Svöng og vanfær, dansar hún fyrir ferðamenn

map_andaman_islands_volcanoesAndamaneyjar heitir eyjaklasi í Bengalflóa og tilheyra flestar eyjarnar Indlandi en nokkrar þeirra Burma. Heiti eyjanna er fornt, komið úr sanskrít og talið tengt indverska guðinum Hanuman sem í goðafræði hindúa er m.a. sagður herforingi frumskógarbúanna vanara.  Í trúarritum hindúa eru Vanar eins og Hanuman sjálfur, oftast sýndir sem uppréttir mannapar.

Í ferðabók Marco Polo lýsir hann frumbyggjum eyjanna sem smáfólki sem hafi hundshöfuð. Talið er víst að Polo hafi lýsingu sína frá Indverjum þar sem hann sjálfur kom aldrei til Andamaneyja.

Vel er mögulegt að tengsl séu á milli nafngiftarinnar og útlits og hátta frumbyggja eyjanna, sem allt frá því að eyjarnar byggðust, (sem kann að hafa verið fyrir allt að 70.000 árum)  og fram á okkar dag,  hafa haldist á menningarlegu frumstigi veiðimennsku og safnara.  Því ástandi viðhéldu eyjaskeggjar sjálfir, með að forðuðust eins og þeir mögulega gátu öll samskipti við umheiminn.

jarawaInnfæddir eru af ætt smáblökkumanna (nogrito) sem ekki eru skyldir stærstum hluta Asíubúa, heldur  taldir afkomendur fólks sem hélt í burtu frá upphaflegu heimkynnum sínum Arabíuskaganum, fyrir 100.000 árum.

Íbúafjöldi eyjanna er í dag um 360.000 og hefur sjöfaldast frá því áið 1960. Stöðugur straumur innflytjenda frá Indlandi hefur þrengt mjög að frumbyggjunum sem fækkað hefur mjög undanfarna áratugi.

jarawas_022Fimm ættbálkar byggðu eyjarnar þegar að Bretar gerðu þær að nýlendu sinni og settust þar að seint á 18 öld og starfræktu þar fanganýlendu um hríð. Einn þeirra; Jangil ættbálkurinn,  er nú talinn útdauður en enn má finna fólk af ætt Stór-Andamanía, Jarava, Onge og Sentinelese, alls rétt um 1000 einstaklinga.

Af Stór-Andamaníum eru aðeins 52 einstaklingar eftir en þeir töldu áður fyrr 5000 manns og skiptust í 10 ættbálka. Flestir voru drepnir af innflytjendum eða dóu af sjúkdómum sem bárust með innflytjendum til eyjanna, þrátt fyrir þann sið innfæddra, einkum Jarava ættflokksins sem nú telur 250-400 manns, að mæta öllum utanaðkomandi með örvardrífu.

Jarava karlmenn 1960Þannig réðust Jaravar gegn vegavinnumönnum sem byggðu veginn sem sker í sundur skóglendið á eyju þeirra og drápu nokkra þeirra snemma árs 1996. Seinna það sama ár fundu landnemar fótbrotinn Jarava dreng, Emmei að nafni, í nágrenni við borgina Kadamtala. Á sjúkrahúsinu þar sem Emmei hlaut aðhlynningu og gréri fljótt sára sinna, lærði hann nokkur orð í hindí. Eftir nokkra vikna dvöl meðal "siðmenntaðra" manna, snéri Emmei aftur til heimkynna sinna í frumskóginum.

Ári seinna sást meira til Jarava en nokkru sinni fyrr. Bæði einstaklingar og smáir hópar þeirra sáust við veginn sem skar í sundur veiðilendur þeirra. Þeir hættu sér meira að segja inn í bæi í þeim tilgangi einum að stela sér mat. Talið er að lagning vegarins hafi haft afgerandi áhrif á hefðbundna fæðuöflun þeirra og veiðilendur.

04jarawa-roadEftir að kvikmynd var gerð um brimi við eyjarnar árið 1998 af amerískum brimbretta-áhugamanni vaknaði mikill áhugi á eyjunum sem áfangastað ferðamanna. Þangað streyma nú ferðamenn í gegnum  Indland og Burma. Ferðaskipuleggjendur gera m.a. beint út á Javara fólkið sem gengur um að mestu nakið og syngur og dansar fyrir ferðamenn sem henda til þess brauðmolum að launum. -

jarawa2Myndband á borð við það sem er hér að neðan, þar sem svöng og vanfær Javara kona er eggjuð af leiðsögumanni til að halda áfram að dansa fyrir jeppalest af ferðamönnum, hefur vakið mikla  og verðskuldaða reiði mannréttindasamtaka víða um heim.

Myndbandið þykir sýna vel hversu lítil virðing er borin fyrir menningu innfæddra Andmaneyinga og hvernig stolt fólk sem gerði sitt besta til að vernda líf sitt og afkomu, varð að lúta í gras fyrir vestrænni neyslumenningu og vestrænum gildum.

 


Opinber gíslataka

Ljóst er að núverandi ríkisstjórn heldur þjóðinni í gíslingu. Hún komst til valda vegna þess að fólk gat ekki hugsað sér að "hrunflokkarnir" héldu áfram að stýra þjóðarskútunni eftir að hafa strandað henni.

Og jafnvel þótt SF hafi verið við stjórnvölinn ásamt XD þegar að hrunið varð, batt fólk vonir við að VG, sem ætíð höfðu verið í stjórnarandstöðu, hefðu nægilegan hreinan skjöld til að vera treystandi til verksins. -

Með afar tæpan meirihluta að baki, sem gerir nánast hvert mál sem fyrir þingið kemur að prófmáli á hvort stjórnin sé fallin, hefur þessi ríkisstjórn með slappmjúkri hendi en beinskeyttum ásetningi Jóhönnu Sigurðadóttur, tekist á við vandann sem steðjaði að þjóðinni og í öllum málum verið,  vægast sagt, afar mislagðar hendur.

Þeir sem enn styðja stjórnina mæta allri gagnrýni á hana á einn veg, þ.e. "allt er betra en að hrunflokkarnir" (og eiga þá í sjálfsafneitun sinni við Sjálfstæðisflokkinn og það sem eftir er að Framsóknarflokknum) komist aftur að. 

Meira að segja þingmenn sem þykjast vandir að virðingu sinni og hafa yfirgefið VG eða ætíð staðið utan utan stjórnar eins og Hreyfingarmenn, eru tilbúnir til að fórna sannfæringu sinni og þar með trúverðugleika, fyrir það eitt að halda XD frá þeim möguleika að komast aftur til valda.

Með þessa ógn stöðugt á takteinunum, (viltu frekar fá hrunflokkana aftur að kjötkötlunum) hefur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur getað kveðið niður nánast alla mótstöðu innan SF og VG og tryggt sér það að auki stuðning Hreyfingarinnar.

Þessi hótun hefur einnig komið í sjálfheldu þeim sem ekki eru endilega hallir undir flokkspólitík af neinu tagi því þeim er gert að velja annað að tvennu illu.

Það sem samt gerir ásstandið hálfu verra er að stjórnarandstaðan sýnir engin merki að vera þess umkomin að taka við stjórnvöldum að svo stöddu. Hún keppist sem mest hún má í  veruleikafyrringu sinni við að afneita því að nokkrir henni tengdir hafi verið viðriðnir hrunið og kemur því á engan hátt á móts við þá sem vilja að heiðarleiki og ábyrgð einkenni stjórnmál.


mbl.is Ríkisstjórnin ekki í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljótur pólitískur farsi

Engin vafi leikur á að sá gjörningur að draga Geir Haarde fyrir Landsdóm er flokkspólitískt mál og á ekkert skylt við uppgjör við hrunið, hvað þá kröfur almennings um réttlæti.

Stuðningur Bjarna Ben og grátklökkt ákall hans á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksmanna um styðja dyggilega við fyrrverandi formann sinn, annarsvegar,  og afar vanhugsuð og tækifærissinnuð ákvörðun SF og VG um að koma höggi á pólitískan andstæðing sinn með því að draga hann einn fyrir dóm og nota flokksvipuna á liðsmenn sína sem ekki voru því sammála, hins vegar, sanna svo ekki þarf frekari vitnanna við að deilurnar um Landsdómsmálið svo kallaða, eru ekki tilkomnar af löngun til að fullnægja réttlætinu, eða að koma í veg fyrir óréttlæti. -

Allir vita að fjöldi aðila í stjórnsýslu landsins, hvar í flokki sem þeir kunna að standa,  áttu sök á hvernig fór. En mestu sökina eiga þeir sem notuðu sér óspart hið ófullkomna lagaumhverfi fjármálaheimsins og þjónkun stjórnmálmanna við öfgafulla efnishyggjusjónarmið ný-frjálshyggjunnar, til að sanka að sér auðævum og láta afleiðingar þess lenda á almenningi. -

Allur málatilbúnaður þessa máls, á hvorn bóginn sem skoðaður er,  er því ljótur póltískur farsi og móðgun við þá sanngjörnu kröfu almennings að þeir sem komu illa fengnum auði undan, verði dæmdir fyrir fjársvik og  komið verði í veg fyrir að svipað ástand geti skapast aftur af sömu ástæðum.

Það verður ekki gert með því að gera einhverja einsaka pólitíkusa að blórabögglum, heldur með því að tryggja með skynsamlegri löggjöf að óheft græðgi braskara geti ekki komið öllu þjóðfélaginu á vonarvöl, eins og gerðist í hruninu.


mbl.is Samtrygging stjórnmálamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bellatrix Sigurðardóttir 【ツ】

Það er furðulegt hvernig Jóhönnu Sigurðardóttur tekst að eyðileggja öll góð mál. Henni er einkar lagið að búa þannig um hnútana að öll mál verði tortryggileg og sveipuð flokkspólitískri kergju.  Jóhanna virðist ekki kunna annað og fyrir henni er slíkt heilindi og sönn pólitík. Hún er Bellatrix íslenskra stjórnmála.

Vinnubrögð Jóhönnu í pólitík minna um margt á matargerð húsfreyjunnar sem á hverjum degi muldi asbest út í mat bónda síns sem samviskusamlega var ætíð borin fram á réttum tíma.

Jóhanna er í hópi þeirra stjórnmálamanna sem ekki veit hvað samráð er, né hefur hún nokkurn áhuga á því. - Henni dugar að fá vilja sínum framgengt í krafti veiks meirihluta og koma málum þannig fyrir að þau eyðileggist ef ekki er farið í einu og öllu eftir sérlund hennar.

Þau urðu, því miður, örlög helstu kröfu búsáhaldabyltingarinnar, þ.e. að kosið yrði til stjórnlagaþings.

Jóhanna lofaði í hita kosningabaráttunnar 2009 að verða við þeirri kröfu. Síðan sá hún greinilega eftir því enda slíkar vinnuaðferðir ekki henni að skapi. Jóhanna hefur reyndar aldrei séð nauðsyn þess að breyta stjórnarskránni. - 

Eftir að hafa frestað málinu eins og hún mátti, fóru kosningarnar loks fram en þá sá Jóhanna samt til þess að þær yrðu ólöglegar.  

Í kjölfar þess skipar hún stjórnlagaráð sem ekki hafði beint umboð frá þjóðinni, heldur starfaði aðeins í umboði hennar. - Hún gaf stjórnlagaþinginu afar krappan tíma og sá svo um að nauðsynleg sérfræðiþekking var því ekki aðgengileg, nema af skornum skammti.

Um leið og Jóhanna sýndist koma á móts við kröfur almennings um stjórnarskrárumbætur, tryggði hún með þessu móti, að tillögur stjórnlagaráðs gátu aðeins orðið ófullburða drög að nýrri stjórnarskrá sem ekki er hægt að kjósa um í núverandi mynd.  - Þetta veit Jóhanna og með því að setja tillögurnar í Þjóðaratkvæðagreiðslu eins og þær standa, væri hún endanlega að eyðileggja alla vinnu stjórnlagaráðsins. 


mbl.is Tillögur standi sem mest óbreyttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver á að lifa og hver að deyja?

Titanic-lifeboatFyrir tæpum 100 árum, þegar Titanic sökk 14. apríl, 1912, var hinum óskráðu lögum um að konur og börn skyldu hafa forgang þegar raðað var í björgunarbátana, fylgt út í hörgul.

Til dæmis voru tveir ítalskir karlmenn sem gerðu tilraun til að komast í bátana áður en börn og konur voru frá borði, skotnir.

Hlutfall kvenna, barna og karlmanna sem komust lífs af úr þessu frægasta sjóslysi sögunnar, ber því vitni að þeirra tíma hugmyndir um riddaramennsku, réði því hver lifði og hver dó. 75% kvenna komst lífs af, 52% barna (miðað við tólf ára aldur) en aðeins 20% karla.  Sumir af þeim karlmönnum sem lifðu voru sakaðir um ragmennsku fyrir það eitt að hafa komist af.

Hörmuleg endalok skemmtiferðaskipsins Costa Concordia hafa vakið nokkrar umræður um hvaða reglur eigi að gilda um forgangsröðun farþega og áhafnar þegar skip sökkva. Reyndar mætti heimsfæra þær vangaveltur upp á fjölda aðstæðna þar sem um líf og limi fólks er að tefla. 

Spurt er m.a.

1. Hvað gerir líf kvenna á öld jafnræðis og jafnréttis, meira virði en líf karla? 

2. Hvað gerir líf einstaklings sem er að hefja líf sitt verðmætara en líf annars í blóma lífs síns?

3. Hver á að ráða því því hver lifir og hver deyr?


mbl.is Birti upptökur af samskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

A.m.k. 11 flokkar í framboði

Hér að neðan er að finna heimsíður þeirra 11 flokka og hreyfinga sem boðað hafa þátttöku í næstu alþingiskosningum. Líkur eru á að við þennan lista eigi eftir að bætast einhverjir sem enn hafa ekki meldað sig til leiks en einnig kunna einhverjir sem á honum eru að slá saman í púkk og bjóða fram saman. Víst er að fjórflokkurinn á í vök að verjast. Allir nema Hreyfingin og hann hafa allt að vinna og engu að tapa. -

Borgarahreyfingin

Lýðfrelsisflokkurinn.

Frjálslyndi flokkurinn

Framboð Lilja Mósedóttir

Besti flokkurinn

Nafnlausi flokkur Guðmundar Steingrímssonar

Hreyfingin

Vinstri Grænn 

Hægri Grænir Samfylkingin 

Framsóknarflokkurinn   

Sjálfstæðisflokkurinn 


Leiðtogi flóttafólksins

Gýfurleg óánægja með fjórflokkinn sem kraumað hefur lengi með þjóðinni, mun trúlega sjóða upp úr í næstu kosningum. Þegar gömlum slitnum stjórnarháttum er hafnað myndast oft ringulreið um skeið. Við slíkar aðstæður, eru jafnan margir til kallaðir en fáir útvaldir.

Þessa dagana stefnir í að fjöldi framboðsflokka við næstu alþingiskosningar verði meiri en nokkru sinni fyrr. Allar mögulegar útfærslur á pólitískum viðfangsefnum samfélagsins verða í boði og samstaðan meðal þjóðarinnar engin, nema um það eitt,  að gamla flokksræðinu og pólitísku óheilindunum sem því fylgir, verði að hafna. - Samt sýna skoðannakannanir að enn er til nokkur fjöldi fólks sem trúir því statt og stöðugt að heimurinn sé aðeins búin til úr fjórum frumefnum.

Eitt eiga allir sameiginlegt. Fólk yfirleitt leitar sér enn að einhverjum einum til að fylkja sér um. Draumurinn um sterka leiðtogann sem leitt getur þjóðina út úr eyðimörkinni lifir enn góðu lífi í brjóstum Íslendinga. 

Frá Lilju Mósesdóttir hefur andað ferskum blæ, sem greina má vel frá fnyknum sem leggur frá fjórflokknum og þess vegna renna margir af þeim sem ætla að flýja fúinn fjóræringinn, hýrum augum til nýju skútunnar sem hún hyggist sjósetja fljótlega.  -

Aðrir mæna í átt til Bessastaða því geislabaugurinn um höfuð Ólafs Ragnars lýsir skært um þessar mundir. Fólk segir að hann einn get sameinað hægri, vinstri og miðjmenn á móti ESB. Meira að segja gamlir misvel heppnaðir landsfeður fortíðarinnar reyna að espa upp í Ólafi metorðagirndina með því að ýja að því að hann einn sé hinn nýji pólitíski frelsari.

Guðmundur Steingríms og Besti flokkurinn eru á fullu að smíða skemmtilegan valkost fyrir þá sem vilja halda áfram að lýsa algjöru frati á gömlu pólitíkusana og hafa bara gaman að þessu öllu saman. (hvað sem það nú þýðir)

Þegar framboðslistarnir verða tilbúnir er hætt við því að stór hluti þjóðarinnar verði kominn í framboð, sem er stórt skref í áttina að alvöru perónukjöri, þar sem allir með kosningarétt verða í framboði og flokkaframboð úrelt fyrirbæri.


mbl.is Nýtt framboð að verða til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þriðji Jóninn í forsetaframboð

Jón Gnarr hefur sannað svo ekki verður um það deilt að engra sérstakra hæfileika er þörf til að gegna stöðu borgarstjóra. Hver sem er getur það. Borginni hefur ekki vegnað neitt verr en venjulega og ekki betur heldur , undir hans stjórn. Ef nokkuð er hefur verið minna um skandal og einkavinavæðingu en oft áður, síðust misseri.-

Nú íhugar Jón Gnarr hann getir ekki sýnt fram á hið sama með forsetaembætið. Það mundi endanlega gera út af við þá bábylju að á Íslandi sé ekki alveg sama hvort þú heitir Jón eða séra Jón.  Persónulegar vinsældir Jóns Gnarr sem skemmtikrafts eru svo gýfurlegar og þverpóliskar að hann gæti hugsanlega unnið næstu forsetakosningar.

Kannski sjáum við þrjá Jóna í framboði til forseta þetta árið; Jón Gnarr, Jón Bjarnason og Jón Ólafsson. (Jón Ólafs hefur reyndar sagt að hann hafi bara verið að grínast með að hann ætlaði að bjóða sig fram. En getum við tekið það alvarlega?)


mbl.is Jón íhugar forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Herra forseti Jón Bjarnason

Það er erfitt að sjá hvernig skoðannir forsetans í tengslum við ESB umsóknina geta skipt einhverju megin máli fyrir feril þess máls.  Umsóknin mun fara fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og aldrei var lagt upp með neitt annað. - Kannski er Jón hér bara að tengja sjálfan sig við forsetaembættið með það í huga að fara í framboð seinna á árinu þegar kosið verður um það. - Ef til vill er hér þegar kominn fram fyrsti fyrsti forseta-frambjóanda kandídatinn.
mbl.is Jón: ESB hluti af forsetakjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jámann á Bessastaði

Nú þegar ljóst er að einhver annar en Ólafur Ragnar á kost á því að verða forseti lýðveldisins eftir næstu kosningar, getur leitin að slíkum einstaklingi hafist af fullri alvöru. Fróðlegt verður að fylgjast með því hverjir telja sig þess umkomna að fara í skó Ólafs, sem gjörbreytt hefur væntingum fólks til forsetaembættisins.

Ólafur var óvinnandi vígi en nú vill hann draga sig í hlé til að geta unnið betur og frjálsar að hugðarefnum sínum. - Spurningin er á hvaða vettvangi hann getur það betur enn í forsetaembættinu. - Er mögulegt að hann telji sig geta gengið að frekari vegtyllum vísum sem forsvarsmaður einhverrar af hinum mörgu alþjóðlegu stofnunum sem eflaust gætu hugsað sér að nýta sér krafta hans.

En kannski er þetta tækifærið sem Íslendingar hafa verið að bíða eftir til að láta fyrirheitið um hið Nýja Ísland rætast. Fyrirséð er að bæði núverandi biskup og forseti munu yfirgefa embætti sín á árinu. Þeim röddum fjölgar stöðugt sem kalla eftir stórfelldri endurnýjun í flokkakerfi landsins, ef ekki aflagningu þess. - Eða hvernig framtíð bíður landsins annars, með sömu gömlu flokksjálkana við stjórn landsins og einhvern jámann á Bessastöðum?


mbl.is Býður sig ekki fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

You ain't seen nothin' yet

I met a devil woman
She took my heart away
She said, I've had it comin' to me
But I wanted it that way
I say that any love is good lovin'
So I took what I could get mmh, mmh, mmh
She looked at me with them brown eyes

And said, You ain't seen nothin' yet
B-B-B-Baby, you just ain't seen n-n-n-nothin' yet
Here's something that you're never gonna forget
B-B-B-Baby, you just ain't seen n-n-n-nothin' yet
And you're thinkin' you ain't been around, that's right

Úr texta Bachman–Turner Overdrive


mbl.is Íslandi eru allir vegir færir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýárskveðja

Um leið og ég þakka öllum bloggvinum og lesendum bloggs míns, gleðilegs árs og friðar, þakka ég kærlega samleiðina á liðnu ári.

Á árinu 2011 birtust á þessu bloggi rétt um 350 færslur og gestafjöldin var tæplega 90.000. Þótt dægurmálin, pólitík og trúmál hafi oftast verið viðfangsefni pistlanna hér, hefur mér tekist að skjóta inn einni og einni grein um önnur áhugamál mín.  Skiljanlega fær slíkt efni dræmari viðtökur en dægurþrasið sem mér finnst stundum miður, en sætti mig samt algjörlega við og er aðeins áeggjan um að reyna að gera betur :)

Sjáumst heil á nýju ári.


Maður sem þorir, getur og vill

Ólafur Ragnar er vinsæll maður um þessar mundir. Hann er maður ársins sem er að líða og hann er líka maður komandi árs og jafnvel ára. 

Hann er svo vinsæll að hann mun vart sjá sér fært annað en að verða við þeim fjölda áskoranna sem honum hafa borist og gefa enn aftur kost á sér í embætti forseta í a.m.k. næstu fjögur árin.

Þjóðin þarf svo sannarlega á honum að halda og hann getur bara ekki sett sig upp á móti vilja hennar. - Engum öðrum er treystandi til að standa vörð um lýðræðið eins og hann hefur gert fram að þessu. Hann hefur sannað að hann er að sönnu maður fólksins, fulltrúi alþýðunnar, maður sem þorir, getur og vill.

Einhverjir kunna að halda að Ólafur í lítillæti sínu muni stíga til hliðar, hætta á toppnum eins og sagt er stundum. - Þeir sem slíkt hugsa, þekkja ekki Ólaf.  Hann gefst aldrei upp fyrr en í fulla hnefana. Og jafnvel þá, er hann eins kafteinn Kirk í stjörnufarinu Enterprice, sem ætíð finnur leið út úr vonlausri stöðu. -

Eitt sinn var Ólafur óvinsælasti maður þjóðarinnar. Þá var hann fjármálaráðherra og uppnefndur "skattmann". - Þegar að hann ákvað að bjóða sig fram til forseta, var hann útbrunninn pólitíkus sem hafði unnið sér það eitt til alvöru-frægðar (fyrir utan að vera kallaður skattmann)  að segja úr ræðustóli alþingis Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra hafa "skítlegt eðli".

En Ólafi tókst að endur-uppgötva sjálfan sig sem forseta allrar þjóðarinnar og er nú elskaður af öllum sem áður formæltu honum. Davíð er búinn að fyrirgefa honum og Jóhanna og Steingrímur elska hann líka. (Eða svo segir hann) Allt leikur í lyndi. -

Ef ekki fyrir einhverja athyglissjúka friðarsinna mundi Ólafur með framboði sínu spara þjóðinni stórfé, því ekki mundi þurfa að efna til kosninga.


mbl.is Valinn maður ársins á Stöð 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískar mannfórnir sem leiða munu til utanþingsstjórnar....vonandi

Árið 2012 byrjar ekki björgulega fyrir ríkisstjórn landsins. Fyrir henni er nú komið eins og sumum landsmönnum sem vita að þeir hafa eitt um efni fram fyrir jólin og kvíða því að vísareikningnum komi í gegnum lúguna. - 

Þessar pólitísku mannfórnir sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa staðið að á síðust dögum þessa árs hafa lagst illa í þjóðina og enn ver í suma stuðningsmenn stjórnarinnar á þingi. - Þótt látið sé að því liggja að allt hafi farið fram í sátt og samlyndi, vita allir,  að nú bíða þeir sem hafa orðið verst úti í þessum "skipulagsbreytingum" aðeins eftir því að það komi að skuldadögum. 

Þegar þing kemur aftur saman eftir áramót, verður ríkistjórnin að horfast í augu við þá staðreynd að hún nýtur ekki lengur stuðnings meirihluta þingsins. Þá fattar Jógrímur hann hafði  ekki efni á því að fæla frá sér tvo stuðningsmenn í viðbót við þá sem þegar hafa flúið hann. Naumur var meirihlutinn fyrir og nú er hann enginn.

Hræsnin og svikin sem pólitísk hrossakaup sem þessi útheimta af stjórnmálamönnum landsins hljóta að ofbjóða stórum hluta landsmanna, hvar í flokki sem þeir sitja. - Að leyfa forystu stjórnmálflokkanna að fótum troða lýðræðið hvað eftir annað á þennan hátt og segja svo brosandi við þjóðina að um það ríki full sátt um aðgerðirnar í flokkunum, eins og það sé æðsta uppfylling lýðræðislegra hátta, ætti að vera næg ástæða til þess að fólk safnaðist eina ferðina enn saman fyrir framan þinghúsið með olíutunnurnar og búsáhöldin.

Eitt liggur þó fyrir, ekki dugar að krefjast nýrra kosninga. Flestir stjórnmálamenn landsins eru löngu búnir að fyrirgera öllu trausti sem almenningur hafði til þeirra, hvar í flokki sem þeir standa. - Hefðbundin flokkapólitík virkar ekki lengur frekar en gufuaflið til að knýja farartæki nútímans. Búið er að færa okkur sanninn um það með nokkrum tilkostnaði?

Eina raunhæfa leiðin í stöðunni er að forseti rjúfi sem fyrst þing og skipi utanþingsstjórn  sem taki að sér ópólitíska ráðsmennsku fyrir land og þjóð næstu 3 - 4 árin a.m.k.


Nótt hinna löngu hnífa framundan

Þá fer í hönd nótt hinna löngu hnífa hjá ríkisstjórninni. Skera þarf af dragbítanna á samstarfinu, þá sem ekki kunna að hlíða og lúta ákvörðunum flokksstóranna. - (Á pólitísku heitir þetta hagræðing)

Rétt eins og það skiptir pólitíkusa mestu máli að komast í valdastöðu, (sem heitir á pólitísku - að taka ábyrgð) skiptir þá mestu eftir að þeir hafa komist til valda, að halda þeim. - 

Til að tryggja að meiri hluti sé enn á þingi fyrir ríkisstjórnina, var leitað á náðir þingmanna hreyfingarinnar. - Í staðinn fyrir stuðning var þeim lofað gulli og grænum skógum, samt ekki "endilega ráðherrasætum". (Á pólitísku heitir þetta óformlegar samræður)

Það vita allir sem hafa komið nálægt pólitík að þegar fólk fær völd, hefst ákveðin umbreyting í sálum þeirra og hugarfari. - (Á pólitísku heitir þetta að taka mið af mismunandi áherslum)

Þeir sem streitast á móti þessum breytingum og halda að þeir geti farið eftir samvisku sinni, finna fljótt að þeir eru í hættu að mála út í horn. (Á pólitísku heitir það að kunna ekki að gera málamiðlun.)

Stjórnmálamenn sem setjast í ráðherrastóla sjá fljótt að hugmyndir sem þeim þóttu eitt sinn góðar og þeir hlutu jafnvel brautargengi sitt út á, eru það ekki lengur og varpa þeim  fyrir róða. -

Þeir sem kusu viðkomandi halda oft að þingmenninrnir séu að svíkja málstaðinn. Svo er ekki. Málstaðurinn/stefnan var raunverulega aldrei til. Hún er hluti af sýndarveruleika sem allir pólitíkusar þurfa að taka þátt í til að hljóta kosningu.  Þeir eru aðeins að fylgja eftir þeim reglum sem harðkóðaðar eru í stjórnmálin þar sem flokksræðið ræður. (Á pólitísku heitir það lýðræði.)


mbl.is „Ekki sami maður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fordæmi báðar tegundir gyðingahaturs

Af síðustu færslu minni, sem fjallaði um gyðingahatur á Íslandi spunnust nokkrar umræður. Nokkrar af fyrstu athugasemdunum gáfu til kynna að lesendur höfðu misskilið efni hennar.

Henni var fyrst og fremst ætlað að vera háð um þá skoðun að öll gagnrýni á stjórnvöld í Ísrael skuli túlka sem gyðingahatur og hvernig hversdagslega hluti má túlka sem gyðingaandúð, ef vilji er fyrir hendi. - Þessi misskilningur var svo sem ágætis lexía fyrir mig, um að stóla ekki um of á skopskyn sumra lesenda minna þegar kemur að hitamálum sem þessum.

En svo það sé alveg á tæru, þá lýsi ég mig á móti gyðingahatri, báðum tegundunum. Ég sem sagt fordæmi hatur á gyðingum og einnig hatur gyðinga á öðrum.

Kynþátta og trúarlegir fordómar hafa eitt sterkt einkenni og því er ekki mikill vandi í sjálfu sér að greina þá. Einkennið er að sá sem þjáist af þeim og reynir að halda þeim á lofti í umræðu, fyrirgerir fljótlega öllum vitsmunalegum rökum og byggir málflutning sinn þess í stað á tilfinningum sínum. -

Þetta staðfestir að orsökin fyrir raunverulegum fordómum er ekki  "þekkingarskortur" eða "skilningsleysi" heldur tilfinningaleg innræting, sem getur verið erfitt að yfirstíga. 

Fólk segir oft t.d;  ég er ekki með neina fordóma. Ég dæmi ekkert fyrirfram. Ég veit bara að gyðingar eru ætíð til vandræða, hvar sem þeir eru. -  Eða það segir; allur stuðningur við málstað Palestínu er ekkert annað en gyðingahatur.

Alhæfingar sem þessar standast enga vitsmunalega skoðun, engin rök styðja þær. Aðeins tilfinning viðkomandi fyrir málefninu, fær hann til að staðhæfa svona lagað.


Gyðingahatur Íslendinga

Rangfærslur í Haaretz! Nei, það getur ekki verið. - Þeir sem halda að þessar rangfærslur séu bara einhver misskilningur, eru ekki alveg með á nótunum. Það vita það allir að Íslendingar eru gyðingahatarar og það sést best á því að þeir hafa nú viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. 

Palestína vill útrýma Ísrael, og Íslendingar styðja Palestínumenn í því. - Þessi grein í Haaretz er aðeins byrjunin. Á næstu mánuðum munu Ísraelsmenn verða leiddir í allan sannleikan hverskonar hyski býr á Íslandi.

Íslendingar hafa hvað eftir annað sýnt að þeir eru á móti zíonistum og hafa meira að segja gagnrýnt stjórnvöld í Ísrael fyrir ýmislegt.  Það gerir þá að Gyðingahöturum. Gyðingahatur er skilgreint þannig að ekki er hægt að gagnrýna neitt sem Ísraelar eða stjórnvöld þeirra gera, nema það sé af gyðingahatri. Og þegar að gyðingar sjálfir gagnrýna t.d. gjörðir stjórnvalda sinna, er það af sjálfshatri. -

Þess vegna getur blað eins og Haaretz ekki sagt neitt ósatt um Íslendinga. -  Og það þýðir ekkert fyrir Hope Knutsson að mótmæla því að hún er leiðtogi Gyðinga á Íslandi. Og það þýðir ekki neitt fyrri Dorrit að mótmæla því að hún er svikari við málstaðinn af því að hún kom ekki í öll boðin.


mbl.is Efast um ótta gyðinga hérlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nasistar leita helgra dóma á Íslandi

Indiana JonesHvorki George Lucas eða Steven Spielberg, höfundar Indiana Jones kvikmyndarinnar Raiders of the Lost Ark,  hafa nokkru sinni viðurkennt að Idiana Jones ætti sér fyrirmynd í veruleikanum.

Samt er nokkuð augljóst að hugmyndin að sögunni sem sögð er í myndinni er byggð á þeirri staðreynd að Nasistar sóttust á sínum tíma mjög eftir að kynna sér og komast yfir, leynda dóma sem arfsagnir fyrri tíma fullyrtu að væru til.

Margir hafa einnig orðið til að bera saman, fornleifafræðinginn spræka og söguhetjuna Indiana,  við Otto Rahn, þýskan miðaldafræðing og ævintýramann sem á fjórða tug síðustu aldar tók þátt í nokkrum leiðöngrum á vegum þriðja ríkisins í leit að týndum helgidómum.

Otto var fæddur 18. febrúar 1904 í litlum þýskum bæ sem heitir Michelstadt  í suður Þýskalandi.  Hann varð snemma einrænn í skapi  og dógst mjög að öllu dulrænu og leyndardómsfullu í bókum og sögum þess tíma.

OttoRahnEins og kunnugt er hafði Heinrich Himmler mikinn áhuga á duldum dómum, einkum þeim sem sagðir voru  tengjast "hinum hreina kynstofni" á einhvern hátt og hann taldi styðja goðsögnina um yfirburði aríska kynstofnsins. 

Þúsund ára ríkið þurfti að eiga sögu og búa þurfti því til eða fá lánaða sagna-arfleifð sem það gæti tileinkað sér.  -  Himler stofnaði sérstaka deild innan SS  (Ahnenerbe Forsch­ungs und Lehrgemeinschaft) sem var helguð þessu verkefni en yfirmaður deildarinnar var austurrískur aðalsmaður að nafni Karl Maria Wiligut. 

Karl MariaKarl Maria sem gekk einnig undir leyninöfnunum Weisthor, Jarl Widar og Lobesam, var einn skrautlegasti og um leið skuggalegasti einstaklingurinn í slekti Himlers. Hann taldi sig vera "konung Þýskalands í leynum" en var einnig greindur með alvarlegar geðtruflanir í Austurríki þaðan sem hann var ættaður, áður en hann gekk í þjónustu SS sveitanna.  Sem um margt fróður yfirkuklari þriðja ríkisins, átti hann þátt í að ákveða táknmyndir þess og merki.

Árið 1934 gaf Otto Rahn út bókina Kreuzzug gegen den Gral (Krossferð gegn hinum heilaga kaleik) þar sem hann rakti niðurstöður sínar af rannsóknum sem hann hafði framkvæmt í landi Kaþara í Frakklandi á árunum 1931-2.  Í bókinni rennir hann stoðum undir þá skoðun sína að tengsl séu á milli hins kristna sértrúarhóps Kaþara og hinna keltnesku Drúída sem gengu til liðs við kristna trú þegar hún barst til mið-Evrópu.

Kaþara hellirOtto taldi Kaþara hafa haft undir höndum og varðveitt hinn heilaga kaleik, sem læknað gæti hvert mein og veitt mönnum eilíft líf.  

Kaþörum sem var að mestu útrýmt snemma á 13. öld fyrir tilstilli páfagarðs, hafði tekist að koma dýrgripnum undan á síðustu stundu og eftir það hafi hann horfið sjónum manna.

Efni bókar Otto féll vel að dulspeki-samsuðu og gervi-sagnfræði Karls Maria og Heinrich Himmlers og Otto var boðið að ganga til liðs við þá sérdeild SS sveitanna sem Willigut stýrði.

Hinn heilagi kaleikurMeðal dulhyggju og guðspeki áhangenda í Evrópu á þessum tíma, var því haldið mjög á lofti að enn væru til samfélög manna þar sem gömul andleg þekking hefði varðveist í gömlum hefðum of fólkið lifði hreinu og ómenguðu lífi í samræmi við hina fornu dularlögmál. 

Hvað austurlenska speki varðaði var einkum litið til Tíbet í þessu sambandi. En þegar kom að germanskri dulspeki-arfleyfð var fyrirheitna landið Ísland, hið leyndardómsfulla Þúle, heimkynni norrænna rúna og visku Eddanna beggja.

Artic expoTil að rannsaka betur hinu ósnortnu menningu Aríanna í norðri, ákvað Himmler að gera út leiðangur til Íslands. Árið 1936 komu 20 SS liðar til landsins undir forrystu  Josias krónprins af Waldeck-Pyrmont. Meðal þeirra var Otto Rahn. Skip þeirra sigldi undir bláum hakakrossi, í stað þess svarta sem venjulega var notaður. Engar konur voru með í ferðinni og ferðaáætlunin öll afar lauslega skilgreind í öllum skjölum.

rahnÁri seinna gaf Rahn út bókina Luzifers Hofgesind (Hirð Lúsífers) þar sem m.a. ferðasögu hans til Íslands er að finna. Ljóst er að Otto Rahn, jafnt sem aðrir sem í hópnum voru, urðu fyrir miklum vonbrigðum með bæði land og þjóð.

Lágreist sveitamenning fjórða áratugarins á Íslandi rímaði illa við háleitar hugmyndir þeirra um germanska/norræna hámenningu þar sem leynda dóma var að finna við hvert fótmál og ljóshærðir sveinar með há enni stóðu keikir í skógi vöxnum fjallshlíðunum með exi um öxl og skimuðu sjóndeildarhringinn.

Og stemmningin á uppgangtímum fiskveiða og fiskvinnslu á slorugum bryggjum sjávarþorpa landsins minntu meira á gullgrafarabæi Norður Ameríku en fróma og skáldlega frumbyggjabæi, þar sem æsir og voru tilbeðnir í háreistum hofum.

Enn ekki gátu SS liðar snúið til baka frá Íslandi algjörlega tómhentir Því ekkert fannst markvert á Laugarvatni eða í Reykholti. Því var ákveðið að fundist hefði heiðið hof með blótstalli austur í Eyjafjallasveit. -

Víst er að leiðangur Josias til Íslands olli Himmler miklum vonbrigðum og ekkert varð af áformum hans um annan leiðangur til landsins árið eftir.

Otto Rahn í MontsegurÁrið 1937 var Otto Rahn gert að þjóna sem vörður við útrýmingarbúðirnar Dachau. Á þeim tíma voru í búðunum aðallega pólitískir fangar. En það átti eftir að breytast eftir kristalnóttina  frægu 9-10 nóvember 1938.

Sumir vilja meina að með því hafi SS verið að refsa Otto fyrir að vera opinberlega samkynhneigður. Víst er að honum líkaði vistin illa og sama ár sótti hann oft um lausn úr SS sveitunum og fékk hana loks samþykkta.

Endalok Otto Rahn urðu með all dularfullum hætti. Þann 13 mars 1939 fannst lík hans í fjallshlíð nálægt Söll í Austurríki. Dánarorsökin var sögð sjálfsvíg. Til þess er tekið að dánardægur hans bar upp á sama dag og Montségur, hið fræga virki Kaþara í Frakklandi féll árið 1244 eftir umsátur hermenna páfagarðs.

 


Bestu í ár

Bestu myndskeið ársins á youtube. Annað er af hundinum sem allir mundu vilja eiga og hitt af giftingarathöfninni sem allir vildu hafa verið viðstaddir.

 

 


Lélegt kínverskt leikrit

Á meðan kínversk yfirvöld leita fanga fyrir land sitt og þjóð í auðlindum annarra landa, verða þau af og til að svara þeirri gagnrýni að í Kína séu mannréttindi ekki virt. Kínverjar vilja sýnast vera á sama róli og vestrænar þjóðir þegar kemur að mannréttindum og í ár þegar alda mótmæla skall á vesturlöndum, fóru allt í einu að berast fréttir af mótmælum og róstri  frá fámennum þorpum í Kína.

Einhvern veginn finna nauða-ómerkilegar frétta- klippur frá Kína sér leið inn á helstu fréttastofur heimsins þar sem þær hjálpa til við að gefa Kína þá ímynd að þar sé allt eins og í flestum öðrum löndum, fólk haldi þar t.d. jóladansleiki þar sem smá pústrar eru ekki tiltökumál.  

Áróðursvél kommúnistaflokksins í Kína er búin að þaulhugsa fléttuna og nú hafa kínversk yfirvöld fréttir og myndir af mótmælum sem þeir geta vísað til um leið og þeir vísa allri gagnrýni á sjálft stjórnarfarið á bug. -

Að þessu sinni sýnir myndskeiðið öryggisverði fitla við rafmagnskassa utan á einhverri byggingu. Síðan sjást 16 öryggisverðir þramma upp að byggingunni og upp á svið. Þar reynir einhver borgaraklæddur sviðsmaður að beina þeim burtu en annar ofstopafullur óeinkennisklæddur maður sem þó virðist njóta verndar öryggisvarðanna, nær hrekja hann út af sviðinu með aðstoð þriðja aðila sem allt í einu stekkur upp á sviðið og lætur höggin dynja á sviðsmanninum.

Sviðsetningin er augljós, en leikritið er lélegt.


mbl.is Slegist á jólasamkomu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband