Þú mátt fá hana því ég vil ekki sjá hana

Stephanie NaumoskaÞað er vandlifað i heimi tísku og fegurðar. Fegurðarsamkeppnir eru ein leiðin fyrir ungar stúlkur til að gerast þátttakendur í því "rottukapphlaupi" og ef þær ætla að ná árangri, verða þær að skilja að líkami þeirra tilheyrir þeim ekki lengur.

Fyrir tveimur árum þótti hin ástralska Stephanie Naumoska  of mjó og vannærð til að geta verið fulltrúi álfunnar í Fröken Alheimur, þrátt fyrir að hún hafi borið sigurorð að meira en 7000 keppendum. Stephanie reyndi að afsaka sig með því að hún væri af makedónskum uppruna og þar væru konur svo grannar.

Domonique Ramirez þótti of feit eins og fréttin ber með sér, þótt hún hafi unnið titilinn aftur fyrir dómsstólum.

Domonique RamirezÍslenskar stúlkur, og þær eru nokkrar, sem fetað hafa þessa slóð og náð þar talverðum árangri, hafa fæstar enst lengi í alþjóðlega fegurðarbransanum, einmitt vegna þess hve miklar kröfur hann gerir til ákveðinnar lágkúru.

Þótt kvikmyndin Litle MISS SUNSHINE fjalli um fegurðarsamkeppni telpna, tekur kvikmyndin á frábæran hátt á þeim tvískinnungi sem fegurðarsamkeppnir yfirleitt eru þekktar fyrir.

Gott dæmi um hann er þegar að fyrsta svarta ameríska fegurðardrottningin (1983) Vanessa Lynn Williams þurfti að segja segja af sér embættinu vegna þess að í ljós koma að til voru af henni nektarmyndir.  - Skelfilegt fyrir konu sem vinnur keppni þar sem skylda er fyrir keppendur að koma fram svo til naktir.

Engin stúlka hefur nokkru sinni verið svipt titlinum fyrir að vera ekki nógu falleg "innanfrá", eða fyrir að vera of heimsk.


mbl.is Svipt titli fyrir að vera of feit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Svakalega er þetta neikvæð umfjöllun hjá þér. Það er ekkert neikvætt við að konur sem eru fallegar vilji keppa og sýna sig. Það liggur í mannlegu eðli að vilja sýna sig og dást að fallegu fólki.

Sem betur fer er þessum stúlkum kennt að bregðast við femínistum og móralpredikurum og öðru neikvæðu fólki sem líður illa.

Ef djúpt er skoðað eru að sjálfsögðu ALLAR keppnir neikvæðar og líklegast fótbolti mest af keppnum sem til eru í dag. Enn að rakka niður fegurðarsamkeppni meira enn hverja aðra keppni er bara rugl. 

Og kalla það "rottukapphlaup" er bara lýsing á þér að sjálfsögðu og engum keppanda í þessari grein... 

Óskar Arnórsson, 27.3.2011 kl. 16:42

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Óskar; Að keppa í fegurð er mótsögn í sjálfu sér. Fegurð er og verður alltaf afstæð. Fegurð kvenna er þar að suki bundin tíma og landsvæðum. Þess vegna er keppni í fegurð, einkum mannlegri fegurð rugl og er þess vegna best lýst sem rottukapphlaupi.

Og það er rétt hjá þér að ég ber í þessu tilliti keim af skoðunum mínum og er bara nokkuð hress með það að ég skuli nota þetta orð rottukapphlaup um þetta fánýti sem fegurðarsamkeppnir eru. Þess vegna er þér alveg stætt á að segja það lýsingu á mér, alveg eins og það lýsir þér að þú skulir gagnrýna það:)

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.3.2011 kl. 21:04

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæll aftur! Ég er einmitt gagnrýnandi eins og þú segir. Oftast bregst ég ekkert við. Það fer alveg eftir því hver á í hlut.

Bara fannst það óvenjulegt af þér. Ég les bloggið þitt og hef gaman af því. Eiginliga mest hversu fær þú ert í að tjá þig. Því það ertu og það gerir þig beittan.

Málið er að keppendur (kannski ekki í þessari keppni) lesa ALLT sem þau ná í um sjálfan sig.

Krítik má ekki verða til þess að stelpur fái það á tilfinninguna að þær líti út eins og rottur og þurfi þess vegna að að hlaupa á næstu stöð og fá sé botox eða lappa upp á útlitið sem ekkert er að hjá.

Það vill engin kona líta út eins og rotta! Nema forsætisráðherra landsins að sjálfsögðu sem er rotta...;)

Að keppa í sjálfu sér er restar af villimanninum í mannskeppnuni. Að keppa í fegurð er að sjálfsögðu rugl. Allt sem kallast fallegt er bara til af því að eitthvað er til sem er kallað ljótt. Maður er´á bólakafi í þessu sjálfur.

Mér finnst meira gaman að horfa á konur sem eru fallegar enn ljótar. Hef alltaf verið þannig. Þannig að maður á einhvern hátt stuðlar að þessum keppnum. Væri engin áhorfandinn, myndi þetta hætta að sjálfsögðu....

Óskar Arnórsson, 28.3.2011 kl. 08:43

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Smekklegur að vanda Óskar!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.3.2011 kl. 12:30

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Óskar Arnórsson, 28.3.2011 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband