Hræsni Steingríms

Eitthvað hafa Færeyingar dregist aftur úr í tækninni. Steingrímur J: fer þangað í heimsókn og verður algjörlega sambandslaus við um heiminn. Hann vissi ekkert af því að NATO var að taka við yfirstjórn hernaðaraðgerða gegn Líbíu og Ísland þar með orðin aðili að stríðinu í Líbíu.  Trúlegt eða hitt þó heldur.

Hann les greinilega heldur ekki bloggið mitt, en ég var einmitt að benda honum og Jóhönnu á fyrir nokkrum dögum að ef ekkert væri aðhafst mundi Ísland óhjákvæmilega verða aðili að stríðinu í Líbíu sem aðili að NATO. (Sjá hér)

Ég hef reyndar grun um að bæði Steingrími og Jóhönnu standi nokk á sama um þetta stríð þótt Þau hafi rifið kjaft þegar að þjóðin var skuldbundin til að styðja við innrásina Í Írak. En það var greinilega allt saman flokkapólitík, enn ekki af hugsjón.

Nú eru þau við völd og láta sem ekkert sé þegar íslendingar eru gerðir ábyrgir fyrir morðum á fólki í framandi löndum, án þess að vera svo mikið sem spurðir álits.

 


mbl.is Vorum ekki spurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Og nú væri ekki ónýtt Gísli Svanur að rifja um stóryrðin sem þeir flokksfélagarnir þá, Ólafur Ragnar Grímsson og Steingrímur Joð, létu falla 1986 er Reagan, þáverandi forseti Bandaríkjanna missti þolinmæðina gagnvart líbískum stjórnvöldum vegna hryðjuverkaárása þeirra, og fyrirskipaði loftárásir á landið, sem urðu til þess að Gaddafi hafði hægt um sig lengi vel. 

Gústaf Níelsson, 28.3.2011 kl. 21:57

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Nákvæmlega Gústaf, fullir vandlætingar að mig minnir. - En nú er öldin önnur, báðir í æðstu embættum og báðum ljóst,  að allar hugsjónirnar verða þokukenndar þegar fólk fær völd. -

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.3.2011 kl. 22:54

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Báðir þessir menn eru auðvitað hugsjónalausir valdastreitumenn, Svanur Gísli, sem þó hefur tekist að klifra upp eftir bakinu á íslenskri alþýðu til æðstu metorða.

Gústaf Níelsson, 28.3.2011 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband