Þegar skrattinn gerir góðverk

Allt lítur þetta svo ágætlega út á yfirborðinu. Sjóður sem stofnaður er af auðugum olíufursta (Sheikh Zayed bin Sultan Al Nahyan) eys af alsnægtum sínum nokkrum milljörðum til vonarbarna fyrirtækja og stofnanna sem stuðla vilja að aukinni nýtingu "hreinnar orku" í heiminum. -

Til að stýra þessu PR stunti er fenginn þjóðhöfðingi smáþjóðar sem fengið hefur á sig orð í seinni tíð fyrir að vera í fararbroddi í vatnabúskap. Þjóðhöfðinginn hefur að auki sýnt að hann er ófeiminn við að básúna dómsdagshættur af öllu tagi. "You ain´t seen nothing yet" er uppáhalds ýkjufrasinn hans, hvort sem hann er að ræða væntingar sínar til íslenskra útrásavíkinga eða íslenskra eldfjalla. 

En ekki er allt sem sýnist. Sameinaða furstadæmið og forystusauðir þess hafa lengi haft orð á sér fyrir að nota vafasama sjóði sína til að kaupa sér velvild í formi styrkja og verðlauna. Frægastar urðu peningagjafir þeirra til Jimmy Carters sem fékk hálfa milljón dollara í umhverfisverðlaun frá þeim árið 2001 og  framlag til London School of Economics and Political Science árið 2008 sem olli miklum deilum.

Samt komast þessar lítt duldu mútur ekki í hálfkvisti við þá skipulögðu glæpastarfsemi sem fór fram í skjóli hins alræmda Bank of Credit and Commerce International (BCCI), sem Zaeyd átti allt að 77% hlut í á móti CIA og Bank of America. BCCI var um skeið talinn sjöundi stærsti banki heims en var eingöngu rekinn á innlánsfé og fjárfesti aldrei neitt. 

Þegar að starfsemi hans var loks stöðvuð 1990 og tekin til rannsóknar kom í ljós að bankinn var aðeins andlit fyrir peningaþvætti, mútur, vopnasölu,vændi og stuðning við hryðjuverkamenn. Bankinn var m.a. notaður í hinum frægu Iran Cntra og og El Salvador samsærum. Margir af fjölskyldumeðlimum Zayed komu við sögu í þeirri rannsókn, þeir sömu og Ólafur Ragnar Grímsson situr nú stoltur með í gullskreyttum sölum út í Abu Dhabi til að útdeila fé þeirra.


mbl.is Ólafur Ragnar: Loftslag jarðar er úr skorðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband