11.10.2009 | 15:30
Fyrsta þjóðarmorð tuttugustu aldarinnar
Á 17. og 18 öld flutti þjóðbálkur sem nefndi sig Hereróa, um set og settist að þar með hjarðir sínar sem í dag er landið Namibía í Afríku. Í byrjun 19. aldar hófu einnig Namar, ættflokkur frá Suður Afríku, að leggja undir sig þetta land sem seinna varð kennt við þá. Nömum fylgdu þýskir trúboðar og hvítir kaupsýslumenn. Á milli Hereróa og Nama urðu talverðar skærur allt fram eftir 19 öld.
Á seinni hluta 19 aldar fjölgaði hvítum landnemum mikið í Namibíu sem fengu land undir búgarða sína aðallega frá Hereróum. Árið 1883 gerði Franz Adolf Eduard Lüderitz samning við innfædda höfðingja sem seinna var notaður sem grunnur að stofnun þýskrar nýlendu í landinu undir nafninu Hin þýska suð-vestur-Afríka.
Fljótlega eftir stofnun nýlendunnar hófust erjur milli landnemanna og Hereróa sem aðallega stóðu í samandi við aðgang að vatni og beitilandi, en einnig vegna laga sem stuðluðu að miklu misrétti milli innfæddra og innflytjenda. Algengt var að innfæddir væru hnepptir í þrældóm enda þrælahald löglegt.
12. janúar 1904 gerðu Hereróar skipulagða uppreisn undir stjórn Samuel Maharero gegn nýlendustjórn þjóðverja. En í ágúst mánuði sama ár voru uppreisnarmenn gersigraðir í orrustunni við Waterberg af her þjóðverja undir stjórn Lothar von Trotha hershöfðingja.
Þjóðverjar voru vopnaðir rifflum, fallbyssum og vélbyssum. Þrátt fyrir að vera aðeins 1500, stráfelldu þeir 6000 hermenn Hereróa og fjölskyldur þeirra sem fylgdu þeim.
Í kjölfarið voru Hereróar hraktir út í Omaheke eyðimörkina þar sem flestir þeirra sem eftir voru dóu úr sulti og þorsta. Þýskir hermenn sem eltu þá út á eyðimörkina fundu beinagrindur þeirra oft ofan í 4-5 metra djúpum holum, sem þeir höfðu grafið í leit að vatni.
Í október mánuði þetta afdrifaríka ár í sögu Namibíu, risu Namar einnig upp gegn Nýlenduherrunum og voru afgreiddir á svipaðan hátt og Hereróar.
Um manfall í röðum Hereróa eru allar tölu mjög á reiki, en talið er að á milli 24.000 og 65.000 þeirra hafi dáið eða allt að 70% þjóðarinnar. Meðal Nama sem voru miklu fámennari í landinu er talið að 10.000 manns hafi fallið eða 50% af ættflokknum.
Árið 1985 úrskurðuðu Sameinuðu þjóðirnar á grundvelli svo kallaðrar Whitaker skýrslu að Þjóðverjar hefðu gerst sekir um þjóðarmorð á Hereróum, það fyrsta á tuttugustu öldinni.
Þjóðverjar báðust fyrst formlega afsökunar á þessum atburðum árið 2004.
Í dag er talið að fjöldi Hereróa í heiminum sé um 240.000. Flestir þeirra eru enn í Namibíu en þá er einnig að finna í Botsvana og Angóla.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2009 | 03:48
Tvíkynjungar
Árið 1843 óskaði Levi Suydam, 23 ára íbúi í Salisbury, Connecticut, eftir því að fá að kjósa í bæjarstjórnarkosningum sem voru á næsta leiti þar sem afar tvísýnt var um útkomuna. Ósk Levi olli miklu fjaðrafoki í bænum þar sem margir sögðu að Levi væri meira kona en karl og aðeins karlmenn hefðu kosningarétt. Bent var á að hann væri afar kvenlegur í útliti, hefði gaman að bútasaumi og væri hrifinn af skærum litum. Að auki færust honum karlmannleg verk illa úr hendi.
Kjörnefndin kallaði til Dr. William Barry lækni til að fá úr þessu skorið. Eftir að hafa gengið úr skugga um að Levi var búinn bæði limi og eistum, lýsti læknirinn góði yfir því að Levi væri karlmaður. Kosningarnar fóru síðan fram og báru þeir sigur úr býtum sem Levi hafði stutt, með einu atkvæði.
Nokkrum dögum seinna uppgötvaði Barry að "herra" Levi Suydam hafði reglulegar tíðir og kvenmanns-sköp. En hvernig gat þetta hafa gerst. Jóna Ingibjörg Kynfræðingur lýsir því á eftirfarandi hátt:
Við vitum að grunnkynið er kvenkyns, þ.e.a.s. fram að sjöttu viku meðgöngu eru öll fóstur með útlit kvenkynskynfæra. En ef fóstrið hefur Y-litning þá er byggt ofan á grunninn (sumir kysu að segja: þá verður frávik), þ.e.a.s. innri og ytri kynfærin sem eru með kvenkyns útlit breytast þá í karlkynskynfæri. Þannig verða t.d. ytri skapabarmar að pung, innri skapabarmar eiginlega hverfa en sjá má leifar af þeim sem röndina eða sauminn á limbolnum. Og geirvörturnar - hvað með þær hjá körlum? Þær verða bara þessir tveir blettir sem karlar skarta á brjóstkassanum, hálf tilgangslausir sem slíkir eða hvað?? Jæja, alla vega kemur Adam úr Evu en ekki öfugt! Þar hafið þið það!
Engin veit hvort Levi missti kosningaréttinn við þessa uppgötvun læknisins en sagan sýnir að vandamál sem stafa af óvissu um kyn einstaklinga eru ekki ný af nálinni.
Tvíkynja einstaklingar hafa gjarnan verið nefndir "Hermaphrodite" eftir hinum gríska Hermaphroditusi sem var sonur Hermesar og Afródítu og er heiti hans samsett í nöfnum foreldranna. Samkvæmt arfsögninni var Hermaphroditus alin upp af skógargyðjum á hinu helga fjalli Phrygja (Freyja) í Tyrklandi. Þegar hann varð fimmtán ára var hann orðinn leiður á vistinni á fjallinu og lagði því land undir fót. Hann heimsótti borgirnar Lysíu og Karíu og þar hitti hann vatnagyðjuna Salmakíu sem hafist við í stöðuvatni í skóginum fyrir utan Karíu.
Lysía varð svo hrifinn af drengnum að hún reyndi að draga hann á tálar. Hermaphroditus færðist undan ástleitni Lysíu og þegar hann hélt að hún væri farin óð hann út í vatnið til að baða sig. Lysía sem hafði falið sig á bak við tré, stökk á bakið á Hermaphroditusi og vafði fótunum um lendar hans. Á meðan þau flugust þannig á, ákallaði Lysía guðina og bað þá um að gera þau óaðskiljanleg. Guðirnir urðu við ósk hennar og hún sameinaðist líkama Hermaphroditusar sem varð við það tvíkynja.
Gríski sagnritarinn Herodotus (484 f.K. 425 f.K.) segir frá tvíkynja ættbálkinum Makhlya sem hafðist við í norð-vestur Líbýu við strendur Triton vatns. Hann segir meðlimi ættbálksins vera konur örðu megin en karlmenn á hina hliðina. - Líklegt þykir að stríðstilburðir kvenna ættbálksins og sá siður karlmanna hans að láta hár sitt vaxa niður á mitti hafi verið megin orsök þessarar sögusagnar.
Segja má að athygli almennings nú til dags beinist mest að tvíkynjungum í tengslum við íþróttir. Fyrir skömmu gerðist það einmitt, svo um munaði þegar Caster Semenya, 18 ára stúlka frá suður Afríku vann óvænt 800 metra hlaupið (1:55.45.) á heimsmeistaramótinu í frjálsum í Berlín fyrir nokkrum mánuðum. Í ljós kom eftir mikið umstang og rannsóknir, að Caster er líffræðilega tvíkynja en þrefið hafði mjög alvarlegar sálfræðilegar afleiðingar fyrir Caster sem ekki hefur teyst sér til að taka þátt í keppnum eftir þetta.
Þá er fræg sagan af hinni pólsk fæddu Stanisłöwu Walasiewicz eða Stellu Walsh sem var nafnið sem henni var gefið eftir að foreldrar hennar fluttu til Bandaríkjanna. Þar sem hún fékk ekki að keppa fyrir Bandaríkin hóf hún að æfa hlaup í Póllandi og varð fljótlega að alþjóðlegri hlaupastjörnu. Á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1932 vann hún gullið í 100 metra hlaupinu. Á leikunum í Berlín árið 1936 fékk hún silfur þar sem hún kom önnur í mark á eftir Helen Stephens. Andrúmsloftið á Nasistaleikunum 1936 var lævi blandið og m.a var Helen sökuð um að vera karlmaður og þá ásökun studdi Walasiewicz. Helen var neydd til að gangast undir kynpróf og stóðst það með glans; hún var kona.
4. desember árið 1980 varð Walasiewicz (Stella Walsh) þá 69 ára gömul, óvart fyrir byssukúlu í misheppnaðri vopnaðri ránstilraun í Cleveland í USA. Hún lést á sjúkrahúsinu þar í borg og krufning leiddi í ljós að hún var með karlmanns kynfæri. Við frekari rannsókn varð ljóst að hún hafði karlmannslitningin XY og hefði því, samkvæmt reglum Ólympíuleikana, ekki verið leyft að keppa sem kvenmaður.
Kynjapróf urðu skylda á Ólympíuleikum upp úr 1968 þegar það uppgötvaðist á Evrópuleikunum 1967 að önnur pólsk hlaupadrottning, Ewa Klobukowska var með karllitninginn. Klobukowska varð að skila aftur gull og brons verðlaununum sem hún hafði unnið á Tokyo leikunum 1964.
Sá gjörningur var reyndar mjög óréttlátur því seinna kom í ljós að hún var ekki með karllitninginn XY heldur stökkbreyttan XXXY litning sem hafði engin áhrif á kynfæri hennar eða kynferði.
Örðu máli gegnir hins vegar um Úkraínsku systurnar Tömru og Irinu Press sem unnu samtals fimm gull í frjálsum Íþróttum á Ólympíuleikunum 1960 en hurfu síðan af sjónarsviðinu eftir að kynjaprófið var gert að skyldu. Margir eru þeirrar skoðunar að þær hafi báðar verið tvíkynjungar þótt Rússar hafi ætíð neitað því.
Frá árinu 2000 hefur ekki verið kafist að keppendur á Ólympíuleikum gangist undir kynjapróf en nefndin áskilur sér rétt til að krefjast slíks ef ástæða þykir til.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 04:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.10.2009 | 03:50
Að borða gull með hreistruðum vörum
Þrátt fyrir allar efnahagslegu þrengingarnar sem heiminn plaga er ekkert lát á því að fólk stundi flottræfilsháttinn að borða gull. - Matreiðslumenn á "The Emirates Palace hótelinu í Abu Dhabi matreiddu fimm og hálft kíló af gulli á síðasta ári og búast við að í ár muni það magn auðveldlega tvöfaldast.
Meðal verð á 11 kílóum af 24 karata gulli er í kringum ein milljón dollara um þessar mundir en Gull er á hraðri siglingu upp á við í verði og þess vegna má búast við að hótelið þurfi að breyta verðum á matseðlinum svo til daglega.
Vinsælast er gullið meðal rússneskra auðjöfra sem finnst fínt að gleypa málminn með kavíar eða ostrum.
Í Bandaríkjunum er einnig að finna nokkra veitingastaði sem elda gull fyrir viðskiptavini sína og setja það í osta "truffle" eða sprauta því inn í úlfaber. Þá má einnig fá þar gullhúðaðan í rjómaís á litla 25.000 dollara og súkkulaðistykki með gullmolum fyrir meðal bílverð.
Gull er vita bragðlaust en hefur verið gefið E númerið 175. Á miðöldum þótti það tákn um mikið ríkidæmi að skreyta mat og/eða drykk með gulli. Það þótti einnig líklegt að slíkt verðmæti væri á einhvern hátt heilsusamlegt að innbyrða, sem það reyndar er í vissum tilfellum.
Gull duft hefur í gegnum tíðina verið notað í ýmis fegrunarsmyrsli og jafnvel varalit.
Í mörgum tegundum varalita, einkum hinna dýrari, er efni sem kallað er perlukjarni. Efnið er silfurlitað og finnst einnig í naglalakki og postulínshúð en það hlápar til að láta þessi efni sindra. Perlukjarni er að stærstum hluta unnin úr síldarhreistri.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 03:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
8.10.2009 | 17:47
Kristnir eru fjölmennastir og herskáastir
Herskáustu þjóðir heimsins eru kristnar. Alla tíð frá því að þau trúarbrögð grundvölluðu sig sem megin átrúnaður rómverska ríkisins hafa áhangendur þeirra, í blóra við skýr skilaboð höfundar þeirra, stofnað til flestra og mannskæðustu styrjalda í sögu mankynsins. Flest þau stríð hafa ekki verið háð í nafni trúarinnar en engu að síður af áhangendum hennar.
- Christianity: 2.1 billion
- Islam: 1.5 billion
- Secular/Nonreligious/Agnostic/Atheist: 1.1 billion
- Hinduism: 900 million
- Chinese traditional religion: 394 million
- Buddhism: 376 million
- primal-indigenous: 300 million
- African Traditional & Diasporic: 100 million
- Sikhism: 23 million
- Juche: 19 million
- Spiritism: 15 million
- Judaism: 14 million
- Baha'i: 7 million
- Jainism: 4.2 million
- Shinto: 4 million
- Cao Dai: 4 million
- Zoroastrianism: 2.6 million
- Tenrikyo: 2 million
- Neo-Paganism: 1 million
- Unitarian-Universalism: 800 thousand
- Rastafarianism: 600 thousand
- Scientology: 500 thousand
Hér að neðan er listi yfir manskæðustu styrjaldirnar sem háðar hafa verið í heiminum.
- 60,000,00072,000,000 - World War II (19391945), (see World War II casualties)
- 36,000,000 - An Shi Rebellion (China, 755763)
- 30,000,00060,000,000 - Mongol Conquests (13th century) (see Mongol invasions and Tatar invasions)
- 25,000,000 - Manchu conquest of Ming China (16161662)
- 20,000,000 - World War I (19141918) (see World War I casualties)
- 20,000,000 - Taiping Rebellion (China, 18511864) (see Dungan revolt)
- 20,000,000 - Second Sino-Japanese War (19371945)
- 10,000,000 - Warring States Era (China, 475 BC221 BC)
- 7,000,000 - 20,000,000 Conquests of Timur the Lame (1360-1405)
- 5,000,0009,000,000 - Russian Civil War and Foreign Intervention (19171921)
- 5,000,000 - Conquests of Menelik II of Ethiopia (1882- 1898)
- 3,800,000 - 5,400,000 - Second Congo War (19982007)
- 3,500,0006,000,000 - Napoleonic Wars (18041815) (see Napoleonic Wars casualties)
- 3,000,00011,500,000 - Thirty Years' War (16181648)
- 3,000,0007,000,000 - Yellow Turban Rebellion (China, 184205)
- 2,500,0003,500,000 - Korean War (19501953) (see Cold War)
- 2,300,0003,800,000 - Vietnam War (entire war 19451975)
- 300,0001,300,000 - First Indochina War (19451954)
- 100,000300,000 - Vietnamese Civil War (19541960)
- 1,750,0002,100,000 - American phase (19601973)
- 170,000 - Final phase (19731975)
- 175,0001,150,000 - Secret War (19621975)
- 2,000,0004,000,000 - Huguenot Wars
- 2,000,000 - Shaka's conquests (1816-1828)
- 2,000,000 - Mahmud of Ghazni's invasions of India (1000-1027)
- 300,0003,000,000[91] - Bangladesh Liberation War (1971)
- 1,500,0002,000,000 - Afghan Civil War (1979-)
- 1,000,0001,500,000 Soviet intervention (19791989)
- 1,300,0006,100,000 - Chinese Civil War (19281949) note that this figure excludes World War II casualties
- 300,0003,100,000 before 1937
- 1,000,0003,000,000 after World War II
- 1,000,0002,000,000 - Mexican Revolution (19101920)
- 1,000,000 - IranIraq War (19801988)
- 1,000,000 - Japanese invasions of Korea (1592-1598)
- 1,000,000 - Second Sudanese Civil War (19832005)
- 1,000,000 - Nigerian Civil War (19671970)
- 618,000[95] - 970,000 - American Civil War (including 350,000 from disease) (18611865)
- 900,0001,000,000 - Mozambique Civil War (19761993)
- 868,000[96] - 1,400,000[97] - Seven Years' War (1756-1763)
- 800,000 - 1,000,000 - Rwandan Civil War (1990-1994)
- 800,000 - Congo Civil War (19911997)
- 600,000 to 1,300,000 - First Jewish-Roman War (see List of Roman wars)
- 580,000 - Bar Kokhbas revolt (132135CE)
- 570,000 - Eritrean War of Independence (1961-1991)
- 550,000 - Somali Civil War (1988- )
- 500,000 - 1,000,000 - Spanish Civil War (19361939)
- 500,000 - Angolan Civil War (19752002)
- 500,000 - Ugandan Civil War (19791986)
- 400,0001,000,000 - War of the Triple Alliance in Paraguay (18641870)
- 400,000 - War of the Spanish Succession (1701-1714)
- 371,000 - Continuation War (1941-1944)
- 350,000 - Great Northern War (1700-1721)
- 315,000 - 735,000 - Wars of the Three Kingdoms (1639-1651) English campaign ~40,000, Scottish 73,000, Irish 200,000-620,000
- 300,000 - Russian-Circassian War (1763-1864) (see Caucasian War)
- 300,000 - First Burundi Civil War (1972)
- 300,000 - Darfur conflict (2003-)
- 270,000300,000 - Crimean War (18541856)
- 255,000-1,120,000 - Philippine-American War (1898-1913)
- 230,0001,400,000 - Ethiopian Civil War (19741991)
- 224,000 - Balkan Wars, includes both wars (1912-1913)
- 220,000 - Liberian Civil War (1989 - )
- 217,000 - 1,124,303 - War on Terror (9/11/2001-Present)
- 200,000 - 1,000,000- Albigensian Crusade (1208-1259)
- 200,000800,000 - Warlord era in China (19171928)
- 200,000 - Second Punic War (BC218-BC204) (see List of Roman battles)
- 200,000 - Sierra Leone Civil War (19912000)
- 200,000 - Algerian Civil War (1991- )
- 200,000 - Guatemalan Civil War (19601996)
- 190,000 - Franco-Prussian War (18701871)
- 180,000 - 300,000 - La Violencia (1948-1958)
- 170,000 - Greek War of Independence (1821-1829)
- 150,000 - Lebanese Civil War (19751990)
- 150,000 - North Yemen Civil War (19621970)
- 150,000 - Russo-Japanese War (19041905)
- 148,000-1,000,000 - Winter War (1939)
- 125,000 - Eritrean-Ethiopian War (19982000)
- 120,000 - 384,000 Great Turkish War (1683-1699) (see Ottoman-Habsburg wars)
- 120,000 - Third Servile War (BC73-BC71)
- 117,000 - 500,000 - Revolt in the Vendée (1793-1796)
- 103,359+ - 1,136,920+ - Invasion and Occupation of Iraq (2003-Present)
- 101,000 - 115,000 - Arab-Israeli conflict (1929- )
- 100,500 - Chaco War (19321935)
- 100,000 - 1,000,000 - War of the two brothers (15311532)
- 100,000 - 400,000 - Western New Guinea (1984 - ) (see Genocide in West Papua)
- 100,000 - 200,000 - Indonesian invasion of East Timor (1975-1978)
- 100,000 - Persian Gulf War (1991)
- 100,0001,000,000 - Algerian War of Independence (19541962)
- 100,000 - Thousand Days War (18991901)
- 100,000 - Peasants' War (1524-1525)
- 97,207 - Bosnian War (1992-1995)
- 80,000 - Third Punic War (BC149-BC146)
- 75,000 - 200,000? - Conquests of Alexander the Great (BC336-BC323)
- 75,000 - El Salvador Civil War (19801992)
- 75,000 - Second Boer War (18981902)
- 70,000 - Boudica's uprising (AD60-AD61)
- 69,000 - Internal conflict in Peru (1980- )
- 60,000 - Sri Lanka/Tamil conflict (1983-2009)
- 60,000 - Nicaraguan Rebellion (1972-91)
- 55,000 - War of the Pacific (1879-1885)
- 50,000 - 200,000 - First Chechen War (19941996)
- 50,000 - 100,000 - Tajikistan Civil War (19921997)
- 50,000 - Wars of the Roses (1455-1485) (see Wars involving England)
- 45,000 - Greek Civil War (1945-1949)
- 41,000100,000 - Kashmiri insurgency (1989- )
- 36,000 - Finnish Civil War (1918)
- 35,000 - 40,000 - War of the Pacific (18791884)
- 35,000 - 45,000 - Siege of Malta (1565) (see Ottoman wars in Europe)
- 30,000 - Turkey/PKK conflict (1984- )
- 30,000 - Sino-Vietnamese War (1979)
- ~28,000 - 1982 Lebanon War (1982)
- 25,000 - Second Chechen War (1999 - present)
- 25,000 - American Revolutionary War (1775-1783)
- 23,384 - Indo-Pakistani War of 1971 (December 1971)
- 23,000 - Nagorno-Karabakh War (1988-1994)
- 20,000 - 49,600 U.S. Invasion of Afghanistan (20012002)
- 19,000+ - MexicanAmerican War (1846-1848)
- 14,000+ - Six-Day War (1967)
- 15,00020,000 - Croatian War of Independence (19911995)
- 11,053 - Malayan Emergency (1948-1960)
- 11,000 - Spanish-American War (1898)
- 10,000 - Amadu's Jihad (1810-1818)
- 10,000 - Halabja poison gas attack (1988)
- 7,26410,000 - Indo-Pakistani War of 1965 (August-September 1965)
- 7,00024,000 - American War of 1812 (1812-1815)
- 7,000 - Kosovo War (19961999) (disputed)
- 5,000 - Turkish invasion of Cyprus (1974)
- 4,588 - Sino-Indian War (1962)
- 4,000 - Waziristan War (2004-2006)
- 4,000 - Irish Civil War (1922-23)
- 3,000 - Civil war in Côte d'Ivoire (2002-2007)
- 2,899 - New Zealand Land Wars (1845-1872)
- 2,6047,000 - Indo-Pakistani War of 1947 (October 1947-December 1948)
- 2,000 - Football War (1969)
- 2,000 - Irish War of Independence (1919-21)
- 1,9754,500+ - violence in the Israeli-Palestinian conflict (2000 -)
- 1,724 - War of Lapland (1945)
- 1,500 - Romanian Revolution (December 1989)
- ~1,500 - 2006 Lebanon War
- ~1,400 - Gaza War (December 2008 - January 2009)
- 1,000 - Zapatista uprising in Chiapas (1994)
- 907 - Falklands War (1982)
- 62 - Slovenian Independence War (1991)
![]() |
Um fjórðungur mannkyns múslímar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
8.10.2009 | 11:35
Kvikmyndir sem tala inn í íslenskan veruleika
Blade Runner, Terminator og Matrix, allar dæmi um góðar kvikmyndir. Bestu kvikmyndirnar sameina marga þætti. Þær eru fræðandi, listrænar og góð afþreying. Þær bestu tala til okkar á sama hátt og dæmisögur og ævintýri bókmenntanna gera líka. Ég hef löngum haft dálæti á vísindaskáldsögum og kvikmyndum sem fjalla um svipuð efni. Í miklu uppáhaldi eru einmitt myndirnar Blade Runner, Matrix og Terminator serían.
Fyrsta Matrix myndin er algjör snilld, vegna þess að hún sýnir svo vel hvernig fólk getur gert sér að góðu að lifa með hauspoka alla ævi, svo fremi sem það heldur að það sé að japla á á nautakjöti af og til.
Terminator karakterinn er líka frábær af því að hann sýnir hvað erfitt er að losa sig við forritunina sem við öll erum ofurseld og einnig hvað erfitt er að koma fyrir kattarnef skálkum með einbeittan vilja.
Blade Runner spyr m.a. spurningarinnar hvað það sé sem gerir manninn mennskan.
Efnisinntök þessara kvikmynda má auðveldlega heimfæra upp á þjóðmálin á Íslandi (og víðar) á fleiri en einn hátt. Sem dæmi;
Í hvert sinn sem ég les útskýringar stjórnmálamanna á því hvers vegna þeir gera það sem þeir gera, dettur mér Matrixið í hug, rafræna blekkingarvefinn sem ætlað er að umlykja alla huga til þess að þeir séu til friðs á meðan lífsorkan er sogin úr þeim. -
Þegar ég les um útbrunna pólitíkusa sem neita að gefast upp og troða sér aftur til áhrifa einhverri mynd, kemur upp í hugann gereyðandinn sem druslast áfram með rafmagnsgarnirnar á eftir sér eftir að hann hefur verið sprengdur í loft upp eða klesstur í stálþjöppu. -
Í hvert sinn sem ég les um fólk sem hefur komið sér fyrir efst í valdapíramídanum og hvernig það áskilur sér rétt til að ákvarða innrætingu undir-linga sinna, lífdaga þeirra og lífgæði, af því að það hefur einhvern stjórnmálflokk eða fyrirtæki á bak við sig, minnist ég Blade Runner og hvernig slíkt fólk er í hættu að verða á endanum tortímt af endurgerð sjálfs sín.
7.10.2009 | 23:33
Konur ekki eins vinsælar og karlmenn
Eins og fleiri velti ég fyrir mér blogginu og stöðu þess almennt í samfélaginu. Ef það er sanngjarnt mat að á blog.is skrifi sæmilegur þverskurður af íslenskum bloggurum, bendir margt til að mikill munur sé á milli kynjanna hvað lesningu blogga þeirra varðar.
Ég hef reyndar lengi verið þess meðvitaður að mikið hallar á konur miðað við karla í þessum efnum, en aldrei lagt það sérstaklega niður fyrir mig, hvers vegna.
En upp á síðkastið finnst mér þetta sérstaklega áberandi og þess vegna fór ég að telja.
Af 50 vinsælustu bloggsíðunum hér um slóðir eru aðeins 9 þeirra skrifaðar af konum.
Ef að 100 vinsælustu bloggin eru talin kemur í ljós að aðeins 13 þeirra eru kvennablogg. Og af þeim þrettán eru a.m.k. tvær sem eru hættar að blogga á blog.is.
Hefur einhver skýringu á þessum mikla mismun?
7.10.2009 | 01:09
Íslendingar "ótrúlega ruddalegir"
Skýrsla Sameinuðu Þjóðanna um í hvaða löndum sé best að búa í heiminum, hefur laðað að sér ótrúlegan fjölda athugasemda á vef BBC (have your say) þar sem fólk hvaðanæva úr heiminum lætur í ljós skoðanir sínar á málinu.
Fróðlegt er að lesa hvað fólk hefur að segja um Ísland sem var í fjórða sæti á listanum, en þess ber að gæta að stuðst var við hvernig ástandið var í löndunum 2007.
Í athugasemdum sínum byrjar fólk oft á að útnefna það land sem það vildi helst búa í og af þeim löndum sem eru í efstu sætunum hefur Kanada án efa vinninginn.
Hér koma nokkrar athugasemdir sem lúta að Íslandi úr hinum heljarlanga athugasemdahala á BBC .
Ísland.....Vegna þess að mér finnst það einangrað og að því er virðist ríkja sterk samfélagskennd. Owen, London
Noregur eða Ísland? Vitið þið hvað bjórinn kostar þarna? Will Story
Ég bjó á Íslandi í níu ár og ég skil ekki hvers vegna Ísland þykir góður staður til að búa á. Landslagið er auðn, veðrið er stormasamt, grátt og regnið fellur lárétt, (hljómar ótrúlega en það er satt.) Fólkið er ótrúlega ruddalegt og kann ekki lágmarks kurteisi. Heilbrigðiskerfið þar fær þig til að skilja hversvegna Ameríkanar eru svona hræddir við það sem Obama er að reyna að koma á í Bandaríkjunum. Eiginmaður minn og barn eru í heimsókn á Íslandi þessa dagana en ég vildi ekki fara. Jennie, Hampstead, QC, CANADA
Noregur? Ástralía? Ísland? Á þetta að vera brandari. Noregur er leiðinlegur, Ástralía of heit og af langt í burtu frá öllu öðru og Ísland er blankt. - Ég mundi ekki vilja búa utan Evrópu. Mér líkar ágætlega við Bretland en hefði ekki á móti því að búa dálítið sunnar. Katherine, Cheshire
Ísland? Land hvers efnahagur hefur algerlega hrunið á síðastliðnu ári finnst mér ekki vera eftirsóknaverður staður að búa á. Walter, Buckinghamshire
Ég hélt að Ísland væri gjaldþrota. Paul M, Staffs, UK
Aðeins efnahagslega, ólíkt Bretlandi sem er siðferðislega, pólitískt séð, samfélagslega og efnahagslega gjaldþrota. Steve HadenoughSouth Shields, United Kingdom
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 01:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
6.10.2009 | 14:24
U hu hu "það særir"
Jóhanna Sigurðarsóttir er að verða einn þeirra snillinga hvers snilligáfa er fólgin í að geta staðhæft hið augljósa og láta sem á ferðinni séu mikil og ný tíðindi.
Les konan ekki blogg eða hvað :)
Þetta viðtal við Jóhönnu í Financial Times er eins og það hafi verið tekið fyrir átta mánuðum. Ekki stafkrókur sem ekki hefur verið marg-tíundaður af fjölmiðlum landsins að ekki sé talað um öll bloggin. Svona frammistaða undirstrikar aðeins ráðaleysi hennar og í raun hugsjónalegt gjaldþrot. -
Almenningur heldur gjarnan að ráðamenn þjóðarinnar hljóti að vita eitthvað sem hann veit ekki og þess vegna sé hegðun þeirra svona á skjön við það sem virðist skynsamlegt.
En þegar frá líður kemur í ljós að þeir vita ekkert meira, jafnvel minna og að auki eru þeir að mestu blindir á það sem altalað er í samfélaginu. -
Jóhönnu sárnar að Brown hafi sett á okkur hryðjuverkalögin sem voru viðbrögð við orðum Davíðs Oddsonar um að Íslendingar ætluðu ekki að borga skuldir óreiðumanna.
Hvar hefur maður heyrt þetta áður??
![]() |
Jóhanna gagnrýnir Brown |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2009 | 11:24
Amy Winehouse á réttri leið
Það hefur farið frekar lítið fyrir söngkonunni ólánsömu Amy Winehouse í fjölmiðlum upp á síðkastið. ÞAÐ veit þó á gott því hún var svo til daglega í pressunni á síðasta ári fyrir að dópa sig og drekka svo mikið að margir hugðu henni ekki langlífi.
Undanfarna mánuði hefur Amy mest dvalið á St Lucia þar sem hún hefur reynt að halda sig fjarri vímunni og unnið jafnframt að plötu til að fylgja eftir hinni frábæru Back to Black.
Aðeins einu sinni á þessu ári hefur dívan komið opinberlega fram til að syngja og það gerði hún þegar hún kom í heimsókn til Bretlands í ágúst mánuði og tróð óvænt upp með ska bandinu The Specials á V tónlistarhátíðinni í Essex.
Amy stofnaði nýlega útgáfufyrirtæki sem heitir Liones og fyrsta platan sem það kemur til með að gefa út verður einnig fyrsta plata hinnar 13 ára gömlu Dionne Bromfield en Amy er guðmóðir hennar.
Nú hefru verið tilkynnt að Amy og Dionne munu koma fram um næstu helgi í hinum vinsæla þætti Strightly Come Dancing sem sýndur er á BBC 1.
Amy ætlar að syngja bakrödd hjá Dionne sem mun flytja lagið Mama Said sem upphaflega var sungið og gert vinsælt af The Shirelles árið 1961. . Meðal laga á plötunni sem Amy hefur skipt sér mikið af, eru; Ain't No Mountain High Enough, Tell Him og My Boy Lollipop.
Amy segist sannfærð um að Dionne sé hæfileikaríkari en hún sjálf og eigi glæstan feril framundan.
" Í fyrsta sinn sem ég heyrði Dionne syngja, trúði ég var eigin eyrum - Því lík rödd sem þessi unga stúlka er með"- "Hún er miklu betri en ég var á hennar aldri."
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2009 | 17:00
Tímaspursmál hvenær Jóhanna biðst lausnar
Enn syrtir í álinn fyrir ríkisstjórn Jóhönnu Sig. Steingrímur kemur heim tómhentur frá Tyrklandi því engan bilbug var að finna á þeim sem eru að rukka hann og engin vill lána landinu aur fyrr en við samþykkjum að borga Icesave eins og um var samið. - Það hefur verið ljóst frá upphafi, en hann varð að reyna svo ekki yrði sagt um að hann færi ekki að vilja Alþingis.
Stjórnarandstaðan vill ekki samþykkja neinar breytingar á breytingartillögum sínum á Icesave og þar við stendur.
Málið er komið í sjálfheldu og þess vegna sjálfhætt fyrir ríkisstjórnina sem sagt hefur hvað eftir annað að frágangur á Icesave sé forsenda þess að hún geti haldið áfram af einhverju viti.
Það er sem sagt ekki nóg að þjóðinni hafi verið komið á kaldan klaka af fáeinum spilagosum, heldur er henni nú hjálpað til að frósa í hel af nokkrum pólitíkusum sem ekki gata staðist það að nota málið sér til pólitísks framdráttar. -
En, hey þetta er flokkapólitík, gaman, gaman.
![]() |
Stefnuræða flutt í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2009 | 10:25
Davíð svarar í sömu minnt
Naflaskoðun Bloggara heldur áfram og það er gott. Nú rýnum við í lóna hver í kapp við annan með Sæmundarhætti, út af því að Davíð Oddsson sagði bloggurum til syndanna í Mogga í gær.
Davíð var að æfa sig í að veifa sprotanum og pissaði dálítið yfir fætur háværa pistlahöfunda. Það hafi tilætluð áhrif. -
Margir efuðust um að Davíð mundi nokkuð skipta sér af blogginu þótt hann yrði ritstjóri, sérstaklega hægra liðið sem var sama hvort eð er.
Nú hefur Davíð tekið af allan vafa um það mál og þurfti ekki lengi að bíða. -
Sumir væla áfram yfir nafnleysingjunum á blogginu. Það fer skelfilega í taugarnar á íslensku smáborgarasálinni að vita ekki hver segir hvað og geta ekki flett fólki upp og tékkað ferilinn og allt það.
En það eru ekki nafnlausu bloggararnir sem Davíð er að agnúast út í sérstaklega, enda hefur hann aðgang að kennitölum allra sem hér blogga allavega. Hann hreytir ónotum í alla bloggara sem geisa með gífuryrðum út á ritvöllinn. Margir þeirra hafa beint spjótum sínum Davíð persónulega í gegnum tíðina og nú svarar hann í sömu minnt og gefur forsmekkinn að því sem koma skal.
Sumir þeirra sem vegið hafa hvað harðast að Davíð hafa þegar forðað sér af blog.is. Þeir eru í betri stöðu núna til að svara fyrir sig enda logar bloggheimar á eyjunni...eða alla vega smá varðeldar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.10.2009 | 17:30
Herra Forseti, Tony Blair
Stjórnarskrá ESB, afturgengin í Lisbon sáttmálanum hefur loks verið samþykkt af Írum og þar með var rutt úr vegi síðustu hindruninni fyrir stofnun embættis Forseta ESB sem margir pólitískir framgosar í Evrópu hafa augastað á. Enginn samt meira en fyrrum forsætisráðherra Breta, ný-kaþólikkinn og stríðsmangarinn Tony Blair.
Það er eftir ýmsu að slægjast fyrir Tony. Embættinu fylgir 250.000 punda árslaun, að mestu skattfrjáls, tuttugu manna skrafslið, örlát risna og fjöldi fríðinda.
En sjálfsagt er Blair samt mest í mun að yfirskyggja í sögulegu tilliti, stríðsmangara-orðstírinn sem hann varð sér út um með að fylgja vini sínum Bush út í ólöglega styrjöld við Írak.
Útnefning hans sem sérstaks erindreka til mið-austurlanda hjálpaði honum lítið í þvi tilliti.
Fái Íslendingar inngöngu í ESB og verði Blair fyrsti forseti sambandsins, verður það virkileg kaldhæðni örlaganna og kannski dálítið vandræðalegt komi Blair í heimsókn til þessa litla hrepps í ríki hans. Því það var vissulega arftaki hans og lærisveinn sem átti stóran þátt í að koma Íslendingum í þá stöðu að þeir áttu þann kost einan að reyna að komast inn í pappírsskjól ESB eða vera að öðrum kosti "sprengdir efnahagslega aftur á 19. öld."
4.10.2009 | 01:44
Dvergar í Kína byggja sér þorp

Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
3.10.2009 | 17:25
Undirbúningur fyrir átökin við Ísland hafinn.
"Démarche" er það skjal kallað sem er formleg diplómatísk yfirlýsing á stefnu, skoðunum og óskum einnar ríkisstjórnar til annarrar eða til fjölþjóðlegra samtaka. Skjalið er afhent formlega til viðeigandi fulltrúa þeirrar ríkisstjórnar eða samtaka sem það er stílað á. - Tilgangur þess er að reyna hafa áhrif á stefnu þeirrar ríkisstjórnar eða mótmæla gjörðum eða stefnu hennar.
Íslensku ríkistjórninni hefur nú borist slíkt skjal sem undirritað er af ríkisstjórnum 26 þjóðlanda, flestum evrópskum, í því skyni að mótmæla hvalveiðum Íslendinga. Sjá frétt.
Hvalveiðar eru yfir höfuð, eins og allir vita, afar umdeildar. Fyrir almenningi í flestum löndum Evrópu er málið mettað tilfinningum og oft eru rök og vísindalegar niðurstöður að engu hafðar þegar það ber á góma.
Í ljósi erfiðrar fjárhagslegar stöðu Íslands og Icesave samninganna, sem Gordons Brown vill gera að pólitískri lyftistöng fyrir sig og sinn flokk, þjónar þessi fordæming á hvalveiðum Íslendinga sem liður í að sverta orðstír þeirra og svipta þá samúð almennings. - Næstu vikur og mánuði munu ávirðingarnar eflaust verða fleiri og fjandsamlegri.
Slíkur áróður er nauðsynlegur undanfari harðnandi pólitískra átaka á borð við þau sem framundan eru á milli Gordons og íslensku ríkisstjórnarinnar út af Icesave klúðrinu.
Staða Íslands í samfélagi þjóðanna hefur breyst mikið síðustu ár. Í þorskastríðinu þegar við áttum í deilum við Breta um auðlindir hafsins, var landið mikilvægt NATO og USA frá hernaðarlegu sjónarmiði. Sú staða er nú fyrir bý og ekki lengur hægt að reiða sig á mikilvægi geópólitískrar legu landsins og stuðning USA eða annarra landa við okkur af þeim sökum.
Bæði Bretland og USA eru þekkt fyrri að hunsa alþjóðleg lög í samskiptum sínum við aðrar þjóðir og fara sínu fram eins og þeim sýnist, einkum gegn þjóðum sem lítið mega sín. -
![]() |
26 þjóðir fordæma hvalveiðar Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.10.2009 | 00:35
Verða átökin um Icesave "Falklandseyjastríðið" hans Gordon Brown.
Allir sem þekkja forsögu málsins vita að Ögmundur Jónasson sagði sannleikann hvað varðaði að Bretar og Hollendingar notuðu öll tiltæk pólitísk vopn til að fá íslenska ríkið til að endurgreiða Icesave innlánin. - En hvað væri betra fyrir Gordon Brown annað en að Íslendingar greiddu möglunarlaust. Er mögulegt að það væri hugsanlega betra fyrir Gordon Brown pólitískt séð, að þeir greiddu ekki.
Þeir sem þekkja til pólitíkurinnar á Bretlandi, vita að Gordon Brown hefur staðið höllum fæti, bæði innan flokks síns og hvað snertir almenningsálitið.
Margir trúa því að hann geti ekki unnið kosningarnar sem framundan eru á vordögum á næsta ári. Það sem Brown heldur á lofti umfram annað, er að engin geti sigrast á kreppunni annar en hann. Við hvert tækifæri sem hann fær slær hann því um sig að hann einn hafi brugðist við, hann einn viti hvað sé í gangi, hann einn viti hvernig á að leiða þjóðina aftur á braut hagvaxtar o.s.f.r. -
Fram að þessu hefur flest það sem hann hefur gert ekki orðið honum að afgerandi vopni. - En á meðan hann getur haldið áfram að þylja þessa frasa sína, eygir hann von. - Það sem Brown sárlega vantar er auðsætt dæmi um að hann sé sannur foringi sem tekur af skarið og sem lætur engan ógna hagsmunum Bretlands.
Í ræðu sinni á nýafstöðnu flokksþingi minntist hann á Icesave og hverning hann hefði bjargað fjölda breskra þegna frá beinu fjárhagslegu tjóni með að greiða innlánurum strax það sem þeir áttu inni hjá sjóðnum.
En það sem Brown vantar umfram allt er afgerandi dæmi, annað Falklandseyjastríð, líkt og bjargaði frú Thatcher fyrir horn á sínum tíma, en að þessu sinni þarf það að vera "efnahagslegt".
Allar yfirlýsingar Íslendinga um að þeir ætli hugsanlega ekki að borga þessa milljarða sem breska ríkið greiddi á sínum tíma til innlánara Icesave og að þeir ætli ekki að standa við gerða samninga, er vatn á millu Gordons Browns.
Líklegt er að deilan muni harðna og þeir fyrirvarar sem íslenska þingið setti á samningana verði áfram hafnað af Bretum. Það hentar Brown ágætlega. Ekki mun hjálpa að skipta um stjórn á Íslandi. Hann mun benda á að ekkert sé að marka íslensku ríkisstjórnina, hvernig sem hún er skipuð. Óeining stjórnmálaaflanna á Íslandi hjálpa til að réttlæta orð hans.
Allir sem komið hafa nálægt þessum samningi hafa lofað að borga en svo gerir það enginn þegar á hólminn er komið. Við hvern á nú að semja?
Og á réttum tíma mun Brown fá það sem hann þarfnast mest, áhættulítið efnahagsstríð við smáþjóð sem hann getur auðveldlega unnið og mun styrkja ímynd hans sem hins sterka leiðtoga. Slík átökmundu sameina þjóðina að baki honum og skjóta flokknum hans aftur upp fyrir Íhaldsflokkinn. Fyrir það mun Ísland blæða því það þýðir hertari efnahagsþvinganir uns þjóðin verður knésett.
![]() |
Segir Breta og Hollendinga fjárkúga Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
2.10.2009 | 01:00
The Long Goodbye
Atgerfisflótti af moggablogginu heldur áfram. Talsverður fjöldi af bloggurum sem blogga reglulega og taka það sem þeir skrifa alvarlega, haf tilkynnt um að þeir séu farnir eitthvert annað. Margir til Eyjunnar.is. sem er helsta flóttamanna hælið á Íslandi fyrir "eðalbloggara" sem ekki vilja samvisku sinnar vegna, skrifa á vefsvæði hvers æðsti maður heitir Davíð Oddsson. -
Nú á eftir að koma í ljós hvernig þeir þrífast á bloggsvæði Eyjunnar, sem er talsvert minna sótt en blog.is og hefur að ég held miklu minni samfélagskennd. Sumir hafa ekki útilokað að snúa aftur á blog.is og ég tel að svo verði raunin, einkum ef fólk fer að finna sig í sporum The Kinks þegar þeir komu til Íslands forðum og sömdu lokaðir inn á hótel herbergi einhversstaðar í Reykjavík; "I´m on an Island, and I got nowere to go".
Kveðjubloggin eru skemmtileg aflestrar og margir kveðja bloggarana eins og þeir séu að hverfa til annarrar plánetu. samt get ég alveg skilið "söknuðinn" því blog.is er á margan hátt eins og samfélag.
Einhverjir hafa bent á að skelegg skrif á blog.is gætu virkað sem gott mótvægi við þeim
breytingum sem Davíð kann að standa fyrir á mbl.is og að ef áður hafi verið þörf fyrir gagnrýnin skrif á blog.is þá sé nú nauðsyn. - Bloggarar á förum svara þessu að þarna spili líka inn í að mbl.is hafi tekjur af skrifum þeirra og burtséð frá þeim og almennum stuðning
við svæðið, sé þeim ekki stætt lengur á að blogga hér.
Ég hef það fyrir víst að margir aðrir í viðbót við þá sem eru þegar farnir séu að undirbúa flutning, sumir jafnvel úr röðum þeirra sem hafa verið í efstu sætum yfir fjölmennustu
bloggin.
Miðað við daglegar tölur yfir nýjar skráningar á blog.is hefur þeim ekki fækkað og eflaust verða einhverjir til að rísa upp og fylla í skarð þeirra sem farnir eru eða eru á förum.
PS: Þetta er auðvitað blogg um bloggara og þess vegna mjög í stíl við svo kallaðan "Sæmundarhátt" á bloggi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (38)
1.10.2009 | 22:43
Leikkona og rithöfundur krefjast trúfrelsis í Íran
Mikilsvirtir Íranir krefjast trúfrelsis
Washington, 30 september 2009 (BWNS) ― Metsöluhöfundur og leikkona, sem
hefur hlotið tilnefningu til Academy award verðlaunanna, eru meðal þeirra
sem krefjast trúfrelsis í Íran og að ofsóknunum gegn baháíum í Íran verð
hætt.
Um 1400 áheyrendur hlíddu á fyrirlestra Dr. Azar Nafisi, sem er höfundur
bókarinnar Reading Lolita in Tehran, og frú Shohreh Aghdashloo, sem hefur
verið tilnefnd til Academy award verðla fyrir leik sinn í myndinni House of
Sand and Fog. Fyrlestrarnir voru fluttir í Lisner fyrirlestrarsalnum í
Georg Washington háskólanum í Bandaríkjunum.
Nafisi og Aghdashloo eru báðar
af írönskum uppruna og hvorug baháíar.
Dr. Nafisi hvatti í sínu erindi fólk til að reyna setja sig í spor þeirra
sem væru nú ofsóttir í Íran og sagði þá meðal annars: Ég spyr sjálfa mig
hvernig mér myndi líða ef búið væri að svipta mig öllum grundvallar
mannréttindum í landinu sem ég lít á sem heimaland mitt, í landinu þar sem
ég fæddist bæði inn í tungumálið og menninguna, í landinu þar sem foreldrar
mínir og foreldrar þeirra fæddust og lögðu sitt af mörkum til samfélagins?
Dr. Nafisi sagði að þessi barátta í Íran væri ekki af pólitsíkun toga, hún
snérist um að fá að vera til. Þetta ætti bæði við um baháíana og alla aðra
í Íran sem dirfast að vera öðru vísi, sem dirfast að láta í ljósi þá ósk að
þeir fái að njóta valfrelsis.
30.9.2009 | 00:46
Er hamingjan að vera fögur, gáfuð, fræg og rík?
Allir eru sammála um að hamingja er það eftirsóknarverðasta sem lífið getur haft upp á að bjóða. Íslendingar hafa til margra ára verið sagðir hamingjusamastir þjóða í fjölda fjölþjóðlegra skoðannakannana sem gerðar hafa verið. -
Hvort þetta er enn satt um okkur í ljósi hremminganna sem núna ganga yfir þjóðina veit ég ekki, en jafnvel þeir sem búa við skelfilegar aðstæður í lífi sínu þurfa ekki endilega að missa sjónar af þessu megin markmiði lífsins.
Anna Frank orðaði þetta svo í dagbók sinni; "Við lifum öll með það fyrir augum að verða hamingjusöm; líf okkar eru öll frábrugðin en samt eins."
Í Bandaríkjunum t.d. er rétturinn til að leita að hamingjunni verndaður í stjórnarskránni þótt að hún eða aðrar stjórnaskrár heimsins geti ekki tryggt að fólk finni hana. Flestir hefja leitina að hamingjunni með því að reyna að uppfylla langanir sínar, hverjar sem þær kunna að vera. Þær langanir eru fyrst mótaðar af náttúrulegum hvötum okkar og síðan af uppeldinu og samfélaginu.
Þar sem samfélagið er mettað efnishyggju verður hún megin leitarsvæðið.
Við komumst smá saman upp á lag við að raða saman eins mörgum "ánægjustundum" og mögulegt er og köllum það hamingju. Að verða fögur, gáfuð, fræg og rík eru aðalmarkmið leitarinnar.
En um leið og ánægjustundirnar þrjóta, jafnvel þótt aðeins verði hlé á þeim, finnum við fyrir tómarúminu þar sem raunveruleg varanleg hamingja á að vera. -
Neyslusamfélagið er bein afleiðing þessarar tegundar hamingjuleitar.
Þessi leit tekur venjulega enda þegar eitthvað sem við héldum að væri alger forsenda hamingju okkar er frá okkur tekið.
Í bókmenntum og annarri menningararfleyfð heimsins er að finna fjölda hamingju uppskrifta, enda hefur hamingjan verið stór hluti af viðfangsefnum helstu hugsuða heimsins. Niðurstöður þeirra er jafnan á einn veg, þótt þær séu orðaðar á mismunandi hátt.
Þær kenna að hamingjan sé grundvölluð á andlegri hegðun hvers einstaklings. Með "andlegri" er átt við þær mannlegu dyggðir sem hvert og eitt okkar býr yfir. -
Hvort sem við erum rík eða fátæk og hvert sem starf okkar er eða staða, munum við ekki fanga hamingjuna nema að við leggjum rækt við þessar dyggðir og að gjörðir okkar endurspegli þær.
Hér kemur hluti af hamingju-uppskrift sem mér finnst ein sú besta sem ég hef séð og ber þessum hugrenningum mínum gott vitni.
Vertu örlátur í velgengni og þakklátur í mótlæti. Vertu verðugur trausts náunga þinna og mættu þeim með bjartri og vingjarnlegri ásjónu. Vertu sjóður hinum fátæku, umvandari hinum ríku, sá sem svarar kalli hinna þurfandi og varðveittu helgi heits þíns. Vertu sanngjarn í dómum þínum, varkár í tali þínu. Sýndu engum manni óréttlæti og öllum mönnum auðmýkt.
Í þessum stutta texta koma eftirfarandi dyggðir fyrir;
Örlæti, þakklæti, heiðarleiki, vingjarnleiki, miskunnsemi, hugulsemi, hugrekki, orðheldni, sanngirni, hófsemi, auðmýkt.
Takið eftir hvernig þessar dyggðir eiga vel við þá sem vilja þjóna meðbræðrum sínum og ekki þá sem vilja drottna yfir þeim.
29.9.2009 | 17:23
Refskák Gordons Brown við Íslendinga
Því miður eru Íslendingar ekki klókari í refskákinni sem gjarnan er nefnd pólitík en þetta. Nánast allt sem Íslendingar gerðu og sögðu í tengslum við bankahrunið var og er notað gegn þeim.
Davíð hræddi Darling með ummælum sínum um að Íslendingar ættu ekki að borga. Brown og Darling skelltu landinu umsvifalaust á hryðjuverkalistann og frystu alla fjármuni landsins í Bretlandi. - Brown gat ekki fengið betri afsökun til að snúa málum sér í hag .
Til að tryggja sína pólitísku hagsmuni heima fyrir, borgaði Brown almenningi út það sem þeir höfðu lagt inn í Icesave og rukkaði svo Ísland um aurinn. Þá sögðust Geir og hans stjórn mundu borga.
Brown lýsti því yfir í breska þinginu að Icesave málið væri í höfn og því yrði fylgt eftir af AGS sem Íslendingar mundu verða að fá lán hjá til að eiga möguleika á að rétta úr kútnum. Að koma þessu í kring kostaði eitt símtal frá Darling sem vann lengi hjá sjóðnum.
Ítök Browns og Hollendinga í Evrópu er slík að hann gat sett það sem skilyrði fyrir einhverri fyrirgreiðslu að Ísland borgaði refjalaust samkvæmt þeim samningum sem íslensku samningarmennirnir undirrituðu.
Íslenska þingið reyndi að malda í móinn og tefja tímann. Þingmenn léku sér í flokkspólitíska sandkassanum og settu svo í samningin skilyrði sem þeir vissu að mundu tefja enn fyrir og koma ríkisstjórninni sem var að reyna að slökkva eldana afar illa.
Þau trikk gengu eftir og nú er málið komið í strand. Ísland fær enga fyrirgreiðslu og framtíðin er mjög óviss. Verði niðurstaðan sú að Icesave samningarnir verða ekki samþykktir munu Bretar breyta sér af fullri hörku í málinu. Staða og yfirlýsingar Gordons Brown bjóða ekki upp á annað. - Miðað við það sem þá er framundan er má segja að áhrif kreppunnar á Íslandi hafi verið smá verkur. Framundan er sársauki.
![]() |
Þakkaði Brown fyrir að bjarga Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
29.9.2009 | 02:04
Kiðlingur með mannshöfuð
Flestir Íslendingar eru með meðvitaðir um að í mörgum Afríkulöndum ríkir mikil fáfræði meðal almennings. fátækt, sjúkdómar, tíðar styrjaldir og samfélagsleg upplausn valda því að sum staðar ríkir jafn mikil fáfræði og algeng var í Evrópu á miðöldum.
Stundum rata inn í heims-pressuna fréttir sem eru svo talandi fyrir menntunarleysið og hindurvitnin sem af henni leiða, að fólk hlýtur að staldra við og spyrja hvort hér sé virkilega alvöru frétt á ferðum.
Í nokkrum dagblöðum heimsins birtist í gær frétt af fæðingu kiðlings í Lower Gweru í Zimbabve, sem sagður hafa mennskt höfuð.
Þorpsbúar sögðu samkvæmt fréttinni að kiðið sem reyndar dó tveimur tímum eftir fæðingu, hafi verið svo hræðilegt að jafnvel hundarnir hafi ekki viljað koma nálægt því. Af því að það leit svo hræðilega út var hræið síðan brennt.
"Þetta er sannkallað kraftaverk",er haft eftir Themba Moyo einum þorpsbúanum.
Eigandi geitarinnar hringdi á lögreglu og myndir voru teknar af dauðum kiðlingnum sem litu út fyrir að vera illa vanskapað kið eða hrein og klár fölsun.
"Þetta er í fyrsta sinn sem geitin mín gerir þetta. Ég á fimmtán geitur og flestar eru afkomendur þessarar geitar. Hún hefur oft fætt tvíbura" er haft eftir eigandanum.
Zimbabwe Guardian fylgir þessari frétt eftir með annarri grein og segir;
Zimbabwe Guardian skýrir frá að landsstjórinn í Midland, Jason Machaya sé þeirrar skoðunar að skepnan sem fæddist sé afleiðing þess að maður og geit höfðu samræði.
"Þetta er mjög alvarlegt. Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé svo illan hlut. Þetta er mjög skömmustulegt" þusaði í honum.
"Höfuðið er mannshöfuð en restin af líkamanum geit. Það er auðsætt að fullorðin maður er ábyrgur. Ill öfl hafa fengið hann til að missa sjálfstjórnina. Við heyrum oft um tilfelli þar sem maður hefur samræði við dýr en þetta er í fyrsta sinn sem úr verður vera með mennskt útlit"
Og eins og þessi saga sé ekki nógu fáránleg bætir einhver blaðamaðurinn þessu við fréttina;
Hálfur maður, hálf geit, skepnur eins og skógarpúkar og satýrar eru vinsælar í grískri og rómverskri goðafræði. James McAvoy lék hinn fræga skógarpúka herra Tumnus í stórmyndinni sem byggð var á sögu CS Lewis Narnia krónikurnar.