Fælingarmáttur Bjarna Ben

Sigmundur Davíð ætlar að taka sinn tíma og njóta þess til hins ýtrasta að sjá hversu langt hinir flokkarnir eru tilbúnir að teygja sig til að fá að vera með honum í stjórn. Formenn flokkanna iða og engjast honum til skemmtunar. 

Það var ágætt hjá Birgittu Pírata að lýsa því strax yfir að hún væri ekki tilbúin til að taka þátt í þeim leik og frábiðja sér þátttöku í ríkisstjórn. Sumir kölluðu það "ábyrgðarleysi" hjá henni án þess að gera sér grein fyrir að umbætur þurfa að fara fram án þátttöku í glundroðanum.

Sigmundur Davíð er greinilega ekki á þeim buxunum að setja saman ríkisstjórn sem verður til þess að flokkurinn hans verði aftur að dvergflokki. Þess vegna er fælingarmáttur Bjarna Ben afar mikill.

Hætt er við að Sigmundur hræðist minnkunar-heilkennið sem einkennt hefur alla samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins í gegnum tíðina. Bjarni Ben er núna í vanda staddur. Honum tekst örugglega ekki að verða forsætisráðherra í þetta sinn og þar með er hann búinn að fyrirgera formannsembættinu. Hanna Birna mun hrifa það auðveldlega af honum á næsta landsfundi sjalla.


mbl.is „Ætli ég taki þetta ekki í stafrófsröð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

'Minnkunnar-heilkennið' sem þú talar um, Svanur, fær ekki staðist.  Síðasti flokkur sem var í stjórn með Sjálfstæðisflokknum, stríðsflokkur Jóhönnu, gróf sig alveg sjálfur ofan í holu svo eftir verður munað.  Vonandi lognast hann útaf þar.

Elle_, 30.4.2013 kl. 18:04

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Elle, missti ég af einhverju, voru það ekki Vinstri Grænir sem voru í stjórnarsamstarfi við Samfylkinguna síðasta kjörtímabil?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.4.2013 kl. 18:17

3 Smámynd: Elle_

Jú, þú misstir af miklu.

Elle_, 30.4.2013 kl. 18:56

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hér hafa greinilega einhverjir misst af einhverju.

Halldór Egill Guðnason, 1.5.2013 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband