Bara tilviljun

Launamisréttið í Bretlandi er alræmt. Einnig sú afstaða atvinnurekanda að launþegar þeirra vinni yfirvinnu launalaust en það er önnur saga.  Stephanie Bon var sagt upp störfum fyrir Lloyds bankann í Colchester Halifax útibúinu eftir að hún hafði vakið athygli á þeim geysilega mun sem er á kjörum þeirra sem fyrir bankann vinna.

Bon"Ég trú varla hversu illa þeir hafa komið fram við mig fyrir það sem ég mundi kalla spjall við vini mína utan vinnutíma." sagði Bon.

"Deildarstjórinn spurði mig hvers vegna ég hefði skrifað þetta og útibússtjórinn sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með mig. Hún sagði að ég hefði brugðist fyrirtækinu. Samt skrifaði ég ekkert sem ekki er á allra vörum" 

Talsmaður Lloyds TSB segir aftur á móti að uppsögn Bon hafi ekkert með færslu hennar á Facebook að gera.

"Verkefnið sem hún vann við var á lokasprettinum og þess vegna fékk hún uppsagnarbréf. Hún var ráðin í gegnum atvinnumiðlun tímabundið á 7 daga framleigjanlegum samningi. Það var tilviljun að uppsögnin barst henni eftir að hún hafði skrifað þessa færslu á Facebook."

Fyrir utan árslaun sín hjá bankanum sem eru 13.5 milljón punda fær Antonio Horta-Osorio bankastjóri 900.000 pund á ári inn á eftirlaunareikning sinn.

Breskir skattgreiðendur eru að vonum fúlir út af þessu enda á breski ríkissjóðurinn 41% í bankanum eftir að hafa þurft að dæla fjármagni inn í hann árið 2008 þegar hann riðaði til falls. 


mbl.is „Er með 4000 pund á tímann en ég fæ 7 pund“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað hafði Björgólfur Guðmundsson o.co. á tímann í Landsbankanum, fyrir enga vinnu?   NEI við Icesave!!!!

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 09:41

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

V. Ekki nógu mikið greinilega. Er hann ekki gjaldþrota?

Svanur Gísli Þorkelsson, 7.4.2011 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband