Færsluflokkur: Mannréttindi
10.6.2010 | 15:19
Obama segir ástandið....
"The situation in Gaza is unsustainable" . Í flestum fréttamiðlum heims þóttu þessi orð Obama um ástandið á Gaza merkilegust og best til þess fallin að vera fyrirsögn fréttarinnar af viðræðum hans við Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, í Hvíta húsinu í gærdag. Obama segir ástandið á Gaza vera "unsustainable" sem nútíma orðabækur þýða "ósjálfbært".
Obama endurómar þannig orð margra þeirra þjóðþinga og þjóðarleiðtoga sem fordæmt hafa herkví Ísraelsmanna um Gazaströnd þegar hann segir að ástandið geti ekki haldið áfram, sé óviðunandi og geti ekki leitt til neinna lausna. En það er einmitt merking orðsins "unsustainable" í þessu samhengi.
Á þau er ekki einu sinni minnst í þessari frétt á mbl.is.
![]() |
Obama heitir Palestínu aðstoð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.6.2010 | 12:40
Albínóar United
Heimsmeistaramótið í Knattspyrnu hefur orðið til að vekja athygli á lífi fólks víða um Afríku, ekki aðeins í tengslum við fótboltann heldur einnig almenna menningu Afríkulandanna. Ein athyglisverðasta sagan sem ég hef heyrt er samt tengd fótbolta og galdratrú.
Í Tansaníu og reyndar víðar í Afríku ríkir sú hjátrú að líkamshlutar albínóa búi yfir miklu töframætti. Talvert hefur verið um að Albínóum sé rænt, þeir drepnir og galdramönnum seldir líkamar þeirra til að nota i seyði sína eins og lesa má um hér.
Síðasta haust fékk kaupsýslumaðurinn Oscacr Haule þá hugmynd að hægt væri að berjast gegn fáfræði og hjátrú í tengslum við Albínóa ef þeir yrðu gerðir sýnilegri í samfélaginu við iðju sem allir könnuðust við.
Oscacr tók sig til og stofnaði knattspyrnulið eingöngu skipað albínóum.
Liðið var fyrst kallað Töfralið Albínóa. En sú nafngift virkaði andstætt tilgangi liðsins og var fljótt breytt í Albino United.
Liðið ferðast nú um Tansaníu og spilar fótbolta við hin ýmsu lið við góðar undirtektir.
8.6.2010 | 19:16
Hver vill stjórnarskrá sem samin er af atvinnupólitíkusum?
Það verður algjör hneisa og mikil bjögun á réttmætum kröfum fólks um breytingar á stjórnarháttum, ef frumvarp um stjórnlagaþing verður samþykkt sem ekki gerir ráð fyrir að almenningur fái að kjósa fulltrúa sína til þess.
Þing getur, ef það vill, tryggt með útnefningum (ekki úr sínum röðum samt) að sérþekking á hinum ýmsu málaflokkum sem ný stjórnarskrá mun taka til, verði til staðar. En kjörnir fulltrúar alþýðunnar eiga að vera í meirihluta þeirra sem skrifa nýja stjórnarskrá.
Stjórnarskrá sem samin er af fólki sem ekki hefur annað á stjórnlagaþing að gera en að gæta hagsmuna hins úrelta fjórflokks, er ekki líkleg til að breyta nokkru af því sem mikilvægt er að leiðrétta. Eins og Þór Saari bendir á er ekki nokkur munur á kóngi og stjórnmálaflokkum þegar um ásókn í völd er að ræða, því í hverjum flokki er lítill kóngur sem öllu ræður.
Það er samt næsta víst að sú tilhögun að þing eða stjórnmálaflokkar útnefni fulltrúa á stjórnlagaþing verður samþykkt af öllum flokkum. Þannig er um sameiginleg hagmunamál flokkanna.
![]() |
Samið af kónginum fyrir kónginn" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.6.2010 | 11:30
Goðgá Helenar Thomas
Næstum níræð Helen Thomas hafði svo sem verið óvarkár í tali áður en hún sagði að Ísraelsmen ættu að drulla sér í burtu frá Palestínu. Hvernig hún orðaði spurningar sínar til forseta Bandaríkjanna þótti oft jaðra við ókurteisi, sérstaklega í seinni tíð. Vegna þeirrar virðingar sem hún naut í starfi sínu, var litið fram hjá óvarkárni hennar, enda alvitað að með árunum losnar um málhömlur fólks.
En hingað og ekki lengra. Í þetta sinn voru ummælin hranaleg umorðun á því að Ísraelsþjóð var mynduð úr innflytjendum m.a. frá Póllandi og Þýskalandi.
Í umræðunni um ástandið í Ísrael og Palestínu gilda ákveðnar reglur og ákveðin sjónarmið sem varða hana eru algjör goðgá.
Þeir sem gagnrýna Ísrael mega t.d. aldrei ýja að því að Ísraelsmenn hafi ekki fullan rétt til að gera það sem þeim sýnist, hvar og hvenær sem er í heiminum, "til að verja sig."Alla gagnrýni á verk ríkisstjórnar Ísraels er litið á sem Gyðingahatur.
En alvarlegasta gagnrýnin er að draga í efa tilkall Ísraelsmanna til þess landsvæðis sem þeir búa á eða minna á að þeir hafi þegið það úr hendi alþjóðasamfélagsins á þeim tíma er þeir sem þjóð voru landlausir.
Helena gamla baðst afsökunar á heimasíðu sinni með þessum orðum.
"I deeply regret my comments I made last week regarding the Israelis and the Palestinians. They do not reflect my heart-felt belief that peace will come to the Middle East only when all parties recognize the need for mutual respect and tolerance. May that day come soon.".
En orrahríðinni út af umælum hennar linnti samt ekki. Ræðum sem hún átti að flytja var aflýst og bókaforlög sögðust ekki lengur vinna með henni.
Afsögn hennar sem fréttaritari við Hvíta húsið fylgdi því í kjölfarið.
![]() |
89 ára fréttaritari hættir vegna ummæla um Ísrael |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
7.6.2010 | 09:57
Sjálfsmorðaalda vegna mikillar vinnu
Sjálfsmorðaaldan sem gekk yfir fyrirtækið Foxconn á meðan verið var að koma Ipad á markaðinn var með eindæmum. Fólk kastaði sér út um glugga verksmiðjunnar á fjórðu og fimmtu hæð til að binda endi á langvarandi vinnuþreytu sem tilkomin var vegna bágra kjara. Foxconn er svo stórtækt í framleiðslu rafmagnstækja að líklegt er að heima hjá þér sé að finna eitt eða tvö tæki úr verksmiðjum þeirra.
Efnahagsleg velgengni Kína byggir á gífurlegri framleiðslugetu þeirra og framleiðslan er ódýr. Sumstaðar eru daglaunin svo lág að fólk nær ekki að framfleyta sér eða fjölskyldu sinni á þeim. Yfirvinna er svarið. Dæmi eru um að verkamenn hjá Foxconn hafi unnið að meðaltali 80 stundir á viku í marga mánuði.
![]() |
Vona að launahækkun komi í veg fyrir sjálfsvíg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.6.2010 | 15:26
Hver verða örlög MV Rachel Corrie
Fljótt mun kastljósum fjölmiðla verða beint að írska flutningaskipinu MV Rachel Corrie. Skipið, sem er nefnd eftir bandaríku andófskonunni Rachel Corrie sem varð undir jarðýtu ísraelska varnarliðsins á Gaza strönd árið 2003, er um þessar undir undan ströndum Líbýu en siglir hraðbyri í átt til Gaza með matvæli og hjálpargögn.
Upphaflega var ætlunin að skipið hefði samflot með skipalestinni sem Ísraelsmenn stöðvuðu og færðu til hafnar fyrr í vikunni. En vegna tafa er skipið 48 klukkustundum á eftir áætlun.
Ísraelar hafa hótað jafnvel en harðari viðbrögðum reyni skipið að rjúfa herkví þeirra um Gazaströnd þrátt fyrir að fjöldi ríkistjórna vítt og breytt um heiminn hafi fordæmt aðgerðir þeirra um borð í Mavi Marmara þar sem níu manns létu lífið þegar Ísraelskir sjóliðar réðust um borð.
Írska ríkisstjórnin hefur í sérstakri yfirlýsingu krafist þess að skipið fái að fara ferða sinna óáreitt til Gaza og írski forsætisráðherrann Brian Cowen sagði að "ef að einhver okkar þegna hlýtur skaða af, munu afleiðingarnar verða mjög alvarlegar". Þá hefur utanríkisráðherra Írlands Micheál Martin einnig krafist þess að skipið verði látið í friði.
Um borð í Rachel Corrie eru fimm Írar og fimm Malasíumenn.
Vítt og breytt um heiminn ræða þing og ríkisstjórnir atburði síðustu daga utan fyrir ströndum Gaza. Viðbrögð flestra hafa verið á einn veg, fordæming á athæfi Ísraelsmanna. Spurningin sem brennur mest á vörum stjórnmálamanna er að fá úr því skorið hvort Ísraelsmenn hafi brotið alþjóðaleg hafréttarlög með árás sinni á Mavi Marmara.
Fram að þessu eru yfirgnæfandi meirihluti þeirra hafréttarfræðinga sem um málið hafa fjallað sammála um að Ísraelsher hafi brotið alþjóðleg lög með árás sinni á skipið.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.6.2010 | 14:09
Egyptaland opnar landamæri sín að Gaza strönd
Egyptaland hefur brugðist við atburðum síðast liðins sólarhrings með því að opna landmæri sín við landamærastöðina Rafah. Rafah er eina landamærastöðin inn í Gaza sem ekki er líka stjórnað af Ísraelsmönnum. Egyptaland hefur tilkynnt að landamærin munu verða opin um ótilgreindan tíma.
Fram að þessu hefur landamærastöðin verið að mestu lokuð vegna þess að stjórnarandstöðuflokkurinn í Egyptalandi er talin hafa náin tengsl við Hamas sem náðu völdum á Gaza fyrir þremur árum.
![]() |
Alþjóðlegur glæpur Ísraels |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2010 | 10:18
Klúðrið um borð í Mavi Marmara
Þá byrjar fjölmiðladansinn fyrir alvöru. Ísraelsmenn vita að árásin var klúður en reyna samt hvað þeir geta til að réttlæta aðgerðir sínar.
En þeir gæta þess um vel leið, til að byrja með a.m.k. að engir fjölmiðlar komist í tæri við þá sem voru um borð í skipinu. Þannig verður það á meðan það versta blæs yfir.
Fjöldi þjóða hefur þegar fordæmt árásina á skipið en um borð voru að mestu leyti Tyrkir en einnig farþegar af öðrum þjóðernum eins og lesa má um hér.
![]() |
Árásin mistókst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.6.2010 | 04:04
"Floti haturs" stöðvaður - stutt yfirlit
Meðlimir öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna hafa fordæmd gjörðir Ísraela áður en ráðið sjálft hefur fundað um málið, eftir að ráðist var á skipið Mavi Marmara sem sigldi ásamt nokkrum öðrum skipum með hjálpargögn til Gaza. Sumir, þ.á.m. neitunarvaldshafar eins og Frakkar, Rússar og Kínverjar hafa kallað eftir því að herkví Ísraela um Gazaströnd verði aflétt.
A.m.k. níu andófsmenn um borð í Mavi Marmara, sumir hverjir tyrkneskir, létu lífið í átökum við ísraelska hermenn þegar þeir réðust um borð í skipið sem statt var á alþjóðlegri siglingaleið.
Flotin, sem talsmaður Ísraelsstjórnar kallaði "flota haturs," samanstóð af þremur vöruflutningaskipum og þremur farþegaskipum.
Dauðsföllin urðu um borð í Mavi Marmara sem er farþegaferja, eitt af þremur skipum frá Insani Yardim Vakfi (IHH) . IHH eru tyrknesk hjálparsamtök sem njóta mikils stuðnings stjórnarflokksins í Tyrklandi en eru bönnuð í Ísrael vegna tengsla sinna við Hamas og al-Qaeda.
Hin skipin eru frá Free Gaza Movement sem eru alþjóðleg regnhlífarsamtök fyrir andófsfólk sem styður Palestínuaraba. Um borð í þeim skipum var ýmis varningur; sement, hjólastólar, pappír, og vatnshreinsunarefni svo dæmi séu nefnd.
Um borð í farþegaskipunum voru meira en 700 farþegar, aðallega frá Tyrklandi en einnig frá Bandaríkjunum, Kanada, Grikklandi, Belgíu, Írlandi, Svíþjóð, Bretlandi, tveir blaðamenn frá Ástralíu og tveir þingmenn frá þýskalandi.
Í Tel Aviv, sagði talsmaður Ísraelska sjóhersins sem stjórnaði aðgerðunum að hermenn hefðu farið um borð í fimm skip en aðeins mætt mótspyrnu í Mavi Marmara.
Þeir sem skipulögðu flotann fullyrða að meira en 30 mans hafi særst. Ísraelsmenn segja að tíu hermenn hafi særst og þar af einn mjög alvarlega.
Ísraelsmenn hafa fært skipin til hafnar í hafnarborginni Ashdod.
Tyrkneski utanríkisráðherra hefur kallað gjörðir Ísraelsmanna "morð á vegum ríkisins".
Talmaður Ísrael hjá sameinuðu þjóðunum segir að hermennirnir hafi snúist til varnar þegar á þá var ráðist. Þessu neita andófsmenn.
Særðir andófsmenn hafa verið fluttir á sjúkrahús í Ísrael, 12 þeirra hafa verið handteknir en aðrir bíða þess að verða vísað úr landi.
Ísrael hefur komið á upplýsingabanni í tengslum við atburðina sem gerir það erfitt að fá upplýsingar frá fyrstu hendi um þá.
Um borð í skipunum voru um 10.000 tonn af hjálpargögnum en ætlunin var að landa varninginum á Gaza strönd sem Ísrael hefur haft í herkví í meira en þrjú ár.
Flestir andófsmannanna sem létu lífið voru Tyrkneskir. Tyrkland hefur haft sig mest í frammi við að mótmæla gjörðum Ísraela.
Líklegt er að þessir atburðir hafi mikil diplómatísk eftirköst fyrir Ísrael. Þrýstingurinn á að enda herkvína um Gaza mun aukast, bæði frá samherjum Ísraela og óvinum þeirra.
Það sem eftir var af sambandi Ísraels við Tyrkland hefur beðið mikinn hnekki. Tyrkland hefur hingað til verið í lykilhlutverki við að miðla málum meðal Íslamskra ríkja og Ísrael. Ólíklegt er að þau samskipti haldi áfram í bráð.
Spurningin er hversu mjög Bandaríkin munu reyna að útvatna sín viðbrögð. Samband þeirra við Ísrael hefur verið frekar stirt upp á síðkastið. Viðræðurnar sem þeir hafa stýrt milli Palestínu og Ísrael munu líklega halda áfram, þótt yfir þær hafi óneitanlega fallið dimmur skuggi.
Talmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna Philip Crowley sagði um atburðina að Bandríkin hörmuðu mjög þau líf sem höfðu glatast en að búist væri fastlega við fullri og marktækri rannsókn Ísraela á atburðinum.
![]() |
Sakar Ísrael um hryðjuverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 04:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.6.2010 | 01:34
Heimskuleg hugmynd?
Íslenska ríkið (við) eigum 81% af Landsbankanum. Við höfum grætt 8,3 milljarða á honum fyrsta fjórðung ársins og talsvert í viðbót í formi skatta. Landsbankinn er góð mjólkurkú, engin vafi.
Nú þarf einhver snjall að reikna út hversu marga miljarða í viðbót Landsbankinn (við) þarf að græða svo ekki þurfi að selja á nauðungarsölu ofan af fólki sem á sínum tíma fékk lán og getur ekki borgað vegna atvinnumissis eða stórkostlegra hækanna erlendra myntlána í kjölfar hrunsins.
Og svo þarf einhverja aðra eldklára manneskju til að útskýra fyrir mér hvers vegna það er alls ekki hægt að gefa fólki eftir skuldir (sem það í raun efndi ekki til) en hneppa það frekar í ævilangt skuldafangelsi ef það vill eiga þak yfir höfuðið.
Eru þessir aurar ekki okkar sameiginleg eign?
Og er hægt að nota þá í eitthvað þarfara?
![]() |
8,3 milljarða hagnaður Landsbanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 01:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)