Lélegt kínverskt leikrit

Á meðan kínversk yfirvöld leita fanga fyrir land sitt og þjóð í auðlindum annarra landa, verða þau af og til að svara þeirri gagnrýni að í Kína séu mannréttindi ekki virt. Kínverjar vilja sýnast vera á sama róli og vestrænar þjóðir þegar kemur að mannréttindum og í ár þegar alda mótmæla skall á vesturlöndum, fóru allt í einu að berast fréttir af mótmælum og róstri  frá fámennum þorpum í Kína.

Einhvern veginn finna nauða-ómerkilegar frétta- klippur frá Kína sér leið inn á helstu fréttastofur heimsins þar sem þær hjálpa til við að gefa Kína þá ímynd að þar sé allt eins og í flestum öðrum löndum, fólk haldi þar t.d. jóladansleiki þar sem smá pústrar eru ekki tiltökumál.  

Áróðursvél kommúnistaflokksins í Kína er búin að þaulhugsa fléttuna og nú hafa kínversk yfirvöld fréttir og myndir af mótmælum sem þeir geta vísað til um leið og þeir vísa allri gagnrýni á sjálft stjórnarfarið á bug. -

Að þessu sinni sýnir myndskeiðið öryggisverði fitla við rafmagnskassa utan á einhverri byggingu. Síðan sjást 16 öryggisverðir þramma upp að byggingunni og upp á svið. Þar reynir einhver borgaraklæddur sviðsmaður að beina þeim burtu en annar ofstopafullur óeinkennisklæddur maður sem þó virðist njóta verndar öryggisvarðanna, nær hrekja hann út af sviðinu með aðstoð þriðja aðila sem allt í einu stekkur upp á sviðið og lætur höggin dynja á sviðsmanninum.

Sviðsetningin er augljós, en leikritið er lélegt.


mbl.is Slegist á jólasamkomu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég sé nú ekki leikritið í þessu. Málfrelsi og tjáningarfrelsi er illa séð í Kína og allir mannfagnaðir illa séðir. Bara það að fólk safnist saman í hópa af hvaða tilefni sem er, er ógn. Mannréttindi eða krafa um þau eru þyrnir í augum Kínverja.

Ég þakka þér fyrir að halda á lofti þessum áminningum um Kína. Það er algerlega óskiljanlegt að við skulum vera að kyssa rassgatið á þessum mannréttindaböðlum. Peningar og viðskiptavon virðist yfirvinna alla skynsemi og siðferðisgildi hjá æðstu mönnum þessarar þjóðar. Ef við værum samkvæm sjálfum okkur, þá værum við ekki einu sinni í stjórnmála og viðskiptasambandi við þetta land. 

Ef maður vogar sér að minnast á þetta með þessi viðmið í huga, er það kallað kynþáttahatur, þegar raunin er algerlega þver öfug. 

Við eigum heldur ekki að vera í viðskipta og stjórnmálasambandi við lönd, sem pynta fanga sína og handtaka fólk án ákæru. Þjóðir sem níðast á rétti kvenna og misþyrma og limlesta þegna sína á grunni vitfirrtra trúarsetninga, hvort sem þ´r eru pólitískar eða geistlegar.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.12.2011 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband