Hinn Bleiki Pardus netheima

Pink_Panther_1Julian Assange hagar sér eins og Bleiki Pardusinn. Hann skálar í kampavíni við fórnalömb sín og er síðan horfinn áður enn þau uppgötva hverjum þeir hafa boðið í veisluna. - Reyndar er Julian þekktur fyrir að nota stundum dulargervi. Ég efast þó um að hann hafi þurft þess þegar hann mætti í  sendiráðsveisluna hjá Sam Watson.

Á morgunn mætir Assange fyrir rétt í Bretlandi. Dómarinn vill vera viss um að framsalsbeiðnin frá Svíþjóð eigi við einhver rök að styðjast, áður en hann afhendir Wikileaks leiðtogann sænsku lögreglunni. - Sjálfur óttast Assange að Bandaríkjamenn reyni að fá hann framseldan þó slík beiðni hafi ekki enn komið úr þeirri áttinni. Spurningin er hvaða  Jacques Clouseau þau senda á Assange, verði hann látinn laus, sem miklar líkur eru á.


mbl.is Var gestur Birgittu í sendiráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Titill bloggsins vakti bros, þakka þér fyrir það.

Haha (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 21:40

2 identicon

Það sem Assange sjálfsagt óttast, er að bandaríkjamenn noti "hryðjuverkalögin" á hann.  En það þýðir að hann "hverfur" og hefur engan lagalegan rétt.  Því ef mál hans kemur fyrir dómstóla í Bandaríkjunum, verður bandaríkjastjórn fyrir mikilli skömm í málinu.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband