Vilja Íslendingar fyrirgefa Gordon Brown

Forseti Íslands kallar eftir afsökunarbeiðni frá Gordon Brown. Spurningin er hvað það mundi hafa upp á sig að Gordon Brown biðji Íslendinga afsökunar á að hafa kallað Íslendinga gjaldþrota, eins og Ólafur Ragnar vill að hann geri.  - Breski varnarmálráðherrann Liam Fox bað Íslendinga afsökunar á að hafa beitt hryðjuverkalögunum gegn Íslandi og það hefur komið fram í máli Össurar Skarphéðinssonar að ýmsir breskir ráðamenn hafa tjáð honum eftirsjá sína yfir meðferðina á Íslandi að Breta hálfu í kjölfar bankahrunsins. Þessar afsökunarbeinir eru mikils virði af því þær koma frá núverandi stjórnvöldum sem hafa einnig tök á að láta gjörðir fylgja máli.

Eftir að Gordon Brown tapaði kosningunum hefur svo til horfið af sjónarsviðinu, þótt hann sé vissulega enn þingmaður er hann áhrifalítill í breskri pólitík í dag. Afsökunarbeiðni frá honum mundi aðeins vera persónuleg beiðni, en ekki fyrir hönd bresku ríkisstjórnarinnar. Og svo er spurning hvernig slíkri beiðni yrði tekið af Íslendingum. Mundu þeir raunvrulega vera tilbúnir til að fyrirgefa Brown og taka hann í sátt.


mbl.is Brown ætti að biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Já - ef hann biðst afsökunar opinberlega kemur því í alla helstu fjölmiðla heims  og hengir sig á eftir.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.1.2011 kl. 11:18

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það ætti að láta þá borga skaðabætur, nokkur þúsund miljarða.!!!!!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 17.1.2011 kl. 17:07

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Nei,

Fáranleikinn; sem kemur frá forseta lands þar sem hann sjálfur og æðstu valdhafar allir sem einn, "mæra" rannsóknarskýrslu í 9 bindum af frátöldum kaflanum um þau sjálf,veldur kinnroða og skömmustuhrolli.  

Öllum er sama um persónurnar, en fæstum er sama um embættin sem þær eru kosnar í.  

Þrauta þráseta forsetans þenur þolinmæði þjóðar. (hvað eru mörg þoddn í því?)

Jenný Stefanía Jensdóttir, 17.1.2011 kl. 18:34

4 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Eitt. Það er eitt þoddn í því.

Hörður Sigurðsson Diego, 17.1.2011 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband