Samsæri um samsæri

"Now the plot thickens". Draugasíður á fésbókinni eru að uppnefna Sigmund Davíð og þær eru látnar líta svo út eins og Sjálfstæðismenn séu að verki. Á þessum síðum er talað um Sigmund Davíð eins og Sjálfstæðismenn mundu tala um hann ef hann ákveður að mynda ekki stjórn með Bjarna Ben. Þess vegna finnst mörgum Sjálfstæðismönnum, einkum þeim sem gætu hugsanlega orðið ráðherrar í stjórn Sigmundar, þessar árásir á Sigmund ótímabærar og frábiðja sér alla tengingar við þær.

Þeir sem eru ásakaðir um að halda þessum innilegu draugagrín-síðum úti, benda á að þær geti allt eins verið frá Sjálfstæðismönnum sem vilji láta líta svo út að einhverjir aðrir en þeir sjálfir séu að eyðileggja möguleika þeirra á stjórnarsamstarfi því ef þeim verður hafnað, þurfi þeir að hafa blóraböggla tilbúna.

Alla vega hafa hinar óhefðbundnu leiðir Sigmundar við stjórnarmyndun orðið þess valdandi að sjaldan eða aldrei hafa samsæriskenningarnar verið jafn margar og fjölbreyttar. En e..t.v. er það líka samsæri!  


mbl.is „Ég neita þessu innilega“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Átt þú einhvern þátt í þessu? Hatur þitt á sjálfstæðisflokknum virðist allavega innilegra en hjá blaðamannsgelgjunni mistæku.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.5.2013 kl. 17:27

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

"hatur" er of sterkt til orða tekið Jón. Og ég er aðeins áhorfandi eins og flestir.

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.5.2013 kl. 20:19

3 identicon

Ég gæti alveg trúað því að einhver úr náhirð Reynis Traustasonar á sorpblaðinu DV standi að baki þessu. Alveg frá því að þessi blaðsnepill var stofnaður, hafa blaðasnáparnir verið að ljúga um allt mögulegt og skálda í eyðurnar, vegið að mannorði saklausra manna, sérstaklega mannorði þeirra sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér.

Síðasta áratug hefur sorpblaðið DV verið málgagn öfgafemínistanna, sem jú voru potturinn og pannan í helfararstjórn Jóhönnu. Enda voru kveinstafirnir í náhirðinni og heykvíslahjörðinni á DV átakanlegir, þegar ljóst varð að versta ríkisstjórn Íslandssögunnar var kolfallin, flestum til mikillar ánægju.

Þótt Jóhann Páll neiti sök, er engin ástæða til að trúa honum frekar en öðrum sem vinna á blaðinu.

Pétur D. (IP-tala skráð) 2.5.2013 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband