Nótt hinna löngu hnífa framundan

Þá fer í hönd nótt hinna löngu hnífa hjá ríkisstjórninni. Skera þarf af dragbítanna á samstarfinu, þá sem ekki kunna að hlíða og lúta ákvörðunum flokksstóranna. - (Á pólitísku heitir þetta hagræðing)

Rétt eins og það skiptir pólitíkusa mestu máli að komast í valdastöðu, (sem heitir á pólitísku - að taka ábyrgð) skiptir þá mestu eftir að þeir hafa komist til valda, að halda þeim. - 

Til að tryggja að meiri hluti sé enn á þingi fyrir ríkisstjórnina, var leitað á náðir þingmanna hreyfingarinnar. - Í staðinn fyrir stuðning var þeim lofað gulli og grænum skógum, samt ekki "endilega ráðherrasætum". (Á pólitísku heitir þetta óformlegar samræður)

Það vita allir sem hafa komið nálægt pólitík að þegar fólk fær völd, hefst ákveðin umbreyting í sálum þeirra og hugarfari. - (Á pólitísku heitir þetta að taka mið af mismunandi áherslum)

Þeir sem streitast á móti þessum breytingum og halda að þeir geti farið eftir samvisku sinni, finna fljótt að þeir eru í hættu að mála út í horn. (Á pólitísku heitir það að kunna ekki að gera málamiðlun.)

Stjórnmálamenn sem setjast í ráðherrastóla sjá fljótt að hugmyndir sem þeim þóttu eitt sinn góðar og þeir hlutu jafnvel brautargengi sitt út á, eru það ekki lengur og varpa þeim  fyrir róða. -

Þeir sem kusu viðkomandi halda oft að þingmenninrnir séu að svíkja málstaðinn. Svo er ekki. Málstaðurinn/stefnan var raunverulega aldrei til. Hún er hluti af sýndarveruleika sem allir pólitíkusar þurfa að taka þátt í til að hljóta kosningu.  Þeir eru aðeins að fylgja eftir þeim reglum sem harðkóðaðar eru í stjórnmálin þar sem flokksræðið ræður. (Á pólitísku heitir það lýðræði.)


mbl.is „Ekki sami maður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ferlega flott færsla hjá þér Svanur.  Gott að fá þessar málskýringar tek undir þær líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.12.2011 kl. 17:07

2 Smámynd: K.H.S.

Hvað er Katrín Júlíusdóttir búin að segja okkur oft . Þetta er allt í góðum gangi, engin hindrun í veginum, allt að koma, atvinna handa öllum öllum.

Nú er hún á förum og gerði ekki neitt.

Þráinn Bertelson sagði i útvarpi í dag að í Póllandi frysi fólk í hel og við ættum því að hætta þessu væli. kallaði viðmælanda sinn fífl og bullara. Þetta er maðurinn sem telur sig þess umkominn að stýra hæfileikalausum kjaftaski og grátssjúkri sinderellu að  stjórnsýslunni án umboðs. Sveiattann.

K.H.S., 30.12.2011 kl. 18:51

3 Smámynd: K.H.S.

Firirgefðu Svanur missti mig í þunglindinu en ætlaði að hrósa færslunni hjá þér.

Les þínar færslur jafnan af áhuga og þakklæti.

Gleðilegt ár.

K.H.S., 30.12.2011 kl. 19:01

4 identicon

Snildarfærsla ..takk Svanur .....Vonum að nótt hnifanna verði ekki löng !

rh (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 19:37

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það sem er að gerast núna á kvöldfundum beggja stjórnarflokkanna hefur ekkert að gera með lýðræði.

Þegar svo er komið að beita þarf "hinum löngu hnífum" eru allt önnur lögmál sem gilda en þau sem kenna má við lýðræði.

Kolbrún Hilmars, 30.12.2011 kl. 23:09

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já Svanur Gísli.

Allar góðar vættir hjálpi þessu fólki í tilgangslausu leikriti við að svíkja almúgann á landinu bláa í norðri. Það skiptir engu máli hvað þetta fólk er að bolla-leggja, því alþýðan hefur völdin í þessu landi og borgar þessu fólki laun með sínu striti og sköttum.

Þetta háttsetta fólk í embættum landsins er aðhlátursefni fyrir allt heilbrigt hugsandi fólk, fyrir að halda að þau ráði einhverju, og hafi einhver völd!

Hvað gera þau ef alþýða landsins leggur niður störf einn dag?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.12.2011 kl. 00:31

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það er hreint út sagt ógeðslegt að horfa upp á þetta hyski ráðskast með ráðherrastólana eins og þeir séu herfang sem skipt er niður á milli voldugustu herforingjanna.

Þeir sem ekki geta þegið góssið nú, er lofað því seinna eins og þessari Katrínu sem er að fara í barneignafrí. En hún á víst ráðherrasæti víst þegar hún kemur til baka.

Svo beitir forysta VG lymskulegum brögðum, boðar til flokksráðsfundar með eins sólarhring fyrirvara. - Og víst kalla þeir þetta allt saman lýðræði og bera því fyrir sig að þeir hafi umboð sitt til að haga sér svona frá kjósendum. - Og viti menn, þegar að kosningum kemur,  munu þúsundir Íslendinga endurnýja þetta umboð þeirra.

Svanur Gísli Þorkelsson, 31.12.2011 kl. 00:53

8 identicon

Svanur þetta er sennilega bloggfærsla ársins 2011! 

Gulli (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 00:57

9 Smámynd: Magnús Ágústsson

Virkilega góð greyning á hugsjúku ástandi SYJÓRNmála

Magnús Ágústsson, 31.12.2011 kl. 07:56

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ljóst er að Jón var kominn út í sólóspil þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar. Mér finnst að gefa mætti betur gaum að því að stefna ríkisstjórnarinnar var ALLTAF að fækka ráðuneytum.

Guðjón Sigþór Jensson, 31.12.2011 kl. 18:21

11 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Næsta ár verður ár uppgjörs við stjórnarmafíuna! Losum okkur við stjórnina og kjósum nýtt upphaf án aðkomu fjórflokksins!

Sigurður Haraldsson, 31.12.2011 kl. 20:16

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það væri óskandi Sigurður. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.12.2011 kl. 20:47

13 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sigurður: Hvað áttu við?

Mér finnst þú taka djúpt í árin a að líkja ríkisstjórninni við mafíu!

Hvað með fyrri ríkisstjórn sem afhenti ríkisbanbankana nánast gratís?

Ertu ekki kominn í mótsögn við sjálfan þig? Kannski ættir þú að sitja á strák þínum.

Guðjón Sigþór Jensson, 2.1.2012 kl. 14:34

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Guðjón minn sat ekki Samfylkingin í síðustu ríkisstjórn? og Jóhanna og Össur í lykilsætum?  En Samfylkingarfólk vill aldeilis gleyma þvi, það hentar ekki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.1.2012 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband