Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Yndislegt

Mikill meirihluti þjóðarinnar er mjög ánægður með að kosið verður um Icesave. Forsetinn er það líka og jafnvel margir þingmenn sem samt samþykktu frumvarpið á Alþingi.  Forsetinn eins og meirihlutinn treystu ekki alþingi til þess að ákveða hvernig að þessu máli skyldi staðið, enda ekki ástæða til,  miðað við fyrri aðkomu þeirra að málinu . Þess vegna er langbest að þjóðin ákveði  sjálf í þjóðaratkvæðagreiðslu hvert framhald málsins verður.

Það sem er svo yndislegt við þjóðaratkvæðagreiðslur er að þjóðin sjálf fær að ákveða örlög sín. Eftir á verða óánægjuraddirnar að þagna og sæta sig við vilja meirihlutans.

Þeir sem taka mark á þessari skoðanakönnun (sjá frétt) og þeim sem á undan hafa gengið, sjá að mestar líkur eru á að Icesave frumvarpið verði að lögum.

Miðað við málflutning þeirra sem eru fylgjandi frumvarpinu, verða áhrif samþykktar afar jákvæð fyrir þjóðina, sem er auðvitað nákvæmlega það sama og þeir sem eru á móti frumvarpinu segja að muni gerast ef honum verði hafnað. Allt fer þetta eftir skoðunum fólks. það sem mér finnst svo yndislega post modernískt við þetta allt saman,  að það er sama hvernig fer, þjóðin getur ekki tapað.


mbl.is Mjótt á mununum um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Japan og Haiti

Heimilislausir JapanirÍ Japan býr tæknivæddasta þjóð veraldar. Innra skipulag þjóðfélagsins, velferð og afkoma íbúanna er eins og best gerist í heiminum. Hvergi í heiminum eru almannavarnir  skipulagðari.

Æðruleysi þjóðarinnar gagnvart afleiðingum jarðskjálftans og eyileggingarmætti flóðbylgjunnar, eins og myndirnar sem berast frá Japan bera vitni um, er vissulega aðdáunarvert.  Talið er að um 500.000 mans sé heimilislaust og tala þeirra sem létust er nú komin í rúmlega 4000 og ekkert hefur spurst til 8000 í viðbót. Í nánast beinni útsendingu, fylgst heimurinn með pappírsgrímuklæddum Japönum á vappi um ruslahauga þar sem áður voru bæjarstæði.

Vestrænir fréttahaukar virðast ekki vera búnir áð átta sig á þessari stóísku ró Japana.  Gagnrýni fyrir að afmennska hörmungarnar með stöðugum ágiskunum um hvað tjónið kunni að kosta í peningum, svöruðu þeir með nokkrum viðtölum við foreldra sem sloppið höfðu úr flóðunum og fagnandi þrýstu börnum sínum upp að sér. - En táraflóðin sem vestrænir frettamenn eru orðnir svo vanir að kvikmynda, þegar hörmungar steðja að á Vesturlöndum, voru hvergi að sjá.

Umheimurinn var fljótur að bregðast við og þjóðhöfðingjar heimsins kepptust við að bjóða Japan aðstoð sína. - Flestum boðum um aðstoð var samt hafnað. -

Ef við undanskiljum kjarnorkuvána sem náttúrhamfarirnar ollu og ekki er hægt að segja fyrir um hversu mikill er, þegar þetta er skrifað, er fróðlegt að bera saman þessar hamfarir við þær sem urðu á Haiti 12 Janúar 2010.

Heimilslausir Haiti búarÞá reið 7.0 sterkur jarðskjálfti yfir Port-Au-Prince og lagði borgina í rúst. 250.000 manns létu lífið og 1,3 milljónir manns misstu heimili sín. Vegakerfið laskaðist og flugvellir skemmdust.

Í Maí sama ár höfðu 1.8% þeirra sem urðu heimilislausir fengið þak yfir höfuðið hinir höfðust enn við í skýlum. Í dag, meira en ári seinna býr meira en ein milljón manns í bráðabirgðaskýlum.

Á eftir jarðskjálftunum komu hin árlegu flóð og kólera breiddist út. Talið er að meira en 400.000 manns þjáist af kóleru á Haiti, mest ungabörn. Það sem af er þessu ári hafa rúmlega 3000 þeirra látist.

Eftirköst skjálftans á Haiti 2010, halda áfram að vera mannskæð og ekki er enn séð að neinu leiti fyrir endann á hörmungum þjóðarinnar.

En fréttamennirnir eru farnir og athygli betur settra jarðarbúa hefur verið beint annað. Um þessar mundir er henni beint að Japan. -


mbl.is Hvetja fólk til að hörfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef það gengur eins og önd...

Enskur málsháttur segir eitthvað á þá leið að ef það gengur eins og önd og hljómar eins og önd, er það líklega önd. Bæði Útlendingastofnun og dómsmálráðuneytið virðast hafa farið eftir þessari ágætu alþýðuspeki og ekki talið nauðsynlegt að rannsaka málið sem fréttin hér að neðan fjallar um, út í hörgul.

Að ganga í málamyndahjónaband er ein af mörgum leiðum sem fólk notar til að flýja örbyrgð og  hafa möguleika á að öðlast hlutdeild í velmegun auðugra landa. - Sérstök lög, að mínu áliti mjög harkaleg og oftast ósanngjörn, voru sett á sínum tíma til að koma í veg fyrir að þetta gerðist hér á landi og á forsendum þeirra laga hefur óréttlætið stundum orðið ofaná eins og lesa má um t.d. í þessum vitnisburði.

Útlendingastofnun og dómsmálráðuneytið hafa nú orðið uppvís að því að misbeita lögunum.  það er vont til þess að vita að ekki sé hægt að treysta jafn mikilvægum stofnunum í samfélaginu og þessar tvær eru og fólk þurfi að verja hendur sínar fyrir þeim með því að leita til dómstóla landsins.

Þessi dómur er því sannur áfellisdómur yfir vinnubrögð Útlendingastofnunar.

 


mbl.is Synjun um dvalarleyfi felld úr gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþekku íslensku strákarnir

Alistair Darling, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands var ekki vanur því að hlusta á eitthvað múður sem næst valdamesti maður Bretlands. Þegar hann sagði hopp, hoppuðu allir, eins hátt og þeir gátu. - Honum líkaði ágætlega við Geir Haarde sem talar betur ensku en flestir íslendingar íslensku.

Geir skildi líka Darling vel. Við munum borga sagði Geir. - Svona eru heiðursmanna-samkomulag gert og það kunni Darling að meta. Allt klappað og klárt með einu símtali.

En svo gerðist eitthvað skelfilegt. Maðurinn sem raunverulega talaði fyrir þjóðina og hélt um budduna, Davíð Oddsson, sagðist ekki ætla að borga neitt.

Svo komu þessir óþekku íslensku strákar í röðum til Bretlands og masa um eitthvað sem engu máli skipti. - Eða þannig segir Darling frá í dag. -

Sigurvegararnir semja söguna.

En allir sem ekki hafa gullfiskaminni muna að á þessum tíma stóðu Darling og Brown höllum fæti heima fyrir og vörðust vantraustyfirlýsingum úr öllum áttum.

Þeim var mest í mun að koma ganga fljótt frá Icesave og Kaupþingsmálunum málum þannig að almenningur gæti ekki sakað þá um að hafa hleypt þessum bankabröskurum inn  í landið og leyft þeim að athafna sig þar án fullnægjandi trygginga og regluverks. -

Þeir vildu að Íslenska ríkisstjórnin borguðu þessa smámuni sem þeir höfðu lagt úr fyrir fyrir hana og Þeir beittu bolabrögðum eins og stórvelda er háttur, sérstaklega í samskiptum sínum við dvergríki, til að tryggja að svo yrði. 

Darling setti Íslendingum leikreglurnar og eftir þeim spila þeir enn, nú fastir í klónum á AGS.

 - Channel 4 News - 24 Oct 2008.
Chancellor Alistair Darling responds to accusations that he 'over egged' the inability of the Icelandic government to reimburse British savers.

Alistair Darling: "Now we are working with the Icelandic government and with the IMF who are probably going to have to help the Icelandic government. But one of the conditions that I want is that British depositors' position is safeguarded.


mbl.is Óvissa og erfið samskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími Jóhönnu senn liðinn

Jóhanna forsætisráðherra minnir mig stundum á fjallamann sem lagt hefur mikið á sig við að klífa bergið til þess eins að njóta sólarupprisunnar en finnur þá hæsta tindi er náð að útsýnið er hulið þoku. Vonbrigði hennar með árangur starfs síns, þegar hennar tími loks kom, skína nú út úr hverri hrukku.

Samt lætur hún á engu bera og lýsir því yfir að útsýnið hafi verið dýrðlegt.

Og fólkið sem kaus hana og samfylkinguna af því að það fylgdi hinni gildu reglu um að best væri að kjósa þá sem lofuðu minnstu og minka þannig líkurnar á að verða fyrir vonbrigðum, andvarpar nú í hreinni uppgjöf. 

Öllum hugmyndunum búsáhaldabyltingarinnar sem Jóhanna í kænsku sinni sem pólitíkus daðraði við í kosningarbaráttunni,  hugmyndum með  frómum nöfnum eins og  nýtt Ísland, kosningu stjórnlagaþings og upptöku persónukjörs, hefur hún varpað fyrir róða. Fólk spyr sig meira að segja að því hvort þær hafi nokkru sinni í raun og veru verið um borð. - Á Jóhönnu er að skilja að þessi mál séu ekki lengur mikilvæg. Samflokksfólki  hennar er ljóst að Jóhanna mundi þess vegna aldrei geta unnið aðrar kosningar.

Seigla Jóhönnu er öllum kunn. Seiglan sem kom henni að lokum æðsta valdastól landsins virtist á þeim tíma  gagnast þjóðinni.  Í dag sýnir hún sömu seigluna en í þetta sinn er ljóst að hún gerir lítið annað enn að skaða hana.

Hugmyndir Jóhönnu um hvernig skuli stjórna landinu eru nefnilega, þegar allt kemur til alls, afar gamaldags. - Þær byggjast á sömu grundvallarreglu og laxveiðimaðurinn notar til að landa stórum fiski. Þannig var um Icesave málið og þannig beitir hún sér í ESB málunum. Hún þykist hafa nógan tíma og notar  hann til að þreyta andstæðinga sína, þar til þeir ganga loks fnæsandi og  bölvandi á dyr.

Jóhanna hefur með þessari hegðun smá saman einangrast og nú er svo komið að fáir treysta sér til að vinna með henni. Aðeins þeir sem eru tilbúnir að vinna fyrir hana sjá til þess að hún er enn við völd. - 

Það liggur fyrir að uppstokkun er í vændum á stjórnarheimilinu. Steingrímur bíður þess óþolinmóður að taka við forsætisráðherrastólnum eins og honum var lofað að yrði þegar kæmi fram yfir mitt kjörtímabil. Þá verður orðið ólífvænlegt fyrir  Jóhönnu að halda áfram í stjórninni. Því mun hún fljótlega hverfa úr henni og hætta í pólitík. Hennar tími er liðinn.


Kínverjarnir koma

Kína fór framúr Japan fyrir skömmu og ræður núna yfir næst stærsta hagkerfi heimsins, næst á eftir Bandaríkjunum sem allt frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar hefur setið í fyrsta sæti. Margir spá því að Kína verði komið í fyrsta sæti innan fárra ára og fólk hræðist ekki lengur kínverska kommúnismann, heldur kínverska kapítalismann. -

Ítök þeirra í hráefnavinnslu annarra ríkja, einkum í Afríku og Suður Ameríku benda til að æ fleiri þjóðir séu orðnar háðar þeim og að í náinni framtíð verði fátt aðhafst sem ekki krefst  umsagnar Kínverja eða samþykkis þeirra.

Á meðan Kínverjar tileinka sér í síauknum mæli vinnulag sem Bandaríkin voru áður þekkt fyrir, þ.e. fórnfýsi, framsækni og "can do" viðhorf, hafa Bandríkin staðið í stað.

 Bandaríkin og reyndar einnig Evrópa eiga við stórfelld félagsleg vandmál að stríða sem þau virðast ekki ráða við og tengjast m.a. viðleitni þeira til að tryggja sér aðgang að orkulindum sem eru á yfirráðasvæðum múslíma. 

Og þótt Kína eigi einnig við stórfelld félagsleg vandamál að glíma, eru þau höndluð þannig (mest virt að vettugi) að þau standa ekki í vegi fyrir framsækni þeirra. 

Á sviði menntunar og vísindalegar framfara hafa vesturveldin líka setið eftir á meðan Kínverjum fleygir fram.

Kína hefur einnig verið óhrætt við að notfæra sér annmarka hins alheimslega hagkerfis eins og það er í dag. Þeir greiða niður framleiðslu sína, halda gengi gjaldmiðilsins lágum og beita óhikað innflutningstollum á samkeppnisaðila sína.

Það eina sem getur komið í veg fyrir verulegt viðskiptastríð og jafnvel átök milli Kína og Vesturvelda í framhaldi af því,  er upptaka miklu víðtækara alþjóðlegs regluverks til að stjórna alheimslegu hagkerfi þar sem m.a. aðeins er notuð eins mynt, sömu laun eru greidd allsstaðar fyrir sömu vinnu og verð hráefnis er haldið jöfnu hvarvetna í heiminum.


Að vera eða vera ekki....

Auðvitað á að halda þessu máli til streitu úr því sem komið er. Stjórnmálamönnum er og hefur aldrei verið treystandi fyrir því að semja um þetta mál, frekar en önnur. Eins og sönnum pólitíkusum sæmir hafa þeir reynt að kreista út úr málinu allan þann pólitíska ávinning sem hægt er og nú þegar fyrir liggur að þjóðarskútan er komin að því að stranda á ásteitiskerinu,  reyna þeir hver sem betur getur að koma sjálfum sér í var. Það er svo sem ekki hægt að álasa þeim fyrir að haga sér eins og stjórnmálamenn. Til þess voru þeir væntanlega kosnir.

En Kristján Þór hefur rétt fyrir sér. Hann veit ekki í hvern fótinn hann á að stíga. Hann veit ekki hvort hann á að vera með eða ekki með Icesave. Hann ber þá von í brjósti að verða kosinn formaður Sjálfstæðisflokksins á næsta landsþingi. þess vegna getur hann ekki svikið flokkinn í tryggðum, en hann veit líka að til að geta náð kosningu, eftir að fárið er yfirstaðið,  þarf hann að geta horft framan í þjóðina og sagt; Aldrei studdi ég Icesave lll.

Öllum eru afleiðingarnar af því að semja ekki um Icesave ljósar. Öllum eru afleiðingarnar að því að semja um Icesave ljósar. - Hvor leiðin sem farinn verður mun enn auka á kreppuna í landinu, ekki bara efnahagskreppuna heldur hina andlegu þjóðarkreppu sem allir sem hafa verið illa sviknir í tryggðum, kannast persónulega við. - Enginn treystir öðrum lengur.  Án trausts virkar allt sem sagt er tvímælis og enginn sátt verður um hlutina. -

Þess vegna er best fyrir pólitíkusana að landsmenn hafni Icesave eina ferðina enn og komi í veg fyrir að Icesave lll verði aðlögum. Þannig þurfa þeir ekki að bera neina ábirgð á vitleysunni.

Afleiðingar þess munu hafa sömu áhrif á efnahag landsins og þegar að alkinn finnur loks að botninum er náð. Þá og aðeins þá, er fyrst hægt að koma vitinu fyrir hann. Og þá munu  þjarkmeistararnir sem reynt hafa að slá sjálfa sig til riddara með stöðugu andófi gegn Icesave, vonandi loks þagna eins lömbin, pólitíkusarnir finna auðmýktina aftur sem allir kusu þá út á í síðust kosningum og þjóðin getur hætt að hafa samviskubit út af því hvað lítið samviskubit hún hefur hefur haft út af þessu öllu saman.


mbl.is „Hið ömurlegasta mál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vissulega munu múslímar verða áfram við völd í Egyptalandi

Fréttaflutningur Mbl.is af mótmælunum í Egyptalandi er litaður af miklum fordómum og vanþekkingu. Í þessari frétt er talað um ótta Ísraela við að múslímar komist til valda í Egyptalandi. Fyrir það fyrsta er núverandi forseti Hosini Mubarak og aðrir valdhafar Egyptalands múslímar.

Þeir sem koma til að taka við völdum ef Múbarak fer frá, verða að öllum líkindum múslímar enda þjóðin íslömsk.

Það sem Ísraelsmenn og aðrir óttast er að einhverjir öfgasinnaðir múslímar komist til valda í Egyptalandi. Það er til vansa að engin tilraun er gerð til að greina þarna á milli í þessari frétt, rétt eins og munurinn sé enginn. 

Þá er þráfaldlega talað um Egyptaland sem "Arabaland" og þjóðina sem Arabaþjóð. Hvorugt er rétt. Stærsti hluti þess fólks sem býr í Egyptalandi er ekki arabískur heldur þjóð innfæddra sem kallaðir eru Egyptar.


mbl.is Ísraelar óttast múslímastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kína mun kaupa heiminn

Herra Hu sá ástæðu til að reyna sannfæra Obama um að Kína mundi aldrei sækjast eftir heimsyfirráðum. Hu er sennilega skyggn úr því hann getur fullyrt þetta.  Kína er fjölmennasta ríki veraldar. Efnahagskerfi þeirra hefur þanist út á s.l.  30 árum og  skotist fram fyrir allar þjóðir nema Bandaríkin.

Engin þjóð hefur á síðustu 10 árum fjárfest eins mikið í iðnaði annarra þjóða, en Kína. Hu getur óhræddur lýst því yfir að Kína ætli ekki að fara með hernaði gegn þjóðum heimsins. Innan skamms munu þeir geta keypt þær með húð og hári.

Samt á Kína langt í land þegar augun beinast inn á við. Þeir eru, miðað við höfðatölu, enn fátæk þjóð, þótt þeir sitji á billjónum að dollurum í varasjóðum sínum. Vandamál Kína snúa fyrst og fremst inn á við og varða innviði samfélags þeirra.

Í fljótu bragði má benda á þrennt.

Mikil ósátt milli þeirra sem stjórna landinu, og þeirra sem stjórnað er. Kommúnistaflokkurinn er enn við völd og í gegnum hann liggja allir valdþræðir í Kína.  Þeir sem á einn eða annan hátt vinna gegn flokknum,  eru ofsóttir og fangelsaðir.

Þá er einnig óeining innan kommúnistaflokksins. Valdabaráttan innan hans stafar ekki af mismunandi hugsjónum, heldur er hún eingöngu barátta um völd og áhrif. Kerfið býður ekki upp á skilgreindar leiðir fyrir flokkmeðlimi að velja helstu leiðtoga sína og þess vegna er þetta ætíð spurning hver er snjallastur í pólitísku hrossakaupmennskunni sem stunduð er í flokknum. 

Enn er talsvert um árekstra milli einkageirans og hins opinbera. Kína er með blandað hagkerfi sem gefur stjórnvöldum í raun yfirráð yfir öllu hagkerfinu um leið og þeir sigla undir flöggum frjálsra viðskipta þegar það hentar þeim. Sá auður sem skapast hefur í Kína, sést aðeins í borgum landsins. Mestur hluti íbúa landsins lifir enn við mikla fátækt. -

 


mbl.is Kínverjar vilja ekki heimsyfirráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja Íslendingar fyrirgefa Gordon Brown

Forseti Íslands kallar eftir afsökunarbeiðni frá Gordon Brown. Spurningin er hvað það mundi hafa upp á sig að Gordon Brown biðji Íslendinga afsökunar á að hafa kallað Íslendinga gjaldþrota, eins og Ólafur Ragnar vill að hann geri.  - Breski varnarmálráðherrann Liam Fox bað Íslendinga afsökunar á að hafa beitt hryðjuverkalögunum gegn Íslandi og það hefur komið fram í máli Össurar Skarphéðinssonar að ýmsir breskir ráðamenn hafa tjáð honum eftirsjá sína yfir meðferðina á Íslandi að Breta hálfu í kjölfar bankahrunsins. Þessar afsökunarbeinir eru mikils virði af því þær koma frá núverandi stjórnvöldum sem hafa einnig tök á að láta gjörðir fylgja máli.

Eftir að Gordon Brown tapaði kosningunum hefur svo til horfið af sjónarsviðinu, þótt hann sé vissulega enn þingmaður er hann áhrifalítill í breskri pólitík í dag. Afsökunarbeiðni frá honum mundi aðeins vera persónuleg beiðni, en ekki fyrir hönd bresku ríkisstjórnarinnar. Og svo er spurning hvernig slíkri beiðni yrði tekið af Íslendingum. Mundu þeir raunvrulega vera tilbúnir til að fyrirgefa Brown og taka hann í sátt.


mbl.is Brown ætti að biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband