Færsluflokkur: Mannréttindi
24.8.2010 | 14:42
Geir Waage segir sannleikann um kenningar kirkjunnar.
Hart er sótt að Geir Waage sóknarpresti fyrir að halda því fram opinberlega að prestar eigi að fara eftir boðum kirkjunnar sinnar. Kirkjan er auðvitað löngu úrelt stofnun með úreltar kenningar og þar að auki á þessi skriftaþjónusta presta sér afar vafasamar forsendur í kristinni trú. Hún byggir á að prestur geti fyrirgefið syndir sem milligöngumenn Guðs og manna.
En látum það liggja á milli hluta.
Mér finnst það skrýtið að biskup, yfirmaður stofnunarinnar skuli lýsa því yfir að ekki beri að fara eftir kenningum hennar. - Geir Waage hefur alveg rétt fyrir sér í því að kenning kirkjunnar gerir ráð fyrir algjörum trúnaði milli prests og sóknarbarns. Hann segir sannleikann.
Kenningar kirkjunnar eru að þessu leiti í blóra við landslög. Annað hvort verður að breyta landslögum eða lögum kirkjunnar. Biskup getur ekki einn afnumið þagnarskyldu presta og breytt aldagömlum kenningum kirkjunnar. Þetta veit Karl Sigurbjörnsson, en hann reynir að þæfa málin eins og venjulega. Kannski veit hann líka innst inni hversu úr sér gengin kirkjan er sem stofnun. En gott hjá Geir að halda til streitu því sem hann veit að er rétt, miðað við þær forsendur sem hann hefur sér.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
24.8.2010 | 04:29
Englaknúsarinn og fólkið æðrulausa
Hið nýja Ísland er að fæðast. Sem stendur búa á því margar reiðar konur og margir svekktir karlar.
Þau vilja tryggja að einhver lexía lærist af hruninu. Þau treysta engum og eru fljót að sjá hina ýmsu bresti í fari fólks og þjóðfélagsins sem fyrir hrun hefðu örugglega farið fram hjá þeim.
Þau standa og benda hingað og þangað, afhjúpa og dæma, næstum því jafnóðum.
Og vantraustið nær ekki aðeins til braskara og pólitíusa, heldur allra sem brotið hafa pott, eða bara sett í hann sprungur.
Enginn kemst lengur upp með að segja "ef að þú ert full getur þú átt sök á ef þér er nauðgað" eða "ef þú ert svo vitlaus að treysta presti, áttu skilið það sem frá honum kemur."
En svo búa líka margir sem hafa verið bæði svekktir og reiðir en gefist upp á því að vera það og líka öllum hinum sem enn eru svekktir og reiðir.
Þetta er fólkið sem barði búsáhöldin í huganum fyrir framan sjónvarpið í fyrravetur og fussaði svolítið þegar það heyrði að upphæðirnar sem hurfu úr bönkunum voru svo háar að það skildi þær ekki.
þetta æðruleysisfólkið sem nú spyr sig, hvers vegna að ergja sig yfir hlutum sem þú færð hvort eð er aldrei breytt. Þetta hefur alltaf verið svona og verður alltaf svona.
Þetta er einig sama fólkið sem sér ekki neitt athugavert við að engin önnur þjóð en sú íslenska á kaþólskan biskup fyrir ættföður.
Þetta er fólkið sem lygnir aftur augunum og kingir volgu munnvatninu í þolinmæði sinni og umburðarlyndi þegar biskupinn þeirra, hinn vammlausi sonur þjóðardýrðlingsins, segir mærðalega í sjónvarpsviðtali að honum finnist það áhugaverð tillaga að setja alvarlegar ávirðingarnar á hendur englaknúsaranum forvera sínum, í nefnd á vegum kirkjunnar. Hvar sofna mál betur en í nefndum?
Kannski fellst hann á að nefndin rannsaki í leiðinni hvort hann sjálfur brást sem heiðarlegur og góður maður, þegar hann reyndi að drepa málinu á dreif samkvæmt því sem eitt fórnalamb himnaknúsarans lýsir.
22.8.2010 | 23:11
Eru prestar fulltrúar Guðs á jörðu?
Ég leitaði og leitaði en fann ekkert. Hvergi í öllu nýja testamentinu, er að finna eitt orð, hvað þá fleiri, sem réttlætt getur tilvist prestastéttarinnar. Getur það verið rétt að prestastéttin og allar hennar stofnanir séu og hafi ætíð verið með öllu mannlegar og manngerðar stofnanir?
Ef það er rétt er kirkjan, sem stofnun (ath. ekki sem samfélag kristinna manna) sem er stjórnað af prestum og yfirstéttum þeirra, af sama toga, þ.e. mannleg uppfinning. Alla vega er það skipulag og skipurit sem þeir brúka, hvergi að finna í Biblíunni.
Hversvegna heldur fólk þá að Kirkjan sem stofnun og prestar hennar hafi guðlegt umboð til að kenna ritninguna, setja sig á stall yfir aðra menn og túlka orð Guðs fyrir þá?
Og hvers vegna hafa prestar tekið sér þá stöðu að vera fulltrúar Guðs á jörðu og segjast geta hlustað á syndajátningar sem fulltrúar almættisins. Sumir segja að þeir geti meira að segja veitt aflausn synda.
Er þetta algjörlega þeirra eigin ímyndun eða er eitthvað að finna í boðskap Krists sem réttlætir þessa hegðun?
Og hvers vegna heldur fólk að þetta séu betri menn en gengur og gerist og treystir þeim umfram öðrum mönnum. Hvað hafa þeir gert til að verðskulda slíkt traust sem menn, ef þeir hafa ekkert guðlegt umboð? -
Sjálfur beinir Kristur fremur óvægum orðum til klerka síns tíma sem greinilega voru ekkert betri í ímyndunum sínum en prestar nútímans enda var það prestastéttin sem mest ofsótti Krist og borguðu loks Júdasi fyrir að svíkja hann.
![]() |
Prestar eiga að kunna að þegja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.8.2010 | 00:40
Skammarlegar ofsóknir
Írönsk yfirvöld ásaka þau fyrir að njósna fyrir Ísrael. Þrjár konur og fjórir karlmenn, miðaldra íranskt fjölskyldufólk, voru sótt heim til sín um miðja nótt í Maí 2008 og hafa setið í fangelsi í rúm tvö ár. Nú hefur dómur loks verið kveðinn upp. Í 20 ár skulu þau dúsa í fangelsi.
Stjórnvöld í Íra hafa löngum haft horn í síðu stærsta minnihlutahópsins í landinu, Bahaía og ofsótt hann frá því að hann varð til 1844. Þetta Fólk tilheyrir honum.
Fangarnir Fariba Kamalabadi, Jamaloddin Khanjani, Afif Naeimi, Saeid Rezaie, Mahvash Sabet, Behrouz Tavakkoli og Vahid Tizfahm voru allir meðlimir þjóðarnefndar sem sinnti lágmarksþörfum baháí samfélagsins í Íran. Samfélagið telur um 300.000 meðlimi og er stærsti trúarminnihluti landsins.
Sjömenningarnir höfðu setið um 20 mánuði í fangelsi áður en þeir voru fyrst leiddir fyrir rétt 12. janúar síðastliðinn. Allan þann tíma fengu þeir að ræða við lögfræðing sinn í tæpa klukkustund.
Réttað hefur verið stuttlega yfir þeim fimm sinnum síðan en réttarhöldum lauk 14. júní. Baháíarnir voru m.a. ákærðir fyrir njósnir, áróðursstarfsemi gegn islam og stofnun ólöglegrar stjórnar. Öllum ákærum var undantekningarlaust vísað á bug.
Ekki snefill af sönnunargögnum var lagður fram við réttarhöld þeirra sem fóru fram fyrir luktum dyrum. Stjórnvöld voru heldur ekki að hafa fyrir því að tilkynna neinum um að þau hefðu hlotið dóm. Vitneskjan um dóminn barst í gegnum lögfræðing þeirra.
Mannréttindasamtök og stjórnvöld víða um heim, meðal annars mannréttindavakt Sameinuðu þjóðanna hafa fordæmt handtökurnar.
![]() |
Bandaríkin skora á Írana að fresta aftökum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.8.2010 | 16:29
Undir hvaða flokk fellur meydómur á eBey?
Þessi stúlka (sjá mynd) er 17 ára og vill selja meydóm sinn hæstbjóðanda. Það er ýmislegt sem er athugavert við þessa frétt á mbl.is.
Það fyrsta er að það skuli þykja fréttnæmt að stúlka selji meydóm sinn á eBay.
Það hefur verið stundað um nokkurt skeið og mörg dæmi um það að finna. Samt ekki beint á eBey, heldur er bent á vefsíður seljendanna, enda erfitt að sjá undir hvaða flokk slík þjónusta ætti að falla á eBey.
Kannski er það upphæðin (100.000 pund) sem fólki finnst fréttnæm og það að hæstbjóðandi skuli vera breskt nörd.
Að stúlkur selji meydóm sinn yfirleitt er ekki heldur frétt í sjálfu sér, svo algengt er það og hefur verið um allangt skeið og er sumstaðar regla, frekar en undatekning. Þá er það oft kallaður heimamundur frekar en greiðsla fyrir meydóm.
Eitt sinn tíðkaðist þetta líka á Íslandi.
Laxdæla fjallar t.d. um eina slíka. Sumir mundu eflaust kalla það sem Guðrún Ósvífursdóttir gerði að "giftast til fjár" en þessi ungverska skólamær hefur vit á að hafna hjónabandstilboðum og þarf því ekki að losa sig við kallinn á einhvern óprúttinn hátt eins og Guðrún gerði, eftir að kaupin hafa farið fram.
Einhverjir hafa orðið til að benda á að hér sé ekkert á ferðinni annað en vændi. Mundi t.d. vera hægt að sækja íslenska bjóðendur í þjónustu þessarar stúlku til saka? Samkvæmt nýju lögunum ætti svo að vera.
![]() |
Selur meydóminn til bjargar heimilinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.8.2010 | 11:02
Hvað eru "nasistabörn"?
Er Adólf Jóhannsson "nasistabarn"? Hvað eru "nasistabörn"? Eru það börn þeirra foreldra sem aðhyllast nasisma? Eða eru það börn sem sjálf eru nasistar? Kannski eru það börn sem bæði eiga nasista fyrir foreldra og aðhyllast sjálf nasisma.
Heath og Deborah Campell eiga við bæði andleg og líkamlega vandmál að stríða. Heaath neitar helförinni og skreytir heimili sitt með hakakrossinum. Þau nefndu börn sín eftir nasistum og nasískum hugtökum. Er það nóg til að börnin eigi að fá á sig stimpilinn "nasistabörn" í fjölmiðlum heimsins?
Það finnst MBL.is greinilega. Mbl.is kallar þessi börn "nasistabörn" vegna þess að ólæsir foreldrar þeirra sem einnig er andlega áfátt, álpuðust til að nefna þau nöfnum þekktra nasista eða kunnum nasískum bullfrösum.
Mbl.is heldur þannig í heiðri þeirri vafasömu speki að börnum beri að líða fyrir syndir foreldranna.
![]() |
Foreldrar nasistabarna sviptir forræði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.8.2010 | 09:54
Hefði Ísland efni á friði?
Björk segir að Íslenskt efnahagslíf myndi fá stóran skell ef álverð í heiminum lækkaði. Ekkert mundi lækka álverð meira en ef minna af áli væri notað til hergagnaframleiðslu. Bestu viðskiptavinir Alcoa og þeir sem hafa borgað þeim mest fyrir álið í gegnum tíðina eru einmitt fyrirtæki í hergagnaiðnaðinum. -
Hvað oft er þeim fleti velt upp í umræðunni um álverin, þ.e. hvort Íslendingar ættu yfirleitt að gera sig háða styrjöldum í heiminum með því að leyfa álrisunum að breyta orku landsins í morðtól. -
![]() |
Björk: Magma vinnur með AGS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.7.2010 | 15:54
Hommar gera knattspyrnuna betri
Það hlaut að vera einhver dulin ástæða fyrir því að mér líkaði svona vel við þetta léttleikandi þýska lið á HM. Ég hef aldrei haldið með Þjóðverjum áður. Og þarna kemur skýringin. (sjá frétt)
Liðið lék svo fallega knattspyrnu, rétt eins og evrópski stíllinn hefði verið bræddur saman við þann suður ameríska á snilldarlegan hátt. Leikurinn um bronsið var besti og skemmtilegasti leikur mótsins.
Stundum hefur suður amerískum liðum tekist þetta sama og orðið heimsmeistarar fyrir vikið. Hvað skyldu hafa verið margir samkynhneigir í liðum þeirra?
Ef að það er rétt að hjá þessum "talsmanni Ballacks" að skortur á grófleika beri vitni um kynhneigð leikmanna verður maður að álykta að liðið með fæst gul spjöldin í keppninni miðað við fjölda leikja, séu með flesta samkynhneigða knattspyrnumenn innanborðs. Og það er einmitt liðið sem vann keppnina. Ætli að það séu ekki bara allir hommar í liði Spánar?
![]() |
Kynhneigðin að falli? |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.7.2010 | 02:09
Þar sem fráskilin kona er vond kona
Það hefur komi fyrir að börn hafa látist eftir að hafa annað hvort dottið eða skriðið sjálf inn í þvottavélar sem einhverjir óvitar hafa svo sett í gang. En almennt eru þvottavélar ekki taldar hættulegar börnum. Þá er auðvitað ekki reiknað með því að móðir þeirra noti þetta búsáhald fyrir pyndingartæki eins og lýst er í þessari frétt. -
Sumar fréttir eru svo skelfilegar að það er varla hægt að segja þær. Svo er um þessa frétt sem lýsir hvernig 34 ára gömul kona pyndaði barn sitt og kyrkti það að lokum. - Þrátt fyrir óhugnaðinn sem sló mig við lestur fréttarinnar var það niðurlag hennar eins og hún er sögð í heimspressunni sem vakti mig til umhugsunar. Þar er sagt að ofbeldi konunnar gegn barni sínu hafi aukist til muna eftir að hún skildi við mann sinn og hóf að búa ein.
Þótt hjónaskilnuðum fari fjölgandi í Japan , ríkja þar enn almennt miklir fordómar gegnvart fráskildu fólki, ekki hvað síst fráskildu kvenfólki. Þetta niðurlag fréttarinnar gefur til kynna að geðveiki konunnar standi í sambandi við skilnað hennar á einhvern hátt. Í undirtextanum er verið að segja; svona getur komið fyrir fólk sem skilur.
En sumir kunna að spyrja, hvar var faðirinn?
Skömmin sem fylgir skilnaði í Japan gerir það að verkum að fyrrverandi hjón hittast nánast aldrei eftir skilnaðinn. Sambandið á milli þeirra er oftast algjörlega rofið.
Fordómar samfélagsins stuðluðu þarna að því að faðirinn heimsótti aldrei dóttur sína sem fyrrverandi eiginkona hans var að pynda til dauða.
![]() |
Setti dóttur sína í þvottavél |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.7.2010 | 20:09
Þeim var ég verst...
Hvað gengur eiginlega að Íslendingum. Hvernig geta þeir farið svona með kjörsyni þjóðarinnar. Þvílík hneisa! Sá sem var næstur því að komast á auðmannalista Forbes og taka þar sæti eins og hinn háæruverðugi Rússlandsbruggari , er nú metinn á aðeins litlar 240 íslenskar millur.
Og þetta lítilræði vill þjóðin nú hafa af honum. Það mætti halda að hún hefði ákveðið að taka bókstaflega orðatiltækið, "Þeir sem guðirnir elska deyja ungir". Ungum atgerfismönnum skal óhikað fórnað til að friða Guð hinnar réttlátu reiði, hvað sem hann nú heitir.
Og svo á kannski að rífa af honum afmæligjöfina til konunnar! Það væri villimennska og ekkert annað. Aðeins villimenn gera ekki mun á hvort mjólkurkýrin sem stolið var úr næsta þorpi er sögð í eigu eiginmannsins eða eiginkonunnar.
Og svo þegar íslenska þjóðin fær tíma til þess að líta um öxl og lesa allar bækurnar eftir þessar hetjur, (Þær koma út um næstu jól), mun hún sjá mikið eftir því hversu vond hún var við athafnamennina sem hrifu alla þjóðina með sér í gullkálfsdansinn.
þá mun hún klökk með tár á hvarmi taka sér í munn hin fleygu orð Guðrúnar Ósvífursdóttur, "Þeim var ég verst er ég unni mest".
![]() |
Jón Ásgeir metur eignir sínar á 240 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |