Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
7.5.2013 | 07:14
Hvað á barnið að heita

Þessa dagana keppist fólk um að koma með tillögur að nafni á króa þeirra Bjössa og Munda, þ.e. stjórnina sem ekki er búið að mynda en virðist samkvæmt fréttum vera í burðarliðnum.
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og samkeppnin er allnokkur.
Það er til nokkurs að vinna að verða höfundurinn að nafni sem farið gæti í sögubækurnar fyrir tilþrif, hvort sem þau reynast lítil eða mikil, góð eða vond.
Fram að þessu hef ég séð þessi nöfn notuð á hraðbergi: Silfurskeiðin, Krónustjórnin, Vafningsstjórnin, Grafningsstjórnin og Vöfflustjórnin.
Kannski að það ætti að efna til samkeppni um nafn hér og nú, upp á von og óvon að úr samstarfinu verði.
Hvað með Bólmundur?
6.5.2013 | 18:01
Skuldapakkið á ekkert gott skilið
Það er komið í ljós að Þessir skuldarar og óskilafólk sem Bjössi og Mundi lofuðu að redda eru ekkert annað en ósvífnir svindlarar. Í framhaldi af þessari opinberun, ber þeim að sjálfsögðu engin skylda til að efna kosningaloforðin við þetta undirmálsfólk.
Fólk býr út um allan bæ í húsnæði sem búið er að selja ofan af því og það var sko ekki reiknað með svoleiðis svindli þegar að Mundi rýndi í tölurnar fyrir tveimur dögum og fékk mjög uppörvandi niðurstöður. Það verður ekkert af því að þetta fólk fáið peninga inn á bankareikninginn sinn frá Munda og co, eins og hann var búinn að lofa.
Það þýðir að eigendur peninganna sem Mundi ætlaði að nota til að greiða niður skuldir heimilanna, eru óhultir, enda varð Munda það ljóst að hann gat ekki snert þessa peninga eftir að Bjössi sagði honum að eigendurnir væru flestir íslenskir og margir þeirra flokksfélagar hans.
![]() |
Borga ekkert og búa frítt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2013 | 12:20
Ögmundur verndari óréttlætisins
Spillingin í stjórnsýslunni á Íslandi heldur áfram og stjórnvöld halda enn hlífðarskyldi yfir óréttlætinu og setja jafnvel sérlög til að viðhalda því. Gerræðislegur stuðningur Ögmundar Jónassoar innanríkisráðherra við áform sveitafélaga á Suðurnesjum um að hefja einokun aksturs farþega frá Leifsstöð til Reykjavíkur, er forkastanlegur og gott dæmi um þessa spillingu.
Ögmundur ver í bak og fyrir ólöglegt útboð SSS og færir fyrir stuðningi sínum falsrök og lygar.
Hann sér ekkert athugavert við að tilboði Sérleyfisbifreiða Keflavíkur skuli hafa verið tekið, en það er dótturfélag Kynnisferða sem einnig tók þátt í útboðinu. Útboðið var ætlað samkeppnisaðilum en hvað kom í veg fyrir að tilboð SBK og kynnisferða væru samin við sama borð?
Ögmundur grípur til beinna lyga við að réttlæta afstöðu sína í þessu máli fyrir fjölmiðlum og talar um að útboðið geri bæjarfélögum á Suðurnesjum mögulegt að "samþætta" almenningssamgöngur á svæðinu við farþegaaksturinn frá Leifsstöð. Almenningssamgöngur, reksturs almenningsvagna í Reykjanesbæ og áætlunarferða til og frá sveitarfélögunum á svæðinu eru þessu máli alls óviðkomandi.
Sveitarfélögin eygja vissulega þarna leið til að næla sér 360 milljón króna auka árstekjur og Ögmundur gerir þau mistök að taka þeirra málstað. Hann skeytir engu um þá aðila sem lagt hafa í miklar fjárfestingar við að þróa þessa þjónustu við ferðamenn á síðustu árum og fjárfest hundruð milljóna í tólum og tækjum til að sinna henni.
Samkeppniseftirlitið sem ætti auðvitað að láta þetta og önnur slík mál til sín taka, hefur einnig brugðist í þessu máli. Þar á bæ segjast menn ekki geta beitt sér gegn Ögmundi og sérlögunum hans af því að þeir hafi ákveðið að túlka sínar heimildir til afskipta svo "þröngt".
Samkeppniseftirlitið verður þar með að teljast hluti af vandmálinu. Það tekur þátt í valdaníðslu stjórnsýslunnar og stuðlar að félagslegu óréttlæti sem ógnar öryggi og atvinnu fjölda fólks.
Og nú þurfa þau fyrirtæki sem brotið hefur verið á að leita eftir rétti sínum hjá ESB.
Það eru svona uppákomur í þjóðfélaginu sem fá mann til að taka undir hin fleygu orð að betra væri að vera frjálsborinn maður í evrópskum hreppi en að vera hirðfífl smáfursta á Íslandi.
![]() |
Hóta að kæra til eftirlitsstofnunar EFTA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2013 | 22:18
Í sumarbústað að hafa það huggó
Þá er parið komið upp í sumarbústað og ætlar að hafa það huggó næstu daga. Þeir skruppu reyndar í Krónuna til að ná sér í nokkrar núðlusúpur og vöffluhræring. Fyrsti dagurinn gekk eins og hjá svo mörgum sem eru að hittast fyrir alvöru í fyrsta sinn á stefnumóti. Það gengur vanalega út á að átta sig á því hvort vilji og áhugi er fyrir hendi til að hittast aftur.
Og allt virðist hafa gengið upp því i enda dags var gefin út yfirlýsing um að þeir myndu halda áfram að vera saman á morgun. Engin óvænt reiðiköst og engir stólar brotnir. - Þetta er auðvitað bráðsnjallt að gera þetta eftir AA prógramminu og taka einn dag í einu.
Þjóðin heldur áfram að fylgjast spennt með tilhugalífi þessara vonarbarna sinna, turtildúfnanna Bjössa og Munda.
![]() |
Sitja á fundi og borða vöfflur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.5.2013 | 20:00
Ákveða að deita...
Nýjustu fréttir herma að Sigmundur Davíð og Bjarni Ben hafi ákveðið að byrja saman, alla vega að deita. Nú er að sjá hvort þeim tekst að fara alla leið og á endanum upp í hjónasæng. Eins og hjá öðru nútímafólki kann það að taka nokkurn tíma fyrri þá að ganga úr skugga um að þeir séu réttir fyrir hvern annan. - Þeir þurfa að máta sig , eins og kallað er.
En það boðar aldrei gott þegar nákomnir eru mikið á móti sambandinu. Þegar hafa nokkrir af andlegum skyldmennum Bjarna lýst yfir efasemdum um ráðahaginn tilvonandi. Einkum setja þeir það fyrir sig að Sigmundur sé ekki nægilega þroskaður fyrir Bjarna. Að heyra á endemi!!!
Það er gömul saga og glæný í svona samböndum að oft er það annar aðilinn sem er hrifnari en hinn, elskar meira. Það á berlega við í þessu tilfelli og kristallast í þeirri yfirlýsingu Sigmundar að þessar þreifingar verði á hans forsendum, enda mikill prinsipp maður. Hann sýnir þó Bjarna talverða umhyggju því hann segist ætla að taka tillit til hans eftir föngum. Það var samt ekki tillitsamt af Sigmundi, svona í upphafi tilhugalífsins með Bjarna að segjast alveg eins hafa áhuga á þríkanti.
![]() |
Byggja viðræður á stefnu Framsóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2013 | 20:48
Hið undarlega mál varðandi biluðu kaffikönnuna
Sigurður Ingi Jóhannsson segir að Sigmundur hafi átt í óformlegum viðræðum við Sjálfstæðismenn í dag. Þær hafa þá farið fram við einhverja aðra en Bjarna því hann man ekki eftir því að hafa talað við Sigmund.
Bjarni er alveg klár á þessu því hann fór að ná í kaffikönnu úr viðgerð.
Ótal spurningar brenna nú á vörum landsmanna.
Við hvern talaði Sigmundur ef hann talaði ekki við Bjarna?
Var Sigmundur kannski líka að ná í kaffikönnu úr viðgerð.
Kannski voru viðræðurnar svo leynilegar að hvorki Bjarni eða Sigmundur vissu af þeim.
Eða var Sigmundur að ræða við einhverja aðra í Sjálfstæðisflokknum.
Og voru það e.t.v. ekki óformlegar viðræður?
En hversvegna veit Bjarni ekki við hverja hann talaði í Sjálfstæðisflokknum?
Er e.t.v. verið að ýta Bjarna út úr viðræðunum.
Eru stuðningsmenn varaformannsins þarna að verki eina ferðina enn, án vitundar hennar að sjálfsögðu.
En ef Sigmundur var ekki að tala við neinn sjálfstæðismann, af hverju segir Sigurður Ingi vara-aðal hann hafi verið að því.
Eða var Sigurður ekki að segja satt.
Eða vildi Sigmundur að Sigurður héldi að hann væri að tala við Bjarna?
Og þá, hvers vegna?
Og hvenær bilaði kaffikannan?
Og hversvegna þurfti Bjarni að ná í hana, akkúrat í dag?
Og hvar var vélin í viðgerð?
Hjá Össuurri eða hvað?
![]() |
Bjarni kannast ekki við viðræður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.5.2013 | 16:54
Lán fyrir lánum
Ha, að taka lán til að borga lán heimilanna í landinu. Ég hélt að það ætti að greiða lánin þeirra niður með peningum sem Sigmundur Davíð var búinn að finna. Þetta átti að vera svona fé án hirðis sem hann ætlar að forða frá því að lenda í klónum á voðalega vondum köllum í útlöndum sem reyndu að hagnast á veseninu sem íslenskir bankar lentu í þegar að þeir bruðluðu sem mest. -Nú bíða bara allir eftir að Sigmundur leggi inn á þá.
Þessi Sigríður Benediktsdóttir, yfirmaður fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands veit ekkert í sinn haus eða skilur ekki snilldina við lausn Sigmundar. Það sem Sigmundur er að tala um er eitthvað alveg nýtt sem engin hafði hugsað áður. Það sem þessi kerla í seðlabankanum er að tala um er að taka lán til að borga lán. Það er sko ekkert nýtt. Við höfum öll séð það gert margoft áður.
![]() |
Kosningaloforðin fjármögnuð með lánum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.5.2013 | 03:10
Svo bíðum við bara og bíðum og bíðum og bíðum........
Orðstír og Hróður Sigmundar Davíðs vex með hverjum degi og nóttu sem líður án þess að hann hefji formlega stjórnarmyndun. Óbærilegur léttleiki tilverunnar ala Sigmundur Davíð leggst vel í landann.
Aðeins meðal skuggapenna og ofursjalla gætir smá pirrings út í sætabrauðsdrenginn með bústnu kinnarnar sem talar hátt og snjallt eins og skátaforingi.... þegar hann talar.
Margir sem haft hafa andstyggð á öllu sem heitir Framsókn eru farnir að gæla við að fyrirgefa Sigmundi fyrir að vera fæddur inn í þann flokk. Þeir eru vongóðir um að hann geri eitthvað alveg nýtt og kannski jafnvel eitthvað af viti. (Nýtt væri mjög gott í stöðunni, ekki má gera of miklar kröfur)
-Og þeir heittrúuðustu segja að nýr og ferskur andi svífur yfir vötnunum, rétt eins og nýr tími upplýsingarinnar sé í þann mund að renna upp....Ja nema að það eru engar upplýsingar að fá og engin veit hvað Sigmundur er að hugsa. Jafnvel talsmenn algers gegnsæis og allt upp á borðum fólk, hemja sig og hafa bara lekið smá. (hehe minnihlutastjórn) -
Þessi nýlunda Sigmundar Davíðs gerir eftirvæntinguna hjá öllum meiri og margir eru ekki alveg að höndla spennuna. Einkum eiga hægri hægri-menn erfitt. Þeir standa milli ótta og vonar og vita ekki út í hvað eða hvern þeir eiga að bölsótast.
Ekki má styggja Sigmund ef vera kynni að hann sæi að sér og næði saman með Bjarna eftir allt.
Enn sem komið er geta þeir ekki ráðist á guðföðurinn á Bessastöðum, því þeir vita að þeir sjálfir bera mesta ábyrgð á því að hann er þar enn í húsi. En sumir vilja meina að í hinum fersku vindum megi einmitt finna lyktina af ÓRG.
Það er helst að reynt sé að sparka í dauðan hund og kenna Samfó og Össuri um allt þetta svikaloft, þótt XS fólk fari með veggjum þessa dagana eftir slæma útreið í kosningunum.
![]() |
Framhaldið ekki ákveðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.5.2013 | 17:07
Samsæri um samsæri
"Now the plot thickens". Draugasíður á fésbókinni eru að uppnefna Sigmund Davíð og þær eru látnar líta svo út eins og Sjálfstæðismenn séu að verki. Á þessum síðum er talað um Sigmund Davíð eins og Sjálfstæðismenn mundu tala um hann ef hann ákveður að mynda ekki stjórn með Bjarna Ben. Þess vegna finnst mörgum Sjálfstæðismönnum, einkum þeim sem gætu hugsanlega orðið ráðherrar í stjórn Sigmundar, þessar árásir á Sigmund ótímabærar og frábiðja sér alla tengingar við þær.
Þeir sem eru ásakaðir um að halda þessum innilegu draugagrín-síðum úti, benda á að þær geti allt eins verið frá Sjálfstæðismönnum sem vilji láta líta svo út að einhverjir aðrir en þeir sjálfir séu að eyðileggja möguleika þeirra á stjórnarsamstarfi því ef þeim verður hafnað, þurfi þeir að hafa blóraböggla tilbúna.
Alla vega hafa hinar óhefðbundnu leiðir Sigmundar við stjórnarmyndun orðið þess valdandi að sjaldan eða aldrei hafa samsæriskenningarnar verið jafn margar og fjölbreyttar. En e..t.v. er það líka samsæri!
![]() |
Ég neita þessu innilega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2013 | 23:55
Leynistefnumótið
Já, leyni-ástarfundinum er lokið og Sigmundur var snöggur að ljúka sér af fannst Bjarna. Bjarni var reyndar frekar illa til hafður enda seint til fundarins boðið. Að auki var hann rosalega pirraður út í Sigmund fyrir að hafa verið að hitta aðra á undan sér.
Það fyrsta sem Bjarni sagði Sigmundi á stefnumótinu var að hann vildi hafa það á hreinu að hann væri ekkert hrifin af svona frjálsum ástum eða hvað svo sem Sigmundur vildi kalla þetta fleður sitt.
Bjarni sagði að hann sjálfur væri klárlega eins maka maður og það mætti alveg kalla hann gamaldags fyrir það en svona væri hann bara.
Sigmundur reyndi að sefa Bjarna og sagði að engin skaði væri skeður.
Enn vissi hann einn hvað allir hinir væru að hugsa og engin þeirra vissi hvað hann væri að hugsa. Þetta fannst Bjarna vo'ða sniðugt og hann klappaði saman höndunum í hrifningu.
Svo sagði Sigmundur honum raun væri hann líka gamaldags af því hann vildi hafa í heiðri þá gömlu framsóknarhefð að vera opin í alla enda og gefa öllum séns á aðgangi. Nú væri bara eftir að sjá hvað Bjarni væri að hugsa.
Bjarni sem aðeins var að hugsa um eitt, róaðist nokkuð við þetta og saman sátu þeir í sófanum og spjölluðu áfram.. Bjarni var að vona að eitthvað meira mundi gerast en svo varð ekki. Að lokum sagðist Sigmundur þurfa að drífa sig og hann mundi kannski hafa samband fljótlega aftur.