25% kusu ekki fjórflokkinn

Hver sem tekur við stjórntaumunum landsins gerir það í skugga þess að rúm 12% þeirra sem kusu, uppskáru ekkert fyrir sitt atkvæði. Það hefur aldrei gerst fyrr og má ekki gerast aftur. Slíkt er óviðunandi óréttlæti sem krafa hlýtur að verða gerð um að leiðréttist fyrir næstu kosningar.  Koma verður í veg fyrir að fólk sem vill fylgja sannfæringu sinni, hendi með því atkvæði sínu, hugsanlega, á glæ.

En teikn eru þegar á lofti um að óafturkræf upplausn hins hefðbundna flokkakerfis hafi þegar hafist. Samanlagt hafa Píratar 5.1 % og Björt framtíð 8.2% meira fylgi en nokkur framboð hafa fengið utan fjórflokksins, í sögu landsins. Með þeim atkvæðum sem féllu dauð voru það meira en 25% sem ekki kusu fjórflokkinn í þessum kosningum.

 Ólíklegt er að Sjálfstæðisflokkurinn endurheimti nokkru sinni aftur það fylgi sem gerði hann að áhrifamesta stjórnmálafli landsins á síðustu öld. Og Framsóknarflokkurinn veit af biturri reynslu að það er skammt á milli hreinsunareldsins og paradísar, líkt og Samfylking og Vinstri grænir eru að upplifa nú. 

Þessar miklu sviptingar sem urðu á fylgi flokkanna í nýafstöðnum kosningum benda til þess að ekki er lengur hægt fyrir fjórflokkinn að reiða sig á fylgispekt almennings.

Fjórflokkurinn reyndi hvað hann gat til að setja stein í götu nýrra framboða með að setja hina óréttlátu 5% reglu. En þrátt fyrri þann háa þröskuld, gat hann ekki komið í veg fyrir metfjölda framboða og þar með metfjölda einstaklinga sem ákváðu að reyna að taka þátt í mótun samfélagsins með þátttöku í pólitísku starfi. - 

Fjöldi nýrra framboða í þessum kosningum er aðeins forsmekkurinn að því sem koma skal, einkum ef að ný stjórnarskrá verður að veruleika fyrir næstu kosningar. Þróunin mun verða í átt að hreinu persónukjöri þar sem úreltar flokkslínur og hægri-vinstri-miðju skilgreiningar verða að víkja fyrir heiðvirðu og duglegu hugsjónafólki.


mbl.is Hægt að skapa þverpólitíska sátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

1) 5% reglan var ekki sett til höfðus smáframboðum heldur til að auvelda nýjum framboðum að komast að á þingi. Áður þurfti að ná kjördæmakjörnum manni til að eiga kost á uppbótarmönnum.

2) Hvað heldur þú að margir þeirra sem kusu Sturlu, Húmanista eða Þorvald Gylfason hafi vænst þess að fá þingmann eða yfirleitt vonast til þess? Athugaðu að auðir og ógildir voru mjög fáir í þetta skiptið.

3) Á endanum er það þannig í lýðræðisríki að það þarf að koma saman sæmileg breiðum stuðningi til að framkvæma eitthvað. Það er ekki - eða á a.m.k ekki að vera - markmið í sjálfu sér að koma manni á þing og ef fólk sem er ósammála rótgrónari flokkum getur ekki sameinast um stefnu þá er það lýðræðið en ekki 5% reglan sem stendur í vegi þess að það hafi áhrif.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 29.4.2013 kl. 00:07

2 identicon

... og hvað kaust þú, Svanur?

Egill Þór Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 29.4.2013 kl. 03:18

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bjarni Ben er þegar búinn að gefa upp boltann varðandi það að hvorki verði 5% þröskuldurinn afnuminn né tekið upp persónukjör, meðan hann má nokkru ráða, sjá frétt á mbl.is og bloggpistil minn um það.

Ómar Ragnarsson, 29.4.2013 kl. 14:46

4 identicon

Hann er átakanlegur, þessi grátur smáflokka sem stofnaðir eru um smákónga. Sem nota bene, koma flestir úr "fjórflokknum" vonda. Smákóngar sem ekki hafa notið fylgis eða stuðnings innan sinna flokka, og/eða hafa farið í fýlu af einhverjum ástæðum.

Í langflestum tilvikum er nákvæmlega ekkert lýðræði við val á þessa lista. Venjulegast eru listarnir ákveðnir af kóngunum sjálfum, og oftast nær í stofunni heima hjá þeim, þar sem örfáir tryggir aðdáendur fá náðsamlegast að samþykkja listann.

Og sem betur fer höfum við 5% regluna. Ef þingsætum væri úthlutað í samræmi við heildafjölda atvæða hvers flokks fyrir sig, án þröskulda, þá duga 1.6% til þess að koma manni á þing. Í þessum kosningum hefði því einungis þurft 2900 atkvæði í öllum kjördæmum fyrir þingsæti. Það fyndna við þetta er, að ef enginn þröskuldur væri, gæti sú staða hafa komið upp, að jöfnunarmaður smákóngaflokks hefði komist á þing með innan við 300 atkvæði á bak við sig, ef þessi jöfnunarmaður kæmi úr norðvestur kjördæmi.

Sem dæmi, þá eru kjördæmakosnir þingmenn Sjálfstæðisflokks kjörnir með 2142 atkvæði á bakinu í norðvestur, hvor þingmaður.

Ergó, það er ekki ólíklegt að einhver bjáni með lágmarksstuðning rataði á þing, þvert á vilja rúmlega 98% kjósenda kjördæmisins.

Hilmar (IP-tala skráð) 29.4.2013 kl. 16:44

5 identicon

Rétt að halda því líka til haga að kjörsókn var mjög dræm, einungis um 80%.

Að auki er "meirihluti" væntanlegrar ríkisstjórnar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks afar tæpur, einungis tæp 2%, m.v. heildaratkvæðamagn.

Þrátt fyrir þennan tæpa meirihluta er flokkarnir með 38 þingmenn, samanlagt!

Niðurstaðan er auðvitað sú að það kosningakerfi sem Íslendingar búa við er meingallað - enda sérhannað fyrir fjórFLokkinn og það forneskjulega fulltrúalýðræði sem er að ríða landsmönnum á slig.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.4.2013 kl. 19:35

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er rétt að benda á að með persónukjörsfyrirkomulagi mun hlutfall dauðra atkvæða hækka svo um munar, með eða án prósentureglunnar. Það er bara eðli slíkra kosninga. Ómar getur bara skoðað stjórnlagaþingskjörið til að fá hug,ynd um það.

Vilji folk eitthvað millistig af þessu, þá má t.d. Hafa netkosningu um samsetningu lista fyrir kjör og leyfa fólki að skipa þá.

Lækkun þessar prósentu getur alveg farið niður í 3,5 prósent, en þesskonar kerfi má líka misnota herfilega með því að splitta flokkum sem eiga á brattan að sækja upp í klón og fara svo í samstarf eftir kosningar við sjálfa sig, eins og raunar virðist hafa verið tendens nú. Það eru klækjastjórnmál og eiga litið skylt við lýðræði.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.4.2013 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband