Hver vill stjórnarskrá sem samin er af atvinnupólitíkusum?

Það verður algjör hneisa og mikil bjögun á réttmætum kröfum fólks um breytingar á stjórnarháttum, ef frumvarp um stjórnlagaþing verður samþykkt sem ekki gerir ráð fyrir að almenningur fái að kjósa fulltrúa sína til þess.

Þing getur, ef það vill,  tryggt með útnefningum (ekki úr sínum röðum samt) að sérþekking á hinum ýmsu málaflokkum sem ný stjórnarskrá mun taka til, verði  til staðar. En kjörnir fulltrúar alþýðunnar eiga að vera í meirihluta þeirra sem skrifa nýja stjórnarskrá.

Stjórnarskrá sem samin er af fólki sem ekki hefur annað á stjórnlagaþing að gera en að gæta hagsmuna hins úrelta fjórflokks, er ekki líkleg til að breyta nokkru af því sem mikilvægt er að leiðrétta. Eins og Þór Saari bendir á er ekki nokkur munur á kóngi og stjórnmálaflokkum þegar um ásókn í völd er að ræða, því í hverjum flokki er lítill kóngur sem öllu ræður.

Það er samt næsta víst að sú tilhögun að þing eða stjórnmálaflokkar útnefni fulltrúa á stjórnlagaþing verður samþykkt af öllum flokkum. Þannig er um sameiginleg hagmunamál flokkanna.


mbl.is „Samið af kónginum fyrir kónginn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verðu "strumpakosning" þ.e.a.s. allir góla sem mest þeir mega "ég kýs sjálfanmig" nema kannski Fýlustrumpur (Steingrímur) sem leiðast kosningar.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband