Hvað á barnið að heita

sigmundur_e_a_oli

Þessa dagana keppist fólk um að koma með tillögur að nafni á króa þeirra Bjössa og Munda, þ.e. stjórnina sem ekki er búið að mynda en virðist samkvæmt fréttum vera í burðarliðnum.

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og samkeppnin er allnokkur.  

Það er til nokkurs að vinna að verða höfundurinn að nafni sem farið gæti í sögubækurnar fyrir tilþrif, hvort sem þau reynast lítil eða mikil, góð eða vond. 

Fram að þessu hef ég séð þessi nöfn notuð á hraðbergi: Silfurskeiðin, Krónustjórnin, Vafningsstjórnin, Grafningsstjórnin og Vöfflustjórnin.

Kannski að það ætti að efna til samkeppni um nafn hér og nú, upp á von og óvon að úr samstarfinu verði.

Hvað með Bólmundur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vöfflustjórnin

Ingó (IP-tala skráð) 7.5.2013 kl. 16:54

2 identicon

Þingvallastjórnin að sjálfsögðu

Óttar Felix Hauksson (IP-tala skráð) 7.5.2013 kl. 22:48

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Krógi, um króga, frá króga, til króga.

Hitt er bara framburðarvilla. Spurðu Skaftfellinga!

Jón Valur Jensson, 7.5.2013 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband