Julian Assange látinn laus í Bretlandi

Julian Assange kom fyrir breskan dómara í dag. Dómarinn sagðist vilja skera úr um hvort handtöku-skipunin og framsalsbeiðnin frá Svíþjóð væri réttlætanleg. Lögmenn Svía sögðu að dómaranum bæri að framfylgja lögum Evrópusambandsins og framselja Julian. Dómarinn var ósammála og málreksturinn dróst á langinn. Tíu aðilar, allt frægt fólk, bauðst til að borga tryggingarféð, hversu hátt sem það yrði ákveðið, svo Assange fengi aftur frelsi. Lögfræðingur Assange vildi áfrýja handtökubeiðninni og fékk því framgegnt. Loks ákvað dómarinn að láta Assange lausan gegn tryggingu sem var ákveðinn 200.000 pund.

Fjöldi stuðningsmanna Assange var fyrir utan dómshúsið.

Líkur þykja á því að Sækjendur reyni að áfrýja þessari ákvörðun dómarans. Ef það gerist tekur það 48 að fá úr því skorið. - Vegbréf Julian verður áfram í vörslu lögreglu og hann verður að sæta útgöngubanni og takmörkuðu ferðafrelsi þar til mál hans verður aftur tekið fyrir eftir 8-10 vikur..


mbl.is Móðir Assange styður son sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Hefur hann Julian góðan málstað að verja Svanur Gísli? Ég er ekki viss. En skárra væri það nú ef hún móðir hans leggði honum ekki lið, og ekki er alónýtt að eiga frægt og ríkt fólk að vinum til að borgar tryggingarfé. Sei, sei, nei.

Gústaf Níelsson, 14.12.2010 kl. 22:44

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Gústaf.

Hvað varðar Wikileaks hefur hann góðan málstað að verja. Þessar ásakanir í Svíþjóð hljóma ekki sannfærandi og um síðir mun koma í ljós hvað er satt í þeim málum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 14.12.2010 kl. 23:44

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Í Svíþjóð er hann auðvitað tekinn á femínisku klofbragði og mun steinliggja Svanur Gísli. Gagnvart honum mun í því efni enginn sannleikur vera í boði. Satt best að segja hafði ég ekki gert mér grein fyrir fjölbreytileikanum í hinum sænsku lögum til að koma höggi á karla í ástleitni þeirra. Og enn efast ég um málstað hans vegna Wikileaks, sem þú telur góðan. Ætlar þú að taka það að þér að verja hann þegar hann verður kraminn hægt og rólega frammi fyrir heimspressunni á næstu misserum? Þessi líka fjölþreifni dóni!! Hann verður felldur á "skítugum sex" og mun falla í gleymskunnar dá á örskömmum tíma.

Ég spái því að WL heyri sögunni til að sex mánuðum liðnum. Og hvar ætlar Kristinn Hrafnsson, þá að vinna? Þessi yfirlætislausi öðlingur. Ups!! Í upphafi skyldi endinn skoða, ekki satt?

Gústaf Níelsson, 15.12.2010 kl. 01:09

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Vonandi rætast hrakspár þínar fyrir Assange ekki Gústaf. Milljónir manna víðsvegar um heiminn mun sjá svo um að spár þínar hvað Wikileaks snertir, rætast ekki.

Ég er persónulega þeirrar skoðunar að Wikileaks sé þegar orðið stærra í sögulegu og samfélagslegu tilliti og miklu mikilvægara en Julian, þótt auðvitað sé mikilvægt að mannréttindi hans verði virt.

Því minna frelsi sem fyrirtæki, stofnanir og ríkistjórnir hafa til að fara sínu fram í skjóli leyndar og án tillits til hagsmuna almennings, því betra. - Allir verða að vera ábyrgir gagnvart öllum. Frelsi Wikileaks til að birta þessi gögn byggir á sömu grundvallarreglum um tjáningar frelsi og allir frjálsir fjölmiðlar heimsins byggja til vist sína á.

Svanur Gísli Þorkelsson, 15.12.2010 kl. 11:10

5 Smámynd: Gústaf Níelsson

Stundum getur nú leyndin bjargað lífi fólks, Svanur Gísli, en vandasamt getur verið að greina á milli, hvenær leynd er hepppileg og hvenær ekki. Fjölmiðlar er aftur á móti aðeins reknir áfram af söluvænleika upplýsinga. Þeir starfa á einhvers konar "vændismarkaði" upplýsinga og heimilda og hegða sér á köflum eins og mellur. En auðvitað ávallt undir merkjum almannahagsmuna, að eigin sögn. Þeim er í reynd skítsama um almannahag - aðeins eiginhagsmunir skipta þá máli.

Gústaf Níelsson, 15.12.2010 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband