Hættan er enn mest á efnahgslegum hryðjuverkum

Hryðjuverk hafa svo sannarlega þegar verið framin á Íslandi. Þótt Jón F Bjartmarz geri rétt í því að vekja athygli á hættunni á hryðjuverkum af völdum einstaklinga eða hópa sem fara með vopnum gegn almenningi þar sem markmiðið er að drepa sem flesta, eru mun meiri líkur á að Ísland verði aftur að fórnarlambi efnahags-hryðjuverkamanna.

Efnahagsleg hryðjuverk eru skilgreind svona af Geneva Centre for Security Policy;

Contrary to "economic warfare" which is undertaken by states against other states, "economic terrorism" would be undertaken by transnational or non-state actors. This could entail varied, coordinated and sophisticated or massive destabilizing actions in order to disrupt the economic and financial stability of a state, a group of states or a society (such as market oriented western societies) for ideological or religious motives. These actions, if undertaken, may be violent or not. They could have either immediate effects or carry psychological effects which in turn have economic consequences.[1]

Þessi skilgreining á að öllu leiti við við hinn lausbundna hóp hryðjuverkamanna sem í daglegu tali eru nefndir Útrásarvíkingarnir. Þeir voru og eru ekki "state actors" og verk þeirra höfðu að sönnu þau áhrif að efnahagskerfi þjóðarinnar eyðilagðist.

Hugmyndafræði þeirra (nýfrjálshyggjan) var og er vissulega fjandsamleg þjóðinni. Verk þeirra skildu eftir sálræn ör á þjóðarsálinni sem seint munu mást og aftra enn þjóðinni frá djarfri enduruppbyggingu.


mbl.is Spá hryðjuverkum á næstu 5-10 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Heyrðu, þau standa yfir. Bara í þessum töluðum orðum.

Og hættið að kalla þetta "nýfrjálshyggju." Þið getið alveg eins bent á kött ag sagt að þar sé á ferðinni "Nýörbylgjuofn."

Ásgrímur Hartmannsson, 4.12.2012 kl. 19:19

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála Ásgrímur þau standa yfir akkúrat núna!

Sigurður Haraldsson, 5.12.2012 kl. 01:18

3 identicon

Það kemur klárlega fram í Glitnisréttarhöldunum sem nú standa yfir að skútan var byrðjuð að sökkva í febrúar 2008

Þetta vissu greinilega margir en þögðu, það er sárt og skilur eftir ör.

Frjálshyggja, nýfrjálshyggja, kommúnismi orð sem hafa mjög takmarkaða þýðingu

Grímur (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 09:12

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nasimsmi og tilurð til einræðis er líka allt of ríkur hjá ráðamönnum okkar því miður!

Sigurður Haraldsson, 5.12.2012 kl. 11:50

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ef að fólk vill ekki nota orðið Nýfrjálshyggja yfir græðgis og féhyggjuna sem einkenndi gjörðir útrásarvíkinganna, geta þeir bent mér á eitthvert annað orð sem hæfir og hefur ekki "mjög takmarkaða þýðngu"

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.12.2012 kl. 13:58

6 identicon

Ég hef alltaf kallað þetta frjálshyggju rómantík.

Ingó (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 20:27

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Rómatík er yndisleg ekki blanda henni í þessa djöfla! ;)

Sigurður Haraldsson, 6.12.2012 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband