Eru ekki allir í stuði...afsakið meðan ég æli

Árleg skýrsla yfir hegðun, neysluvenjur og búsetu auðugasta fólks heims, (The Wealth Report 2013,) er ætíð áhugaverð lesning. Til dæmis staðhæfir einn af höfundum skýrslunnar í ár, Liam Bailey, að hægagangur í heimsfjármálunum hafi ekki haft nokkur áhrif á lífshætti eða eignir þeirra sem mest eiga í heiminum. 

Liam segir að eftirspurn eftir glæsivillum, glæsivögnum, antik bifreiðum og listaverkum sem eru eftirsóttustu gripirnir hjá auðfólkinu,  aldrei hafa verið meiri en á sama tíma og sagt er að heimurinn gangi í gegnum alvarlega fjárhagslega kreppu.

Þessi skýrsla staðfestir enn og aftur það sem marga grunar, hin gamla og glænýa saga er, að það er sama á hverju gengur í heiminum, hinir ríku verða ríkar og þeir fátæku fátækari.

Það kemur því ekki á óvart að hinir ofurríku skulu hreiðra um sig í löndum og borgum þar sem fátæktin er líka hvað mest,  einmitt þar sem öfgar auðs og öfgar fátæktar eru hvað augljósastar.

Þar er vinnuaflið ódýrast, mannslífið minnst virði og virðingin sem borin er fyrir háguðum efnislegra gæða, óþrjótandi.

Lífstíll hinna auðugu endurspeglar viðhorf þeirra til þeirra sem ekki eiga peninga. Hinir auðugu þrífa t.d. aldrei upp eftir næturgleðskapinn. Það er eftirlátið þjónum og þernum. Hinir ríku greiða sjaldan fyrir ýmsa þjónustu sem þeir fátæku greiða fullt verð fyrir.

Misskiptingunni er haldið við með ýmsum hætti, áróðri rangara upplýsinga sem haldið er linnulaust að almenningi, trúarlegri stéttskiptingu og beinni valdbeitingu, svo eitthvað sé nefnt.

Getuleysi almúgans til að spyrna við þessari þróun hefur stundum verið túlkuð sem vandarást, en kemur sjálfsagt að mestu til af þekkingarleysi.

Því hefur verið haldið  fram af þeim aðilum sem ollu íslenska efnahagshruninu að það hafi komið til að hluta vegna alþjóðlegra sviptinga í hagkerfi heimsins. Flestir Íslendingar vita að það var tilkomið mest fyrir græðgi þessara sömu aðila og að þeir fengu að athafna sig að vild undir vernd þáverandi valdhafa.

Það verður þó varla sagt um Íslendinga að þeir séu óupplýstir eða skorti þekkingu á málefnum sínum. Þeir vita að eftir sukkveisluna fóru gestirnir heim til sín, án þess að borga svo mikið sem krónu fyrir viðgjörninginn. Þjónarnir voru kallaðir inn til að þrífa. Nú hafa þeir lokið sér af að mestu og því kominn tími til að efna til annarrar veislu. Hinir ríku eru að hafa sig til og á morgunn hefst gleðin aftur. Hei, eru ekki allir í stuði! Afsakið meðan ég æli.

Kannski að hér á fróni sé það raunverulega vandarástin sem veldur.


mbl.is Skammast sín ekki fyrir auðæfin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið til í því sem þú skrifar svo sannarlega. Enn þessi kona.. Vá hvað hún er samt elegant eitthvað og sexí á þyrluni sinni með kampavín í rúminu og allt! Hún þyrfti nú ekki að bjóða mér tvisvar í þyrluna með sér svo ekki sé nú minst á að fara með henni í rúmið og svala svo þorstanum eftir að hafa tekið vel á henni með kampavíni úr kristalsglösum!! ;o)

óli (IP-tala skráð) 27.4.2013 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband