Eru Íslendingar negrar fjármálaheimsins?

Af og til deila menn um merkingu orðsins "negri" og hvort það sé á einhvern hátt ósæmilegt. Hæst risu þessar deilur í kring um endurútgáfu barnaþulubókarinnar Tíu litlir negrastrákar fyrir fáeinum árum og sýndist sitt hverjum. Margir voru og eru á því að hér sé að ferðinni orð sem aðeins sé notað til að lýsa þeldökku fólki.

Í dag er orðið notað jöfnum höndum að því er virðist, sem eðlileg skilgreining á þeldökkri manneskju, rétt eins og Þórarinn Jón Magnússon gerir í nýlegri grein á Pressunni þar sem hann kallar Obama forseta "Afríkunegra",  og sem greinilegt fúkyrði þungað kynþáttahyggju eins eins og sjá má á þessum íslensku rasistasíðum hér,  hér og hér., svo dæmi séu tekin.

Ef til vill birtist skilningur og viðhorf okkar Íslendinga til orðsins "negri" best í frægri grein Ólöfu Thorarensen sem spurði hvort konur á Íslandi væru hvítir negrar. Orðið er þar klárlega sett í samband við ánauð, undirmál og þrældóm ákveðins kynþáttar og hugsunin ekki ósvipuð  útlendinga  um okkur Íslendinga fyrr á öldum eins og t.d. glöggt kemur fram í níðriti Ditmar Blefken sem var gefið út fyrir rúmlega 400 árum.

Endurómurinn að fordómum í garð Íslendinga ágerðist aftur í kringum hrunið og er ekki þagnaður enn.

En hvernig mundum við bregðast við því ef spurt væri "Eru Íslendingar negrar fjármálaheimsins?"

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Orðið ´negri´ eða ´nigger´ er níðorð fyrir blökkumenn eða ´black people´, í það minnsta í norðanverðum Bandaríkjunum og Kanada.   Líklega miklu víðar.   Vinir þeirra mega kalla þá ´nigger´, segja blökkumenn þar, en guð hjálpi ókunnugum hvítum manni sem það gerir.

Elle_, 9.1.2013 kl. 23:51

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Nei!, við erum miklu verri en þeldökkir venjulegir menn sem voru þess utan seldir í ánauð úr sínu heimalandi, þar til þeir eignuðust hugdjarfa leiðtoga í USA löngu, löngu seinna, sem tókst þá loksins að losa þá undan því að vera nær eingöngu fátækur og svívirtur minnihlutahópur.. En eins og allir vita voru þeir fluttir nauðugir yfir hafið og seldir eins og skepnur, af þeim sem væri hægt að líkja við marga Íslendinga í dag, og væri nær að tala um í þessu sambandi. Ég sé ekki betur en við höfumi selt bæði land og þjóð í einskonar ánauð. Ánauð af algerri græðgi og virðingarleysi fyrir náunganum.

"Negrar" eru bara venjulegt fólk eins og við hin, þótt þeir hafi að mínu viti miklu fallegri hörundslit.

Bergljót Gunnarsdóttir, 9.1.2013 kl. 23:55

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Leyfi mér að benda á 3 greinar sem ég skrifaði um sögu negra á Íslandi. Þær eru örugglega orðnar úreldar og gegnumrásískar... en það eru ýmsar áhugaverðar athugasemdir.

http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/590324/

http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/590979/

og

http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/592201/

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.1.2013 kl. 10:15

4 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Negri = Negro = svartur = ekki níðorð.

Niggari = Nigger er það hinsvegar.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 10.1.2013 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband