Þriðji Jóninn í forsetaframboð

Jón Gnarr hefur sannað svo ekki verður um það deilt að engra sérstakra hæfileika er þörf til að gegna stöðu borgarstjóra. Hver sem er getur það. Borginni hefur ekki vegnað neitt verr en venjulega og ekki betur heldur , undir hans stjórn. Ef nokkuð er hefur verið minna um skandal og einkavinavæðingu en oft áður, síðust misseri.-

Nú íhugar Jón Gnarr hann getir ekki sýnt fram á hið sama með forsetaembætið. Það mundi endanlega gera út af við þá bábylju að á Íslandi sé ekki alveg sama hvort þú heitir Jón eða séra Jón.  Persónulegar vinsældir Jóns Gnarr sem skemmtikrafts eru svo gýfurlegar og þverpóliskar að hann gæti hugsanlega unnið næstu forsetakosningar.

Kannski sjáum við þrjá Jóna í framboði til forseta þetta árið; Jón Gnarr, Jón Bjarnason og Jón Ólafsson. (Jón Ólafs hefur reyndar sagt að hann hafi bara verið að grínast með að hann ætlaði að bjóða sig fram. En getum við tekið það alvarlega?)


mbl.is Jón íhugar forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband