Óþekku íslensku strákarnir

Alistair Darling, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands var ekki vanur því að hlusta á eitthvað múður sem næst valdamesti maður Bretlands. Þegar hann sagði hopp, hoppuðu allir, eins hátt og þeir gátu. - Honum líkaði ágætlega við Geir Haarde sem talar betur ensku en flestir íslendingar íslensku.

Geir skildi líka Darling vel. Við munum borga sagði Geir. - Svona eru heiðursmanna-samkomulag gert og það kunni Darling að meta. Allt klappað og klárt með einu símtali.

En svo gerðist eitthvað skelfilegt. Maðurinn sem raunverulega talaði fyrir þjóðina og hélt um budduna, Davíð Oddsson, sagðist ekki ætla að borga neitt.

Svo komu þessir óþekku íslensku strákar í röðum til Bretlands og masa um eitthvað sem engu máli skipti. - Eða þannig segir Darling frá í dag. -

Sigurvegararnir semja söguna.

En allir sem ekki hafa gullfiskaminni muna að á þessum tíma stóðu Darling og Brown höllum fæti heima fyrir og vörðust vantraustyfirlýsingum úr öllum áttum.

Þeim var mest í mun að koma ganga fljótt frá Icesave og Kaupþingsmálunum málum þannig að almenningur gæti ekki sakað þá um að hafa hleypt þessum bankabröskurum inn  í landið og leyft þeim að athafna sig þar án fullnægjandi trygginga og regluverks. -

Þeir vildu að Íslenska ríkisstjórnin borguðu þessa smámuni sem þeir höfðu lagt úr fyrir fyrir hana og Þeir beittu bolabrögðum eins og stórvelda er háttur, sérstaklega í samskiptum sínum við dvergríki, til að tryggja að svo yrði. 

Darling setti Íslendingum leikreglurnar og eftir þeim spila þeir enn, nú fastir í klónum á AGS.

 - Channel 4 News - 24 Oct 2008.
Chancellor Alistair Darling responds to accusations that he 'over egged' the inability of the Icelandic government to reimburse British savers.

Alistair Darling: "Now we are working with the Icelandic government and with the IMF who are probably going to have to help the Icelandic government. But one of the conditions that I want is that British depositors' position is safeguarded.


mbl.is Óvissa og erfið samskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Darling er eins og Brown, svona afsprengi "gamla tímans" kalda stríðsins ef vill, þegar spilltir ráðamenn gátu gert eins og þeim sýndist, án þess að gera grein fyrir einu eða neinu gagnvart almenningi. 

En hversvegna og í hvaða tilgangi er verið að fá hann í viðtal til "tönnlast" á þessu sama og allir, sem nennt hafa að hlusta á hann, hafa heyrt áður, skil ég ekki.

En góður "vinkill" hjá þér Svanur.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 11.3.2011 kl. 18:42

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góður pistill þetta...

Óskar Arnórsson, 12.3.2011 kl. 01:09

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Við eigum það sameiginlegt Kristján og Óskar, að við erum búsettir erlendis. Ætli sjónarhornin þaðan séu öðruvísi en frá Íslandi?

Svanur Gísli Þorkelsson, 12.3.2011 kl. 01:53

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sjónarhornin verða að sjálfsögðu fleyri og breytast eftir því hvaðan maður horfir á þau. Égt vil meina að það gefi öðruvísi yfirsýn og meðvitund enn að skoða allt málið utanfrá og ekki innífrá.

Ég eyddi 5 árum á Íslandi, seldi allt í Svíþjóð og keypti íbúð á Íslandi. Ég er komin aftur til Svíþjóðar í sömu stöðu og 1988. Bara reynslunni ríkari og einfaldara að fá vinnu enn í byrjun.

Ég veit ekki hvort ég geri fleyri trilraunir til að flytja heim sem mig reyndar langar mikið til. Enn ég hafðiu hugsað mér að lifa öðruvísi enn að vera á hlaupum til að eiga fyrir næstu afborgunum af  einhverri íbúð eða bíl.

Þörf englendinga að drottna yfir öðrum þjóðum er í genum þeirra sama hvaða leikrit þeir hleypa af stokkunum til að sannfæra einhvern um annað.

Yfirstéttin og valdastéttin í Englandi er ótrúlega forneskjuleg í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur.

Yfirvöld í englandi  fórna gjarna peningum, helst annara manna til að njóta ánægjunnar av að ráðskast með fólk einhversstaðar. Mér líkar samt þrælvel við englendinga almennt.

Óskar Arnórsson, 12.3.2011 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband