7.4.2011 | 18:46
Iceland will save Iceland
Iceland verslunarkeðjan er geysivinsæl meðal Breta. Reyndar voru þeir óheppnir með "andlit" fyrir verslanirnar á síðasta ári.
Þá var það raunveruleikaþáttastjarnan Kerry Katona sem reyndi að fá breskar húsmæður til að hamstra frosin matvæli. Svo fréttist að hún hafði tekið nokkur einbýlishús í nösina og þá var henni dömpað af eigendum Iceland.
Nýja andlitið er X factor keppandinn Stacey Solomon sem sjarmeraði alla upp úr skónum með alþýðleika sínum og blátt áfram framkomu. Hún segist hafa verslað í Iceland alla ævi og þess vegna viti hún alveg hverju hún sé að mæla með.
Iceland keðjan er verðmæt og því ekki nema von að Jón Ásgeir hafi ágirnst hana. Hann varð að láta hluti sinn í henni af hendi upp í skuldir og missti við það stjórnarformannsembættið hjá Iceland.
Ef að söluandvirði Iceland nægir fyrir Icesave, þurfa menn ekki að hafa áhyggjur af því hvernig kosningarnar fara á laugardag. Reyndar verður dálítið fúlt að sjá á eftir þessu flotta vörumerki.
En kannski getur einhver af þeim liggja á útrásargullinu sem "gufaði upp" keypt Iceland Frozen Food. Það væri ekki amalegt ef hægt væri að endurreisa Icesave í leiðinni. Það vörumerki er ótvírætt þekktasta íslenska vörumerkið.
![]() |
Icesave gæti horfið með sölu á Iceland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
7.4.2011 | 08:39
Æðsti draumurinn
Allar kýr dreymir um að verða hestar. Því miður verða fáir til að veita þeim tækifæri til þess að láta þann draum rætast. Flestir eru þeirrar skoðunar að þó að margt búi í hausum þeirra, séu þær ekki hestar og eða annarskonar reiðdýr.
Sem strákur í sveit á Snæfellsnesi, gerði ég samt mitt besta til þess að gera þennan alheimslega beljudraum að veruleika og það var minn sveitapilts draumur að verða knár kúaknapi.
Grána gamla var afar þekkur reiðskjótti og í hvert sinn sem ég sótti kýrnar út fyrir stekk hleypti ég henni á skeið og hætti á að þola skammir afa míns í staðinn. Þess vegna er ég sérlega ánægður að heyra að Lúna í Þýskalandi upplifi nú drauminn til fulls, jafnvel þótt ég geti ekki betur séð en að hún sé naut.
![]() |
Heldur að hún sé hross |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.4.2011 | 21:20
Flokkssvipurnar duga ekki lengur
Það hlaut að koma að því að hinir neikvæðu kæmust yfir í skoðanakönnunum. Einhvern veginn hefur sveiflan verið á þann veginn síðustu daga. Andstaðan við Icesave er þverpólitísk, rétt eins og stuðningurinn og sem er nokkuð sérstök staða.
Flokkssvipurnar duga ekki lengur og allir flokkar eru klofnir í afstöðu sinni til Icesave. Þessar venjulegu hægri/vinstri uppnefningar sem venjulega tíðkast í pólitísku karpi, ganga ekki upp gagnvart Icesave. Þeir sem reyna slíkt hljóma hjáróma enda fer þeim fækkandi. -
Að mörgu leiti er eins og allt í einu sé fólk sé farið að bera virðingu fyrir skoðunum hvers annars. "Sumir af bestu vinum mínum ætla að kjósa já, en ég ætla að kjósa nei og ég skil þá alveg" er nokkuð algeng lína. -
Hver sem niðurstaðan verður á laugardaginn, þurfa "vinir" á öndverðum meiði í Icesave að sætta sig við orðin hlut og búa sig undir að taka afleiðingum vilja meirihlutans. Víst er að þær verða bæði afdrifaríkar fyrir þjóðarsálina og kostnaðarsamar.
![]() |
57% ætla að segja nei |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2011 | 11:49
Bara tilviljun
Launamisréttið í Bretlandi er alræmt. Einnig sú afstaða atvinnurekanda að launþegar þeirra vinni yfirvinnu launalaust en það er önnur saga. Stephanie Bon var sagt upp störfum fyrir Lloyds bankann í Colchester Halifax útibúinu eftir að hún hafði vakið athygli á þeim geysilega mun sem er á kjörum þeirra sem fyrir bankann vinna.
"Ég trú varla hversu illa þeir hafa komið fram við mig fyrir það sem ég mundi kalla spjall við vini mína utan vinnutíma." sagði Bon.
"Deildarstjórinn spurði mig hvers vegna ég hefði skrifað þetta og útibússtjórinn sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með mig. Hún sagði að ég hefði brugðist fyrirtækinu. Samt skrifaði ég ekkert sem ekki er á allra vörum"
Talsmaður Lloyds TSB segir aftur á móti að uppsögn Bon hafi ekkert með færslu hennar á Facebook að gera.
"Verkefnið sem hún vann við var á lokasprettinum og þess vegna fékk hún uppsagnarbréf. Hún var ráðin í gegnum atvinnumiðlun tímabundið á 7 daga framleigjanlegum samningi. Það var tilviljun að uppsögnin barst henni eftir að hún hafði skrifað þessa færslu á Facebook."
Fyrir utan árslaun sín hjá bankanum sem eru 13.5 milljón punda fær Antonio Horta-Osorio bankastjóri 900.000 pund á ári inn á eftirlaunareikning sinn.
Breskir skattgreiðendur eru að vonum fúlir út af þessu enda á breski ríkissjóðurinn 41% í bankanum eftir að hafa þurft að dæla fjármagni inn í hann árið 2008 þegar hann riðaði til falls.
![]() |
Er með 4000 pund á tímann en ég fæ 7 pund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.4.2011 | 08:22
11 bestu setningarnar um Icesave
Hverjir komast best að orði við að tjá hug sinn og tilfinningar til Icesave? Um það eru sjálfsagt deildar meiningar og fer niðurstaðan eflaust í flestum tilfellum eftir því hvort þú ert með eða á móti, sammála eða ósammála þeim sem talar eða ritar.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, er einn þeirra sem oft reynir að enduróma vinsælar skoðanir, en allir sem til hans þekkja vita að hann er fyrst og fremst lýðskrumari. Fréttin mbl.is hér að neðan er talandi dæmi um það.
Ég hef tínt saman nokkur ummæli sem mér fundust annað hvort kjarnyrtust eða dæmigerðust fyrir umræðuna eins og hún kemur mér fyrir sjónir. Hér á elleftu stundu koma ellefu bestu setningarnar um Icesave;
1. Froðufellandi af reiði og gnístandi tönnum ætla ég því að merkja við JÁ á kjörseðlinum á laugardaginn kemur.
Hörður Sigurðsson á facebook
![]() |
Gengur gegn lýðræðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2011 | 00:51
Pant vera aðal
Umræðan í aðal sandkassanum í Reykjavík er málefnaleg eins og venjulega. Jón Gnarr segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi framið pólitísk skemmdarverk. Hanna Birna segir að það hafi verið Jón Gnarr sem framdi pólitískt skemmdarverk. Jón segir að Hanna Birna beiti hann ofbeldi. Hanna Birna segir ligga ligga lá og að hún sé fólkið í borginni og megi segja það sem hún vill.
Það næðir um Jón Gnarr þessa dagana, enda kallt á toppnum. Allir eru vondir við hann og svo hrapaði fylgi Besta flokksins svo mikið í síðustu könnun að Jón hlýtur að gráta sig í svefn á kvöldin. Getur það verið að fólk kunni ekki lengur að meta grínið? -
Allir grínistar eru viðkvæmir fyrir gagnrýni á þá sjálfa. En á meðan allir klappa, heyrist gagnrýnisbaulið ekki. Nú bregður svo við í uppistandinu hjá Jóni Gnarr og Besta flokknum heyrist lítið í klappliðinu. -
Þrátt fyrir þetta reynir Jón Gnarr áfram að vera fyndinn. Hann vill stela hugmyndinni um skessuhelli frá Keflavík og setja einn slíkan í húsdýragarðinn og láta feitan kött um að trekkja krakka og túrista að. - Annars veit maður aldrei með Jón. Kannski meinti hann þetta í alvörunni eins og með ísbjörnin.
![]() |
Pólitísk skemmdarverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.4.2011 | 14:04
Make me one with everything
Íslenska pylsan er einn af fáum réttum sem getur gert tilkall til þess að kallast þjóðarréttur íslendinga. Það líður sjaldan langur tími frá því að ég stíg á íslenska grund og þangað til ég er kominn inn í einhverja sjoppuna til að fá, það sem fyrir mér er hinn eina sanna pylsa.
Hér áður fyrr, áður fyrr þegar Prins póló var og hét og bragðaðist eins og Prins á að bragðast, var það hluti af þjóðarréttinum, eins konar eftirréttur. En eftir Chernobyl slysið breyttist bragðið og síðan umbúðirnar og þá fór þjóðlegi svipurinn af því.
Eins og pylsa með öllu er nú góð og vinsæl á landinu er mesta furða að útlenskir matargurúar hafi ekki fyrir löngu tekið hana upp á sína arma líkt og gert er í Huffington Post. En þá ber þess að gæta að smekkurinn fyrir réttinum er "áunninn" því margir af þeim útlendingum sem ég hef boðið upp á góðgætið, eru ekki eins hrifnir og ég, alla vega ekki í fyrsta sinn.
Besti pylsubrandarinn sem ég hef heyrt er svona; Búddisti gekk upp að pylsusalanum í New York og sagði; make me one with everything.
![]() |
Íslenska pylsan slær í gegn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt 22.8.2011 kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.4.2011 | 08:10
Ekki skákborðið sem Fischer og Spasskí tefldu við
Fyrri fréttin um þessa sölu á skákborði og taflmönnum úr skákeinvígi allra tíma, sagði örugglega að borðið hafi verið notað í þriðju skákinni sem fór fram í bakherberginu. Nú er sagt að aðeins taflmennirnir hafi verið notaðir en taflborðið verið eitt af mörgum (sumir segja allt að 16) sem hinn sérvitri Fischer hafði til að velja úr og voru síðan gefin skáksambandsmönnum.
Spurningin sem vaknar er hvar er þá skakborðið sem var notað? Skáksambandið sendi frá sér einhverja athugasemd um að það harmaði að munir tengdir einvíginu væru farnir eitthvað á flakk. Hvað hefur sambandið gert til að halda þeim saman? Hvar er Volkswagen bjallan sem Fischer var fengin til umráða, hvar eru marmarareitirnir sem prýddu skákborðið til að byrja með en var skipt um að beiðni Fischers? Og hvar er pálminn sem keyptur var í Alaska til að prýða sviðið fyrir aftan keppendurnar og sést svo vel á meðfylgjandi mynd. Hver á húsið í Goðalandi sem Fischer var ætlað að búa í og væri kannski upplagt að það hýsti safnið um þennan heimsatburð sem fyrr eða seinna kemur til með að verða sett upp.
![]() |
Enginn sýndi taflmönnum áhuga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 08:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.4.2011 | 22:43
Eitt fuck off getur verið dýrt
"Þú getur aðeins skorað í hóruhúsi", hrópaði einhver á Wayne Rooney þegar hann var að fagna því að hafa skorað þriðja markið í leik á móti West Ham. Andlit Rooney myndaðist af reiði. Hann veit að það er enn í fersku minni fólks þegar hann var staðinn að því að halda fram hjá konunni sinni með vændiskonu. "Fuck of" hrópaði hann beint upp í sjónvarpsmyndavélina. Félagar hans reyndu að leiða hann í burtu. Hann snýr sér við og spýti út úr sér "Twatt".
Óteljandi ungir drengir elska fótbolta. Þeir sömu elska og dá þá sem eru góðir í fótbolta og mest þá sem eru frægir fyrir a vera "bestir". Allt sem hetjurnar gera á knattspyrnuvellinum reyna þeir að apa eftir, við fyrsta tækifæri.
Þess vegna finna illa upp aldir óþekktarangar sem eru góðir í fótbolta sig allt í einu í þeirri stöðu að vera fyrirmynd milljóna drengja og stúlkna vítt og breitt um heiminn. Herra Rooney er einn slíkur. Þess vegna verður hann að passa á sér gúlinn betur en flestir aðrir.
Wayne baðst afsökunar á að hafa í bræði, sjóðandi af adrenalíni eftir markaskorunina, viðhaft óviðeigandi orðbragð.
Enska Knattspyrnusambandið sem daginn áður hafði kýst því yfir að það ætlaði að gera átak í að bæta hegðun enskra knattspyrnumanna átti ekki annars völ, ef það vildi láta taka sig alvarlega, en að taka harkalega á máli Rooney. ÞAÐ straffaði hann í tvo leiki. Rooney á þess kost á afrýja. Tíminn sem hann hefur til þess rennur út á miðnætti. Kannski hefur hann þegar gert það.
Víst er að stjórinn hans verður ekki hress með að missa Rooney úr liðinu, sérstaklega í seinni leiknum á móti Real Madrid. Rooney setti nefnilega á svið heilmikið leikrit fyrir skömmu til að fá launahækkun frá Alex Ferguson. Ferguson gaf sig en þegar hann gefur eftir vill hann fá sitt pund af fleski á móti. Ég gæti trúað að hann hugsi Rooney þegjandi þörfina ef straffdómurinn heldur. Eitt Fuck off getur verið ansi dýrt.
![]() |
Redknapp: Heimskulegt hjá Rooney |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt 5.4.2011 kl. 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.4.2011 | 20:03
Dr. Phill spáir fyrir um kosningarnar á laugardaginn
Fæstir Breta vita ekki nokkurn skapaðan hlut hvað er að gerast á Íslandi. Þegar kemur að efnahagsmálum nær nef þeirra ekki lengra en ofaní eigin buddu. Þess vegna kemur það á óvart að einhverjir þeirra skuli hafa fyrir því að leggja orð í belg við þessa grein í Guardian. -
Guardian styður öllu jöfnu breska Verkalýðsflokkinn og lesendur þess eru róttækir ef yfirleitt er hægt að nota það orð yfir Breta. Þeir eiga það sameiginlegt með íslenskum neijurum að þeir hatast út í bankana og bankamenn og segja þá ábyrga fyrir því að stjórnvöld í landinu þurfa nú að skera niður hægri / vinstri félagslega þjónustu og stuðning við listir og menningu.
Vinur minn Dr. Phill sem áður hefur getið sér gott orð á blogginu mínu fyrir getspeki og spádóma, bauðst til þess að spá fyrir um úrslitin í kosningunum á laugardag. Dr. Phill sendi mér þessar línur fyrir stundu;
Á Ísland munu þeir;
sem þrá dómsdag,
þeir sem vilja sjá einhverjar breytingar, sama hverjar þær eru,
þeir sem eru yfirleitt neikvæðir,
þeir sem bölsótast út í allt og alla af því þeir vita að það sem þeir segja skiptir yfirleitt ekki máli,
og þeir sem halda að Ísland geti orðið öðrum þjóðum fyrirmynd,
þetta fólk mun sigra í kosningunum um Icesave á laugardag.
![]() |
Bretar og Hollendingar sagðir óttast dómstólaleiðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.4.2011 | 07:56
Er Monica Caneman fulltrúi kröfuhafa í Kaupþing
Monica Caneman er sænskur hagfræðingur sem býr í Svíþjóð. Hún hefur það fyrir atvinnu að sitja í stjórnum stórra fyrirtækja og hefur gert það frá 2001. Ég veit ekki hvað hún situr í stjórnum margra fyrirtækja um þessar mundir en þeirra á meðal er Arion Banki þar sem hún situr fyrir hönd Kaupskila ehf. Kaupskil ehf eiga 87% í Aron banka og stjórna bankanum. Monica ljær sitt "góða nafn" þeim fyrirtækjum sem hún starfar fyrir og er handbendi eigenda þeirra. Í staðinn fær hún ríkulega umbun eins og fréttin hér að neðan vitnar um.
Eignarhald bankans er sem sagt í höndum sérstaks dótturfélags Kaupþings (Kaupskila), sem lýtur stjórn sem er að meirihluta skipuð stjórnarmönnum óháðum Kaupþingi, stórum kröfuhöfum í Kaupþing og Arion banka.
Það er alveg ljóst að að Fjarmálaeftirlitið var í blóra við góða stjórnskipan þegar það heimilaði að fyrirtæki í eigu annars fyrirtækis sem komið er í umsjá skilanefndar að eiga hlut í banka, eins raunin er með Kaupþing, Kaupskil og Arion Banka.
Það hefur heldur aldrei komið fram hverjir eru helstu kröfuhafar í Kaupþing og þar með raunverulegir eigendur Kaupskila ehf sem á eins og áður sagði 87% af Arion Banka á móti 13% sem íslenska ríkið á.
Enginn veit hvort einver bein hagsmunatengsl (önnur en laun stjórnarmanna) eru á milli helstu kröfuhafa í Kaupþing og stjórnarmanna í Arion banka og þar á meðal Moncu Caneman. Ef slík engsl eru til er það klárlega brot á lögum.
![]() |
Með 1,4 milljónir á mánuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.4.2011 | 10:16
Kaldrifjaður Björgólfur Thors
Auðvitað þarf breskt blað til að vekja athygli á að Björgólfsfeðgar hafi tekið út 32 milljarða úr Landsbankanum sama dag og hann var þjóðnýttur.
Geta þessir Bretar ekki verið til friðs og og leyft Íslendingum að halda áfram að trúa því að peningarnir sem Landsbankinn rakaði að sér frá trúgjörnum hollenskum og breskum innlánurum hafi gufað upp.
Björgólfur Guðmundsson er sagður gjaldþrota. Hann tók greinilega skellinn gamli maðurinn eins og svo títt er á Íslandi og bjargaði syninum. Björgólfur Thors Björgólfsson er hins vegar einn af auðugustu mönnum heims. En hann er það vegna þess að hann er skuldseigur. Það hefur ætíð verið litið upp til skuldseigra manna á Íslandi.
Hann saug síðustu krónurnar út úr svikamillunni sem hann og faðir hans settu upp í Landsbankanum og honum finnst sjálfsagt að eftirköstin falli á þjóðina. Björgólfur Thors er greinilega ekki aðeins skuldseigur, hann er einnig kaldrifjaður. Þess vegna er hann vinamargur og dáður af fólki í öllum flokkum. Þess vegna mun hann komast upp með að borga aldrei þessa 32 milljarða til baka.
![]() |
32 milljarða millfærslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.4.2011 | 18:32
Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna afhöfðaðir
Pokapresturinn Terry Jones sem á heima í Flórída, lét langþráðan draum rætast fyrir nokkrum dögum. Hann sviðsetti réttarhöld í kirkju sinni yfir kóraninum og brenndi hann síðan. Ódæðið var tekið upp og ekki leið álöngu fyrr en upptakan var komin á netið.
Þessi kristni predikari hafði áður valdið fjaðrafoki með því að boða til Kóran-brennu, en var talið tímabundið hughvarf af helstu ráðamönnum Bandaríkjanna. -
Þegar klerkahyskið í bænum Mazar-i-Sharif í norður - Afganistan heyrði af verknaðinum, skipulögðu þeir mótmælagöngu. Hún endaði með að ráðist var á bækistöðvar Sameinuðu þjóðanna í bænum og þar var murkað lífið úr að þvi að talið er 20 manns. Sumir voru afhöfðaðir, aðrir skornir á háls.
Terry Jones finnst hann ekki hafa gert neitt rangt. Hann neitar að biðjast afsökunar á að brenna Kóraninn. Hann segir að bókina illa.
Klerkarnir í Mazar-i-Sharif segja að Talibanar hafi tekið yfir mótmælin og beint fólkinu að bækistöðvum Sameinuðu þjóðanna. Sjálfir hafi Þeir ætlað að hafa mótmælin friðsamleg.
Terry Jones vissi vel að viðbrögð herskárra múslíma mundu verða ofbeldisfull ef hann brenndi kóraninn opinberlega. Þegar að hann ætlaði að benna kóraninn á síðasta ári gerðu hinir máttugu fjölmiðlar heimsins hann að hættulegum manni með að beina kastljósinu að honum.
Nú er skaðinn skeður og hann er mikill.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
2.4.2011 | 11:59
Priyanka Thapa og miskunarlaus Útlendingastofnun
Það er eitthvað verulega bogið við stefnu stjórnvalda í innflytjendamálum. Ekki nema von að almenningur finnur sig knúinn til að reyna að grípa enn og aftur inn í atburðarásina og reyni að hindra að stefna stjórnvalda nái fram að ganga.
Hvað eftir annað vísar Útlendingastofnun burtu úr landinu ungu og gjörvulegu fólki sem hér hefur getið hefur sér gott orð og eignast góða vini og kunningja. - Hvaða lagabókstaf er svona mikilvægt fyrir Útlendingastofnun að fylgja, að allt tillit til mannúðar og almennrar skynsemi er látið lönd og leið bara til að framfylgja honum.
Það er erfitt að sjá hvaða upplýsingum Útlendingastofnun fer eftir í úrskurði sínum í máli Priyönku Thapa. Útlendingastofnun segir í úrskurði sínum að ekki hafi verið sýnt fram á að Priyanka verði neydd í hjónaband snúi hún aftur til Nepal.
Þeir sem vinna fyrir stofnunina vita eflaust að í Nepal er það alsiða að gifta ungar stúlkur eldri mönnum til fjár og jafnvel selja þær úr landi.
Nú er ljóst að Priyanka er ekki trúlofuð syni íslensks þingmanns eða eitthvað svoleiðis, og því er henni miskunnarlaust vísað á dyr.
Hvernig á Priyanka annars að sanna að slík verði örlög hennar snúi hún aftur heim? Bjóst Útlendingastofnun við að hún kæmi með undirritað skjal frá föður sínum um að hann mundi gefa hana nauðuga í hjónaband ef hún kæmi til baka?
![]() |
6 þúsund manns lýst yfir stuðningi á Facebook |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.4.2011 | 00:37
Eins og Hitler
Svei mér þá ef herra Mike Godvin hefur ekki rétt fyrir sér. Eins og mörgum er kunnugt setti hann árið 1990 fram þá kenningu í hálfgerðu gríni að því lengri sem athugasemdahalinn í umræðum á netinu verður, sama hvert málefnið er, því meira aukast líkurnar á því að einhver kynni Hitler og/eða nasisma til sögunnar. -
Og eins og enn fleiri vita er oftast um að ræða sérstaka rökvillu sem heitir Reductio ad Hitlerum sem hefur þann sérstaka eiginleika að steindrepa alla uppbyggilega umræðu. Þetta má sannreyna með að kíkja á nokkra af lengstu athugasemdahölunum sem finna má hér á blog.is
Á meðan þið gerið það, ætla ég að skemmta mér við að horfa á þessar óvenjulegu og merkilegu myndir.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.4.2011 | 01:35
George Osborne fjármálaráðherra Breta segir að Íslendingar þurfi ekki að greiða Icesave
Fjármálaráðherra Breta, George Osborne, kom í gærkveldi fram í viðtalsþættinum HARDTALK. á BBC.
Hinn skeleggi spyrjandi Stephen Sackur spurði Osborne m.a. hvort Íslendingar gætu bara kosið um það sín á milli hvort þeir borguðu skuldir sínar við breska ríkið eða ekki.
Osborne svaraði því til að íslenska þingið hefði vissulega samþykkt að borga Icesave skuldina en samþykktinni hefði verið vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu og henni verið hafnað þar.
Nýlega hefði þingið aftur samþykkt að borga og aftur hafi lögunum verið vísað til þjóðaatkvæðagreiðslu af forseta landsins.
Osborne sagðist skilja að mörgum þætti þessi meðferð málsins undarleg að skuldari gæti ákveði það með sjálfum sér hvort hann skuldaði og hvort hann vildi að borga.
En það sem honum þætti samt merkilegast var að Íslendingar hefðu aldrei farið fram á það formlega eða öðruvísi, að skuldirnar við ríkissjóð Bretlands vegna Icesave yrðu hreinlega felldar niður af ríkissjóðnum.
Ef að vinaþjóð eins og íslendingar færu fram á að skuldin yrði felld niður mundi slík bón örugglega mæta skilningi hjá sér og á Bretlandi.
Slíkt gæti hæglega gerst , bætti hann við, ef t.d að íbúar þessa gamla lýðræðisríkis mundu sjálfir biðja um niðurfellinguna , þar sem stjórnvöld landsins væru þess greinilega ekki umkomin. Beinna gæti lýðræðið varla orðið.
Ég trúði varla mínum eigin eyrum þegar ég heyrði fjármálaráðherrann láta þetta út úr sér. Var hann að mælast til þess að almenningur á Íslandi færi af stað með undirskriftalista þar sem beðið væri um niðurfellingu og málið væri þar með dautt? -
Í kjölfarið á þessari frétt sem verður örugglega á allar vörum á morgunn verður það e.t.v. niðurstaðan að almenningur taki sig saman og sendi þúsundir emaila eða bréfa á breska fjármálaráðuneytið.
Í Bretlandi þarf 500 bréf eða emaila til að fá hvaða mál sem er tekið upp í þinginu. Kannski er það allt sem þarf. 500 emaila á George Osborne og láta hann standa við stóru orðin. Hér kemur netfangið hjá breska fjármálaráðuneytinu og þar fyrir neðan utanáskrift bréfa til Georges fyrir þá sem vilja láta reyna á þetta.
public.enquiries@hm-treasury.gov.uk <public.enquiries@hm-treasury.gov.uk>
Rt Hon George Osborne MP |
Chancellor of the Exchequer |
HM Treasury |
Horse Guards Road |
LONDON SW1A 2HQ |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
31.3.2011 | 19:48
Fleki á milli fleka
Almannagjá er tvímælalaust ein merkilegasta náttúrperlan á Íslandi. Jarðfræðilega og sögulega er hún einstök.
Ferðamenn sem til landsins koma taka gjarnan andköf á Hakinu þegar þeir líta yfir þingvelli og Þingvallavatn "yfir til Evrópu og þegar þeir ganga niður gjána drýpur sagan ef hverri nibbu.
Þessi hola niður í "nýja gjá" undir gamla þjóðveginum sem liggur niður Almannagjá á bara eftir að auka á undrið sem við köllum "þingvelli" og þar með ánægju ferðamanna sem sækjast eftir að sjá áþreifanleg og ný merki um að landið sé að gliðna í sundur eins og flekakenningin gerir ráð fyrir.
Að byggja fleka yfir holuna eða byrgja hana á annan hátt, eins og segir í fréttinni að eigi að gera, eru mistök. Það er í lagi að girða hana ef hætta er á hruni, en mér finnst sjálfsagt að fólk fáið að berja hana augum.
Hún er svo sem ekki stór þessi hola og jafnast kannski ekki á við holuna sem opnaðist í San Antonio í Gvatamala á síðasta ári en sú er 70 metra djúp og varð einmitt til af völdum vatnsrofs.
![]() |
Almannagjá opnuð aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.3.2011 | 08:58
Óþokkinn Mussa Kussa
Mussa Kussa var ótvírætt einn afhelstu framkvæmdastjórum Gaddafis. Hann var sá sem ákvað örlög "óvina" rískisins enda lengi vel yfirmaður líbísku leyniþjónustunnar. Ef allt væri með feldu, hefði hann verið handtekinn við komu sína til Bretlands og ákærður fyrir stríðsglæpi og hryðjuverk, rétt eins og um væri aðræða Gaddafi sjálfan. Ef hægt er að segja að einhver einn maður annar en Gadaffi hafi ódæðisverkin sem framin hafa verið á vegum Líbíu og í Líbíu á samviskunni, er það herra Kussa.
Nú er hann kominn til Bretlands og allt bendir til að breska leyniþjónustan hafi haft þar hönd á bagga. Hún er þekkt fyrir að hlúa að samböndum við hryðjuverkamenn líkt og hún gerði á Írlandi og nú í Afganistan. - Kussa veit allt sem er þess virði að vita um Líbíu og Gaddaffi. Brotthlaup hans er því líklegt til að marka ákveðin tímamót í þessum átökum.
Helsta vandamál þeirra (UK og USA) sem hafa skaffað uppreisnarmönnum í Líbíu aðgang að flugherjum NATO, er að þeir finna engan þar sem er líklegur leiðtogi til að taka við af Gaddafi. - Ef að Kussa vill ekki taka það hlutverk að sér sjálfur er hann alla vega rétti maðurinn til að benda á þann sem gæti það. - Um leið og búið er að finna leiðtogann og semja við hann um vinnslu á olíunni í Líbíu, er hægt að enda borgarstyrjöldina.
![]() |
Utanríkisráðherra Líbíu flúinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.3.2011 | 19:55
Hver var greindarvísitala Einsteins?
![]() |
Tólf ára með hærri greindarvísitölu en Einstein |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2011 | 09:21
Settu peningana þar sem munnurinn er..
Orðatiltækið "Put your money where your mouth is" kemur upp í hugann við lestur þessarar fréttar. Russell Brand er ekki á flæðiskeri staddur. Spurningin er hvort hann sjái sér ekki fært að fjárfesta í fótboltaliðinu West Ham sem hann elskar svo mikið, úr því að íslendingarnir valda honum svona miklum vonbrigðum.
Hann er reyndar á margan hátt ekki ólókur þeim í lund og Þegar hann og hin syngjandi Katy Perry, giftu sig fyrir skömmu, minnti brúðkaupsveislan um margt á veislur íslenskra útrásarvíkinga, þegar þeir voru upp á sitt besta. Slíkur var íburðurinn.
Russel hefur þénað vel á síðustu misserum og ekki léttist buddan neitt við að giftast Katy Perry. Saman gætu þau rekið West Ham með glæsibrag. Hann gæti sagt brandara í leikhléinu og Katy tekið lagið. Það mundi trekkja, því að fótboltinn sem liðið spilar gerir það ekki.
![]() |
Óheppnir með milljarðamæringa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)