Davíð svarar í sömu minnt

napoleoddson1Naflaskoðun Bloggara heldur áfram og það er gott. Nú rýnum við í lóna hver í kapp við annan með Sæmundarhætti, út af því að Davíð Oddsson sagði bloggurum til syndanna í Mogga í gær. 

Davíð var að æfa sig í að veifa sprotanum og pissaði dálítið yfir fætur háværa pistlahöfunda. Það hafi tilætluð áhrif. -

Margir efuðust um að Davíð mundi nokkuð skipta sér af blogginu þótt  hann yrði ritstjóri, sérstaklega hægra liðið sem var sama hvort eð er.

Nú hefur Davíð tekið af allan vafa um það mál og þurfti ekki lengi að bíða. -  

Sumir væla áfram yfir nafnleysingjunum á blogginu. Það fer skelfilega í taugarnar á íslensku smáborgarasálinni að vita ekki hver segir hvað og geta ekki flett fólki upp og tékkað ferilinn og allt það.

En það eru ekki nafnlausu bloggararnir sem Davíð er að agnúast út í sérstaklega, enda hefur hann aðgang að kennitölum allra sem hér blogga allavega. Hann hreytir ónotum í  alla bloggara sem geisa með gífuryrðum út á ritvöllinn. Margir þeirra hafa beint spjótum sínum Davíð persónulega í gegnum tíðina og nú svarar hann í sömu minnt og gefur forsmekkinn að því sem koma skal.

Sumir þeirra sem vegið hafa hvað harðast að Davíð hafa þegar forðað sér af blog.is. Þeir eru í betri stöðu núna til að svara fyrir sig enda logar bloggheimar á eyjunni...eða alla vega smá varðeldar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þessi Davíð Oddsson.Þvílíkt umdeild persóna ogsvo er hann sjálfur barasta hissa á því,Þessi mynd í Napóleon-klæðum passa vel við hann,enda er Davíð þessi Oddsson veruleikafirrtur og siðblindur og fleira og fleira ,já einnig stríðsglæpamaður(Írak)

Númi (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 10:58

2 identicon

Við skulum athuga að DO er að blogga þó svo að hann titli sig sem ritstjóra.. eða boss.. still blogging.
Hann er að segja sig vera kóng blogsins, eins og vænta mátti frá karlinum.

DoctorE (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 11:12

3 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Djöfull er Davíð sexy á þessari mynd

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 5.10.2009 kl. 12:35

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

.... og nú færist fjör í leikinn.  Betra að deila vígvellinum með Napóleon, heldur en að berjast í stríði á allt annarri eyju.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 5.10.2009 kl. 14:50

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þessi eyja er skelfilega dauf og settleg.

Finnur Bárðarson, 5.10.2009 kl. 16:12

6 Smámynd: Gústaf Níelsson

Er nokkur ástæða fyrir fólk að blogga í grímubúningi, til þess eins að villa á sér heimildir? Mér þykir þetta nafnlausa blogg frekar smekklaust og til marks um að heigull heldur um pennann.

Gústaf Níelsson, 5.10.2009 kl. 21:15

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þakka  athugasemdirnar allar.

Gústaf; Þetta er ekki spurning um heigulshátt, heldur persónulegt val sem getir átt sér margar og mismunandi ástæður. Við þekkjum ekki málavöxtu en ættum alveg að geta sætt okkur við og virt þessa persónulegu ákvörðun.

Ef þér finnst athugasemdir eða blogg hafa minna vægi en þeirra sem koma fram undir fullu nafni, þá er það þín skoðun og allt í lagi með hana. En ég sé ekki ástæðu til að agnúast út í nafnlausa bara fyrir það að þeir eru nafnlausir.

Ég eins og þú verð að sætta við mig að lifi mínu er að mestum hluta "stjórnað" af fólki sem ég þekki ekki neitt. Ég fer með lest á hverjum degi án þess að vita hver lestarstjórinn heitir, ég fer eftir reglum samfélagsins (að mestu) án þess að skeyta hið minnsta um hver setti þær. Ég les í blöðum og horfi á fréttir án þess að leggja mig sérstaklega eftir hver skrifaði þær eða samdi. - Hvað skiptir það mig máli hver segir hvað á einhverju bloggi. -

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.10.2009 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband