Qui tacet consentire videtur

1. Júlí 1535 var hinn nafntogaði lögfræðingur, rithöfundur og hugsjónamaður Tómas Moore færður fyrir rétt í Englandi og dæmdur fyrir landráð. Tómasi var gefið að sök að hafa draga í efa erfðaréttarákvæði landráðalaganna sem Hinrik áttundi konungur hafði látið setja til að tryggja afkomendum sínum og Önnu Boleyn sem hann hafði tekið sér fyrir eignkonu, erfðarétt til krúnunnar.

Við réttarhöldin var helsta vörn Tómasar fólgin í því að hann sagðist aldrei hafa tjáð sig um hvort hann væri samþykkur ákvæðinu eða ekki og ef fylgja ætti viðtekinni lýðræðis og lagahefð bæri að túlka þögn hans frekar sem samþykki saman ber; "Qui tacet consentire videtur".

Með ofríki sínu fékk Hinrik áttundi konungur Tómas samt dæmdan til dauða, en leidd voru fram falsvitni sem fullyrtu að þau hefðu heyrt Tómast efast um réttmæti erfðaréttarins.

Í stjórnsýslu alþjóðlegra stofnanna, einkum þeirra sem byggja á evrópskri lýðræðishefð er farið eftir  grundvallareglunni að þögn sé sama og samþykki. Ef engar athugasemdir berast frá umsagnaraðilum um samninga eða önnur samlagsmál, er það tekið sem samþykki. Reglan virkar hvetjandi fyrir þá sem hafa eitthvað út á málefnið að setja að láta til sín taka.

Meðal þjóða þar almennar kosningar eru viðtekin leið til að kanna vilja almennings til manna og málefna, er kjörklefinn málstofa hvers einstaklings. Engin leið er til þess að segja til um vilja þeirra sem ekki "taka til máls" en hefðin er sú að túlka þögn þeirra sem samþykki frekar en hið andstæða. 

Það hefur samt gerst, einkum meðal þjóða þar sem lýðræðið hefur staðið veikum fótum,  að dræm þátttaka í kosningum hefur verið túlkuð sem almenn mótmæli við stjórnvöld eða vantraust á að farið sé eftir leikreglum lýðræðisins.

Slíku er ekki til að dreifa á Íslandi.

Samt sem áður og þrátt fyrir nefnda lýðræðishefð hafa margir andstæðingar þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru á stjórnarskrá landsins og bornar voru undir þjóðaratkvæði 20 Okt. s.l , mundast við að gera þær niðurstöður tortryggilegar. Þeir benda á að meirihluti atkvæðabærra manna sat þá heima og nýtti ekki kosningarétt sinn.

Rúmlega 64% þeirra sem kusu vildu að að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá en þeir sem eru ósáttir segja samt að enn sé ekki vitað hver hinn raunverulegi þjóðarvilji sé.

Ef taka á mark á slíkum mótbárum þarf kjörsókn að vera nálægt 100% einkum ef mjótt er á mununum, til að fá úr því skorið með vissu hver vilji meirihlutans er í hverju máli. Ætla má að varla sé raunhæft að krefjast slíkrar útfærslu á lýðræðinu.

Einfaldast og vankvæða minnst er einfaldlega að halda sig í þessum efnum við grundvallarregluna sem segir að "þögn sé sama og samþykki". 


mbl.is Beinu lýðræði fylgir vandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband