Flokkssvipurnar duga ekki lengur

Það hlaut að koma að því að hinir neikvæðu kæmust yfir í skoðanakönnunum. Einhvern veginn hefur sveiflan verið á þann veginn síðustu daga. Andstaðan við Icesave er þverpólitísk, rétt eins og stuðningurinn og sem er nokkuð sérstök staða.

Flokkssvipurnar duga ekki lengur og allir flokkar eru klofnir í afstöðu sinni til Icesave. Þessar venjulegu hægri/vinstri uppnefningar sem venjulega tíðkast í pólitísku karpi, ganga ekki upp gagnvart Icesave. Þeir sem reyna slíkt hljóma hjáróma enda fer þeim fækkandi. -

Að mörgu leiti er eins og  allt í einu sé fólk sé farið að bera virðingu fyrir skoðunum hvers annars. "Sumir af bestu vinum mínum ætla að kjósa já, en ég ætla að kjósa nei og ég skil þá alveg" er nokkuð algeng lína. -

Hver sem niðurstaðan verður á laugardaginn, þurfa "vinir" á öndverðum meiði í Icesave að sætta sig við orðin hlut og búa sig undir að taka afleiðingum vilja meirihlutans. Víst er að þær verða bæði afdrifaríkar fyrir þjóðarsálina og kostnaðarsamar.


mbl.is 57% ætla að segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.makepovertyhistory.org

Þetta mál snýst um óendanlega miklu stærri hluti en Ísland og Íslendinga. Sem andlega sinnaður og ekki illa greindur maður, ættir þú að sjá það þorir þú að taka niður flokksgleraugun og heilaþvottinn, sem allir verða fyrir barðinu á, því áhrifagirni er hluti af mannlegu eðli, og horfa í staðinn með þeim augum berum sem Guð gaf þér. Þá muntu sjá um hvað málið snýst í raun og veru. Ég mun kjósa nei við Icesave þrátt fyrir að búa ekki einu sinni á Íslandi, hafa lifibrauð mitt annars staðar, og vera ekki á förum heim af ákveðnum ástæðum. Íslensk flokkapólítík kemur mér heldur ekkert við og ég er milljón prósent vinstrisinni og það nánast eldrauður, þó ekki kommúnisti. En ástæðan að ég kýs nei er sú að annars gæti ég hvorki litið í spegil né sofnað á nóttunni, og sá sem gengur fram af sér og svíkur samvisku sína borgar fyrir það með tjóni á geðheislu sinni, og ég efast um að ég gæti lifað við þá ákvörðun lengi. Ég hef nefnilega komið til Afríku og horft í augun á fólkinu þar. Og ég veit nóg um alþjóðlega lögfræði til að vita og skilja hvaða fordæmisgildi okkar mál mun hafa í málaferlum Afríkuríkja gegn kúgurum sínum í þessari herferð um afnám skulda þeirra. Ég vil geta lifað með sjálfum mér og kýs því nei takk.

Baldur (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 09:51

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir að gera grein fyrir þínu atkvæði Baldur.

Svanur Gísli Þorkelsson, 7.4.2011 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband