30.3.2011 | 00:45
Íslensk fjölþjóðamenning
Hafi einhver efast um að fjölþjóðamenningin hafi skotið rótum á Íslandi, þarf ekki lengur vitnana við. Þessar tölur tala sínu máli. 42.230 einstaklingar á Íslandi eiga útlendinga fyrir foreldri, annað eða báða. -
Íslenska þjóðin er ekki lengur einlit né eru allir íbúarnir frændur í báða ættliði. Ekki tala þeir allir íslenskuna reiprennandi og margir hafa meira að segja aldrei smakkað þorramat.
Sumir eru miklir andstæðingar fjölmenningarsamfélags og sjá því allt til foráttu. Þeir koma ekki til með að fagna þessum fréttum, þrátt fyrir að þeim hljóti um leið að vera ljós villa síns vegar.
Fjölmenningarsamfélagið gengur greinilega ágætlega upp á Íslandi, þrátt fyrir fordómana sem öll okkar eru sek um á einn eða annan hátt. -
Mikilvægast er að við göngumst við þeim. Fordómar eru eins og alkóhólismi, það er enginn möguleiki að lækna hann nema að viðkomandi viðurkenni að hann eigi við vandamál að stríða.
![]() |
13,3% eiga erlent foreldri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.3.2011 | 19:25
Á hafi óvissunnar
Ef að satt reynist, verða trúleysingjarnir sem halda því fram að Kristur hafi ekki verið til og að allar sögurnar sem sagðar eru af honum séu hreinn skáldskapur, að endurskoða afstöðu sína. Nema auðvitað að trúleysi þeirra sé svo staðfast að ekkert fái þá til að efast.
Þarna kann að vera frumheimild sem er frá svipuðum tíma og heimild söguritarans Josephusar (37-96) sem minnist á kristni í ritum sínum, að því er sumir segja fyrstur manna. Margir efasemdarmenn hafa reyndar talið þá heimild seinni tíma fölsun.
Þá er hætt við að málin geti blandast enn frekar hjá hinum kristnu, ef í þessum ritum er að finna útgáfu af upprisu Krists sem sætt getur og samræmt þær þrjár sem nú þegar eru þekktar og finna má í NT. Svo er einnig mögulegt að hún sé í mótsögn við guðspjallamennina sem um upprisuna skrifa.
Segja má því að enn um sinn séu trúaðir og trúlausir þarna á sama báti á hafi óvissunnar.
![]() |
Elstu rit um kristni fundin? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.3.2011 | 23:18
Prump hjá Trump
Donald Trump er ríkur af peningum eins og allir vita. Hvernig hann auðgaðist er önnur saga, en hún er ekki um gáfur og gjörvuleika. Dónald er sauðheimskur og sá sem skrifaði þessa frétt reynir hvað hann getur til að koma því til skila.
Hann lætur Dónald kalla fæðingarvottorð "fæðingarskýrteini" og segja ástæðuna fyrir efasemdum sínum um að Obama sé fæddur á Bandarísku yfirráðasvæði, þá að Obama var ósýnilegur þegar hann var að alast upp.
Trump gengur nú í lið með annarri mannvitsbrekku og vanabí forsetaframbjóðenda, Söru Palin, sem einnig hefur reynt að kynda undir lygasögunni um að Obama sé ekki fæddur í Honalúlú á Hawai eins og fæðingarvottorðið hans segir, heldur í Afríku og Þess vegna megi hann ekki vera forseti.
Trump segist hugsi (svo maður heyrir alveg brakið) yfir því að það sé ekki til "fæðingarskýrteini" og svo hafi ekki verið neinar hjúkrunarkonur viðstaddar fæðingu sjálfs forsetans. Hei, hverskonar forsetafæðing var það eiginlega? - Þegar að Trump kom í heiminn, rjóður í kinnum og með allt hnakkahárið sleikt fram á ennið, voru a.m.k. fimm hjúkrunarkonur viðstaddar fæðinguna.
![]() |
Trump efast um fæðingarstað Obama |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.3.2011 | 18:03
Hræsni Steingríms
Eitthvað hafa Færeyingar dregist aftur úr í tækninni. Steingrímur J: fer þangað í heimsókn og verður algjörlega sambandslaus við um heiminn. Hann vissi ekkert af því að NATO var að taka við yfirstjórn hernaðaraðgerða gegn Líbíu og Ísland þar með orðin aðili að stríðinu í Líbíu. Trúlegt eða hitt þó heldur.
Hann les greinilega heldur ekki bloggið mitt, en ég var einmitt að benda honum og Jóhönnu á fyrir nokkrum dögum að ef ekkert væri aðhafst mundi Ísland óhjákvæmilega verða aðili að stríðinu í Líbíu sem aðili að NATO. (Sjá hér)
Ég hef reyndar grun um að bæði Steingrími og Jóhönnu standi nokk á sama um þetta stríð þótt Þau hafi rifið kjaft þegar að þjóðin var skuldbundin til að styðja við innrásina Í Írak. En það var greinilega allt saman flokkapólitík, enn ekki af hugsjón.
Nú eru þau við völd og láta sem ekkert sé þegar íslendingar eru gerðir ábyrgir fyrir morðum á fólki í framandi löndum, án þess að vera svo mikið sem spurðir álits.
![]() |
Vorum ekki spurð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.3.2011 | 09:14
Þú mátt fá hana því ég vil ekki sjá hana
Það er vandlifað i heimi tísku og fegurðar. Fegurðarsamkeppnir eru ein leiðin fyrir ungar stúlkur til að gerast þátttakendur í því "rottukapphlaupi" og ef þær ætla að ná árangri, verða þær að skilja að líkami þeirra tilheyrir þeim ekki lengur.
Fyrir tveimur árum þótti hin ástralska Stephanie Naumoska of mjó og vannærð til að geta verið fulltrúi álfunnar í Fröken Alheimur, þrátt fyrir að hún hafi borið sigurorð að meira en 7000 keppendum. Stephanie reyndi að afsaka sig með því að hún væri af makedónskum uppruna og þar væru konur svo grannar.
Domonique Ramirez þótti of feit eins og fréttin ber með sér, þótt hún hafi unnið titilinn aftur fyrir dómsstólum.
Íslenskar stúlkur, og þær eru nokkrar, sem fetað hafa þessa slóð og náð þar talverðum árangri, hafa fæstar enst lengi í alþjóðlega fegurðarbransanum, einmitt vegna þess hve miklar kröfur hann gerir til ákveðinnar lágkúru.
Þótt kvikmyndin Litle MISS SUNSHINE fjalli um fegurðarsamkeppni telpna, tekur kvikmyndin á frábæran hátt á þeim tvískinnungi sem fegurðarsamkeppnir yfirleitt eru þekktar fyrir.
Gott dæmi um hann er þegar að fyrsta svarta ameríska fegurðardrottningin (1983) Vanessa Lynn Williams þurfti að segja segja af sér embættinu vegna þess að í ljós koma að til voru af henni nektarmyndir. - Skelfilegt fyrir konu sem vinnur keppni þar sem skylda er fyrir keppendur að koma fram svo til naktir.
Engin stúlka hefur nokkru sinni verið svipt titlinum fyrir að vera ekki nógu falleg "innanfrá", eða fyrir að vera of heimsk.
![]() |
Svipt titli fyrir að vera of feit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.3.2011 | 10:50
Áttu þeir skilið traustið?
Ákvörðunin um að þiggja sæti á stjórnlagaráði er mikill prófsteinn á heilindi og siðferðislegan styrk þessara einstaklinga sem kosnir voru á stjórnlagaþing. Áttu þeir skilið það traust sem þeim var sýnt? Kosningarnar voru úrskurðaðar ógildar og þar með misstu þeir umboð sitt frá þjóðinni.
Til að fá það aftur hefði þurft að efna til nýrra kosninga. Í stað þess er það vilji meirihluta þingheims að þessir 25 einstaklingar taki til starfa á ráði undir þeirra verndarvæng og í umboði þingsins. - Þetta er svo langt frá því sem lagt var upp með og átti að vera hluti af að byggja upp nýtt Ísland, að ég trúi ekki að nokkur þeirra sem hlaut kosningu á stjórnlagaþing þiggi sæti á þessu bastarðs ráði. -
Ef þeir gera það hinsvegar, opinbera þeir um leið að þeir eiginleikar sem fólk hélt að þeir hefðu og mundu hafa gert þá hæfa til að taka þátt í mótun nýrrar og réttlátari stjórnarskrár, eru ekki til staðar. - Þeir verða sem sagt hluti af gamla Íslandi, ekki þess nýja, hluti af vandamálinu, ekki lausninni.
![]() |
Eru hugsi um stjórnlagaráð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.3.2011 | 09:20
Of strekktur, of bótoxaður og of gamall
Fyrir stuttu sá ég heimildarmynd um Steven Seagal. Ég hætti að fylgjast með ferli þessa fyrrum bardagalista-þjálfara einhvern tíman á níunda áratugnum, eftir að ljóst var að magnið skiptir hann meira máli en gæðin þegar kom að gerð kvikmynda.
Satt að segja hélt ég að hann væri löngu hættur að leika í kvikmyndum.
Nei, ekki alveg. Þrátt fyrir að hann sé orðinn allt of þungur, of strekktur og bótoxaður, allt of gamall og þar af leiðandi allt of luralegur til að geta leikið einhverja hasarhetju, þráast hann við.
Þessir sjónvarpsþættir sem fréttin talar um, eru einskonar leiknir raunveruleikaþættir þar sem Seagal er gerður að alvöru löggu, eru augljóslega dreggjarnar í sjónvarpsþáttagerð í Bandaríkjunum í dag. Slæmt þegar leikarar, sérstaklega þeir sem ekki hafa annað til bruns að bera en að líta þokkalega út, þekkja ekki sinn vitjunartíma.
![]() |
Seagal réðst á heimili á skriðdreka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.3.2011 | 23:45
Ísland úr NATO
Að vera í hernaðarbandlagi með öðrum þjóðum þýðir að hver þjóð verður að taka ábyrgð á því sem bandalagið tekur sér fyrir hendur hverju sinni. Ekkert aðildarríkja í slíku bandalagi getur sett sig upp á móti aðgerðum þess af einhverri alvöru, nema að vera tilbúið til að segja sig úr því, líki þeim ekki aðfarirnar.
Bandaríkjamenn og Bretar hafa att fjölda ríkja út í vonlausar hernaðaraðgerðir í Líbíu og nú vilja þeir koma af sér ábyrgðinni og fá um leið fleiri þjóðir til að axla kostnaðinn við þessar heimskulegu aðgerðir. Með því að skipa herjum NATO að taka yfir hernaðinn gegn Libíu, eru íslendingar dregnir inn í styrjöldina óspurðir að sjálfsögðu, því enn hafa hinar ýmsu þjóðir NATO ekki verið spurðar álits á þessum aðgerðum.
Vinstri stjórnin á Íslandi stendur hjá og lætur sig þetta engu varða. Eitt sinn gengu þessir ráðherrar um götur með spjöld sem áletruð voru "Ísland úr NATO, herinn burt". Það gera þeir ekki lengur, enda orðnir feitir og sællegir af kjötkötlunum sem þeir sitja við. - Herinn er víst farinn og þegar hann fór báru allir sig illa. En þjóðin er enn í NATO og sem slík verður samábyrg fyrir óumflýjanlegum stríðsafglöpum NATO í Líbíu.
![]() |
Samkomulag innan NATO |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 25.3.2011 kl. 01:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.3.2011 | 15:49
Þumallinn féll af himni og kom upp um glæpinn
Málavextir í sakamáli sem dæmt var nýlega í á Bretlandi eru sumir mjög sérkennilegir. Hinn 33 ára gamli Mohammed Riaz, var fundinn sekur um að hafa myrt Mahmood Ahmad mág sinn á hroðalegan hátt í Mars á síðasta ári. Líkið af Mahmood hefru ekki enn fundist fyrir utan annan þumalputtann sem féll af himni ofan niður á bílastæði, þremur dögum eftir að morðið er talið hafa átt sér stað.
Forsaga málsins er svo sem ekkert óvenjuleg. Nahid systir Mahmoods var gift fautanum og glæpamanninum Mohammed Riaz. Eftir nokkra ára sambúð yfirgaf hún hann, fór í felur og skildi síðan við hann samkvæmt sarí lögum múslíma.
Mohammed Riaz undi þessu illa og eftir að hafa ofsótt fjölskyldu fyrrverandi konu sinnar um hríð, rændi hann bróðir hennar Mahmood og reyndi að pynta hann til sagna um hvar systur hans væri að finna.
Þegar að Mahmood vildi ekki leysa frá skjóðunni var hann drepinn og hlutaður sundur, líklega með aðstoð og vitund systur Mohammed Riaz sem heitir Sabra Sultana og einnig bróður hans Sharif Mohammed.
Lífsýni sem tekið var af blóðslettum í íbúð Mohammed Riaz passa við sýni úr umræddum þumli sem féll niður af himni á bílastæði ekki langt frá íbúð Riaz og er sá atburður til á myndbandi sem tekið var aföryggismyndavélum bílastæðisins.
Maður einn í reykingapásu stóð þar rétt hjá og sá þetta einnig gerast. Hann sagðist í fyrstu hafa haldið að einhver hefði hent kjúklingabita út um glugga á nærliggjandi húsi. Við nánari athugun sá hann að þetta var mannsþumall sem hafði verið snyrtilega sneiddur af hönd einhvers.
Lögreglan telur að þumalinn hafi fallið úr goggi fugls sem bar hann yfir borgina, en líklega séu likamsleyfar Mahmoods að finna einhversstaðar á víðavangi í grend við hana.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.3.2011 | 14:25
Pokaljón
Í Ástralíu finnast engin stór rándýr nú til dags, en þangað til fyrir 30.000 árum var pokaljónið (Thylacoleo carnifex) útbreitt um álfuna.
Varðveist hafa margar þokkalega heillegar beinagrindur af þessari kjötætu af ætt pokadýra, en nýlega hafa fundist hella ristur sem gefa til kynna hvernig þessi skepna leit út holdi og skinni klædd.
Árið 2008 ljósmyndaði náttúrufræðingurinn Tim Willing nokkrar fornar steinristur í helli á norðvestur strönd Ástralíu. Mannfræðingurinn Kim Akerman, telur að þær séu af pokaljóni og geti ekki verið af neinni annarri dýrategund.
Fyrir utan einkenni sem koma vel heim og saman við beinagrindurnar, sýnir myndin að pokaljónið hefur haft strípur á baki, skúf á rófunni og uppreist eyru.
Þessi einkenni sjást ekki af beinagrindunum en frumbyggjar Ástralíu sem búið hafa í álfunni a.m.k. í 40.000 ár, hljóta að hafa haft góða hugmynd um útlit dýrsins.
Til eru aðrar hellamyndir í Ástralíu sem einnig er taldar sýna pokaljón en útlínur þeirra eru of máðar til að segja megi um það með vissu. Þær gætu eining hafa verið af Tasmaníutígur, sem varð útdautt af manna völdum árið 1936 eins og líklegt er að hafi orðið örlög pokaljónsins fyrir ca. 30.000 árum.
23.3.2011 | 20:57
Hræ í uppstúf
Hvaða bastarð eru þessir blessuðu þingmenn að reyna að bjóða þjóðinni upp á? Það er eins og þeir séu á einhverju einkaflippi þar sem mestu máli skiptir að einhverjir flokkar eða persónur innan þeirra setji ekki ofan. Eftir að hafa viljandi eða óviljandi klúðrað stjórnlagaþinginu, ætla þeir að taka hræið og kokka það upp á nýtt, í þetta sinn í uppstúf sem þeim hugnast líklega betur. Ráð sem alþingi skipar, vinnur klárlega fyrir Alþingi og ækir umboð sitt þangað. Vægi þess er ekki það sama og þings sem kosið er til af þjóðinni og sækir umboð sitt beint til hennar. - Þetta lyktar allt af verstu gerð af flokkapólitík og valdapoti. - Vonandi verður þetta frumvarp fellt og kosið verður aftur sem fyrst til stjórnlagaþings eins og lög gera ráð fyrir.
![]() |
Umræðu um stjórnlagaráð lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.3.2011 | 13:49
Liz Taylor öll
Elizabeth Rosemond Taylor er fallin frá og með henni endar ákveðið tímabil í kvikmyndasögunni. þessi ensk/ameríska leikkona sem varð fræg fyrir leik sinn í stórmyndum eins og Kleópatra, var þegar orðin að goðsögn í lifanda lífi.
"Ég ætlaði aldrei að eignast mikið af skartgripum eða fjölda eiginmanna" er haft eftir stórstjörnunni sem nú er öll.
"Ég lifði bara lífinu rétt eins og hver annar en ég hef verið ótrúlega heppinn. Ég hef kynnst mikilli ást og tímabundið verið hirðir mikilla og fagurra dýrgripa. En mér hefur aldrei þótt ég meira lifandi en þegar ég horfði á börnin mín hamingjusöm að leik, aldrei meira lifandi en þegar ég horfði á mikla listamenn og aldrei ríkari en þegar ég aflaði mikils fjár fyrir eyðnisjúka."
![]() |
Elizabeth Taylor látin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.3.2011 | 23:52
Ætla að vinna stríðið með friði
Refskák heitir leikurinn sem leikinn er þessa dagana í Líbíu. Margir óttast að hún endi með þrátefli. Fyrstu leikirnir voru ekki erfiðir. Nú blasa við ýmsir möguleikar. Hvað gerist til dæmis ef andstæðingar Gaddafis fara með vopnum gegn óbreyttum borgurum landsins, eins og reyndar þegar hefur gerst?
Ætla þeir sem nú fylgja eftir flugbanninu og segjast ætla að fylgja samþykkt öryggisráðs sameinuðu þjóðanna um að gera allt sem mögulegt er til að vernda óbreytta borgara landsins, að beina sprengjuoddum sínum að óvinum Gaddafis.
Hvað verður um óvopnaðar sveitir íbúa Líbíu sem bíða í ofvæni eftir vopnasendingum frá Bretlandi, til að "verja hendur sínar" ef engar þeirra komast alla leið en þær lenda í höndum stuðningsmanna Gaddafis, eins og þegar hefyr gerst? Voru sendingarnar kannski ætíð ætlaðar honum? - Munu sérsveitir og þjálfunarsveitir bandamanna nokkru sinni hætta á landgöngu á meðan Obama vill ekki koma meira að málinu en hann hefur þegar gert og Arababandalagið heldur áfram að draga fæturna, enda komu stuðningsyfirlýsingar þeirra aðeins eftir að óheyrilegum þrýstingi var beitt á þá.
Líklega er þráteflið skemur undan en marga grunar. Gaddafi semur nú við Kínverja og Indverja um olíuvinnslu landsins og BP menn gráta blóði. - Hann er ekki á förum, enda ekki á dagskrá neinna, nema örfárra óvopnaðra mótmælenda í fjarlægum borgum, sem honum er eiginlega orðið alveg sama um. - Gaddafi veit sem er að það er erfitt að vinna stríð með friði.
![]() |
Ég er hér enn" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 23.3.2011 kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.3.2011 | 23:38
Þá byrjar ballið
Fréttin segir að Öryggisráðið heimili ekki landhernað gegn Gaddafi, en tillagan sem var fyrir öryggisráðinu gerði ráð fyrir að leyft yrði að grípa til allra nauðsynlegra aðgerða nema að hernema landið. Samkvæmt því er ákveðin landhernaður vel mögulegur, svo fremi sem þeir hermenn sem á land ganga, hypji sig aftur til sín heima þegar hlutverki þeirra er lokið. - Á næstu klukkustundum hefjast loftárásir væntanlega á Líbíu, sem verður fylgt eftir af landgönguliði á næstu dögum.
Og hvenær hlutverkinu er lokið, um það verður eflaust fundað mörgum sinnum á næstu mánuðum eða árum. - BP, stærsta olíufélag beitir nú fyrir sig bæði Bretum og Bandaríkjamönnum til að tryggja fjárfestingar sínar í Líbíu. Þeir hafa nú fengið leyfi til að endurheimta þær aftur með hervaldi. -
![]() |
Öryggisráðið heimilar loftárás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.3.2011 | 12:24
Heppnir menn í Japan
Japanir öðrum þjóðum fremur trúa á heppni. Í menningu þeirra stjórnar hópur sjö Guða sem saman eru nefndir Shichifukujin, hamingju fólks sem mest ræðst af heppni þeirra. Það er því ekki að furða að saga Zahrul Fuadi hafi ratað á síður japönsku blaðanna og þaðan í heimspressuna.
Heppni hans er vissulega mikil og jafnast kannski á við heppni Japanans Tsutomu Yamaguchi sem lifði af tvær kjarnorkusprengingar í Ágúst árið 1945 þegar Bandaríkjamenn beittu kjarnavopnum gegn japönsku borginni Hiroshima þar sem Tsutomu Yamaguchi var í heimsókn og aftur þremur dögum seinna , heimaborg hans ,Nagasaki.
![]() |
Slapp undan tveimur flóðbylgjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.3.2011 | 01:28
Yndislegt
Mikill meirihluti þjóðarinnar er mjög ánægður með að kosið verður um Icesave. Forsetinn er það líka og jafnvel margir þingmenn sem samt samþykktu frumvarpið á Alþingi. Forsetinn eins og meirihlutinn treystu ekki alþingi til þess að ákveða hvernig að þessu máli skyldi staðið, enda ekki ástæða til, miðað við fyrri aðkomu þeirra að málinu . Þess vegna er langbest að þjóðin ákveði sjálf í þjóðaratkvæðagreiðslu hvert framhald málsins verður.
Það sem er svo yndislegt við þjóðaratkvæðagreiðslur er að þjóðin sjálf fær að ákveða örlög sín. Eftir á verða óánægjuraddirnar að þagna og sæta sig við vilja meirihlutans.
Þeir sem taka mark á þessari skoðanakönnun (sjá frétt) og þeim sem á undan hafa gengið, sjá að mestar líkur eru á að Icesave frumvarpið verði að lögum.
Miðað við málflutning þeirra sem eru fylgjandi frumvarpinu, verða áhrif samþykktar afar jákvæð fyrir þjóðina, sem er auðvitað nákvæmlega það sama og þeir sem eru á móti frumvarpinu segja að muni gerast ef honum verði hafnað. Allt fer þetta eftir skoðunum fólks. það sem mér finnst svo yndislega post modernískt við þetta allt saman, að það er sama hvernig fer, þjóðin getur ekki tapað.
![]() |
Mjótt á mununum um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2011 | 19:25
Japan og Haiti
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.3.2011 | 14:36
Ef það gengur eins og önd...
Enskur málsháttur segir eitthvað á þá leið að ef það gengur eins og önd og hljómar eins og önd, er það líklega önd. Bæði Útlendingastofnun og dómsmálráðuneytið virðast hafa farið eftir þessari ágætu alþýðuspeki og ekki talið nauðsynlegt að rannsaka málið sem fréttin hér að neðan fjallar um, út í hörgul.
Að ganga í málamyndahjónaband er ein af mörgum leiðum sem fólk notar til að flýja örbyrgð og hafa möguleika á að öðlast hlutdeild í velmegun auðugra landa. - Sérstök lög, að mínu áliti mjög harkaleg og oftast ósanngjörn, voru sett á sínum tíma til að koma í veg fyrir að þetta gerðist hér á landi og á forsendum þeirra laga hefur óréttlætið stundum orðið ofaná eins og lesa má um t.d. í þessum vitnisburði.
Útlendingastofnun og dómsmálráðuneytið hafa nú orðið uppvís að því að misbeita lögunum. það er vont til þess að vita að ekki sé hægt að treysta jafn mikilvægum stofnunum í samfélaginu og þessar tvær eru og fólk þurfi að verja hendur sínar fyrir þeim með því að leita til dómstóla landsins.
Þessi dómur er því sannur áfellisdómur yfir vinnubrögð Útlendingastofnunar.
![]() |
Synjun um dvalarleyfi felld úr gildi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2011 | 16:14
Froðufella af gremju
Jón Gnarr er samur við sig og lætur sem vind um eyru þjóta alla gagnrýni á að hann sé flón og hafi ekki vit á málum. Það fær suma til að froðufella af gremju. Hann staðfestir í þessu viðtali að hann hafi ekkert vit á Icesave sem er ágæt tilbreyting frá öllu skvaldrinu þar sem allir vita best. - Eins og þjóðin er Jón búinn að fá hundleið á Icesave og kannski er hún jafn tilbúin og hann til að taka sjensinn á að þurfa greiða skriljónir, bara til að fá það burt. -
Þeir sem mest hafa gagnrýnt Jón, eru skjálfandi á beinunum, því þá grunar að á bak við alla flónskuna geti leynst klókur stjórnmálamaður af gamla skólanum. Stundum bregður Jón nefnilega fyrir sig stöðluðum frösum "alvöru" stjórnmálamanna og þá sjóða venjulega þessar grunsemdir upp úr. -
Þeir sömu voru alveg að fara á límingunum þegar Jón lét þau boð út ganga að Besti flokkurinn hyggi á framboð á landsvísu. Nú anda þeir vonandi léttar því Jón segist ekki eiga neitt erindi á þing. - Það þýðir að allt persónufylgi hans mun ekki nýtast Besta flokknum sem skyldi í fyrirhugðu framboði hans til alþingiskosninga. ´
En þá ber þess að gæta að Jón Gnarr þarf ekki endilega að vera að segja satt. Eins og fram kom í nýlegri skoðanakönnun álítur þjóðin að heiðarleiki hans felist í óheiðarleika hans.
![]() |
Bölsýnn borgarstjóri í Vín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.3.2011 | 22:02
Barndóminum stolið
Á sama tíma og samfélagið berjast látlaust gegn misnotkun barna og yfirvöld elta barnaníðinga á enda veraldar, viðgengst mikill tvískynnungur í samfélaginu, sérstaklega gagnvart stúlkubörnum sem eru kynlífsvædd af skeytingarlausum foreldrum.
Merkilegt samt hvað lítið er um málið fjallað. Kannski er málið svo viðkvæmt að hræðslan við að vera stimplað "eitthvað skrýtið" við það eitt að benda á vandann, aftrar fólki frá að tala mikið um hann.
Ég vil því nota tækifærið og benda á nýlega og góða grein eftir
Tvískinnungurinn felst í því hvernig stúlkubörn eru notuð til að vera einskonar framlenging á mæðrum sínum. Þetta kemur einkum fram í klæðnaði þeirra, notkun andlitsfarða og hvernig þær bera sig til. Taktarnir, jafnvel danshreyfingar þeirra eru greinileg eftirherma.
Stundum langar litlum stúlkum að líkjast mömmu sinni en það virðist æ algengara að mömmurnar vilji að telpurnar líti út eins og þær. Við það verða telpurnar vitanlega eldri í útliti, sem er rangt á svo marga vegu. Á vissan hátt er verið að stela frá þeim barndóminum og æskunni.
Þessi afstaða til ungra telpna er orðin svo algeng að kaupmenn nota sér hana eindregið og þess vegna er til markaður fyrir brjóstahöld fyrir stúlkubörn allt niður í þriggja ára aldur, eins og frétt mbl.is hér að neðan fjallar um.
Öfgarnar í Ameríku, hvað þetta snertir eru þegar "heimsfrægar" og ég vona að málin þróist aldrei í þá átt á Íslandi. - Myndin er einmitt af einum keppenda í fegurðarsamkeppni barna sem eru svo algengar í USA.
![]() |
Stækka brjóst átta ára stúlkna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |