Færsluflokkur: Mannréttindi
8.9.2010 | 18:00
Færeyingar og bókstafurinn
Felix Bergsson lætur að því liggja að Færeyingar flæmi úr landi flesta samkynhneigða landa sína. Ef það er raunin, eiga Færeyingar við alvarlegt þjóðarmein að etja og vafasamt hvort hægt sé að telja þá með í hópi siðmenntaðra vestrænna þjóða.
Þeir virðast hvorki fara að lögum eigin lands og þar með ekki eftir eiginlegum boðskap Nýja Testamentisins eins og tilvitnunin hér að neðan sýnir. Færeysk lög banna misrétti á borð við það sem Felix lýsir. -
Að auki er það nokkuð ljóst að Þjóðfélag sem hyggist byggja siðferði sitt á bókstaf kristninnar að öll leiti, og hafa að engu þá mildi og manngæsku sem í anda hennar er að finna, á enga möguleika á að verða nokkurn tíman sjálfstæð þjóð eða fullvalda ríki. -
Hvernig ætlar t.d. þjóð sem trúir bókstaflega eftirfarandi orðum Biblíunnar nokkurn tíma að verða sjálfstæð?:
Sérhver maður hlýði þeim yfirvöldum, sem hann er undirgefinn. Því ekki er neitt yfirvald til nema frá Guði, og þau sem til eru, þau eru skipuð af Guði. 2Sá sem veitir yfirvöldunum mótstöðu, hann veitir Guðs tilskipun mótstöðu, og þeir sem veita mótstöðu munu fá dóm sinn. 3Sá sem vinnur góð verk þarf ekki að óttast valdsmennina, heldur sá sem vinnur vond verk. En viljir þú eigi þurfa að óttast yfirvöldin, þá gjör það sem gott er, og muntu fá lofstír af þeim. 4Því að þau eru þjónn Guðs þér til góðs. En ef þú gjörir það sem illt er, þá skaltu óttast. Yfirvöldin bera ekki sverðið ófyrirsynju, þau eru Guðs þjónn, hegnari til refsingar þeim er aðhefst hið illa. 5Þess vegna er nauðsynlegt að hlýðnast, ekki einungis vegna hegningarinnar, heldur og vegna samviskunnar.
6Einmitt þess vegna gjaldið þér og skatta, því að valdsmennirnir eru Guðs þjónar, sem annast þetta. 7Gjaldið öllum það sem skylt er: Þeim skatt, sem skattur ber, þeim toll, sem tollur ber, þeim ótta, sem ótti ber, þeim virðing, sem virðing ber. -
Rómverjabréfið 13. 1-7
![]() |
Ótrúlegir fordómar í Færeyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.9.2010 | 11:23
Jenis af Rana og siðgæðið
Jenis av Rana hefur tekist að hreyfa við einhverju í þjóðarsál Íslendinga sem legið hefur í dvala í nokkra hríð.
Þegar að ég bloggaði á sínum tíma um að Jóhanna Sig. væri (svo vitað sé) fyrsti samkynhneigði forsætisráðherrann í heiminum, sögðu margir í athugasemdum að kynhneigð hennar skipti akkúrat engu máli.
Samt þótti heimspressunni það eitt merkilegt við kjör Jóhönnu að hún væri samkynhneigð.
Þegar að bandaríska tímaritið TIME valdi áhrifamestu konur heims setti það Jóhönnu meðal hinna fremstu, einkum vegna kynhneigðar hennar.
Þá var fussað og sveiað á Íslandi.
Margir Íslendingar vilja ekki þurfa að horfast í augu við kynhneigð Jóhönnu.
Þeir segjast ekki vilja skipta sér af því sem gerist í svefnherbergi fólks. Það er gott að vera ekki nefið ofan í hvers manns koppi. Eru Íslendingar virkilega orðnir svona siðferðilega sótthreinsaðir.
Einkennilegt hvað mörgum örðum en okkur finnst kynhneigð Jóhönnu merkileg.
Margir sjá kjör hennar sem forsætisráðherra sem skref fram á við í réttindabaráttu samkynhneigðra. -
Margir sjá líka kjör Jóhönnu, eins og Janis, sem ögrun við kristið siðferði. Þeir taka ofan fyrir Jenis fyrir að vilja ekki sitja til borðs með konum sem eru giftar hvor annarri.
Og svo eru þeir sem segja að kynhneigð hennar, opinberar heimsóknir með konu sinni, skipti engu máli, svo fremi sem hún vinni starf sitt af kostgæfni. Og hverjir eru sammála um að svo sé raunin í dag?
![]() |
Jenis ætti að skammast sín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.9.2010 | 22:49
Færeyingur á hvolfi
Jenis av Rana er kristinn maður. Konan hans er kristin kona. Kristni þeirra krefst þess af þeim að þau sitji ekki til borðs með samkynhneigðri konu. Sérstaklega ekki samkynhneigðri konu sem býr með annarri konu. Og alls ekki samkynhneigðri konu sem býr með annarri konu og er kosin af þjóð sinni til að leiða hana veginn fram til góðs. - Það misbýður kristni Jenis og konu hans mikið og þau eru ekki í þann mund að tapa sál sinni fyrir það að sitja til borðs með syndurum af hennar sort.
Jenis sýnir þarna að hann hefur kristin gildi. Sjálfsagt hefði hann heldur ekki setið til borðs með Faríseum og tollheimtumönnum ef hann hefði verið gyðingur á tímum Krists. Og hann hefði glaður tekið þátt í að grýta hóruna. Það er af því að hann er syndlaus. Hvernig annars má skilja þessa afstöðu hans öðruvísi, að geta ekki setið til borðs með Jóhönnu Sigurðadóttur?
Eða kannski er hann ekki syndlaus heldur bara á hvolfi.
![]() |
Neitar að sitja veislu með Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt 7.9.2010 kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (40)
1.9.2010 | 13:34
Óvissa og pirringur
Fyrirsögnin á fréttinni er "Óvissa meðal ráðherra". En óvissan teygir sig miklu lengra, til þjóðarinnar allrar. Óvissa og pirringur eru aðaleinkenni íslensks samfélags í dag.
Jóhanna Sig. og ríkisstjórn hennar finnst greinilega nóg komið af þessum látalátum með "fagráðherra" í ríkisstjórn. Það var spunabragð af þessum útnefningum á sínum tíma og nú er ljóst að gripið var til þeirra úrræða til að lægja óánægjuöldur almennings með pólitískar stöðuveitingar til fólks sem ekkert hefur til bruns að bera annað en að hafa unnið dyggilega fyrir flokkinn í einhvern tíma. Það er ljóst að um sýndaleik var að ræða.
Eins er með nýju lögin um fjármögnun stjórnmálaflokka. Þar var greinilega aldrei meiningin að breyta neinu í grundvallaratriðum. Í þeim er tryggt að fólk geti áfram keypt sér áhrif og stöður innan flokkanna.
Það var heldur aldrei meiningin að kalla saman stjórnlagaþing sem gæti starfað án beinna áhrifa stjórnmálaflokkanna.
Grímurnar falla ein af öðrum af samtryggingarkerfi fjórflokksins og ríkisstjórn Jóhönnu. Samtímis renna á almenning tvær grímur. Óvissa kemur í stað bjartsýni, pirringur í stað umburðalyndis.
![]() |
Óvissa meðal ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.9.2010 | 10:10
Rannsókn fyrir opnum tjöldum
Sem fyrr er mér umhugsað um það hvers vegna rannsókn þessa máls fer nú fram fyrir svo til opnum tjöldum. Óttast menn ekkert að sá grunaði verði dæmdur fyrirfram af almenningi? Ef að rannsóknin væri á lokastigum og sekt hans þætti nægilega sönnuð til að gefa út ákæru, mundi þurfa að greina frá helstu þáttum ákærunnar. En nú virðist málið afar snúið, ýmsir möguleikar í stöðunnni og yfirheyrslur yfir sakborningi tæpast hafðar. Þá er algjörlega ósvarað spurningum um sakhæfi. - Fólk gæti alveg spurt sig, hver verður staða þessa unga manns ef hann reynist saklaus eða ósakhæfur?
![]() |
Myndir frá Vogum skoðaðar í morðrannsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.8.2010 | 05:15
Að snúa vörn í sókn
Þorsteinn Pálsson var ráðherra dóms og kirkjumála. Ólafur Skúlason kom að máli við hann til að ræða stöðu sína. Hvað sagði Þorsteinn við hann. Hver var "staða" Ólafs í augum Þorsteins?
Sjálfsagt sagði Þorsteinn við hann eitthvað álíka og allir aðrir. Fyrst var að fullvissa hann um dyggan stuðning ráðuneytisins, segja honum að hann hefði ekkert að óttast, að það myndi verða tekið á málunum, ef það færi þá eitthvað lengra.
Ólafur var fullkomlega öruggur og í góðri stöðu. Það stóðu allir með honum. Hann hafði greiðan aðgang að valdamönnum landsins, þar á meðal dóms og kirkjuráðherranum. Hann var í svo góðri stöðu að hann gat leyft sér að kæra konurnar fyrir að vera að ljúga þessu upp á sig. Því miður var málinu vísað frá eða það látið niður falla. Hver ákvað það?
![]() |
Átti nokkra fundi 1996 með Ólafi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.8.2010 | 01:14
Pyndingar í Sádí-Arabíu
Ef til vill verður frétt eins og þessi til að vekja athygli á hlutskipti tugþúsunda kvenna sem vinna við húsþrif og þjónustu fyrir auðugar Sádi-fjölskyldur. Vegna fátæktar leita mikill fjöldi Srí Lanka búa, ekki síst kvenna, sér að atvinnu fjær heimalandi sínu. (1.5 milljón) 350-450.000 þeirra eru taldir starfa í Sádi-Arabíu. Þar vinna þeir fyrir litlum launum og búa við mjög erfið skilyrði. Líkamsmeiðingar og barsmíðar eru daglegt brauð.
Í mörgum tilfellum er um að ræða lítt dulbúið þrælahald, þar sem fólki, sér í lagi konum, er haldið gegn vilja sínum og er alls varnað vegna fjárskorts og skeytingarleysis Sádi-Arabískra stjórnvalda.
Til dæmis er haldið að stjórnvöld hafi ekki veitt þeirri konu sem greinin fjallar um, neina aðhlynningu þegar hún loks komst á flugstöð til að fljúga heim til sín. Þvert á móti var henni haldið einangraðri í fjóra tíma án matar eða drykkjar, áður en henni var hleypt upp í flugvél til Srí Lanka.
Rúmlega 300 Srí Lanka-búar sitja í fangelsum í Sádi-Arabíu en fangelsin þar fyrir útlendinga eru alræmd fyrir illa meðferð á föngum.
Lítið sem ekkert hefur verið fjallað um þetta ástand á alþjóðlegum vettvangi. Sádi-Arabía hefur eins og kunnugt er hreðjatak á Bandaríkjunum og Evrópu í krafti olíunnar sem þeir framleiða og selja. Að ræða um meint mannréttindabrot í Sádí við stjórnvöld í Sádí- Arabíu er ígildi þess að segjast ekki þurfa að kaupa lengur af þeim olíu.
Spurningin er hvað lengi almenningur getur staðið hjá í forundran yfir þeim óvenjulegu og grimmu refsingum sem í landinu tíðkast. Ekki er langt síðan frétt barst frá Sádi-Arabíu um að til stæði að hegna brotamanni með því að fá lækna til að lama hann.
![]() |
19 naglar fjarlægðir úr konu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 01:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.8.2010 | 12:48
Hann er ekki 112 ára
Þessi mynd sannar að þessi maður ( Ahmed Muhamed Doreer) er ekki 112 ára.
Mér er alveg sama þótt hann borði kíló af Ginsengi á dag, ef hann væri 112 ára mundi hann ekki hafa rautt skegg.
Heyrðu, nema að hann liti það.
Svo er hann með skjannahvítar tennur eins og George Clooney.
Jú, þær gætu svo sem verið falskar.
Svo er hann óvenju sléttur í framan....Já þú meinar...lýtaaðgerðir
Hvernig kemst annars svona vitleysa í heimspressuna?
![]() |
112 ára maður giftist 17 ára stúlku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.8.2010 | 00:13
Heyrði hann enginn hrópa á hjálp?
Ungur maður hefur verið handtekinn, grunaður um morðið á Hannesi Þór Helgasyni. Þessi ungi maður valdi að tjá hugrenningar sínar á myndböndum og birta þau á youtube. Þegar þetta er skrifað eru þau enn þar að finna.
Að horfa á myndböndin er vægast satt átakanlegt. Hugarástand hans endurspeglast í titlum myndskeiðanna; Játning til Hildar, Hvernig þetta endaði, Ringulreið, Nýtt upphaf.
Ég horfði á öll myndböndin og get ekki betur heyrt og séð að síðasta myndbandið "Nýtt upphaf" hafi verið angistarfullt hróp á hjálp. Heyrði það einhver?
Myndböndin tala sínu máli fyrir utan það sem drengurinn er að segja. Svo til berir veggirnir á bak við hann, myndirnar á bolnum hans og í síðasta myndbandinu "Nýtt upphaf", eru allir litir horfnir úr herberginu hans.
Með þessu er ég ekki að fella neinn dóm á það hvort þessi ungi maður er sekur eða saklaus, en Það er búið að birta nafn þessa drengs opinberlega svo framhaldið verður erfitt hvernig sem fer. Alla vega á hann og fjölskylda hans alla mína samúð, hver sem útkoman úr þessu hörmungarmáli verður.
![]() |
Neitar sök í morðmáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.8.2010 | 12:27
Síðu Lofts Altice Þorsteinssonar lokað
Loftur Altice kallaði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra kynvilling og gerði að henni harða atlögu vegna kynhneigðar hennar á bloggsíðu sinni.
Í flestum opinberum fjölmiðlum er slíkt bannað.
Það er ekkert nýtt að Loftur veitist að Jóhönnu með gífuryrðum. Hann lagði til að hún yrði hengd upp á afturlöppunum eins og gert var við Mússólíni á sínum tíma eftir að hann hafði verið drepinn og á öðrum stað lagði Loftur til að eitrað yrði fyrir hana. Að auki auglýsti hann eftir einhverjum sem gæti losað hann við stjórnina og lagði sjálfur til að til þess yrði notað flugnaeitur.
Þetta gerði Loftur greinilega í blóra við notendaskilmálana sem segja;
Notandi samþykkir að miðla ekki ólöglegu efni, áreiti, hótunum, særandi skrifum eða nokkru öðru sem getur valdið skaða. Notandi samþykkir sérstaklega að miðla ekki háði, rógi, smánun, ógnun eða ráðast á mann eða hóp manna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar, í samræmi við ákvæði 233. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Að kalla Jóhönnu kynvilling var greinilega kornið sem fyllti mælinn. Bloggsíðu Lofts hefur nú verið lokað.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (115)