Amy Winehouse á réttri leið

article-1165788-0428FF38000005DC-266_468x687Það hefur farið frekar lítið fyrir söngkonunni ólánsömu Amy Winehouse í fjölmiðlum upp á síðkastið. ÞAÐ veit þó á gott því hún var svo til daglega í pressunni á síðasta ári fyrir að dópa sig og drekka svo mikið að margir hugðu henni ekki langlífi.  

Undanfarna mánuði hefur Amy mest dvalið á St Lucia þar sem hún hefur reynt að halda sig fjarri vímunni og unnið jafnframt að plötu til að fylgja eftir hinni frábæru Back to Black.

Aðeins einu sinni á þessu ári hefur dívan komið opinberlega fram til að syngja og það gerði hún þegar hún kom í heimsókn til Bretlands  í ágúst mánuði og tróð óvænt upp með ska bandinu The Specials á V tónlistarhátíðinni í  Essex.   

Amy stofnaði nýlega útgáfufyrirtæki sem heitir Liones og fyrsta platan sem það kemur til með að gefa út verður einnig fyrsta plata hinnar 13 ára gömlu Dionne Bromfield en Amy er guðmóðir hennar.

Nú hefru verið tilkynnt að Amy og Dionne munu koma fram um næstu helgi í hinum vinsæla þætti Strightly Come Dancing sem sýndur er á BBC 1.

Amy ætlar að  syngja bakrödd hjá Dionne sem mun flytja lagið Mama Said sem upphaflega var sungið og gert vinsælt af The Shirelles árið 1961. .  Meðal laga á plötunni sem Amy hefur skipt sér mikið af, eru; Ain't No Mountain High Enough, Tell Him og My Boy Lollipop.

Amy segist sannfærð um að Dionne sé hæfileikaríkari en hún sjálf og eigi glæstan feril framundan.

" Í fyrsta sinn sem ég heyrði Dionne syngja, trúði ég var eigin eyrum - Því lík rödd sem þessi unga stúlka er með"- "Hún er miklu betri en ég var á hennar aldri."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband