Færeyingur á hvolfi

Jenis av Rana er kristinn maður. Konan hans er kristin kona. Kristni þeirra krefst þess af þeim að þau sitji ekki til borðs með samkynhneigðri konu. Sérstaklega ekki samkynhneigðri konu sem býr með annarri konu. Og alls ekki samkynhneigðri konu sem býr með annarri konu og er kosin af þjóð sinni til að leiða hana veginn fram til góðs. - Það misbýður kristni Jenis og konu hans mikið og þau eru ekki í þann mund að tapa sál sinni fyrir það að sitja til borðs með syndurum af hennar sort.

Jenis sýnir þarna að hann hefur kristin gildi. Sjálfsagt hefði hann heldur ekki setið til borðs með Faríseum og  tollheimtumönnum ef hann hefði verið gyðingur á tímum Krists. Og hann hefði glaður tekið þátt í að grýta hóruna. Það er af því að hann er syndlaus. Hvernig annars má skilja þessa afstöðu hans öðruvísi, að geta ekki setið til borðs með Jóhönnu Sigurðadóttur?

Eða kannski er hann ekki syndlaus heldur  bara á hvolfi. 


mbl.is Neitar að sitja veislu með Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hélt satt að segja í eina tíð að syndlausir menn væru vandfundnir, en eftir að blogginu var upp komið hefur mér orðið ljóst að í því atriði skjátlaðist mér illilega.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.9.2010 kl. 23:04

2 identicon

Spurningin er,hve lengi vill Íslenska þjóðin hafa Jóhönnu til borðs á Alþingi.? Jenis Af Rana má að sjálfsögðu hafa sína skoðun,en það er annað hjá Samfylkingunni á Íslandi,þar eiga menn að hafa eina skoðun og það er skoðun hennar Jóhönnu.

Númi (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 23:05

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Svanur, ég er hissa að maður eins og þú sem hefur sýnt að getur sett sig í spor fólks með annan hugsunarhátt en hann sjálfur, skuli ekki sýna þessari afstöðu Færeyingsins skilning.

Jenis hefur ákveðin siðferðissjónarmið í heiðri og stendur heill með þeim. Ef hann vill ekki sitja til borðs með fólki sem hefur ákveðið að virða þau sömu gildi algerlega að vettugi, er það hans val og við eigum að virða það. Frekar að vera þakklát fyrir fólk sem heiðrar gömul og góð gildi, í stað þess að skíta það út.

Ég reikna ekki með að þú myndir þiggja heimboð manns sem notaði myndir af Baháullah sem veggfóður heima hjá sér eða myndi dúkaleggja borðið með mynd af honum. Mér sýndist þú taka því frekar illa þegar Jón Steinar birti mynd af trúarleiðtoga þínum á blogginu, að því er virtist til að ögra þér.

Theódór Norðkvist, 6.9.2010 kl. 23:15

4 identicon

Menn eins og Jenis av Rana og aðrir í hans dúr þótt "kristnir séu" eru ekki endilega talsmenn æðri máttar. Munum að það er til hellingur af fólki sem reynir að nota guð sem framlengingu á sínu eigin egói, og til að fullnægja eigin sjálfselska tillitsleysi og eigingirni. Er rétt að fordæma hugmyndina um æðri mátt út af sjálfselskum og fávísum mönnum sem þykjast geta lagt honum orð í munn?

Lulz (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 23:22

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Theódór.

Það er rétt að ég tók það óstinnt upp af því mér var boðið til þeirrar "veislu" því það var gagngert til að sýna minni trú óvirðingu sem Jón Steinar birti myndina.

Ef hann hefði gert það óafvitnandi eins og Mofi sem síðan varð (honum til hróss) við vinsamlegum tilmælum um að fjarlægja myndina,  mundi ég sýna því skilning.

Ég get ekki ráðið yfir því hvað fólk gerir á sínu heimili eða heimasíðum, né kemur Jenis það við hvað Jóhanna gerir heima hjá sér og er hennar einkamál.

 Ég held ekki að Jóhanna sé að hæða eða óvirða kristna trú með því að vera samkynhneigð.

Þessi pistill er ekki árás á kristna trú heldur sérvisku einhverra í nafni trúar. Kristur hefði ekki neitað þessu boði, það er ég viss um. Hann settist til borðs með þeim smáðu og tók upp hanskann fyrir þá syndugu. Það er aðalmálið í þessum pistli.

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.9.2010 kl. 23:53

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Að mínu viti er þessi færeyski maður að skíta Jóhönnu út. Ekki er hægt að sýna manneskju meiri lítilsvirðingu en hann gerir. Manneskju sem stendur honum eflaust í engu að baki í siðferðislegum efnum og manngildi. Að útskúfa fólki og fordæma það  eingöngu vegna kynhneigðar þeirra, að ætla að það standi honum siðferðilega þrepi neðar, er fyrir neðan allar hellur. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.9.2010 kl. 00:03

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Svona risaeðlur deyja út einn daginn. Mannkynið þroskast og vitkast með hverri kynslóð.

Jóhanna Magnúsdóttir, 7.9.2010 kl. 00:05

8 identicon

Theódór ég ber ekki haturs til þín þrátt fyrir að vera samkynhneigður en ég vorkenni þér mjög rétt eins og öllum hinum sem eru fastir í þessu rugli. Það er sorglegt að þú skulir leyfa gömlum ritum að stjórna öllu þínu lífi. Þú átt örugglega mjög erfitt og ég hvet þig til þess að leita þér hjálpar áður en vanlíðan sekkur þér í meiri mannfyrirlitningu.

Guð eða ekki Guð, það var mannfólk sem skrifaði þessi rit í þeim tilgangi að stjórna öðrum. Í dag höfum við lýðræðisleg lög og reglur, skipulögð trúarbrögð eru orðin úrelt.

Geiri (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 00:14

9 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Ég er mest hissa á að nokkur Færeyingur fáist til að sitja til borðs með þessum konum. Færeyingar hafa allt aðra sýn á samkynhneigð heldur en við Íslendingar, ef einhver verður uppvís að þessari hneigð þar,þá er best fyrir þann aðila að koma sér úr landi.

Þórarinn Baldursson, 7.9.2010 kl. 00:14

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Svanur, ég er sammála þér með Jón Steinar og óvirðinguna, en ekki um að Jóhanna sé ekki að sýna trú Jenis óvirðingu. Hún og hennar lífsstíll er í rauninni í augum Jenis það sem dúkalagning með plakati af Baháullah er fyrir þér. Í augum Jenis sýnir Jóhanna gildum sem eru honum heilög óvirðingu, gildum sem eru jafnvel heilagri í hans augum en framkoma gagnvart þínum trúarleiðtoga.

Ég held það sé síðan hæpið að leggja að jöfnu opinbera heimsókn þjóðarleiðtoga við útbreiðslustarf Krists á árdögum kristinnar trúar. Þegar hann var að fara í heimsókn gagngert til að vinna syndara til iðrunar. Þessi heimsókn í Færeyjum er ekki trúboðsferð.

Theódór Norðkvist, 7.9.2010 kl. 00:21

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Geiri ég ber ekki hatur til nokkurs samkynhneigðs einstaklings, það er reyndar frekar að ég hafi verið nær því í lífi mínu að hata einhverja gagnkynhneigða.

En ég trúi á orð Nýja testamentisins og Gamla eins og það tengist Nýja sáttmálanum í Kristi. Þú færð mig ekki ofan af því með blekkirökum, því ég tel kristna trú eða takmark hennar vera æðsta form kærleikans.

Theódór Norðkvist, 7.9.2010 kl. 00:33

12 identicon

Ég tel að þetta snúi í raun lítið um trú eða samkynhneigð, heldur einungis mann sem er ekki fær um að sinna starfi sínu vegna trúar sinnar.  Þegar skoðanir eða trú er farin að standa í vegi fyrir því að fólk sinni vinnunni sinni ætti fólk að endurskoða hvort starfið henti viðkomandi.

Anna (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 00:59

13 Smámynd: Andrés.si

Hvurs???

Andrés.si, 7.9.2010 kl. 01:50

14 Smámynd: Andrés.si

Theódór. Þú ert að tala um lífstíll.  Veit ekki hvort það er borið fram rétt en líf stíll er annað. Hennar líf má tákna undir hjónabands eða lífs val.   Jóhanna kom þagað með konu og það heldur litur út eins og æsingur gagnvart Fæjerskum leiðtóga.

En eitt a.m.k. fan ég sem þau hafa sameginlegt.  

Andrés.si, 7.9.2010 kl. 02:00

15 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Nafni,

Ég heldi að þú ættir bara að koma út úr skápnum.  Fólki fer að líða miklu betur þegar það hættir að þykjast era eitthvað annað en það er.

Theódór Gunnarsson, 7.9.2010 kl. 07:35

16 identicon

Bersyndug sem ég er, myndi ég nú samt ekki sitja til borðs með ráðamönnum í Kína eða öðrum sem í skjóli valds síns og þeim tilgangi að treysta þeu ennfrekar, ástunda pyntingar, morð og mannréttindabrot. Það er vegna þess að gjörðir þeirra eru mér viðurstyggilegar og maðurinn er það sem hann gerir.

Sá sem neitar að sitja til borðs með samkynhneigðum er ekki að lýsa yfir eigin syndleysi, heldur því að hegðun samkynhneigðra sé svo viðurstyggileg að þeir verðskuldi útskúfun úr mannlegu samfélagi.

Kristlingurinn lítur þannig það sem fer fram í svefnherbergjum óviðkomandi fólks, jafn alvarlegum augum og húmanistinn lítur kerfisbundnar aðgerðir valdamanna til að brjóta á bak aftur allar tilraunir milljóna manna til að stjórna sínum eigin örlögum og lifa mannsæmandi lífi.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 07:58

17 identicon

Kommon Theódór! Væri það ekki dálítið langt gengið að velja sér kynhneigð sérstaklega í þeim tilgangi að vanvirða trú annarra? Hvað þá af manneskju sem aldrei hefur verið áberandi í umræðu um trúmál og haldið einkalífi sínu eins langt frá ljósi fjölmiðla og mögulegt er.

Svanur, Jóhanna mun ekkert skipta um kynhneigð þótt aðrir sýni henni virðingu. Heldur þú að Jesús hefði setið til borðs með tollheimtumanninum ef sá sami hefði ekki séð neitt rangt við gjörðir sínar og verið staðráðinn í að halda uppteknum hætti?

Eva (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 08:10

18 identicon

Theódór.......likes the cock?

Nei, örugglega ekki en það er samt alveg hræðilegt að lesa svona heimsku koma útúr Íslendingi á árinu 2010...Sad...

Sad Indeed.....

CrazyGuy (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 09:02

19 identicon

T. Norðkvist,

því ég tel kristna trú eða takmark hennar vera æðsta form kærleikans.

kærleikurinn er klárlega ekki:


dýrkun
fyrirlitning
Andúð
fordæming
einelti
sundrung
lítilsvirðing osvfrv... 

ég er ekki að koma auga á kærleikann í athæfi fæeyingsins...  ég hefði haldið að kærleikanum væri best lýst og þjónað með kærleika ?

Er það ekki þannig að annaðhvort ber maður kærleika, eða ekki ?

Ég sé ekki betur en að Jenis sé að upphefja sjálfan sig í pólitískum og eigingjörnum tilgangi með því að hryggja og lítilsvirða aðra manneskju.

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 09:29

20 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Mig langar ekki að sitja til borðs með Jóhönnu, ekki vegna þess að hún er samkynhneigð, heldur vegna þess að hún situr í ríkisstjórn ekki getur komið hreint fram við þjóðina sem hún situr yfir. Ef hún kemu eitt sinn út úr skápnum með lygasögunum, þá býð ég henni í kaffi og pönsur.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.9.2010 kl. 09:39

21 identicon

Það mætti halda að Jóhanna hafi farið fógangandi til Færeyja eins og sumir rétttrúaðir  bregaðst við því að færeyingurinn vildi heldur vera í hjónarúminu en að borða með Jóhönnu. Menn gefa upp alls konar ástæður fyrir því að þurfa ekki að mæta í veislur það er bara þeirra mál, afhverju allur þessi vindgangur - vona bara að forsætisráðherra og konu hans hafi ekki orðið meint af skerpikjötinu það getur valdið ólgu.

Sveinn (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 10:58

22 identicon

Kristni folks... read the fucking bible, then throw it in the garbage.

doctore (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 11:03

23 identicon

Afsakið smá Bubbi í þessu átti auðvitað að vera fótgangandi ekki fógangandi

sveinn (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 11:05

24 identicon

Á ég að segja ykkur opinbert leyndarmál.. Þessi Færeyingur er næstum örugglega hommi.. 99.9% öruggt
99.9% af öllum evanglískum krissum.. sem tala gegn samkynhneigðum, þeir eru sjálfir/sjálfar gay.

Þetta er staðreynd... margsannað.

Já ég er líka hugsanlega að tala við þig, Gunnar Á krossinum, Snorri í Betli.. og þið öll hin sem eruð að bíða eftir að Guddi plöggi ykkur (Sem verður aldrei(Coz there is no gawd))

doctore (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 11:22

25 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er samt bara örstutt síðan að álíka viðhorf var uppi á Íslandi.  Kannski var það ekki eins bundið trú beinlínis eða tilvísun í Biblíu, heldur meira almennt að þetta væri ,,gegn náttúrunni" o.s.frv. - og það er líka í færeyjum grunnurinn.

Muniði ekki eftir færeyska tónlistarmanninum fyrir nokkum árum og Ísland blandaðist inn?  Það var bara eins og endurtekning á íslenska tónlistamanninum sem fór til Danmerkur um árið.

Reyndar spyreg mig hve margir íslendingar hafa í rauninni enn álíka skoðun og kemur fram hjá umræddum færeyingi - og þá án þess að íslendingar séu að vísa í Biblíuna beint heldur til náttúrueðlis grunns.

Maður soyr sig líka hvernig þetta er á Grænlandi.  Maður þekkir ekkert Grænland.  Gæti trúað að um væri að ræða afar íhaldssöm samfélög.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.9.2010 kl. 12:24

26 identicon

Þetta er bundið við trú að mestu.. sama má segja um það að konur fái lægri laun en karlar... Samkvæmt verðlista biblíu yfir þræla þá eru konur varla hálfvirði miðað við karla... já og ef karl nauðgar konu þá er réttlátast að myrða konuna eða í það minnsta láta hana giftast nauðgara

Þetta er biblískt... þetta er hornsteinn íslands..

doctore (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 12:58

27 identicon

7 Þingmenn í Bandaríkjunum hafa komið útúr skápnum nýlega (seinustu tvemur árum), allir hægri menn sem elska blessuðu biblíunna sína eftir að hafa komist upp um þá. Einn var fundinn á hommabar blindfullur, annar elskaði að klæða sig í kvennmansföt og tók mynd af sér(dögum seinna komin á netið). Allir þessir sjö þingmenn kusu gegn hjónabandi samkynhneigðra.

CrazyGuy (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 13:04

28 identicon

Ég vill meina að hann Theodór sé raunverulega hommi sem felur sig á bakvið biblíu.. í þeirri von að hin heilaga þrenning muni taka hann vel í himnaríki
Þessi Theodór... ég bara veit að hann vill Sússa í rassinn
http://theodorn.blog.is/blog/theodorn/entry/1092218/

doctore (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 13:19

29 identicon

Doctore, geturðu bent mér á þessar sannanir fyrir því að 99.9% þeirra evangelista sem tala gegn samkynhneigðum séu sjálfir gay? 

Eva (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 13:23

30 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Þetta er biblískt..."

Eg er ósammála.  Biblían er náttúrulega barn síns tíma og speglaði viðhorf sem þá voru uppi  (Einna helst merkilegt við Nyja testamentið er að þar eru ýmis nýtískuviðhorf sem erfitt er að festa fingur á hvaðan komu.  Nokkuð framsækin má segja að sumu leiti þó margt sé túlkunaratriði)

Það að karlar væru ,,æðri" og konur og börn ,,óæðri" á sér miklu miku breiðari grunn en að haft sé úr Biblíu.  Það getur maður best séð með að kynna sér ,,frumstæða" þjóðflokka og lifnaðarhætti þeirra.  Það er bara gegnumgangandi, má sgja, að rétturinn er fullorðinna karla (sem oft er kringum 12 ára) og það eina sem geti gefið konu vægi er gifting.  Verða hluti af karli eða undir verndarvæng hans.  Þetta er bara svona.  Þeim mun sterkara er þetta sem meiri einangrun er  og/eða andstaða við nýjungar frá umheiminum.   Einnig er viðhorf til barna afar enkennilegt hjá ,,frumstæðum" eða einangruðum flokkum.  Það er eins og litið hafi verið þannig á að í raun séu þau ekki fullgildar verur fyrr en þó nokkuð eftir fæðingu - enda þekktist víða að börnum sé bara fórnað ða deydd.  Td. á Íslandi.  Íslendingar fengu nú sérstaka undanþágu við kristnitöku því vðvíkjandi.  Opt-Out.   Kristnin var mikið framfaraskref í átt til nútímans að þessu leiti. 

Í raun er þetta viðhorf sem við ölumst upp við, þetta frjálynda viðhorf og að í grunninn séu allir jafnir - í raun bara tilkomið í fyrradag!  Í rauninni.

Þessvegna eru menn á villigötum þegar þeir vilja alltaf tengja allt neikvætt við trú eða trúarbrögð.  Þetta er djúpstæðara.  Það er frekar að trú geti dempað og leitt til góð í heildina séð.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.9.2010 kl. 13:35

31 identicon

Ég er búinn að fylgjast með trúarnöttum árum saman.. sú reynsla segir mér það að þeir trúhausar sem öskra mest gegn samkynhneigðum, eru sjálfir samkynhneigðir.

Hver man td ekki eftir Ted Haggard úr Jesus Camp myndinni.. algerlega hataði homma,... og var svo gripinn með karlhóru og methamfetamín í nös... Nú eru kristnir búnir að fyrirgefa honum, og hann kominn yfir það að vera gay... og peningarnir farnir að rúlla til hans.

Margir sjónvarpsprestar á Omega hafa verið nappaðir við gayness. .. einnig fyrir að njóta þjónustu vændiskvenna..

Hey lesið bara bloggið mitt... þetta er allt þar; Þar með talið einn aðalmaðurinn í "Focus on the family", sem eru kristin samtök gegn samkynhneigðum.. sá gaur var nappaður með karlhóru í svona gaysex ferðalagi...

Bara lesa bloggið mitt krakkar mínir...

doctore (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 13:36

32 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,Í raun er þetta viðhorf sem við ölumst upp við, þetta frjálynda viðhorf og að í grunninn séu allir jafnir og hafi í grunninn sömu réttindi, mannréttindi - í raun bara tilkomið í fyrradag!  Í rauninni.

Og svo þegar búið er að segja að allir hafi sömu réttindi - þá koma inn hópar sem áður höfðu verið í felum eða nánast óhugsanlegir og krefjast þeirra réttinda sem allir eiga rétt á.

Að því gefnu að sjálfsögðu  að ekki sé um hópa að ræða er brjóta gegn öðrum o.s.frv.  (Best að segja það til að forðast orðhengilshátt)

Samkynhneigð  er ekki þess eðlis að hún sé brot gegn einum eða neinum heldur það að fólk kýsa að búa með og eiga annað samneyti með aðila sama kyni.  Allt og sumt.

Nú, eg hef nú bara kynnst ýmsum íslendingum í gegnum tíðina,  og það að haft sé horn í síðu samkynhneygðar - er bara mjög algengt!  Og þá á þeirri forsendu að um ,,óeðli" sé að ræða.  þ.e. ekki náttúrulegt o.s.frv.  Menn eru kannski yfirleitt ekki að halda þess viðhorfi hátt á lofti núna nema í fámennum samræðum og svona sem fara ekkert lengra.  En það er, eins og áður er sagt, bara örstutt síðan að mjög miklir fordómar voru gagnvart umrædu á Íslandi.  Það var bara eitthvað sem þurfti ekkert að ræða.  Almenn samstaða um.

Og ef maður les bloggið núna - blossar upp einmitt ofannefnt.  Andstaða gegn umræddri hneygð. 

Og með Færeyja, það að í þessu tilfelli það tengist trú - byggir bara á því að mjög trúarlegur pólitískur flokkur er til staðar í Færeyjum og því kemur þetta mál upp.  Færeyingar eru sumir álíka stemdir gagnvart samkynhneygð og íslendingar voru í fyrradag.  Og nei - það byggist ekkert endilega á trú eða hvað bíflían segir, heldur eins og áður er lýst þessu almenna sjónarhorni um ,,óeðli" og ,,ónáttúrulegt" fyrirkomulag sé að ræða. 

Td. voru þaðtalsverð tíðindi fyrir færeyingum á sínum tíma að forsætisráðherra íslands væri samkynhneygður og ekki síður að hann byggi opinberlega með maka sínum í Reykjavík.  Þetta var framandi í Færeyjum og óhugsandi að gæti skeð þar á þessum tímapunkti.  Það er bara þannig.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.9.2010 kl. 14:31

33 identicon

Doctore, er það rétt skilið hjá mér að þú hafir engar sannanir, engar rannsóknir eða önnur rök en þau að þú hafir oft séð dæmi um þetta sjálfur? (Svona eins og þegar trúmenn hafa þá 'sönnun' fyrir áhrifamætti bænarinnar að þeir hafi oft verið bænheyrðir?)

Eva (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 19:02

34 identicon

Þegar að fólk ákveður að gerast kristið eða bahæjar þá hefur viðkomandi engan rétt á því að setja sín siðferðislegu gildi yfir á það fólk sem vill ekki tilheyra viðkomandi trúfélögum. Ef að fólk er ekki að fara eftir þeim trúarreglum sem eru í trúfélaginu þeirra þá hlýtur það að vera þeirra eigið mál og þurfa að bera ábyrgð á því sjálfir þegar þeir mæta guði. Það er að segja ef hann er í raun og veru til.

skækill (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 19:05

35 identicon

Málflutningur Theodórs Norðkvists kemur mér ekkert á óvart hér að ofan og á bloggsíðu sinni, enda fer þar öfgakristinn einstaklingur á ferð. Ég lít á alla öfga sömu augum hvort sem þeir koma frá öfgamúslimum eða öfgakristnum. Þessi umræddi Færeyski þingmaður er öfgakristinn svo það kemur mér ekkert á óvart þó hann láti út úr sér svona ótrúlega fornfágleg viðhorf.

Akkúrat svona viðhorf(sem Theodór leggur blessun sína yfir) koma illu orði á trú og trúmál. Það má segja að öfga kristnir hér á landi (einnig bókstafstrúa kristnir) eru þeir sem fá flesta til að segja sig úr þjóðkirkjunni.  Þeir halda að þeir séu í trúboði hér á blogginu þegar þess í stað fá þeir heiðvirt trúað fólk algerlega til að snúa baki við allri trú.

Það besta sem við íslendingar getum gert þegar erlendir aðilar verða sér til skammar er að hlægja af þeim og vorkenna þeim í stað þess að hneykslast upp fyrir haus af þeim. Ég vorkenni einstaklingum fyrir að vera með 17. aldar viðhorf á 21. öldinni.

Thorvaldur Thorsson (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 21:27

36 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Skækill.Öll trúarbrögð bera sig eftir því að sýna kærleika, miskunnsemi og réttlæti.

Þegar að eitthvað er í augljósri andstöðu við eitthvað af þessu er greinilegt að fólk hefur yfirgefið trúna og trúarbrögðin fyrir eitthvað annað. Á það má maður benda, hvaða trú eða trúarbrögðum sem tilheyrir.

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.9.2010 kl. 00:54

37 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

hann tilheyrir....átti niðurlagið að vera :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.9.2010 kl. 00:56

38 identicon

Eva.. Jú ég hef sannanir, lestu allt bloggið mitt.. allar sannanir eru þar.. .að auki er verið að handtaka presta alla daga... fyrir að nauðga börnum....

Lesa bloggið mitt Eva... og svo er internetið vinur þinn... vissir þú að 1 af hverjum 20 kaþólskum prestum er einmitt barnaníðingur...

Svanur, trúarbrögð bera sig ekki eftir kærleika, þau dulbúa sig sem kærleika; En þau snúast algerlega um völd og peninga...
You are a sucker for religion :)

doctore (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 08:55

39 identicon

Tek undir með doctore að trúarbrögð snúast óhjákvæmilega um völd og peninga.  Stofnanir geta ekki viðhaldið sjálfum sér án fjármagns og þar sem mannfólkið hópast er valdabarátta...  það er í sjálfu sér ekkert rangt við þetta, vandamálið er bara mannskepnan sjálf og eigingirni dýrsins...  

Þó velvild ríki í hópi dýra er það ekki oftar en ekki sá eigingjarnasti frekar en vitrasti sem fer með völdin.

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 09:57

40 identicon

DoctorE þú veist ósköp vel að hvergi á blogginu þínu er nein sönnun fyrir því að 99.9% þeirra evangelista sem berjast gegn samkynhneigð séu samkynhneigðir sjálfir. Reyndar bendir ekkert til þess að hlutfall samkynhneigðra evangelista sé neitt annað en í öðrum hópum. Ég er rökhyggjumanneskja sjálf og finnst frekar ömurlegt að sjá svona órökstuddar fullyrðingar frá öðrum trúleysingjum.

Eva (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband