Ég er það sem ég er

Ef að hrunið hefur orðið til þess að sýndarveruleikinn sem umlék Ísland á erlendri grund, hrundi,  eru það góðar fréttir. Ef að Ísland er að læra smátt og smátt að vera "það sem það er", í stað þeirrar uppblásnu og óheilbrigðu ímyndar sem var að vaxa upp með þjóðinni á 21. öldinni er það líka gott. -

Ef Ísland hefur verið neytt til að koma út úr skápnum, fyrst vestrænna þjóða, og þröngvað til að leita nýrra leiða til að skapa mannvænna samfélag, ber að fagna því.  

Ef að Íslendingar eru að átta sig á því að það er ekki endilega eftirsóknarvert að teljast meðal auðugustu þjóða jarðar og að hamingjan er ekki fólgin í að eiga erlendar verslunarkeðjur og fótboltafélög og hafa efni á því að eta gull í Dubai, er það mikil framför.

Það lét Íslendingum aldrei vel að bera sig saman við þjóðir og háttu þjóða, sem eiga sér langa sögu af yfirgangi gagnvart öðrum þjóðum og hömlulausum ágangi á náttúrauðlindir heimsins. Við tilheyrðum aldrei þeim hópi og nú höfum við vonandi áttað okkur á að samleið með honum er ekkert eftirsóknarverð.

Ísland hefur sem betur fer hrapað á öllum velferðar og hamingjulistum þar sem þjóðirnar eru bornar saman við hverja aðra og notast er við staðla sem eru gjörsamlega grundvallaðir á efnishyggju.


mbl.is Ímynd Íslands í molum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Mér finnst bara eins og margir Íslendingar hafi ekkert lært.

Svo finnst mér vafa samt að Ísland hafi mælst hátt á velferðar og hamingju listum sem eru grundvallaðar við efnishyggju - þar sem ýtrekaðar rannsóknir sýna að efnishyggjan veldur beinlínis óhamingju. Allavega hef ég ekkert tekið eitthvað sérlega eftir því að Við eyjaskeggjar séum eitthvað voðalega hamingjusamir og verð alltaf jafn undrandi þegar ég frétti af því.

Við erum aftur á móti í nánd við það að vera geðhvarfasjúk sem lýsir sér best í því að núna - þegar ástandið er fjarri því að vera alslæmt - eru mjög margir íslendingar helstóaðir af svartsýnii í stað þess að vera raunsæir. 

Brynjar Jóhannsson, 7.11.2010 kl. 16:20

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Brynjar og takk fyrir athugasemdina.

Að læra er ferill sem tekur tíma. Það er ekki nóg að vita, eins og þú veist, heldur verður að tileinka sér það sem maður veit. Á meðan forframaðir íslendingar létu sem þeir ættu heiminn og ætluðu að deila honum með öðrum löndum sínum skoraði Ísland hátt í öllu þessum mælingum. - Nú heftur landið dalað allnokkuð sem er bara fagnaðarefni fyrir þá sem hafa áhuga á annarskonar velferð en þeirri sem frjálshyggja kapítalismans eða nauðung kommúnismans hafa að bjóða.

Íslendingar eru upp til hópa bjartsýnir í eðli sínu. Þetta svartnættistal dregur marga niður, rétt eins og ofurbjartsýnin hífði þá sömu upp á sínum tíma.  

Svanur Gísli Þorkelsson, 7.11.2010 kl. 17:05

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

algerlega sammála þér Svanur :)

Óskar Þorkelsson, 7.11.2010 kl. 21:14

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

...og mannleg gildi einskis metin.

Nú er bara að stofna nýtt samfélag með nýjum gildum. Hættum að vera hamingjusamasta þjóð í heimi á fölskum forsendum og snúum okkur að raunveruleikanum. Hver veit nema það gæti veitt okkur sanna hamingju í framtíðinni.

Takk fyrir greinina.

Bergljót Gunnarsdóttir, 7.11.2010 kl. 23:14

5 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Daginn sem Íslendingar á Íslandi  hætta að nota lýsingarorð í efstastigi og skeyta þeim jafnframt við nafnorðið heimur; besta, stærsta, flottasta lengsta, fallegasta í heimi,  þá er kominn tími til að pakka saman pjönkur og halda heim á leið á ný!

Brotnaði gjörsamlega saman við að lesa frétt fyrir helgi um "stærsta og flottasta bíósal í heimi" sem verið var að opna .......... á Íslandi.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 8.11.2010 kl. 02:33

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hvernig hefðu viðbrögðin orðio hefði staðið "stæðsta og flottasta" sem er þó svo algengt.

Ertu virkilega svona viðkvæm? Vona að þú hafir fengið áfallahjálp af einhverjum toga. Það er svo erfitt að haltra heim.......... "algerlega samanbrotinn".

Bergljót Gunnarsdóttir, 8.11.2010 kl. 08:18

7 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Viðkvæm eins og eitt smáblóm, með titrandi tár; það held ég nú!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 9.11.2010 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband