Prump hjá Trump

Fæðingarvottorð ObamaDonald Trump er ríkur af peningum eins og allir vita. Hvernig hann auðgaðist er önnur saga, en hún er ekki um gáfur og gjörvuleika. Dónald er sauðheimskur og sá sem skrifaði þessa frétt reynir hvað hann getur til að koma því til skila. 

Hann lætur Dónald kalla fæðingarvottorð "fæðingarskýrteini" og segja ástæðuna fyrir efasemdum sínum um að Obama sé fæddur á Bandarísku yfirráðasvæði,  þá að Obama var ósýnilegur þegar hann var að alast upp.

Trump gengur nú í lið með annarri mannvitsbrekku og vanabí forsetaframbjóðenda, Söru Palin, sem einnig hefur reynt að kynda undir lygasögunni um að Obama sé ekki fæddur í Honalúlú á Hawai eins og fæðingarvottorðið hans segir,  heldur í Afríku og Þess vegna megi hann ekki vera forseti.  

Trump segist hugsi (svo maður heyrir alveg brakið) yfir því að það sé ekki til "fæðingarskýrteini" og svo hafi ekki verið neinar hjúkrunarkonur viðstaddar fæðingu sjálfs forsetans. Hei, hverskonar forsetafæðing var það eiginlega? - Þegar að Trump kom í heiminn, rjóður í kinnum og með allt hnakkahárið sleikt fram á ennið, voru a.m.k. fimm hjúkrunarkonur viðstaddar fæðinguna.


mbl.is Trump efast um fæðingarstað Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skírteinið á myndinni er seinni tíma útgáfa, sambærilegt við kvittun frá þjóðskrá.

Það sem vantar er skýrsla frá fæðingardeildinni, undirrituð af ljósmóður.

Ljósmóðirin hefur ekki gefið sig fram og frumgögnin hafa verið skilgreind leyniskjöl á forsendum þjóðaröryggis. Það var gert eftir að efasemdir vöknuðu.

Hverskonar þjóðaröryggi felst því að vafi leiki á um lögmæti mannsins sem er með puttann á rauða takkanum?

Ekki síst þegar það þyrfti aðeins að framvísa einu plaggi og málið væri dautt!

Hverskonar þjóðaröryggisleyndarmál eru skrifuð á fæðingarskýrslur barna?

Guðmundur Ásgeirsson, 29.3.2011 kl. 14:23

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Einmitt, kvittun sem er gefin út í stað þess að gefa ljósrit af upprunalegu fæðingarvottorði, líkt og gengur og gerist víða um lönd.

Það er ekki rétt að einhver frumgögn hafi "verið skilgreind leyniskjöl á forsendum þjóðaröryggis." Frumskjölin eru sögð til á Hawaii en þau eru ekki opinber gögn.

Forsetinn hefur framvísað löglegu fæðingarvottorði, og marghrakið þessar sögusagnir um að hann hafi verið fæddur utan Bandaríkjanna. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.3.2011 kl. 18:27

3 identicon

http://www.wnd.com/images/090821birthannouncements.JPG

F.V. (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 18:38

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.3.2011 kl. 18:45

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég trúi þér Svanur. Maður þarf bara að horfa á manninn. Ekta Afró Kani.

En Trump, hvaða plánetu kemur hann frá. Hárið fer rangsælis um hausinn á honum - mjög grunsamlegt.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 29.3.2011 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband