Pólitík er svo uppbyggileg

Sigmundur Davíð fór inn í þessar viðræður eftir að hafa rætt við forystumenn allra flokka. Látið var að því liggja að hann væri að skapa sátt um þær leiðir sem hann ætlaði að fara við stjórnarmyndun. 

Tilvonandi stjórnarandstaða getur samt ekki beðið með andstöðu sína þangað til að stjórn verði mynduð. Hennar hlutverk, eins og hún skilur það, er að vera í andstöðu við hvað sem út kemur og þess vegna skiptir þá ekki máli um hvað er verið að semja, allt er gagnrýnisvert.

Piltarnir sem semja nú sín á milli um stjórn landsins hafa hins vegar slegið öll vopn úr hendi mögulegra gagnrýnenda sinna með því að gefa engar upplýsingar um áform sín. Frekar en að skýra frá og deila með öðrum áhyggjuefnum sínum munu þeir reyna að birta fullmótaðar lausnir sem allir verða að beygja sig undir. 

Enginn veit hvort þeir eru að nálgast lausnir í samræmi við loforð sín eða fjarlægjast þær. - Þegar og ef þær loksins birtast mun gagnrýnin hellast yfir þá og tillögur þeirra verða tættar í sundur hvort sem þær geta hugsanlega virkað, eða ekki. 

Þangað til verður óþolinmóð tilvonandi andstaða að skálda í eyðurnar.

Þannig er til sáð og þannig verður uppskeran.

Pólitík er svo skemmtileg og uppbyggjandi. 


mbl.is „Hvaða gögnum eru þeir að safna?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband