Engin ákæra á hendur Julian Assange

Wikileaks stjórinn Julian Assange gaf sig fram 6 klst. eftir að Svíar komu loks handtökubeiðni klúðurslaust, via Interpol, til Bretlands, þar sem Assange hefur búið upp á síðkastið í "The Frontline Club". Klúbburinn er rekinn af blaðamönnum og fréttariturum, einkum þeim sem skrifa stríðsfréttir.

Sænska lögreglan hefur ekki gefið út ákæru á hendur Assange. Hún segist aðeins vilja að hann komi til yfirheyrslu vegna ásakanna um kynferðislegt misferli sem á að hafa átt sér stað í ágúst s.l.  Ákæru á hendur Assange út af sama máli var vísað frá af sænskum dómara fyrr á þessu ári vegna skorts á sönnunargögnum.

Lögmaðurinn sem endurvakti málið í Svíþjóð er pólitíkus og samkvæmt lögfræðingi Assange, eru þessar ásakanir spuni af pólitískum toga.

Assange er ekki sagður hafa teljandi áhyggjur af þessum ásökunum en er meira uggandi yfir hugsanlegu framsali til Bandaríkjanna. Ef Bandaríkin gæfu út ákæru á hendur Assange eru miklar líkur á að Bretar yrðu að senda hann vestur um haf. En Bandaríkjamenn eiga það á hættu að gera Assange að píslarvætti, án þess samt að geta komið í veg fyrir birtingu sendiráðsskjalanna á netinu.

Eflaust er það ástæðan að þeir hafa ekki látið fyrr til skarar skríða gegn Assange, og Obama forseti hefur ekki minnst einu orði á málið.

Bandarísk stjórnvöld hafa gert hvað þau geta til að gera Assange lífið leitt, svo ekki verði á þá borið að þau hafi ekki brugðist við því sem þau telja meiriháttar brot gegn sér. Þau hafa látið loka reikningum Assange hjá netbönkum, komið í veg fyrir hýsingu síðunnar í USA og eyðilagt fyrir henni einhver lén. Nú þegar Assange hefur verið handtekin, án möguleika á að fá sig lausan gegn tryggingu, gefst Bandaríkjamönnum tími til að ákveða hvort það borgi sig að ákæra Assange , eða sætta sig við orðin hlut og reyna bara að passa betur upp á leyniskjölin sín í framtíðinni.


mbl.is Assange handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Du underlät att tala om att "pólítíkusinn" är överlyst socialdemokrat. Han heter Claes Borgström och är inte i första hand känd som politiker utan som en skicklig advokat och före detta jämställdhetsombudsman. Och nämdes som en tänkbar justitieminister om vänstern vunnit valet i september.

Han är de två unga kvinnornas advokat och utalade sig i Dagens Nyheter i går. Borgström sa att Assange ljuger när han säger att utlämningen gäller Wikileaks och läckorna; Assange vet mycket väl vad han har gjort och han kränker kvinnorna en gång till med att påstå något sådant.

Han sa också att de flesta tror att en våldtäkt begås av en okänd man på en mörk plats men i detta fall var de två kvinnorna mycket vanliga unga tjejer som beundrade Assange och hans avslöjarmetoder. Så långt advokat Claes Borgström.

Julian Assange är misstänkt (jag betonar misstänkt, för han är ju inte hörd) på sannolika skäl, som är den högre misstankegraden , för våldtäkt, för två fall av sexuellt ofredande och för olaga tvång.

Hovrätten har överprövat häktningsbeslutet och godkänt det. Det har också Högsta Domstolen  i Sverige gjort  och lämnat det utan anmärkning.

Om Julian Assange nekar i förhör står ord mot ord. Om det sedan blir åtal är för tidigt att säga.  

S.H. (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 09:41

2 identicon

Ord-mot-ord. Og det betyder at han skal arresteras akkurat pa samme tidspunkt som hans liv er i fare og mange vil fa fat i ham.

Klagen er?

Det duftar allt for mycket av.....dritt (norsk far ogsa være med).....

Jón Logi (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband