að vera finna þessar 2.2 milljónir traktora sem hér eiga að vera......

En hvað um það, - þeir sem eru í batteríi ESB búa við fjölþjóðlega miðstýringu, þar sem þeir smærri eða sérstakari geta setið við skarðan hlut, því aldrei geta allir setið við plúsinn (kjötketilinn), og svo þarf ketillinn sjálfur töluvert í sjálfan sig, sbr. það að mikill hluti fjármuna ESB til Íslands fer í aðlögunarferli, - s.s. beint í kerfiskostnað, stýrðum af þeim sem vilja inn....

Jón Logi (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 15:54

4 identicon

Bretar geta fengið styrki afgreidda í gegn um ESB en peningarnir koma ekki úr töfrapotti við enda regnbogans heldur frá skattgreiðendum í aðildarríkjunum og Bretland er nettó greiðandi en ekki þiggjandi - líkt of Ísland myndi vera.

Ísland er að koma út í tímabundnum plús vegna aðlögunarstyrkja (IPA).

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 17:41

5 identicon

@Jón Logi.

Þessi traktorafrétt var 1.5 dráttarvél pr. ræktanlegan hektara!

Sindri Hlíðar Jónsson (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 18:27

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Svanur Gísli. ESB nei takk. ESB-peninga nei takk. Það er mín skoðun.

Ég hef siðferðislega þörf fyrir að bjarga mér af því sem landið og persónulegir möguleikar mínir hafa uppá að bjóða.

Ísland þarf ekki að vera þiggjandi, því það er náttúruauðlindaríkasta land sem til er. Þar er hreinleikinn í villtri náttúrunni og hreina loftið (fyrir utan höfuðborgargötu-mengunina) efst á lista, ásamt hreina og ókeypis vatninu, sem enginn getur lif án. Vatnið er gull framtíðarinnar, og hefur reyndar alla tíð verið gull lífsins. Hreint ókeypis vatn er ekki sjálfsagður auður víða í heiminum.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.9.2012 kl. 01:38

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hans Haraldsson, fer Ísland á hausinn þegar IPA ævintýrið hættir, eða býst ESB þá við að vera komið með krumluna í fiskiauðlind Íslendinga svo Íslendingar geti orðið nettógreiðandi sem borgar fátæka landinu Kína - fyrir uppbyggingu ferðamannanýlendu á öræfum Íslendinga?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.9.2012 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband