Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
1.5.2013 | 12:55
Stælarnir í stóra fúla gaurnum
Það veit ekki á gott fyrir Framsókn að þurfa strax, og það áður en stjórn er mynduð, að bregða út af áætlun sinni. Yfirlýst ætlun Sigmundar var að ræða við foringja flokkanna í stafrófsröð og hann ætlaði að ræða við Bjarna á eftir Birgittu, en fór þá á fund Katrínar. Bjarni Ben sem er greinilega enn í hlutverki hins særða og svikna ástmanns hefur greinilega neitað Sigmundi um fund og sagst vilja verða síðastur, eða kannski bara slúffað fundinum. -
Birgitta veit stundum meira en hún vill segja, þrátt fyrir gagnsæishugsjónirnar. - Hún veit að Sigmundur er orðin argur út í Bjarna fyrir að vera með þessa stæla. Þess vegna gaf Sigmundur það í skyn við hana að hann gæti allt eins ákveðið að mynda stjórn með stuðningi vinstri flokkanna og hennar. Vinstri menn mundu þá fá tækifæri til að að launa Framsókn í sömu minnt fyrir að styðja þá hér um árið þegar þeir misstu meirihlutann. -
Sigmundur og ÓRG hafa greinilega orðið sáttir um að Sigmundur reyndi að mynda stjórn sem unnið gæti í friði og sátt. Einskonar þjóðstjórn undir forsæti Sigmundar kæmi vel til greina. Sigmundi gengur það ágætlega að þukla á flokkunum og allir voða tilbúnir að sjá til, en hann reiknaði ekki alveg með þessum viðbrögðum stóra fúla gaursins í Valhöll.
![]() |
Minnihlutastjórn möguleg? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.4.2013 | 20:46
Ástir samlyndra hjóna
Ég sem hélt að við værum trúlofuð. Svo ertu að daðra við einhverja aðra út um allan bæ. Fleiri geta nú leikið þann leik góði. Ef að þú ætlar að haga þér svona, get ég gert það alveg eins. Það eru fleiri fiskar í sjónum en þú félagi. Hvernig mundi þér líða ef ég færi að gefa öðrum undir fótinn og það í allra augsýn, eins og þú. Veistu hvað þetta er niðurlægjandi.
Þú veist að ég elska þig, en samt læturðu svona.
Eða nei annars. Best að þú hlaupir af þér hornin og komir svo og talir við mig. Ljúktu þér bara af vinurinn og svo skulum við ræða saman. Það er ekki víst að ég taki þér eins ljúflega þá, þegar þér er orðið ljóst að ég er besti kosturinn fyrir þig.
![]() |
Framsókn ekki með einkaleyfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.4.2013 | 16:54
Fælingarmáttur Bjarna Ben
Sigmundur Davíð ætlar að taka sinn tíma og njóta þess til hins ýtrasta að sjá hversu langt hinir flokkarnir eru tilbúnir að teygja sig til að fá að vera með honum í stjórn. Formenn flokkanna iða og engjast honum til skemmtunar.
Það var ágætt hjá Birgittu Pírata að lýsa því strax yfir að hún væri ekki tilbúin til að taka þátt í þeim leik og frábiðja sér þátttöku í ríkisstjórn. Sumir kölluðu það "ábyrgðarleysi" hjá henni án þess að gera sér grein fyrir að umbætur þurfa að fara fram án þátttöku í glundroðanum.
Sigmundur Davíð er greinilega ekki á þeim buxunum að setja saman ríkisstjórn sem verður til þess að flokkurinn hans verði aftur að dvergflokki. Þess vegna er fælingarmáttur Bjarna Ben afar mikill.
Hætt er við að Sigmundur hræðist minnkunar-heilkennið sem einkennt hefur alla samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins í gegnum tíðina. Bjarni Ben er núna í vanda staddur. Honum tekst örugglega ekki að verða forsætisráðherra í þetta sinn og þar með er hann búinn að fyrirgera formannsembættinu. Hanna Birna mun hrifa það auðveldlega af honum á næsta landsfundi sjalla.
![]() |
Ætli ég taki þetta ekki í stafrófsröð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.4.2013 | 21:15
Bjarni fær trúlega ekki umboðið
Af orðum Ólafs Ragnars um að taka þurfi tillit til fleiri þátta en stærðar og þingmannastyrks þegar umboðinu til stjórnarmyndunnar verður úthlutað, er hann í raun að undirbúa landsmenn undir að Framsóknarformanni verði gefið umboðið. -
Bjarni Ben og Sjálfstæðisflokkurinn eru í beinni andstöðu við of mörg mál sem meiri hluti landsmanna vill að nái fram að ganga rétt eins og skoðanakannanir og þjóðaratkvæðagreiðsla bera vitni um.
Bjarni Ben er á móti því að stjórnaskráin verði samþykkt á grundvelli tillaga stjórnlagaráðs. Þar með er hann á móti leiðréttingu á 5% reglunni, auðlindagjaldinu og persónukjörinu. Hann hefur sýnt að hann vílar ekki fyrir sér að brjóta gegn þjóðarvilja.
Hann er einnig á móti því að umsóknarferlinu í ESB verði lokið og fólkið fái að kjósa um aðildina.
Af þessu sökum einum getur ÓRG ekki falið Bjarna stjórnarmyndunarumboðið. Skoðanir Bjarna og stefna Sjálfstæðisflokksins hafa engan samhljóm með skoðunum meiri hluta þjóðarinnar.
Af tvennum illum kostum er Framsóknarmaddaman fýsilegri kostur.
![]() |
Vill hefja viðræður við Framsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.4.2013 | 23:31
25% kusu ekki fjórflokkinn
Hver sem tekur við stjórntaumunum landsins gerir það í skugga þess að rúm 12% þeirra sem kusu, uppskáru ekkert fyrir sitt atkvæði. Það hefur aldrei gerst fyrr og má ekki gerast aftur. Slíkt er óviðunandi óréttlæti sem krafa hlýtur að verða gerð um að leiðréttist fyrir næstu kosningar. Koma verður í veg fyrir að fólk sem vill fylgja sannfæringu sinni, hendi með því atkvæði sínu, hugsanlega, á glæ.
En teikn eru þegar á lofti um að óafturkræf upplausn hins hefðbundna flokkakerfis hafi þegar hafist. Samanlagt hafa Píratar 5.1 % og Björt framtíð 8.2% meira fylgi en nokkur framboð hafa fengið utan fjórflokksins, í sögu landsins. Með þeim atkvæðum sem féllu dauð voru það meira en 25% sem ekki kusu fjórflokkinn í þessum kosningum.
Ólíklegt er að Sjálfstæðisflokkurinn endurheimti nokkru sinni aftur það fylgi sem gerði hann að áhrifamesta stjórnmálafli landsins á síðustu öld. Og Framsóknarflokkurinn veit af biturri reynslu að það er skammt á milli hreinsunareldsins og paradísar, líkt og Samfylking og Vinstri grænir eru að upplifa nú.
Þessar miklu sviptingar sem urðu á fylgi flokkanna í nýafstöðnum kosningum benda til þess að ekki er lengur hægt fyrir fjórflokkinn að reiða sig á fylgispekt almennings.
Fjórflokkurinn reyndi hvað hann gat til að setja stein í götu nýrra framboða með að setja hina óréttlátu 5% reglu. En þrátt fyrri þann háa þröskuld, gat hann ekki komið í veg fyrir metfjölda framboða og þar með metfjölda einstaklinga sem ákváðu að reyna að taka þátt í mótun samfélagsins með þátttöku í pólitísku starfi. -
Fjöldi nýrra framboða í þessum kosningum er aðeins forsmekkurinn að því sem koma skal, einkum ef að ný stjórnarskrá verður að veruleika fyrir næstu kosningar. Þróunin mun verða í átt að hreinu persónukjöri þar sem úreltar flokkslínur og hægri-vinstri-miðju skilgreiningar verða að víkja fyrir heiðvirðu og duglegu hugsjónafólki.
![]() |
Hægt að skapa þverpólitíska sátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.4.2013 | 10:21
Allt undir Ólafi Ragnari komið
Höfuðverkur Ólafs Ragnars Grímssonar er skiljanlegur og sú staða sem upp er komin eftir kosningarnar er e.t.v. tákn um það sem koma skal.
Eða hvað gerist þegar ómótstæðilegt afl verður fyrir óbifanlegri fyrirstöðu?
Tveir flokkar svo til jafn stórir og með sama þingmannafjölda hafa komið upp úr kjörkössunum.
En hver á að fá stjórnarmyndunarumboðið, stærsti flokkur landsins sem er með örlitla hærri prósentu kjörfylgis, eða sá flokkur sem verður að skoðast sem sigurvegari kosninganna vegna þess að honum tókst, líkt og Jesú Kristi, að rísa upp frá dauðum?
Formenn beggja þessara flokka hafa um hríð gengið með forsætisráðherrann í maganum og nú fellur það í hlut Ólafs Ragnars Grímssonar að ráða því hver það verður sem tekur jóðsóttina.
Allir vita að nú tekur við alvöru valdatafl því þótt fólk tali frómlega á góðri stundu um að velferð þjóðarinnar eigi að ráða ferð, eru það völdin sem þessir stjórnmálamenn ágirnast fyrst og fremst.
Ef svo væri ekki, mundi fyrir löngu vera búið að mynda hér á landi þjóðarstjórn án tillits til þingsflokksstyrks framboðslistanna.
En nú kemur sér vel fyrir auðkýfingssoninn og framsóknarmessíasinn, að Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður Framsóknar var einn þeirra sem hafði forgöngu með að hvetja Ólaf Ragnar til áframhaldandi setu á Bessastöðum, þegar Ólafur hugðist hætta. Þeir eru "góðir vinir" eins og Guðni sagði sjálfur í beinni í nótt.
Að auki kenndi Ólafur Ragnar sig fyrrum við vinstri væng stjórnmálanna og hann var jú reyndar einnig framsóknarmaður líka, um skamma hríð.
Hinsvegar hefur Bjarni Ben sagt að honum hugnist best að mynda tveggja flokka stjórn. Fengi hann umboðið mundi hann ganga ansi langt til að lokka Framsókn til samstarfs en ekki svo langt að hann mundi afsala sér forsetráðherraembættinu.
Að þessu aðgættu er líklegt að upprisuhöfðinginn fái umboð hins alvalda Ólafs Ragnars til frelsa heimilin í landinu frá ánauð sem forverar hans í framsóknarflokknum áttu stærstan þátt í að skapa.
![]() |
Síðustu tölur breyttu miklu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
26.4.2013 | 09:33
Eru ekki allir í stuði...afsakið meðan ég æli
Liam segir að eftirspurn eftir glæsivillum, glæsivögnum, antik bifreiðum og listaverkum sem eru eftirsóttustu gripirnir hjá auðfólkinu, aldrei hafa verið meiri en á sama tíma og sagt er að heimurinn gangi í gegnum alvarlega fjárhagslega kreppu.
Þessi skýrsla staðfestir enn og aftur það sem marga grunar, hin gamla og glænýa saga er, að það er sama á hverju gengur í heiminum, hinir ríku verða ríkar og þeir fátæku fátækari.
Það kemur því ekki á óvart að hinir ofurríku skulu hreiðra um sig í löndum og borgum þar sem fátæktin er líka hvað mest, einmitt þar sem öfgar auðs og öfgar fátæktar eru hvað augljósastar.
Þar er vinnuaflið ódýrast, mannslífið minnst virði og virðingin sem borin er fyrir háguðum efnislegra gæða, óþrjótandi.
Lífstíll hinna auðugu endurspeglar viðhorf þeirra til þeirra sem ekki eiga peninga. Hinir auðugu þrífa t.d. aldrei upp eftir næturgleðskapinn. Það er eftirlátið þjónum og þernum. Hinir ríku greiða sjaldan fyrir ýmsa þjónustu sem þeir fátæku greiða fullt verð fyrir.
Misskiptingunni er haldið við með ýmsum hætti, áróðri rangara upplýsinga sem haldið er linnulaust að almenningi, trúarlegri stéttskiptingu og beinni valdbeitingu, svo eitthvað sé nefnt.
Getuleysi almúgans til að spyrna við þessari þróun hefur stundum verið túlkuð sem vandarást, en kemur sjálfsagt að mestu til af þekkingarleysi.
Því hefur verið haldið fram af þeim aðilum sem ollu íslenska efnahagshruninu að það hafi komið til að hluta vegna alþjóðlegra sviptinga í hagkerfi heimsins. Flestir Íslendingar vita að það var tilkomið mest fyrir græðgi þessara sömu aðila og að þeir fengu að athafna sig að vild undir vernd þáverandi valdhafa.
Það verður þó varla sagt um Íslendinga að þeir séu óupplýstir eða skorti þekkingu á málefnum sínum. Þeir vita að eftir sukkveisluna fóru gestirnir heim til sín, án þess að borga svo mikið sem krónu fyrir viðgjörninginn. Þjónarnir voru kallaðir inn til að þrífa. Nú hafa þeir lokið sér af að mestu og því kominn tími til að efna til annarrar veislu. Hinir ríku eru að hafa sig til og á morgunn hefst gleðin aftur. Hei, eru ekki allir í stuði! Afsakið meðan ég æli.
Kannski að hér á fróni sé það raunverulega vandarástin sem veldur.
![]() |
Skammast sín ekki fyrir auðæfin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.4.2013 | 19:19
Allur er varinn góður, sagði nunnan
Bæði Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur vilja láta þjóðina ákveða hvort hún fái að ákveða sig um hvort hún eigi að ganga í Evrópusambandið.
Framsóknarflokkurinn hefur engu gleymt. Orðalag Sigmundar er orðið kunnuglegt. "mjög opinn varaðandi dagsetningu" segir hann. Opinn í báða enda, var aðaleinkenni framsóknarmaddömunnar hér áður fyrir og er greinilega enn.
Síðustu skoðanakannanir hafa sýnt að meiri hluti þjóðarinnar vill að viðræðurnar verði kláraðar svo hægt verði að kjósa um málið. Meira að segja meiri hluti þeirra sem er á móti aðild vilja líka ljúka aðildarviðræðunum.
En allur er varinn góður, sagði nunnan sem reyndar er maddaman í grímubúningi.
Bæði Sigmundi Davíð og Bjarna Ben hafa ákveðið að hægt sé að þæfa málin með málalengingum og friðþægja stuðningsfólk sitt hverjar sem skoðanir þeirra eru, með því að boða til kosninga um hvort ljúka eigi aðildarviðræðunum svo hægt sé að leggja málið fyrir þjóðina.
Aðeins þeir sem eru algerlega á móti því að þjóðin fái að kjósa um að kjósa um að kjósa hvort þjóðin eigi að vera úti eða inni, verða súrir. Og það eru bara alræðissinnarnir.
![]() |
Þjóðaratkvæði fer eftir tímasetningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.4.2013 | 10:52
Samt svo glataður
![]() |
Sigmundur Davíð fluttur til Austurlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2013 | 21:42
Gömlu góðu tímarnir eru handan við hornið
Fjórflokkurinn er á góðri siglingu þessa dagana og allt að verða í þeim efnum eins og áður var. Hann þarf engu að kvíða í næstu kosningum, er með rétt tæp 80% fylgi samanlagt. Við tekur svipuð stjórn og ríkti fyrir hrun. Hinir tveir hvíla sig og safna kröftum í næsta slag. Gömlu góðu tímarnir eru handan við hornið.
Með þessu fylgi sannar fjórflokkurinn að þjóðin (eða mikill meirihluti hennar) hefur ekki lengur áhuga á breytingum í samfélaginu, ef hún hafði það þá einhvern tímann. Hin framboðin ellefu, skipta á milli sín restinni, sem er hvergi nægjanlegur styrkur til að neinu verði breytt.
Og þetta er það sem þjóðin vill og á því ekki neitt betra eða verra skilið. Þannig er lýðræðið, hversu óupplýst sem það kann að sýnast.
Almenningur skellir við skolleyrunum við nýjum röddum og kýs það sem hann hefur alltaf kosið. Allt rausið um að spillingu þurfi að uppræta, losna þurfi við flokkeigendafélögin, skipta þurfi auðlindum á réttlátari hátt og gera þurfi gagngerar endurbætur á stjórnarskránni er í raun innantómt gaspur sem fékk hljómgrunn um tíma, eða rétt á meðan fjórflokkurinn var að svæfa þá eða þagga niður í þeim sem hlustuðu á róstuseggina. -
þótt fjórflokkurinn flaggi nýju andlitum hér og hvar, hefur stefna hans ekkert breyst, og smekkur fólks fyrir pólitík greinilega ekkert heldur.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)