Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
26.6.2013 | 00:30
Rukka fyrir það sem almenningur hefur þegar greitt fyrir
Gunnar O. Skaptason vill finna ódýrari leiðir til að rukka ferðamenn um 350 krónur, sem skoða vilja Kerið. Honum finnst dýrt að kosta til manni sem innheimtir skoðunargjaldið að Kerinu í Grímsnesi. Næsta skerf verður að finna einhvern sem gerir það fyrir ekki neitt, líkt og lagfæringarnar sem gerðar voru að aðgengi Kersins. Þær fengust fyrir ekki neitt.
Gunnar vill rukka ferðmenn til að greiða fyrir viðhald og endurbætur á staðnum sem áfangastað ferðamanna. Ekkert salerni er á staðnum. Engin aðstaða til nokkurs nema að leggja bílnum sinum og skilti sem lýsir hvernig Kerið varð til. Sú aðstaða sem við Kerið er að finna, bílastæðið og aðreinin að því, var greidd af almenningi.
En Gunnar er samviskusamur maður og er án efa að íhuga að greiða aftur þá fjármuni sem runnið hafa af almannfé til að gera Kerið hæft til skoðunar, en það var vegagerð ríkisins sem sá um allar þá aðstöðugerð sem gerir Kerið hæft til að taka á móti ferðamönnum. E.t.v. hefði Gunnar og aðrir Ker-eigendur átt að gera það áður en þeir fóru að innheimta fé af fólki, Íslendingum jafnt sem útendingum fyrir að skoða það.
![]() |
Fyrsti dagur gjaldtöku gekk vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.5.2013 | 17:23
Montinn af afrekum fráfarandi ríkisstjórnar
Gott hjá Ólafi Ragnari að baða sig í ljósinu af afrekum fráfarandi ríkisstjórnar. Hann segir að önnur lönd geti tekið vinnubrögð hennar til fyrirmyndar og montar sig af einhverju sem hann kallar "Íslensku leiðina". Við Íslendingar kunnum sko að taka á hlutunum, eru skilaboð hans til heimsins. Merkilegt hvað Íslendingar voru samt óánægðir með þennan árangur. -
Enn og aftur rifjar hann upp aðkomu Gordon Brown að hrunmálum íslensku bankanna og gerir þar með sitt mesta til að halda glæðunum í hatursbálinu í garð Breta, lifandi. Hann veit að Gordon getur hvort eð er ekki svarað fyrir sig, enda kominn úr pólitík.
Þrátt fyrir þessar hnýtingar forsetans í Breta, kæra þeir sig kollótta og heimsækja landið sem aldrei fyrr og eru manna stórtækastir við að bera hingað gjaldeyrinn sem við þörfnumst nú svo. Kannski er Ólafur svona slunginn markaðsmaður að hann veit að það er ekkert til sem heitir slæm auglýsing.
![]() |
Forsetinn hreifst af Sigmundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2013 | 14:52
What if Teardrops were Blowing in the Wind
Margir hafa orðið til að gagnrýna Evrópsku söngvakeppnina fyrir að vera einskonar samnefnari evrópskrar lágmenningar. Og það er satt að í keppninni fléttast saman undarlegir þættir. Tískuklisjur og glamúr í bland við mannréttindabaráttu, hugsjónir og zeitgeist strauma evrópskrar alþýðu, má auðveldlega lesa út úr myndklippunum frá keppninni sem nú er orðin 58 ára gömul. Jafnvel stigagjöfin ein og sér er sögð gefa ágætis mynd af pólitískum hræringum í álfunni á þessu tímabili.
Því er stundum haldið fram að Íslendingar kjósi frekar að syngja saman en að dansa, þegar þeir gera sér glaðan dag. Eitt er víst að um leið og Frónbúar fengu tækifæri til að fylgjast með keppninni og löngu áður en þeir sjálfir byrjuðu að taka þátt, tóku þeir miklu og varanlegu ástfóstri við hana. Fá eru þau lönd sem gera keppninni jafnt hátt undir höfði og gert er á Íslandi og keppniskvöldið sjálft löngu orðið ginheilagt meðal þjóðarinnar.
Á Íslandi er sterk hefð fyrir því að standa með okkar fólki í keppninni, sama hversu lögin eru léleg sem við sendum í hana. Á hverju ári eftir að framlagið hefur verið kynnt, byrja fjölmiðlar að stagast á brandaranum "Sigurlíkur íslenska lagsins taldar góðar".
Þótt til séu þeir, sem fer betur fer, sem alltaf trúa brandaranum, gera flestir sér grein fyrir því að hann er bara hluti af stemmningunni og sama hvernig fer, það er alltaf fín skemmtun að fá staðfestingu á því aftur og aftur að Pizzur og bjór fara ágætlega saman og austur Evrópulöndin skiptast alltaf á háu stigunum.
Í ár er það hin danska Emmekie de Forest sem er sögð sigurstranglegust og á góðri leið með feta í fótspor sænskrar stöllu sinnar, Loreen, sem sigraði Eurovision 2012.
Satt að segja minnir lagið Teardrops og flutningur Emmekie, talsvert á Lorren og Euphoriuna hennar. Báðar koma fyrir sjónir sem berfættar hippastelpur með vindvélagoluna í flagsandi hárinu syngjandi um frið og frelsi. Reyndar sver rússneska framlagið í ár What If sem sungið er af Diönu Garipovu sig einnig í sömu ætt.
Segja má að í þessum lögum svífi andi meistara Dylans yfiir vötnum textanna, ekki hvað sýst í laginu Teardrops þar sem stórt er spurt hvað eftir annað, líkt og Dylan gerir í hippaþjóðsöngnum Blowing in the wind.
Þekktasta friðarlag keppninnar er eflaust þýska vinningslagið frá 1982 Ein bißchen Frieden sem hin hugljúfa Nicole flutti sællar minningar. Boðskapur lagsins þótti þá enn eiga erindi við heiminn þótt friðarhugsjónir hippatímabilsins væru farnar að mást í nepju kalda stríðsins og eimyrju átakanna í Afríku og Asíu á þessum tíma.
Fari úrslitin í Stokkhólmi á þann veg sem spáð er og Teardrops vinni keppnina í ár, fagna ég því. Það er merki um að þrátt fyrir alla þá kaldhæðni sem einkennir alla umræðu um frið í heiminum, er greinilega enn til fólk sem er til í að taka undir boðskapinn sem margir töldu að hefði gufað upp í reyk og sýru hippatímabilsins.
Blowing in the Wind
How many roads most a man walk downBefore you call him a man ?
How many seas must a white dove sail
Before she sleeps in the sand ?
Yes, how many times must the cannon balls fly
Before they're forever banned ?
The answer my friend is blowin' in the wind
The answer is blowin' in the wind.
Yes, how many years can a mountain exist
Before it's washed to the sea ?
Yes, how many years can some people exist
Before they're allowed to be free ?
Yes, how many times can a man turn his head
Pretending he just doesn't see ?
The answer my friend is blowin' in the wind
The answer is blowin' in the wind.
Yes, how many times must a man look up
Before he can see the sky ?
Yes, how many ears must one man have
Before he can hear people cry ?
Yes, how many deaths will it take till he knows
That too many people have died ?
The answer my friend is blowin' in the wind
The answer is blowin' in the wind.
Teardrops
The sky is red tonight
Were on the edge tonight
No shooting star to guide us
Eye for an eye, why tear each other apart?
Please tell me why, why do we make it so?
I look at us now, we only got ourselves to blame
Its such a shame
How many times can we win and lose?
How many times can we break the rules between us?
Only teardrops
How many times do we have to fight?
How many times till we get it right between us?
Only teardrops
So come and face me now
Here on this stage tonight
Lets leave the past behind us
Eye for an eye, why tear each other apart?
Please tell me why, why do we make it so?
I look at us now, we only got ourselves to blame
Its such a shame
Tell me
How many times can we win and lose?
How many times can we break the rules between us?
Only teardrops
How many times do we have to fight?
How many times till we get it right between us?
Only teardrops
(Tell me now) Whats come between us? Whats come between us?
Only teardrops
(Tell me now) Whats come between us? Whats come between us?
How many times can we win and lose?
How many times can we break the rules between us?
Only teardrops
How many times do we have to fight?
How many times till we get it right between us?
Only teardrops, only teardrops
Only teardrops
Only teardrops
How many times can we win and lose?
How many times can we break the rules between us?
Only teardrops
How many times do we have to fight?
How many times till we get it right between us?
Only teardrop
What If
What if I could change the path of time?
What if I had a power to decide?
What if I could make us unified?
If I, if I...
What if we would open up the doors?
What if we could help each other more?
What if I could make you all believe?
If we, if we...
What if we all opened our eyes?
What if we came together as one?
What if we aimed to stop the alarms?
What if we chose to bury our guns?
Why don't we always reach out to those
Who need us the most?
Together we can change the path of time
Together we have power to decide
The answer lies within our hearts and minds
Together, together
Together we can make a better place
On this little island out of space
Together we can change the world forever
What if we all opened our eyes?
What if we came together as one?
What if we aimed to stop the alarms?
What if we chose to bury our guns?
Let's unite and make a change
Let's unite around a new page
Come on sinners, come on saints
Have faith
Why don't we always reach out to those...
What if we all opened our eyes?
What if we came together as one?
What if we aimed to stop the alarms?
What if we chose to bury our guns?
What if we all opened our eyes?
What if we came together as one?
What if we aimed to stop the alarms?
What if we chose to bury our guns?
Why don't we always reach out to those
Who need us the most?
![]() |
Eyþór Ingi gerir Danina vandræðalega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.5.2013 | 09:45
Ég á ekkert líf
B:Já þú meinar. ekki hægt að efna kosningaloforðin.
S: Jamm, Það eru víst engir peningar til, ekki til að borga niður skuldir landsmanna og ekkert svigrúm fyrir skattalækkanir.
B: Helvíti. ég hélt að við værum me etta.
S: Viltu sykur á pönnsuna.
S: Ha, já settu soldið mikið... Og þetta er allt þessari Katrínu að kenna.
S: Já Það var hún sem fékk okkur til að halda að eitthvað væri hægt að gera af því að hún sagði að það væri ekki hægt að gera neitt.
B: Svakalega er hún slæg þessi stelpa. Þetta Samfó pakk er svo undirförult.
S: Málið er að við erum fucked, hvað sem við gerum.
B: Hvað meinarru, erum við að fara að hætta essu.
S: Við getum auda myndað stjórn, en hvern á að setja í fjármálin. Það er pólitískt sjálfsmorð að koma nálægt þessu eins og þetta stendur.
B: Er það þess vegna að húðin á andlitinu á þér hefur versnað svona.
S: Stress mar, stress.
B: Við verðum audda að láta vita af þessu klúðri hjá Katrínu.
S: En er það ekki bara að lengja í hengingarólinni. Við getum ekki efnt kosningarloforðin. Þjóðin verður brjáluð ef við leggjum ekkert inn á hana fljótt eins ogég lofaði.
B: Þú veist að sumir kunningjar mínir eru þegar búnir að fá lánað út því sem ég lofaði Þeim.
S: Gátu þeir ekki beðið?
B: Heldurðu að hlutabréf í kauphöllinni hækki bara af sjálfu sér. Hvernig heldurðu að það sé hægt að græða á daginn og grilla á kvöldin án þess að taka lán?
S: Réttu mér mjólkina.
B: Og ég sem hélt að við værum going up up up.
S: Og það sem verra er að nú halda allir að ég sé svona vitlaus að hafa ekki séð þessa samfógildru fyrir.
B: Láttu ekki svona, Euró í kvöld og allt. Allir í góðu skapi. Við grillum bara og höfum það gott og hringjum svo í pappa á morgunn. Hann kann sko allskonar trick þegar kemur að því að höndla einhverjar bókhaldarakellingar.
S: Heyrðu, ég læt þá alla vita að þetta klúður sé Kötu að kenna og fólk getur tuggið á því yfir helgina. Svo sjáum við hvað þeir gömlu hafa að segja.
B: Ég á líf, ég á líf.........
![]() |
Vandræðalegt fyrir Sigmund Davíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.5.2013 | 10:48
Mennirnir sem redda
Þá eru stjórnamyndunarviðræður Sigundar Davíðs og Bjarna Ben á lokasprettinum og í dag verður leyst frá skjóðunni. Verið var að loka ýmsum smámálum sem voru skilin eftir þar til í lokin. Þetta voru mál sem vörðuðu m.a. kosningaloforðin um niðurfellingu skulda heimilanna, en það vantaði víst eitthvað af upplýsingum um hvernig mætti útfæra þann gjörning. - Sérstaklega um hvar ætti að taka peningana sem allir vita að eru ekki til. Helsta ráðið í þeim efnum virðist vera að taka það sem við skuldum öðrum, en er samt ekki til, og nota þá peninga í þetta.
Bráðsnjallt hjá drengjunum. Þetta eru mennirnir sem kunna að redda málum, hjálparlaust, án samráðs eða einhvers svoleiðis kjaftæðis.
Nú er þetta sem sagt allt að komast á hreint og þeir eru tilbúnir að bretta upp ermarnar og byrja að bæta fyrir misgjörðir forvera sinna í embætti sem eiga stærstu sökina á vandanum sem við er að glíma. - Það fer vel á því og sannar vel að syndir feðranna koma ávalt niður á börnunum.
Undir snjóhengjunni , með frosin jöklabréfin og óuppgerðar skuldir hefur Þjóðin beðið þolinmóð og auðmjúk eftir að tvíeykið kæmi undan feldinum og nú er það að gerast. -
Á næstu dögum verður greidd út leiðréttingin á tekjuskerðingu aldraðra, skattar verða lækkaðir, skuldir feldar niður, og hafist verður handa við að koma stórvirkjunum í gang. Álver og efnaverksmiðjur munu rísa, verðtryggingar verða numdar úr gildi, án tillits til verðbólgunnar og verðbólgan stöðvuð án tillits til þenslu. -
Kraftakarlarnir Sigmundur og Bjarni kunna sannarlega til verka og það er gott að vita til að þeir tilheyra þessum ákveðnu flokkum. Yfirbót þeirra er og verður þjóðinni kærkomin.
Og skilaboðin verða líka þau að Ísland er Palli einn í heiminum. Teknar verða eignir í eigu útlendinga, (til að fjármagna niðurfellingu heimiliskuldanna), Evrópustofu verður lokað og inngönguferlinu hætt. Ísland kemur til með að klára sig sjálft og sjálfstætt með sinn dverg-gjaldmiðil og bjóða heiminum birginn.
11.5.2013 | 14:26
Pólitík er svo uppbyggileg
Sigmundur Davíð fór inn í þessar viðræður eftir að hafa rætt við forystumenn allra flokka. Látið var að því liggja að hann væri að skapa sátt um þær leiðir sem hann ætlaði að fara við stjórnarmyndun.
Tilvonandi stjórnarandstaða getur samt ekki beðið með andstöðu sína þangað til að stjórn verði mynduð. Hennar hlutverk, eins og hún skilur það, er að vera í andstöðu við hvað sem út kemur og þess vegna skiptir þá ekki máli um hvað er verið að semja, allt er gagnrýnisvert.
Piltarnir sem semja nú sín á milli um stjórn landsins hafa hins vegar slegið öll vopn úr hendi mögulegra gagnrýnenda sinna með því að gefa engar upplýsingar um áform sín. Frekar en að skýra frá og deila með öðrum áhyggjuefnum sínum munu þeir reyna að birta fullmótaðar lausnir sem allir verða að beygja sig undir.
Enginn veit hvort þeir eru að nálgast lausnir í samræmi við loforð sín eða fjarlægjast þær. - Þegar og ef þær loksins birtast mun gagnrýnin hellast yfir þá og tillögur þeirra verða tættar í sundur hvort sem þær geta hugsanlega virkað, eða ekki.
Þangað til verður óþolinmóð tilvonandi andstaða að skálda í eyðurnar.
Þannig er til sáð og þannig verður uppskeran.
Pólitík er svo skemmtileg og uppbyggjandi.
![]() |
Hvaða gögnum eru þeir að safna? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2013 | 21:06
Allt í plati krakkar
Þótt framtíðin í ljósi þessara frétta sé ekki að fullu ljós er næsta öruggt hverjar næstu fréttirnar verða. Næstu fréttir af styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu munu berast frá þeim sem segja þetta allt harla eðlilega þróun. Þeir koma til með að benda á að það hafi ekkert hlýnað í heiminum upp á síðkastið og ef það kunni að vera svo einhversstaðar, sé það alls ekki af mannavöldum.
Þeir munu halda því fram að þetta met magn af koltvísýringi sem mældist í andrúmslofti jarðar á dögunum, geti vel verið staðbundið eða stafi af náttúrulegum orsökum, þ.e. sé ekki af mannvöldum.
Þeir munu þráast við og segja öll önnur teikn sem á lofti eru og hafa verið um áratugi, tóma vitleysu og dómsdagsrugl. Stækkun eyðimarka, bráðnun jökla, breytt veðurfar, breyting hafstrauma, aukin landnauð....allt í plati krakkar.
![]() |
Koltvísýringur í sögulegu hámarki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.5.2013 | 10:16
Íslendingar elska hvali
Íslendingar elska hvali. Þeir elska að horfa á þá, sýna þá og veiða þá, éta þá og selja þá. Og flestir landsmanna eru að sögn hlynntir að ást þeirra hafi allar þessar mimsmunadi birtingamyndir og þær geti allar haldið áfram að ver til. Við elskum nefnilega hvali, hvort sem þeir eru lifandi eða dauðir.
Þeir sem selja áhorf á lifandi hvali eiga þó erfitt með að sætta sig við dauðu hvalina, einkum þegar reynt er að halda því fram í markaðsetnijgu þess að landið og þjóðin sé náttúruelsk á alla lund.
Þeir eru á móti hvalveiðum og færa oft fyrir skoðunum sínum tilfinningaleg rök, frekar en vitsmunaleg. Þeir vilja að hvalirnir séu nýttir til að horfa á þá lifandi.
Þeir reyna að blanda inn vitsmunalegum rökum með því að halda því fram að það geti verið hægt að græða jafn mikið, eða meira, á lifandi hvölum en dauðum. Og að drepa hvali fæli frá landinu þá sem elska lifandi hvali, jafnvel þótt þeir sem elski þá mest dauða sýni að það sé aukning í þeim fjölda sem kemur til landsins til að horfa á lifandi hvali, á meðan að við drepum þá líka.
Og þeir sem vilja drepa hvali telja yfirleitt vitsmunaleg rök æðri þeim tilfinningalegu, nema auðvitað þegar kemur að þeirra eigin skinni og nákomnum. En jafnvel þeir sem notast helst við vitsmunina í þessu sambandi eiga það til að bregða fyrir sig tilfinningalegum skýskotunum til "sjálfsákvörðunarréttar" þjóðarinnar, sem gefur henni rétt til að fara sínu fram á sínu umráðsvæði og það eigi við um hvaladrápið á meðan hvalurinn haldi sig þar.
Þeir sem elska hvali á vitsmunalegum grunni sjá ekkert athugavert við að drepa þá í hófi. Og hófstillt hvaladráp geti vel farið saman með hvalaskoðun ást fólks á lifandi hvölum. Þeir stinga jafnvel upp á því að þeir sem elska lifandi hvali gæti haft gaman að því að sjá með eigin augum þegar dauðir hvalir eru skornir.
Þeir benda á að hvalurinn, Hrefnan til dæmis, sé í harðri samkeppni við manninn um fiskinn í sjónum sem sægreifarnir eiga og þess vegna eru þeir ekkert á móti því að fækka samkeppnisaðilunum.
Jafnvel þótt þeir sjálfir torgi ekki sjálfir öllu kjötinu sem kemur á land og aðeins smotterí seljist að öðru leiti á veitingastöðum fyrir ferðamenn, sem selja kjötið sem hluta af "þjóðarréttum" Íslendinga, styðja þeir vitaskuld veiðarnar. Þeir horfa vonaraugum til Japans, sem reynt hefur að kaupa eins mikið og þeir geta af hvalkjöti Íslendinga til að hafa einhverja með sér til að ganga út af fundunum hjá Þjóðahvalveiðiráðinu.
![]() |
Hvetja til efnahagsþvingana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2013 | 07:34
Hæ hæ ég hlakka til
Margir bíða þess með óþreyju að ný ríkisstjórn verði mynduð og með henni komi betri tíð með blóm í haga. Lægri skattar, niðurfelling skulda, afnám verðtryggingar, og margt fleira verður í pökkunum sem sveinarnir Bjössi og Mundi koma til með að hafa með sér til byggða.
Einna mesta tilhlökkunarefnið eru kosningarnar um hvort ljúka eigi ferlinu við umsókn landsins í EBS. Þá verður fyrst von um að maður losni undan arga þvarginu sem þetta mál veldur og þær raddir þagni sem vilja að gengi verði í berhögg við vilja meirihluta þjóðarinnar í þessu máli.
![]() |
Mörg fyrirtæki hika og bíða nýrrar ríkisstjórnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |