Kvikmyndir sem tala inn í íslenskan veruleika

Blade Runner, Terminator og Matrix, allar dæmi um góðar kvikmyndir. Bestu kvikmyndirnar sameina marga þætti. Þær eru fræðandi, listrænar og góð afþreying. Þær bestu tala til okkar á sama hátt og dæmisögur og ævintýri bókmenntanna gera líka. Ég hef löngum haft dálæti á vísindaskáldsögum og kvikmyndum sem fjalla um svipuð efni. Í miklu uppáhaldi eru einmitt myndirnar Blade Runner, Matrix og Terminator serían.

Fyrsta Matrix myndin er algjör snilld, vegna þess að hún sýnir svo vel hvernig fólk getur gert sér að góðu að lifa með hauspoka alla ævi, svo fremi sem það heldur að það sé að japla á á nautakjöti af og til. 

Terminator karakterinn er líka frábær af því að hann sýnir hvað erfitt er að losa sig við forritunina sem við öll erum ofurseld og einnig hvað erfitt er að koma fyrir kattarnef skálkum með einbeittan vilja.

Blade Runner spyr m.a. spurningarinnar hvað það sé sem gerir manninn mennskan.

Efnisinntök þessara kvikmynda má auðveldlega heimfæra upp á þjóðmálin á Íslandi (og víðar) á fleiri en einn hátt. Sem dæmi;

matrixÍ hvert sinn sem ég les útskýringar stjórnmálamanna á því hvers vegna þeir gera það sem þeir gera, dettur mér Matrixið í hug, rafræna blekkingarvefinn sem ætlað er að umlykja alla huga til þess að þeir séu til friðs á meðan lífsorkan er sogin úr þeim. -

 

TerminatorÞegar ég les um útbrunna pólitíkusa sem neita að gefast upp og troða sér aftur til áhrifa einhverri mynd, kemur upp í hugann gereyðandinn sem druslast áfram með rafmagnsgarnirnar á eftir sér eftir að hann hefur verið sprengdur í loft upp eða klesstur í stálþjöppu. -

RoyÍ hvert sinn sem ég les um fólk sem hefur komið sér fyrir efst í valdapíramídanum og hvernig það  áskilur sér rétt til að ákvarða innrætingu undir-linga sinna, lífdaga þeirra og lífgæði, af því að það hefur einhvern stjórnmálflokk eða fyrirtæki á bak við sig,  minnist ég Blade Runner og hvernig slíkt fólk er í hættu að verða á endanum tortímt af endurgerð sjálfs sín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Svanur,

 ég hef lesið bloggið þitt með miklum áhuga í rúmt ár. Ég hef aldrei kommentað hér áður en sé mig knúinn til þess núna. Mér fannst frábært að koma inná síðuna þína í byrjun kreppunar þar sem að þú skrifaðir eingöngu um áhugaverð mál milli himins og jarðar. Eftir að þú komst í heimsókn til landsins þá hefur bloggið þitt snúist meira eða minna um kreppuna og þjóðfélagsmál sem nóg er nú um fjallað annarstaðar. Ég vill því óska eftir að þú farir aftur að snúa þér að öllu öðru og skemmtilegri málum eins og þú gerðir áður :)

kveðja,

Einn leiður á kreppunni

Einar (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 16:26

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þér láðist fyrir einhverja gleymsku að nefna trúarbrögðin í niðurlaginu.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.10.2009 kl. 16:51

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Einar; Þetta er dagsatt hjá þér. Ég smitaðist :( og er að reyna að taka mig á. Takk fyrir þetta.

Jón Steinar; eins og ég segi þá má auðveldlega heimfæra stefin upp á þjóðmálin á Íslandi á fleiri en einn hátt. -

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.10.2009 kl. 17:09

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

„Fyrsta Matrix myndin er algjör snilld, vegna þess að hún sýnir svo vel hvernig fólk getur gert sér að góðu að lifa með hauspoka alla ævi, svo fremi sem það heldur að það sé að japla á á nautakjöti af og til.“

þessa snilldarmálsgrein þarf að ramma inn og hafa til sýnis almenningi.

Brjánn Guðjónsson, 11.10.2009 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband