Íslendingar elska hvali

Íslendingar elska hvali. Þeir elska að horfa á þá, sýna þá og veiða þá, éta þá og selja þá. Og flestir landsmanna eru að sögn hlynntir að ást þeirra hafi allar þessar mimsmunadi birtingamyndir og þær geti allar haldið áfram að ver til. Við elskum nefnilega hvali, hvort sem þeir eru lifandi eða dauðir.

Þeir sem selja áhorf á lifandi hvali  eiga þó erfitt með að sætta sig við dauðu hvalina, einkum þegar reynt er að halda því fram í markaðsetnijgu þess að landið og þjóðin sé náttúruelsk á alla lund. 

Þeir eru á móti hvalveiðum og færa oft fyrir skoðunum sínum tilfinningaleg rök, frekar en vitsmunaleg. Þeir vilja að hvalirnir séu nýttir til að horfa á þá lifandi.

Þeir reyna að blanda inn vitsmunalegum rökum með því að halda því fram að það geti verið hægt að græða jafn mikið, eða meira, á lifandi hvölum en dauðum. Og að drepa hvali fæli frá landinu þá sem elska lifandi hvali, jafnvel þótt þeir sem elski þá mest dauða sýni að það sé aukning í þeim fjölda sem kemur til landsins til að horfa á lifandi hvali, á meðan að við drepum þá líka.

Og þeir sem vilja drepa hvali telja yfirleitt vitsmunaleg rök æðri þeim tilfinningalegu, nema auðvitað þegar kemur að þeirra eigin skinni og nákomnum. En jafnvel þeir sem notast helst við vitsmunina í þessu sambandi eiga það til að bregða fyrir sig tilfinningalegum skýskotunum til "sjálfsákvörðunarréttar" þjóðarinnar, sem gefur henni rétt til að fara sínu fram á sínu umráðsvæði og það eigi við um hvaladrápið á meðan hvalurinn haldi sig þar.

Þeir sem elska hvali á vitsmunalegum grunni sjá ekkert athugavert við að drepa þá í hófi. Og hófstillt hvaladráp geti vel farið saman með hvalaskoðun ást fólks á lifandi hvölum. Þeir stinga jafnvel upp á því að þeir sem elska lifandi hvali gæti haft gaman að því að sjá með eigin augum þegar dauðir hvalir eru skornir. 

Þeir benda á að hvalurinn, Hrefnan til dæmis, sé í harðri samkeppni við manninn um fiskinn í sjónum sem sægreifarnir eiga og þess vegna eru þeir ekkert á móti því að fækka samkeppnisaðilunum.

Jafnvel þótt þeir sjálfir torgi ekki sjálfir öllu kjötinu sem kemur á land og aðeins smotterí seljist að öðru leiti á veitingastöðum fyrir ferðamenn, sem selja kjötið sem hluta af "þjóðarréttum" Íslendinga, styðja þeir vitaskuld veiðarnar. Þeir horfa vonaraugum til Japans, sem reynt hefur að kaupa eins mikið og þeir geta af hvalkjöti Íslendinga til að hafa einhverja með sér til að ganga út af fundunum hjá Þjóðahvalveiðiráðinu.

 

 

 


mbl.is Hvetja til efnahagsþvingana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband