Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Sýndarveruleiki stjórnmálanna

Eitt af því sem sendiráðsskjölin sem Wikileaks vefsíðan hefur hafið birtingu á, sýnir hvað best, er hve sýndarveruleikinn, á öllum stigum, er ráðandi í samskiptum stjórnmálamanna. Skjölin sýna að skapgerðabrestir einstaklinga sem bjóða sig fram til stjórnmálaþátttöku, birtast skýrlega í stefnu stjórnvalda og hafa þannig bein áhrif á líf hins almenna borgara.  

Það sem í samskiptum einstaklinga mundi flokkast undir rakinn óheiðarleika, fær í pólitíkinni allt aðra skilgreiningu. Þar eru launráð og sýndarmennska talin góð og gild svo fremi sem almenningur lætur blekkjast. Þar helgar tilgangurinn meðalið.

Íslendingar hafa síðustu misseri haft gott tækifæri til að sannreyna mismuninn á ímynd stjórnmálamanna sinna og raunverulegri hæfni þeirra til að láta gott af sér leiða.

Jóhanna Sigurðarsóttir var fyrir rúmu ári sá stjórnmalamaður sem Íslendingar upp til hópa treystu best til að leiða landið út úr erfiðleikunum sem sköpuðust við bankaránin miklu. - Í dag er hún heillum horfin og jafnvel þeir sem ekki geta horft á nokkurn skapaðan hlut nema með flokkspólitískum gleraugum, sjá að hún var og er ekki traustsins verð. -

Steingrímur J. Sigfússon átti eining traust stórs hluta þjóðarinnar, sérstaklega vegna þess að hann hafði ekki haft tækifæri til að koma mikið að Hrunadansinum í kringum bankanna. - Nú þegar hann hefur haft völd og áhrif í nokkurn tíma, hefur það sannað sig að hann hikar ekki að beita fyrir sig klækjum stjórnmálanna, eins og aðrir pólitíkusar.

Í nokkur skipti hefur almenningur samt rumskað af þyrnirósarsvefninum og haldið niður á Austurvöll til að láta óánægju sína í ljós. En hluti af óheiðarleikanum er að telja öllum trú um að þetta sé lýðræðið í sinni fullkomnustu mynd og að almenningur eigi ekki annars úrkosta en að sætta sig við þennan sýndarveruleika. Þess vegna þagna raddirnar, búsáhöldin og tunnurnar aftur og næstu skoðanakannanir sýna að fólk hefur enn mikla tiltrú á flokkum og pólitíkusum, bara ekki þeim sem eru við stjórnvölinn akkúrat núna.

 

 


mbl.is Rannsókn fangaflugs pólitísk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsbankareikningurinn eina leiðin

Þótt að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi ekki enn formlega lýst því yfir að Wikileaks séu hryðjuverkasamtök, eru þau þegar farin að beita sömu aðferðum á Wikileaks og á hryðjuverkasamtök. Nú er reynt að skrúfa fyrir fjárframlög til vefsíðunnar og eflaust stutt í að þrýstingi verði beitt til að frysta reikning þeirra hjá Landsbankanum, sem hefur ásamt PayPal  verið ein helsta leiðin til að koma frjálsum framlögum til samtakanna. -

Sunshine Press Productions ehf:

Klapparhlid 30, 270 Mosfellsbaer, Iceland
Landsbanki Islands Account number 0111-26-611010
BANK/SWIFT:NBIIISREXXX
ACCOUNT/IBAN:IS97 0111 2661 1010 6110 1002 80

 

Bandaríkin telja að þjóðaröryggi sínu sé ógnað og þess vegna beri ekki að taka tillit til grundvallarreglna um tjáningarfrelsi sem að öllu jöfnu eru Bandaríkjamönnum "heilagar kýr".


mbl.is Stöðva greiðslur til WikiLeaks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldar í Ísrael

Eldar í ÍsraelMiklir Skógareldar geysa nú í norðurhluta Ísraels og fjöldi íbúa svæðisins hafa þurft að yfirgefa heimili sín.

A.m.k. 40 manns hafa þegar farist í eldunum. - Talsmaður slökkviliðsins í Haifa hefur látið hafa eftir sér að " Ísrael búi ekki yfir nægilegum búnaði til að slökkva eldana".

Benjamin Netanyahu forsætisráðherra kannaði aðstæður persónulega í gær (fimmtudag) og fór fram á aðstoð frá Bandaríkjunum, Grikklandi, Ítalíu, Rússlandi og Kýpur til að slökkva eldanna. Ekkert af þessum löndum eiga landamæri að Ísrael. Flest önnur lönd mundu hafa óskað eftir aðstoð frá grannlöndum sínum í svipuðu tilfelli. Ekki Ísrael.

Þar sem skógareldarnir geysa er landið þakið grenitrjám. Trén eru tiltölulega nýtilkomin á þessu svæði. Þau elstu voru gróðursett á þessum fyrrum heimslóðum Palestínuaraba um 1930 af Þjóðarsjóði Gyðinga,  "the Jewish National Fund".  (JNF) í þeim tilgangi að endurmóta endurheimt land.

Árið 1935 hafði JNF látið gróðursetja 1.7 milljón trjáa á 1750 ekra svæði. Næstu 50  árin voru 260 milljón tré gróðursett á þessu landi þar sem áður stóðu þorp Palestínuaraba.

Með greniskóginum hvarf sá gróður sem sett hafði svip á svæðið frá aldaöðli og ólívutrén sem þarna stóðu voru höggvin niður. Því svipaði svo mjög til þess sem víða er að finna í Evrópu að Suðurhluti Karmelfjalls var stundum uppnefndur "litla Svissland".

Skógræktin reyndist óheillaráð á alla vegu fyrir JNF. Grenitrén reyndust afar óhentug fyrir loftslagið og aðeins fjórar af hverjum tíu græðlingum náðu að festa rætur. Trén sem uxu úr grasi urðu að viðvarandi eldgildru. Í enda hvers sumars í Ísrael, varð greniskógurinn að dauðagildru.


mbl.is Mannskæðir skógareldar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er Julian Assange?

Hinn Ástralski Wikileaks stofnandi Julian Assange, maðurinn sem sér Ísland sem "miðstöð frjáls fréttaflutnings í heiminum", er vægast sagt umdeildur mað þessa dagana.

Hann er  landflótta og eftirlýstur af alþjóðalögreglunni fyrir kynferðisárás í Svíþjóð. Bandaríkjastjórn varaði hann við að birta sendiráðspóstana og sagði hann vera brjóta margvísleg lög með því og að hún mundi bregðast við á viðeigandi hátt. Aðeins Ekvador hefur boðið honum í hæli. Julian fer því huldu höfði einu sinni enn og ekki einu sinni fjölmiðlafólk hefur náð  af hinum tali frá því að hann gekk út úr sjónvarpsviðtali á CCN í London í Október sl.

Erlendir fréttamiðlar hafa þess í stað birt viðtöl við Kristinn Rafnsson sem stofnaði fyrir nokkru fyrirtækið Sunshine Press Production á Íslandi, ásamt Julian og Ragnari Ingasyni kvikmyndagerðarmanni. Fyrirtækið er angi af Wikipeadia en það eru ekki margir aðilar sem vinna með Wikipeadia sem eru aðgengilegir fjölmiðlum þessa dagana.

Fyrirtækið tekur við fjárframlögum frá almenningi til síðunnar sbr;

Bank Transfer - Option 1: via Sunshine Press Productions ehf:

Klapparhlid 30, 270 Mosfellsbaer, Iceland
Landsbanki Islands Account number 0111-26-611010
BANK/SWIFT:NBIIISREXXX
ACCOUNT/IBAN:IS97 0111 2661 1010 6110 1002 80

Tengsl Wikipeadia við Ísland eru mikil og engin furða þótt að sumir telji landið vera aðal-heimaland síðunnar. Julian hefur sjálfur sagt eftir að hann varð landflótta, að Ísland væri eina landið þar sem hann gæti starfað frjáls þótt hann segist einnig vantreysta íslensku stjórnvöldum um þessar mundir. Tengsl Hreyfingarinnar og sérstaklega þingkonunnar Birgittu Jónsdóttir eru tíunduð nokkuð á erlendum vefsíðum um vefsíðuna og Birgitta sögð eins af frammámönnum hennar. Hún hefur líka komið fram í fjölmiðlum til að bera blak af síðunni og segja álit sitt á Julian.

Fram hefur komið að Ísland var eitt þeirra landa sem utanríkisþjónusta Bandaríkjanna hafði samband við fyrir stuttu, þegar ljóst var að sendiráðspóstarnir yrðu birtir. Á alþjóðavettvangi er ótvírætt talið að Íslendingar eigi hlut að máli.

Íslendingar haf áður tekið upp á sína arma umdeilda landflótta menn og jafnvel leyst úr fangelsum heimsfræga aðila sem gerst hafa brotlegir við bandarísk lög. Spurningin er hvort íslensk stjórnvöld ættu ekki að beita sér í þessu máli líka og bjóða Julian Assange landvistarleyfi og íslenskan ríkisborgararétt.


mbl.is Stjórnvöld í Ekvador bjóða Assange velkominn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmigert fyrir stríðið

Ef þú spyrð bandarískan hermann í Afganistan hvað ISAF standi fyrir svarar hann með nokkrum einnar línu bröndurum;  "I Saw Americans Fight," eða "I Suck at Fighting" og "I Sunbathe at FOBs" (FBOs eru vel varðar bækistöðvar hersins)

Í raun stendur skammstöfunin ISAF fyrir "International Security Assistance Force" sem er fjölþjóðaherinn undir stjórn NATO í Afganistan. Meðal þeirra eru Bandaríkjamenn, Bretar, Kanadamenn, Holllendingar, Þjóðverjar auk hermanna af 35 örðum þjóðernum.

Brandarar bandarísku hermannanna hafa brodd því þeir bera megin þungan af átökunum við afganska vígamenn og bandamenn þeirra sem taldir eru vera frá ekki færri en 20 öðrum þjóðernum. 

Breskir hermenn og auðvitað stórnarhermenn koma einnig nokkuð við sögu beinna átaka, en flestir hermenn hinna þjóðanna taka litið sem ekkert þátt í átökunum. Sumum er t.d. bannað að berjast í snjó og öðrum er bannað að yfirgefa herstöðvarnar sem þeir búa í nema að þeir fái leyfi til þess frá heimalandi sínu. -

Breskir og bandarískir Heforingjar keppast við að lýsa því yfir að þetta stríð sé óvinnandi. Þeir hafa rangt fyrir sér. Stríðið mun vinnast af afgönsku vígamönnunum og félögum þeirra.

Yfirlýsingarnar koma engum á óvart. Allir vita af fremur tempruðum áhuga  flestra NATO ríkja fyrir stríðinu. Að auki ríkir svo mikil ringulreið meðal allra þessara stríðsmanna í Afganistan að það eru jafn miklar líkur á því að NATO hermaður verði drepinn af samherja og af óvini.

Fréttin fjallar um nýjasta dæmið; Afganskur lögreglumaður sem vinnur við landamæragæslu skýtur til bana sex bandaríska hermenn, óviljandi.  Á sama tíma á öðrum stað drepa tveir afganir, klæddir sem lögreglumenn, 12 aðra afgani sem allir voru lögreglumenn.


mbl.is Skaut sex NATO-hermenn til bana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Wikileaks á lista yfir hryðjuverkasamtök

Bandaríska utanríkisþjónustan veit ekki sitt rjúkandi ráð. Ógrynni leyniskjala sem sendiráð og herstöðvar Bandaríkjanna vítt og breytt um heiminn, í allt meira en þrjár milljónir manns hafa aðgang að, hafa verið gerð opinber á Wikileaks.

Sjölin koma úr samskiptakerfi sem komið var á þegar það kom í ljós eftir árásirnar á tvíburaturnanna í New York , að upplýsingaflæðinu milli stofnana bandarísku utanríkiþjónustunnar, var verulega áfátt.

Wikileaks síðan er óvirk sem stendur, enda eru greinilega í gangi umfangsmiklar tilraunir til að tefja birtingu skjalanna. Talmenn Wikileaks segja að síðan muni komast aftur í gagn innan skamms.

Fréttaskýrendur í Bandaríkjunum segja að skjótt muni holskefla af díplómatískum hneykslismálum skella á utanríkisþjónustunni og stjórn Obama forseta. Af því fáa sem þegar hefur komið fram, bera launráð, umræða um innrásir og fyrirætluð morð á þjóðarleiðtogum óvinaríkja, hæst.

Peter King, þingmaður Repúblikana frá New York hefur kallað eftir því að Wikileaks verði sett á lista Bandaríkjanna og bandamanna þeirra yfir erlend hryðjuverkasamtök. Verði það raunin munu aðstæður Wikileak og starfsmanna þeirra breytast svo um munar. - Hryðjuverkamenn sem ógna öryggi Bandaríkjanna eru rétmæt takmörk hersins og leyniþjónustunnar.


mbl.is Wikileaks birtir skjölin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björguðu víkingar Evrópu úr miðaldaruglinu

Víkingagull

Þegar að breskur og hollenskur almenningur sem lagt hafði sparifé sitt inn á Icesave reikninn varð ljóst að þar voru í reynd á ferð snjallir bankaræningjar sem notuðu þá aðferð að ræna banka innanfrá, voru fréttahaukar ekki lengi að líkja þeim við víkinga fyrri tíma.

Og þegar að það fréttist að Íslendingar sjálfir kölluðu þá "útrásarvíkinga" var ekki aftur snúið með það.  Þrátt fyrir að víkingarnir til forna hafi haft á sér afar illt orð, sérstaklega hjá þeim sem urðu fyrir barðinu á þeim, verður það að segjast eins og er, að þessi samanburður samlíking er frekar ósanngjarn og hallar mjög á gömlu víkingana, því ólíkt höfðust þeir að.

Víkingar hafa nefnilega aldrei notið sannmælis fyrir framlag sitt til efnahagsþróunar Evrópu.

Eftir fall Rómaveldis áti Evrópa við langvarandi efnahagslega kreppu að stríða. Miðaldasagan er saga fólks sem þurfti að strita frá morgni til kvölds til að hafa ofaní sig og á. Og stundum dugði það ekki til. Hagvöxtur í löndum álfunnar var enginn.

Hið skammlífa veldi Karlamagnúsar náði ekki að binda endi á afar slæman aðbúnað almennings víðast hvar um álfuna og þegar það hrundi, festu lénsherrarnir sig í sessi og samræmdu fátæktina hvarvetna í  Evrópu.

Samt var til mikill auður í álfunni. Hann lá engum til gagns í fjárhirslum kirkjunnar og  klaustra sem sankað höfðu að sér miklum fjársjóðum og gagnaðist engum. Peningar þá, eins og í dag, virkuðu eins og blóð líkamans. Það þarf stöðugt að vera á hreyfingu til að gera gagn. Samansöfnun blóðs á einum stað, kallast blóðtappi og getur verið lífshættulegur. Út um alla Evrópu voru til slíkir "blóðtappar"   það þurfti ofbeldi, ófyrirleitni og ofurefli til að ráðast á þá og leysa þá upp. 

Og einmitt þetta þrennt höfðu norrænir sjóræningjar í ríkum mæli. Þeir hófu árásir sínar árið 797 með strandhöggi á klaustrið á Lindisfarne  og gerðu mikinn usla víðs vegar um álfuna næstu þrjú hundruð árin.   Ránsferðirnar hófust rétt í þann mund sem heitara loftslag vermdi norðurhvel jarðar og því viðraði vel til rána, verslunar og landafunda. Þessir sjóræningjarnir kölluðu sig Víkinga.

StrandhöggÍ næstum þrjár aldir sigldu þeir um höfin blá, ár og vötn Evrópu, rændu óávöxtuðu og rykföllnu fé kirkjunnar og byggðu fyrir það fjölfarnar verslunarmiðstöðvar og borgir langt inn í austur Evrópu, keyptu sér sambönd suður í Miklagarði og fundu ný lönd í vestri og gerðu mið-Evrópuþjóðir að framsæknum þjóðum.  Þeir lánuðu fé, jafnvel til annarra álfa,  og innheimtu af því ávöxtun og arð. - Þeir lögðu grunninn að því verslunarveldi sem öll lönd norður-Evrópu áttu hlut í.

Þessi afgerandi aðkoma þeirra að "földu fjármagni", svona einskonar "fé án hirðis",  hrundi af stað hagvexti í álfunni sem síðan var enn aukið við með landafundunum miklu.

Víkingar höfðu reyndar þegar fundið þessi lönd, en gleymdu þeim aftur ef því að Evrópa ´hafði ekki þörf fyrir þau´ þá stundina, svo vitnað sé í Henri Pirenne, en það er sönnur saga.


Grínframboð Repúblikana

Donald-Trump--41056Repúblikanar í Bandaríkjunum eira sér ekki á meðan Barack Hussein Obama býr í Hvíta húsinu þeirra í Washington. Samt hafa þeir engann líklegan kandídat sem gæti sigrað forsetann í kosningunum 1012. Það mun ekki koma í veg fyrir að þeir reyni.

Þrír kunnir trúðar úr flokknum segjast ætla að fara fram.

Donald Trump, milljónamæringurinn sem er þekktastur fyrir að greiða hnakkahárið yfir enni sér og leika í leiknum raunveruleikaþætti, langar að bjóða sig fram. Hann verður að sigra tvo kventrúða til að verð aðal.  

Önnur er tepokakellingin Sarah Palin.

Sarah-Palin-Pitbull-With-Lipstick-46860Sarah segist halda að hún geti unnið Obama. Hún sagðist líka á sínum tíma hafa mikla reynslu í utanríkismálum því hún sæi Rússland út um eldhúsgluggann hjá sér þar sem hún býr í Anchorage í Alaska.

Hitt grínkvendið er Michele Marie Bachmann er reyndar líka tepokakella eins og Palin. Ekki er samt hægt að segja að þær séu samherjar eða vinkonur.   Michele vill endilega reyna við Obama 1012 en veit að hún þarf á tegenginu að halda til að ná einhverjum árangri. 

Hún sagði nýlega að Obama eyddi 200.000.000.dollurum daglega í ferð sinni til Indlands á dögunum. Það sýnir hversu vel hún er raunveruleika tengd. Seinna sagðist hún bara hafa verið að vitna í indverskt dagblað.

demon bachmannEf að það verður ofan á að einn af þessum grínistum Repúblikana reyni að sigra Obama í komandi kosningum, er von á góðri skemmtun á næstunni í bandarískum fréttatímum


mbl.is Trump íhugar forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

12 ára fjöldamorðingi

El_PonchisÍ Mexíkó ríkir mikil skálmöld. Glæpaklíkur eru margar og starfsemi þeirra, bæði mannrán og eiturlyfjasmygl og sala, afar arðvænleg. Fjöldi glæpa á hverjum degi er svo mikill að lögregla og yfirvöld takast ekki á við nema brot af þeim. Almenningur er auk þess löngu hættur að tilkynna glæpi til lögreglunnar, því af þeim glæpum sem þó er tilkynnt um, enda aðeins 1,5% með sakfellingu eða refsingu.
Meðalaldur meðlima mexíkanskra glæpagenga er 16 ár. Flestir eru þeir drengir þó ungar stúlkur séu einnig hafðar með til að sinna ýmsum smáverkum.
Þessa dagana hefur ástandið í Mexíkó dregið að sér athygli heimsins vegna myndbands sem birt var á youtube sem sýnir viðtal við12 ára dreng sem kallaður er “El Ponchis”.
el-ponchisEl Ponchis er meðlimur Suður kyrrahafs glæpa-samsteypunnar sem er afar sterk í Morelos Héraði í Mexíkó. Á myndbandinu sést El Ponchis skera dreng á háls, lúskra á öðrum og stilla sér síðan upp við hliðina á líkinu. El Ponschis er sagður vera fjöldamorðingi, blóðþyrstur með eindæmum og afar grimmur við fórnarlömb sín.
Gengi El Ponchis hefur haft þann sið að setja myndir af vopnum sínum og fórnarlömbum á netið og leiddi það loks til sérstakrar rannsóknar. Sérstök hersveit var send í síðasta mánuði til borgarinnar Tejalpa þar sem nokkrir meðlimir gengisins voru handteknir.

 
GengiðEkki er vitað hvert raunverulegt nafn El Ponchis er, en hann komst undan ásamt Jesus Radilla sem einnig er frægur orðin fyrir glæpi sína. Talsmenn hersins segja að gengið hafi notið vernda yfirvalda í borginni og fengið að athafna sig þar að vild. Einnig töldu þeir glæpaklíkuna tengjast pólitískum samtökunum "Democratic Revolution Party".  (PRD).

Jesus Ralla er samstarfsmaður  El Ponchis, sem er sagður aðeins 12 ára. El Ponchis er sagður hafa tekið þátt í pyndingum og morðum á fjölda manns en nákvæm tala þeirra hefur enn ekki komið fram  Eftir að hafa drepið fórnarlömb sín, hendir drengurinn líkum þeirra gjarnan á fjölfarin vegamót eða skilur þau eftir á bílastæðum smáborga víðsvegar um héraðið.

Glæpina fremur  El Ponchis gjarnan að viðstöddum stúlkum sem eru taldar vera systur hans, þekktar í Tejalpa undir nafninu “Chavelas.” Þær eru sagðar hjálpa til við að koma líkunum af fórnarlömbum El Ponchis þangað sem ákveðið hefur verið að skilja þau eftir.

Mexíkó er ellefta fjölmennasta land í heiminum og fjölmennasta spænskumælandi þjóðin. Með um 111 milljónir íbúa er landið tiltölulega þéttbýlt. Eftir því sem næst verður komist er talið að 7,48 milljón glæpir séu framdir í landinu árlega, en rétt um 64.000 þeirra tilkynntir til yfirvalda.

15% af þeim eru rannsakaðir en aðeins 4% þeirra lýkur með dómi vegna þess hversu yfirvöldum gengur illa að fara að lögum. Hver rannsókn tekur að meðaltali 130 daga.

 


Ég er það sem ég er

Ef að hrunið hefur orðið til þess að sýndarveruleikinn sem umlék Ísland á erlendri grund, hrundi,  eru það góðar fréttir. Ef að Ísland er að læra smátt og smátt að vera "það sem það er", í stað þeirrar uppblásnu og óheilbrigðu ímyndar sem var að vaxa upp með þjóðinni á 21. öldinni er það líka gott. -

Ef Ísland hefur verið neytt til að koma út úr skápnum, fyrst vestrænna þjóða, og þröngvað til að leita nýrra leiða til að skapa mannvænna samfélag, ber að fagna því.  

Ef að Íslendingar eru að átta sig á því að það er ekki endilega eftirsóknarvert að teljast meðal auðugustu þjóða jarðar og að hamingjan er ekki fólgin í að eiga erlendar verslunarkeðjur og fótboltafélög og hafa efni á því að eta gull í Dubai, er það mikil framför.

Það lét Íslendingum aldrei vel að bera sig saman við þjóðir og háttu þjóða, sem eiga sér langa sögu af yfirgangi gagnvart öðrum þjóðum og hömlulausum ágangi á náttúrauðlindir heimsins. Við tilheyrðum aldrei þeim hópi og nú höfum við vonandi áttað okkur á að samleið með honum er ekkert eftirsóknarverð.

Ísland hefur sem betur fer hrapað á öllum velferðar og hamingjulistum þar sem þjóðirnar eru bornar saman við hverja aðra og notast er við staðla sem eru gjörsamlega grundvallaðir á efnishyggju.


mbl.is Ímynd Íslands í molum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband