Undir hvaða flokk fellur meydómur á eBey?

8833_galleryÞessi stúlka (sjá mynd) er 17 ára og vill selja meydóm sinn hæstbjóðanda. Það er ýmislegt sem er athugavert við þessa frétt á mbl.is.

Það fyrsta er að það skuli þykja fréttnæmt að stúlka selji meydóm sinn á eBay.

Það hefur verið stundað um nokkurt skeið og mörg dæmi um það að finna. Samt ekki beint á eBey, heldur er bent á vefsíður seljendanna, enda erfitt að sjá undir hvaða flokk slík þjónusta ætti að falla á eBey.

Kannski er það upphæðin (100.000 pund) sem fólki finnst fréttnæm og það að hæstbjóðandi skuli vera breskt nörd.

Að stúlkur selji meydóm sinn yfirleitt er ekki heldur frétt í sjálfu sér, svo algengt er það og hefur verið um allangt skeið og er sumstaðar regla, frekar en undatekning. Þá er það oft kallaður heimamundur frekar en greiðsla fyrir meydóm.

Eitt sinn tíðkaðist þetta líka á Íslandi.

Laxdæla fjallar t.d. um eina slíka. Sumir mundu eflaust kalla það sem Guðrún Ósvífursdóttir gerði að "giftast til fjár" en þessi ungverska skólamær  hefur vit á að hafna hjónabandstilboðum og þarf því ekki að losa sig við kallinn á einhvern óprúttinn hátt eins og Guðrún gerði, eftir að kaupin hafa farið fram.

Einhverjir hafa orðið til að benda á að hér sé ekkert á ferðinni annað en vændi. Mundi t.d. vera hægt að sækja íslenska bjóðendur í þjónustu þessarar stúlku til saka? Samkvæmt nýju lögunum ætti svo að vera.

 


mbl.is Selur meydóminn til bjargar heimilinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Einmitt það sem ég hjó eftir að stúlkan er undir lögaldri og sá sem notar hana telst því sakhæfur sama hvað hann borgar mikið fyrir!

Sigurður Haraldsson, 10.8.2010 kl. 18:18

2 identicon

Samræðisaldur í Ungverjalandi er 14 ára.

Geiri (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 20:13

3 Smámynd: Hannes

Ég sé engan mun á konu sem er að selja sig fyri pening og konu sem leitar í ríka menn til að láta hann sjá um að halda sér uppi. Eini munurinn er að hin er talinn drusla hin ekki.

Hannes, 10.8.2010 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband