Meiri upplýsingar um ólánsmanninn unga Jared Lee Loughner sem varð sex manns að bana og særði fjórtán í skotárás Í Tuscon Arizona, eru að koma betur í ljós eftir því sem lengra líður frá þessum skelfilega atburði. Meðal annars hafa youtube færslur hans vakið athygli og þykir nokkuð ljóst af þeim að drengurinn var í mikilli öng.
Af skilaboðunum má einnig ráða að hann var undir miklum áhrifum af ýmsum öfgakenndum hugmyndum sem rekja má til skrums öfga hægrisinna í Bandaríkjunum.
Líkt og öfgamaðurinn Glenn Beck hjá Fox sjónvarpstöðinni er Loughner mikið upptekinn af gjaldmiðli landsins. "Firstly, the current government officials are in power for their currency, but I'm informing you for your new currency" skrifar hann. Glenn vill einmitt að tekið verði upp gull og silfur viðmið á gengi gjaldmiðilsins í Bandaríkjunum og telur m.a. að fyrir því séu kristileg rök.
Sarah Pailn gerði mikið veður út af því á sínum tíma þegar áletrunin "In God We Trust" var færð frá miðju bandarískrar minntar út í jaðar hennar. Hún hélt því fram að þetta væri and-kristið samsæri og miklar breytingar sem boðuðu annað verra."Who calls a shot like that?" hrópaði húnn á einum fundinum, "Who makes a decision like that?"
Loughner talar einnig um að uppáhalds iðja hans sé "conscience dreaming" sem bókstaflega þýðir "samvisku draumar". Hvað það er, er ekki gott að segja, nema að um Freudískt mismæli sé að ræða og hann hafi átt við "conscious dreaming" sem þýðir "meðvitaðir draumar eða vökudraumar".
Ef svo er, verður hann eflaust hvekktur yfir því, þar sem ein af ástríðum hans er að fólk verði vel læst og skrifandi. Sjálfur kemst hann oft einkennilega að orði; "My hope is for you to be literate. If you're literate in English grammar then you comprehend English grammar."
Nú hefur Palin verið legið það á hálsi að kunna illa ensku og búa til nýyrði þegar hana rekur í vörðurnar. "Refudiate" "misunderestimate" og "wee-weed up" eru meðal uppfinninga hennar.
Loughner reyndi hvað hann gat á sínum tíma til að komast í herinn en honum var hafnað af ótilgreindum ástæðum. Flesta grunar að það hafi verið vegna geðrænna vandmála og honum hafi hreinlega ekki verið teystandi fyrir morðtólum.
Samt virðist ekki hafa verið neitt vandamál fyrir Loughner að fá afgreiddar hríðskotabyssur í næstu byssubúð, enda byssu-ómenningin mikil í Bandaríkjunum eins og allir vita.
Þannig sá t.d. Sarah Palin ekkert athugavert við að setja byssu-sigtis-merki á fylkiskort þeirra pólitískra andstæðinga sinna sem hún vildi gjarnan losna við sem fyrst, sem hún birti á einni af vefsíðum sínum. Á öðrum vefsíðum fylgismanna hennar voru fylkin merkt inn á með litlum skotmörkum líkt og notuð eru í skotkeppnum.
Auðvitað segir skotvopna-aðdáandinn Sarah Palin að hún hafi ekki meint neitt bókstaflegt með þessu skotmarkakorti sínu. Hún hefur látið fjarlægja kortin og fordæmt skotárásina. Það segir okkur aðeins það að Sarah Palin veit annað hvort ekkert um fólkið sem býr í Bandaríkjum Norður Ameríku, eða að taktíkin sem hún beitir í valdasýki sinni, er að virka.