Tímaspursmál hvenær Jóhanna biðst lausnar

pay up..Enn syrtir í álinn fyrir ríkisstjórn Jóhönnu Sig. Steingrímur kemur heim tómhentur frá Tyrklandi því engan bilbug var að finna á þeim sem eru að rukka hann og engin vill lána landinu aur fyrr en við samþykkjum að borga Icesave eins og um var samið. - Það hefur verið ljóst frá upphafi, en hann varð að reyna svo ekki yrði sagt um að hann færi ekki að vilja Alþingis.

Stjórnarandstaðan vill ekki samþykkja neinar breytingar á breytingartillögum sínum á Icesave og þar við stendur.

Málið er komið í sjálfheldu og þess vegna sjálfhætt fyrir ríkisstjórnina sem sagt hefur hvað eftir annað að frágangur á Icesave sé forsenda þess að hún geti haldið áfram af einhverju viti.

Það er sem sagt ekki nóg að þjóðinni hafi verið komið á kaldan klaka af fáeinum spilagosum, heldur er henni nú hjálpað til að frósa í hel af nokkrum pólitíkusum sem ekki gata staðist það að nota málið sér til pólitísks framdráttar. - 

En, hey þetta er flokkapólitík, gaman, gaman. 


mbl.is Stefnuræða flutt í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ögmundur kemur upp í hugann fyrir utan þennan gaur á myndinni.

Finnur Bárðarson, 5.10.2009 kl. 17:03

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Einmitt Finnur. En það eru allir orðnir jafn sekir hér heima, nema það er erfitt að sjá hvernig Steingrímur hefði getað spilað þetta öðruvísi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.10.2009 kl. 17:10

3 identicon

Stórfiskaleikur er mjög vinsæll á meðal elítu og aumkunarverðra stjórnmálamanna.
Auðvitað á "ríkisstjórnin" að segja af sér... það er ekkert annað í stöðunni.. Jóhanna á að taka sér frí.. DO líka, allt þetta lið á að taka sér frí til æviloka.

DoctorE (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 17:29

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég ber virðingu fyrir Steingrími, vinnur baki brotnu þó allir standi gegn honum og enginn fylgi honum í þessu óvinsæla starfi. Auðvitað grípur Ömmi tækifærið og breytir sér í dýrling, svona rétt áður en þurfti að reka 500 starfsmenn LSH.

Finnur Bárðarson, 5.10.2009 kl. 17:44

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Best væri að setja Icesave málið í frost, í svona 2-4 ár.

Taka það síðan upp á ný, þegar uppgjöri LB hefur verið lokið, sala eigna hefur farið fram, og vitað hvað stendur eftir.

--------------

Hættum að taka öll þessi gjaldeyrislán. Þau gera ekki það gagn, sem að er stefnt.

Bendi á eftirfarandi færslur:

http://einarbb.blog.is/blog/einarbb/entry/959997/

http://einarbb.blog.is/blog/einarbb/entry/959354/

http://einarbb.blog.is/blog/einarbb/entry/959354/

-------------------

Hætum því, sem virkar ekki, og mun ekki virka.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.10.2009 kl. 17:51

6 identicon

"Palli var einn í heiminum"  Ögmundur á stuðning frá hluta Vinstri-grænna. Jafnframt frá annarri stjórnarandstöðu sem fiskar í gruggugu vatni. Þetta þokkalið lætur sig ekki varða um þjóðarhag og framlengir kreppuna í von um stundarávinning í óánægjufylgi.

Sverrir (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 18:08

7 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Icesave-stjórnin er búin með allt sitt eldsneyti. Nú verðum við að fá kosningar og nýja og óþreytta sveit til verka. Við erum einu sinni sammála Svanur !

Loftur Altice Þorsteinsson, 5.10.2009 kl. 18:11

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

og endurvekjum IceSafe stjórn hina fyrri, Loftur. Sakar ekki að taka einn snúning ef það friðar sálina.

Finnur Bárðarson, 5.10.2009 kl. 18:34

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ef stjórnin fellur, sem ég frekar á ekki von á, en smá "brinkmanship" er gjarnan notaður þegar erfiðar deilur eru í gangi, þá held ég að helst sé von á stjórn Samfó og X-D.

Eftir að Icesave málið er frá, þá fækkar mjög deiluefnum milli þessara flokka, og þá allt í einu, eru þeir mun meira sammála en ósammála - t.d. um stóryðjumál og þörf á niðurskurði, ef ekki akkúrat um hvaða skatta á að setja á.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.10.2009 kl. 19:12

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þjóðarstjórn er það eina sem mögulega getur bjargað einhverju fyrir horn og þá helst undir forystu Steingríms. - Það er öllum orðið ljóst að það verður ekki skorast undan að greiða þetta F...... Icesave og best er að allir sem komu að því klúðri taki á sig ábyrgðina á því.  - 

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.10.2009 kl. 19:39

11 Smámynd: Sævar Helgason

Þessir fjörmenningar (fjórmenningarklíkan ) í VG hafa ekki kjark til að fara í þann niðurskurð sem er óhjákvæmilegur ásamt skattahækkunum.

ICESAVEklúðrið er síðan notað sem skálkaskjól - þeim finnst svona meiri "mannsbragur" á því að láta brjóta þar en að vera algjörlega uppvísir af gunguskap. 

Ögmundur hefur allt sitt líf, frá því á þrítugsaldri ,verið í fararbroddi ríkisstarsmanna með kröfur á ríkið- nú snýst dæmið alveg við- niðurskurður og fækkun ríkisstarfsmanna -og það undir hans stjórn- þar skilur á milli. 

En sjáum til upp úr miðri vikunni...

Sævar Helgason, 5.10.2009 kl. 19:44

12 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Nei Finnur, eftir kosningar fáum við vonandi fullveldisstjórn sem hafnar Icesave. Þjóðin er tilbúin í slag við Evrópsku nýlenduveldin ef með þarf. Tími Jóhönnu er liðinn og kemur vonandi aldreigi aftur.

Loftur Altice Þorsteinsson, 5.10.2009 kl. 20:18

13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég sé ekki möguleika á þjóðstjórn. Of mikið ber á milli.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.10.2009 kl. 21:48

14 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Einar; - Þjóðstjórn allra flokka verður aldrei til vegna þess að þeir eiga svo mikið sameiginlegt, heldur vegna þess að ekki er annar kostur í stöðunni. Hvað stjórn önnur á að ráða fram úr þessari stöðu án þess að sundra þjóðinni í allar áttir. Jafnvel Jóhönnu, sem var tekin fyrir nokkrum mánuðum nánast í dýrðlingatölu af þjóðinni, hefur mistekist að greiða úr þessari vitleysu.

Það er fullreynt að reyna að sigrast á þessum erfiðleikum með hefðbundnum hætti. Það sem þarf er samstaða þjóðarinnar allrar og það minnsta sem þessir atvinnupólitíkusar geta gert er að slíðra sverðin, koma upp úr flokksdíkjunum og taka á málum í sameiningu. Þeir eru allir ábirgir fyrir þessari stöðu hvort eð er og eiga að sjá sóma sinn í að ganga á undan með góðu fordæmi og vinna saman einu sinni.

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.10.2009 kl. 23:37

15 Smámynd: Kama Sutra

Ef hrunflokkarnir B og D komast aftur að kjötkötlunum () held ég að við getum gleymt allri frekari rannsókn á hruninu hérna.  Alla vega verður hún þá í enn meira skötulíki en hún er núna.  Varla fara þeir að láta rannsaka og ákæra vini sína?

Bless, Eva Joly...

Kama Sutra, 6.10.2009 kl. 00:19

16 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jóhanna segir;

Ef við fáum ekki lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eða vinaþjóðum og fjármagn á næstunni til þess að styrkja gjaldeyrisforðann, afnám gjaldeyrishafta frestast, gengi haldast veikt, vaxtalækkun tefjast, botninn detta úr lánshæfismati ríkisins sem hafa mun í för með sér mun dýrari endurfjármögnun lána. Þá mun endurreisn atvinnulífsins verða teflt í tvísýnu, atvinnuleysi stóraukast og þar með vandi heimilanna í landinu. Ef við viljum ekki einangrast sem þjóð og loka öllum samskiptaleiðum við alþjóðasamfélagið þá er okkur nauðugur einn kostur að leiða Icesave-málið til lykta.

Jóhanna er ekki að ljúga þessu eða aða ýkja. En hún er ekki með meirihluta fyrir breytingunum sem gera þarf á Icesave til að ganga frá málinu,  því lýsir hún hér því sem raunverulega mun gerast á Íslandi á næstu vikum. Og hver vill takast á við afleiðingar þess? Ekki hún eða hennar stjórn. Án þjóðstjórnar verður Icesave málið áfram notað til þess að grafa undan hverjum þeim sem reynir að takast á við það.

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.10.2009 kl. 00:48

17 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég bendi á næstu færslu fyrir neðan þína.

Það ber um of á milli.

Hún er einfaldlega ekki möguleg.

Ég raunverulega held, að annað tveggja muni gerast, að Samfó muni skipta VG út og sé sennilega núna, önnum kafin við leynilega viðræður, en ef henni tekst ekki að skipta VG út, þá muni þessi stjórn sitja, þar til það verður önnur eins bylting á götunni, eins og síðast, með þó þeirri breytingu, að miklu mun fleiri muni taka þátt í mótmælum og að mótmælendur verði miklu mun bitrari en áður.

Við erum, á leiðinni í uppgjör, sem raunverulega er engin leið að sjá, til hvers gæti leitt. Það gæti leitt til allt frá Sturlungaöld 2, til að einhvers konar nýtt "political alignment" myndaðist.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.10.2009 kl. 00:48

18 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Jóhanna er ekki að ljúga þessu eða aða ýkja. En hún er ekki með meirihluta fyrir breytingunum sem gera þarf á Icesave til að ganga frá málinu, því lýsir hún hér því sem raunverulega mun gerast á Íslandi á næstu vikum. Og hver vill takast á við afleiðingar þess? Ekki hún eða hennar stjórn. Án þjóðstjórnar verður Icesave málið áfram notað til þess að grafa undan hverjum þeim sem reynir að takast á við það."

---------------------

Síðan, auðsýnir þú sjálfur, vandann sem ég vísa til. Þ.e. þú virðist taka undir, málflutning Samfó, um að andstæðingarnir séu, í einhvers konar leik. Það eru mjög móðgandi ummæli.

Þú þarft að hætta því, alveg strax, að fara fram með þeim hætti, ef þú vilt ekki vera hrópaður niður. Taktu þessu sem aðvörun, þ.s. ég held, að þú meinir ekki íllt.

Þ.s. um er að ræða, er raunverulegur og mjög djúpstæður skoðanamunur, á milli aðila, um hvað sé rétt að gera.

Ég er þeirra skoðunar, að ríkisstjórnin, sé í nokkrum grundvallaratriðum, að leiða okkur öll, á ranga leið. Að leið sú er hún vilji rata, sé ekki leið úr ógöngum, heldur leið í frekari og enn alvarlegri ógöngur.

Þar til að þú áttar þig á því, að þ.e. ekki verið bara í einhverjum leik, heldur er deilan svo bitur, vegna þess, að báðar megin fylkingar telja, að leið hinna sé glapræði af alvarlegustu sort, þá ertu eiginlega ekki tækur í umræðunni.

Þ.e. nákvæmlega ástæðan fyrir því, að málamiðlun er ekki möguleg. Þú, samþykkir ekki að láta að vilja ríkisstjórnarinnar, undir nokkrum kringumstæðum, ef þú telur þig vera þá að framkvæma mistök af alvarlegustu sort.

Svona djúpstæður ágreiningur hefur ekki verið uppi, síðan áður en Kommúnisminn hrundi. Ég er alls ekki að íkja.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.10.2009 kl. 01:00

19 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég tel að Jóhanna sé bæði að ljúga og ýkja. Ef þetta væri svona, þá myndi hún samstundis segja af sér og leggja til við forsetann að mynduð yrði stjórn allra flokka nema Sossanna.

Með þvermóðsku sinni og þaulsetu, stendur hún í vegi fyrir öllum raunhæfum aðgerðum. Innganga í ESB er ekki raunhæf, en heldur öllu þjóðfélaginu í heljargreipum.

Bara til að nefna eitt atriði, þá er algerlega óraunhæft að hækka gengið frá því sem nú er. Miklu frekar er þörf á lækkun til að gjaldeyrir verði afgangs til að greiða skuldir ríkis og fyrirtækja. Getur verið að Jóhanna skilji þetta ekki ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 6.10.2009 kl. 01:08

20 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Einar; Þar náðir þú loks því sem ég er að meina. Það er augljóst að allt frá upphafi hafa pólitíkusar á Íslandi, sem annarsstaðar verið að leika sér. Það dettur engum heilvita manni í huga að hugsa sem svo; Ja þarna fara menn sem er svo umhugsað um velferð þjóðarinnar að þeir fórna eigin hagsmunum og pólitískum þrætum fyrir málstaðinn.

Nei félagi Einar, aldeilis ekki. Þeir hafa allir orðið uppvísir af  staðnaðri og skaðsamlegri flokkspólitík og sjálfselsku. - Og rök þeirra, eins og þín fyrir að sameinast ekki um að leysa vandann og sitja frekar í skítnum, eru nákvæmlega engin, alveg eins og hjá þér.

Einar reit; "Þú þarft að hætta því, alveg strax, að fara fram með þeim hætti, ef þú vilt ekki vera hrópaður niður. Taktu þessu sem aðvörun, þ.s. ég held, að þú meinir ekki íllt."

Einar; Hvað þýðir þessi setning???

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.10.2009 kl. 01:33

21 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Loftur; Hvað er að sterku gengi? Og hvernig verður gjaldeyrir afgangs ef gengið er lágt?? Ertu ekki eitthvað að blanda saman hér. Ef krónan er sterk kostar gjaldeyrinn færri krónur ekki satt og skuldir í krónum minka.

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.10.2009 kl. 01:40

22 Smámynd: Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Fyrir mín parta: Þjóðstjórn strax og hún mætti gjarnan vera leidd af manni utan Alþingis (ekki Davíð þó:) - en Davíð Oddsson má eiga það að þetta benti hann á fyrir cirka ári síðan. Ég sting upp á að utanþingsmenn verði með meirihluta í stjórninni. Yfir og út.

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 6.10.2009 kl. 02:07

23 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Svanur - þú ert ekki að meina þ.s. þú ert að segja, þ.s. þú ert ekki að hlusta.

Þetta er ekki leikur, þetta er fúlasta alvara. Svo lengi, sem þú heldur þig við þá skoðun, þá ertu ekki að leita sannleikans, því þú veist hann þegar - eða þannig.

----------------

"Og rök þeirra, eins og þín fyrir að sameinast ekki um að leysa vandann og sitja frekar í skítnum, eru nákvæmlega engin, alveg eins og hjá þér."

Það verður aldrei sameinast um lausnir, sem eru ekki lausnir. Þetta er ekki leikur, heldur alvara.

Samfó einstaklinga, eins og þú, eru greinilega staddir í eigin heimi, þ.s. þeirra lausnir eru skynsemin ein, en hinir eru óskynsamir eða þá í einhverjum leik, því annars er ekki hægt að skilja af hverju þeir neita skynseminni sjálfri, - eða þannig - en þessi hugsun er vitleysa.

Lausnir Samfó, og forsætisráðherra, eru ekki skynsemin sjálf, heldur argasta óráð.

Ég reikna ekki með, að þú áttir þig á því, heldur að þú teljir vera annað af tveggja - ráðvilltan eða einnig í sandkassaleik. Spurning, hvort þú losnir út úr þessum draumaheimi Samfó, eða ekki.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.10.2009 kl. 02:29

24 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Einar; Þú tekur alveg skakkan pól í þessa hæð ef þú heldur mig XS mann.

En það kemur samt ekki í veg fyrir að ég álít algjört ábyrgðarleysi hafa einkennt alla meðferð Icesave-málsins frá upphafi og af öllum sem nálægt því hafa komið.

En þá fyrst kastaði tólfunum þegar það fór fyrir þingið og Stjórnarandstaðan reyndi að slá sig til riddara með fáránlegum mótmælum sem gerðu það að verkum að við erum ver stödd en nokkru sinni fyrir.

Dýrmætur tími til endurreisnar hefur farið forgörðum og ekki bólar á neinum lausnum sem ekki fela í sér greiðslu samningsins. Margir berja sér á brjóst og segja, ekki gera þetta, ekki gera hitt, en engin bendir á hvað á að gera.

Þetta er svona sandkassaleikur sem fólk er farið að sjá í gengum nema það sé blindað af flokkspólitískum álögum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.10.2009 kl. 02:48

25 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sæll Svanur,það syrtir ekki í álinn hjá Jóhönnu, við erum búnir að liggja í skít í eitt ár, við erum svo hrædd við auðmennina okkar þar sem þeir liggja á þjófagósi eins og ormar á gulli.þessi icesamningur er góður f.gj. eftir 7.ár Þessi sandkassaleikur hjá Bjarna Ben og Sigmundi Davíð

standi hann í eitt ár í viðbót munum við einangrast frá umheiminum.Stjórnin þarf ekki að fara frá, Jóhanna og Steingrímur eru í miðjum björgunaraðgerðum viðsemjendur okkar munu ekki samþykkja strákana tvo, Ögmund og Borgarahreyfinguna.

En stóra vandamálið er hve þjóðin er orðin blind og hrædd.Uppsagnir sem eru að fara í gang mun stefna þjóðinni í mikla hættu. Þetta er útkoma eftir Davíð, Geir og Inglbjargar Sólrúnu.

Ég er sammála þér um að dýrmætur tími hefur farið ílla það má skrifa á reikning Bjarna og Sigmundar eftir hverju eru þeir að bíða fjöldagjalþrotum?ætla þeir á brunaútsölurnar í vor.

Bernharð Hjaltalín, 6.10.2009 kl. 05:56

26 identicon

Svanur og Bernharð ! Tek heilshugar undir með ykkur.

Ína (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 10:15

27 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er allt útlendingum að kenna !

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.10.2009 kl. 11:11

28 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Svanur - ríkisstj. átti að fara beint, í endurreisn þjóðfélagsins. Það lá ekkert á því, að leysa þetta Icesave mál.

Það hefði ekki gert nokkuð til, þó ríkisstj. hefði verið að kynna samningslok, nú á haustmánuðum.

Þ.eru nákvæmlega mistök ríkisstj. sem hún getur engum kennt um öðrum, að hafa varið öllu sumrinu og nú einnig langt komin með haustið, án þess að hrinda í verk, lausnum fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu.

Þær lausnir, voru með engum hætti, bundnar því að Icesave málið kláraðist fyrst eða að við fengum þessi lán, þ.e. þau lán eiga eingöngu að fara í einskisnýtann gjaldeyrisvarasjóð - en, gjaldeyrisvarasjóðir, eru aldrei teknir að láni. Það tíðkast ekki hjá öðrum þjóðum.

Það að kenna stjórnarandstöðunni um, er ódýrt og ósanngjarnt "copout".

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.10.2009 kl. 12:12

29 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Svanur, sterkt gengi Krónunnar veldur auknum kaupmætti, með lægra verði á innfluttum vorum. Þessi staða myndi leiða til minni afgangs af viðskiptum við útlönd. Til að þjóðin í heild hafi nægan gjaldeyri til að greiða erlendar skuldir þarf að skapa hann með sparnaði eða framleiðslu, nema menn vilji halda áfram að lifa á skuldum.

 Erlendar skuldir eru allar í erlendum gjaldmiðlum og þess vegna lækka þær ekki við styrkingu Krónunnar. Þetta er grundvallar-atriði, sem sumir skilja þó ekki.

Loftur Altice Þorsteinsson, 6.10.2009 kl. 12:32

30 Smámynd: Sævar Helgason

Þjóðstjórn strax er sagt hér að framan.  Við vorum með ígildi þjóðstjórnar í allt sumar varðandi ICESAVEklúðrið og eftir einhverja mánuði varð samkomulag um ofgnótt af fyrirvörum við þann samning sem lá fyrir í vor.  Hverju hefur þessi "þjóðstjórnar"vinna skilað ? Jú samkomulagi hér innanlands- en málið er milliríkjadeila - stórpólitísk. Steingrímur er að upplifa það í Istanbúl að málið er á samastað og í vor. "Þjóðstjórnin" hefur engu skilð nema óbærilega dýrum töfum . Þær tafir verða okkur dýrar nú á komandi mánuðum. Kannski stjórnarslit og áframhaldandi tafir á raunverulegum aðgerðum- sama hverjir taka við.

Sævar Helgason, 6.10.2009 kl. 12:52

31 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Sævar, þú hlýtur að vera blindur ef þú hefur ekki séð árangur “þjóðstjórnarinnar” í sumar. Ég sjálfir hefði frekar viljað hafna ábyrgðinni algjörlega, en þetta var samt miklu betra en engin skilyrði. Þetta skilaði þeim árangri, að Bretar og Hollendingar eru að fella Icesave-samninginn úr gildi og í síðasta lagi losnar þjóðin við hann 23.október.

 

Síðan gefur “þjóðstjórnin” þann bónus, að Icesave-stjórnin er að falla. Þjóðinni er farið að líða sem frjálsum mönnum. Núna loksins verður hægt að fara að vinna þau verk sem þessi lánlausa stjórn hefur algjörlega trassað að sinna.

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 6.10.2009 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband