Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Á góða möguleika á að vinna Ólaf Ragnar

Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, er fyrsti forseta-frambjóðandinn sem á möguleika á að vinna sitjandi forseta Ólaf Ragnar.

Það besta við framboð hennar er að þjóðinni mun veitast afar auðvelt að sameinast að baki henni sem forseta, vinni hún kosningarnar.

Þrátt fyrir  vinsældir Ólafs Ragnars, hefur hann ávalt verið umdeildur forseti, svo ekki sé meira sagt. Þar kemur auðvitað pólitísk saga hans til álita. -

Þóra sýnir strax að styrkleiki hennar er hve ópólitísk hún er og virkar í fasi eins og verðurgur arftaki þeirra gilda sem einkenndu embættið á meðan frú Vigdís Finnbogadóttir gegndi því.


mbl.is „Þörf fyrir nýjan tón“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur Ragnar hægri - Þóra Arnórs. vinstri

Þóra Arnórsdóttir fréttamaður vill verða forseti. Einhverjir halda því fram að framboð hennar sé pólitískt mótframboð vinstrimanna í landinu, einkum í Samfó, sem ekki þola hvað Ólafur hefur verið mikill hægri maður upp á síðkastið. 

En það er jú staðreynd að Ólafur Ragnar hefur verið afar vinsæll meðal hægri manna, alveg frá því að hann hóf að hampa drengjunum þeirra  ákaft og hrósa fyrir útrásar-landvinninganna alla. -

Ef í ljós kemur að framboð Þóru er svar vinstri manna við manni hægri manna þ.e. Ólafi Ragnari, þá mun Þóra bera sigur úr bítum, hands down.

Hún er miklu yngri, miklu myndarlegri og miklu skemmtilegri en Ólafur Ragnar. Og það eru einmitt pólitísku áhersluatriðin sem þjóðina skipta mestu máli.

Eftir kosningar verður Ólafur frjáls til þess að sinna þessum öðrum aðkallandi verkefnum sem hann gerði svo mikið úr um áramótin þegar hann sagðist ekki ætla í framboð, áður en hægri menn plötuðu hann til að halda áfram og fengu hann til að halda að hann væri ómissandi.

Og ef hann verður leiður á fræðimennsku logninu, getur hann alltaf boðið sig fram til formanns í Sjálfstæðisflokknum, sem er og hefur verið í mikilli formannskrísu eftir að Geir Haarde hrökklaðist þar frá völdum. -


mbl.is Þóra ætlar í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hægri sinnaður karl

Þóra Arnórsdóttir býður af sér góðan þokka og yrði eflaust hin frambærilegasti kandídat í forsetaembættið ef hún gefur kost á sér.

Andstæðingar hennar (já, þeir eru strax skriðnir undan steinunum og eru auðvitað sömu forpokuðu íhaldsskúrkarnir úr öllum flokkum sem styðja Ólaf í embættið og Davíð til vara) sjá þó einn stóran ljóð á Þóru.  

Hann er að hún er ekki hægri sinnaður karlmaður.

Þeir segja hana vinstri sinnaða og að auki konu, og þar með eigi hún enga möguleika til að gegna forsetaembættinu. -

Nú er ég ekki að lýsa yfir stuðningi við Þóru, en það er ekki hægt annað að hafa samúð með aðila sem á svona glataða andstæðinga.


mbl.is Kurteisi að íhuga framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo vilja þau mig ekki, eftir allt saman

Þegar Ólafur Ragnar gaf það í skyn að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér til forseta næsta kjörtímabil, rann mikill móður á þá sem sáu Í Ólafi messías íslenskrar alþýðu og höfðu greinilega einnig  velþóknun á hvernig embættið hafði breyst í pólitískan fílabeinsturn.

Áskorunum rigndi yfir Ólaf og undirskriftalistar voru settir upp víða á útnárum netsins sem beinlínis heimtuðu að Ólafur héldi áfram að vera forseti Íslands. - Í hugum þeirra sem dáðust hvað mest að slappmjúkum handaböndum forsetans, virtist ekki koma til greina að nokkur annar gæti veitt honum neina keppni, bara ef hann fengist til að gefa kost á sér.

Og svo fór að Ólafur gleypti agnið og trúði fagurgalanum.

Eftir að hafa strítt þeim dálítið, sem hann vildi stríða, með því að fara eins og köttur í kringum heitan graut með endanlega yfirlýsingu um að hann ætlaði fram, lét hann vaða. Frelsishetjan sá að þjóðin þarfnast hans enn og hann mundi ekki bregðast henni.

Og líka að enginn annar átti  sjéns í að sigra hann.

Svo liðu nokkrar vikur og allt virtist vera klárt og klappað. 

Þá kemur þessi óhræsis skoðanakönnun sem sýnir að tveir af hverjum þremur vilja ekki að Ólafur Ragnar sitji áfram á Bessastöðum. - Könnunin gefur til kynna að Ólafur sem hélt að hann yrði sjálfkjörinn, eigi á brattann að sækja.

Það er afar slæm staða, sérstaklega þegar ekki er einu sinni ljóst hver hans helsti andstæðingur verður.  - 2 af þremur eru að segja í raun, ja allt er betra en Ólafur Ragnar. Og óumflýjanlegt er að Ólafur sitji nú snöktandi og hugsi; hmm.... svo vilja þau mig ekki,  eftir allt saman.


mbl.is Verða að bjóða betri nöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byltingin nartar í börnin sín

Geir Jón við mótmælinSjálfstæðisflokksmaðurinn og varaformannskandídatinn Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn í Reykjavík er að skrifa skýrslu um mótmælin sem sumir kalla Búsáhaldabyltinguna og eru enn stoltir af. 

En bara sumir og það er vel hugsandi að þeim fari fækkandi. Kannski vegna þess að margir sem tóku þátt í henni og studdu hana urðu fyrir miklu vonbrigðum með það sem við tók. 

Þefurinn af þessari óánægju liggur í loftinu. Og margir eru farnir að kalla byltinguna óeirðir. Sérstaklega þeir sem "byltingin" velti úr sessi og kom frá völdum.

Og nú er í vændum úttekt þeirra á atburðunum.

Mikilvægt er að fram komi í henni hverjir studdu mótmælin, hverjir brostu við mótmælendum og hverjir veifuðu til þeirra, rétt eins og þeir þekktu eitthvað af þessu fólki sem stóð fyrir utan Alþingishúsið og barði í potta og pönnur.

Og í andrúmslofti óánægju og vonbrigða er sjálfsagt að koma höggi á pólitíska andstæðinga með því  að bendla þá beint við slíkt athæfi.

Það er jú gömul saga og glæný að byltingin étur börnin sín.


mbl.is Brosti og hvatti fólk áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Persónuupplýsingar og Geir Jón Þórsisson

Fátt er gagnlegra í pólitík en aðgangur að upplýsingum. Alls konar upplýsingum. Verðmætustu upplýsingarnar eru persónuupplýsingar, bæði um stuðningsfólk og andstæðinga.

Margir stjórnmálamenn byggja vald sitt á slíkum upplýsingum. Þær ráða oft úrslitum um hverjar niðurstöður mikilvægra mála verða, í kjörklefunum, á alþingi og ekki hvað síst...í reyklausum bakherbergjunum.

Þess vegna er reynt eftir mætti að varðveita aðgengi pólitíkusa slíkum upplýsingum og það varðar við lög að misnota þær.

Fáir hafa eins góðan aðgang að öllum mögulegum upplýsingum, þar á meðal viðkvæmum persónuupplýsingum og sá sem gegnir stöðu yfirlögregluþjóns í Reykjavík.

Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn fékk embætti sitt á sínum tíma vegna þess hvar í flokki hann stóð. Ekki vegna hæfni hans sem löggæslumanns. Hann er og var dyggur Sjálfstæðismaður.

Geir á OmegaHonum hefur samt tekist furðu vel í embættinu að halda stjórnmála og trúar skoðunum sínum til hlés í starfinu, þó sumir hafi bent á að hann hafi farið yfir strikið þegar hann mætti til trúbræðra sinna á Omega í einkennisbúningi til að leggja áherslu á predikun sína. 

Geir Jón Þórisson, sem er í þann mund að láta af embættinu, vill nú launa velgjörðamönnum sínum og láta eitthvað gott af sér leiða á vettvangi pólitíkurinnar. Honum finnst hann helst geta orðið að liði  sem foringi og forystumaður innan Sjálfstæðisflokksins.

Hann vill sem sagt gjarnan verða einn Geirinn í viðbót til að stýra þeim  flokki.

Hann gaf þetta til kynna um leið og hann sýndi fólki hvernig hann hyggist nota þær upplýsingar sem hann hafði aðgang að sem yfirlögregluþjónn. Sem slíkur hafði hann áreiðilega vitneskju um símtöl ákveðinna þingmanna við búsáhaldabyltingarfólkið.

Nú þegar Geir Jón hefur sýnt hvar hann álítur að styrkur hans liggi og að hann sé ekki smeykur við að nota upplýsingarnar sem hann hafði og hefur reyndar enn  aðgang að sem yfirlögregluþjónn, til að klekkja á pólitískum andstæðingum sínum, verður spennandi að fylgjast með hvernig honum nýtast allar þær upplýsingar sem hann hefur sankað að sér í gegnum tíðina, um samherja sína.

 

 


Hvers vegna er ekki tekið mark á Ólafi Ragnari?

Ólafur Ragnar vill ekki halda áfram að vera forseti. Það er alveg ljóst og skýrt. Hann sagði það í nýársávarpinu og hefur ekki dregið þá yfirlýsingu til baka. Hann talaði skýrt.

Það eru bara einhverjir fræðimenn og fjölmiðlar sem ekki sætta sig við ákvörðun hans um að hætta og reyna að gera orð hans loðin og tvíræð. En Ólafur sjálfur talið skýrt, hann vildi hætta. -

En vegna þess að  fræðimennirnir og fjölmiðlarnir fóru svona með hann, neyðist Ólafur nú til að kanna baklandið og sjá hvað setur.

Hann getur alls ekki farið að tala skýrt núna, og segja t.d. að hann ætli ekki í framboð, eftir að svona margir eru farnir að trúa því að hann hafi talað óskýrt á gamlárskvöld og vilji kannski alveg vera forseti áfram þrátt fyrir hversu skýrt hann hafi tekið það fram að hann vildi ekki vera það. -

Hvers vegna tekur fólk ekki mark á Ólafi? Og hversvegna er fólk að gera honum þann óleik að safna undirskriftum til að skora á hann að halda áfram. Skilur fólk ekki mælt mál, eða hvað.

Niðurstaðan er sem sagt orðin sú, eftir að vilji hans sjálfs var ekki virtur og eftir að fræðimenn og fjölmiðlar neituðu að taka hann trúanlegan í nýársávarpi hans, og nú verður  hann, herra Ólafur Ragnar Grímsson, nauðugur að íhuga lýðræðislega skyldur sínar, kanna baklandið og sjá til, hvort hann vilji gefa áfram kost á sér til að gegna áfram forsetaembættinu. Það er alveg ljóst og skýrt.


mbl.is Forsetar „rjúka ekki til“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjanesbær í rusli

Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ eirir sér hvergi á meðan að bæjarfélgið  á einhverjar eignir.

Fylgja verður nýfrjálshyggjunni sem hann aðhillist út í hörgul og allt verður að einkavæða og selja, og helst til einhverra annarra en Íslendinga. Best ef þeir eru frá Norður Ameríku. Allt sem þaðan kemur er gott fyrir Suðurnesin.  Jafnvel innflutt bandarískt sorp.

Árna er greinilega mikil eftirsjá af Kananum. Þjáist hann af Kanablæti?  

Vel tókst til að koma húseignunum upp á velli í einkaeign. En eftir hrunið eru þeir aðilar orðnir að undirmálsmönnum, svo fjárhagslega veikir að þeir geta ekki beitt sér fyrir neinni uppbyggingu á svæðinu. Árni hefði betur selt herstöðina einhverjum könum.

Þess vegna er svo yndislegt þegar svona tækifæri býðst og að Kaninn vill snúa aftur...með fullt af dollurum og bandarískt sorp.

Suðurnesjamenn kunna greinilega sjálfir ekki með sorp og úrgang að fara og geta ekki einu sinni rekið sorpbrennslu skammlaust. Það kann Kaninn hinsvegar vel.

Og innflutningur á bandarísku sorpi til landsins er svo sem ekki nýr af nálinni. Það má enn sjá viða út um fjöll og firnindi.

Kaninn skildi eftir sig haugana af sorpi og úrgangi Á Miðnesheiði sem Árni bæjarstjóri hefur ekki enn komið í verk að láta þrífa. 

Ef salan á sorpeyðingarstöðinni gengur eftir  fær hann m.a. tækifæri til að borga Kananum fyrir að gera það.

 


mbl.is Vilja flytja úrgang til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú allt er að verða sem áður var

Ímynd Íslands virðist aðeins vera að rétta úr kútnum eftir hrunið, ef marka má erlenda fjölmiðla og auðvitað Steingrím, sem eignar sér og sínum það afrek.

Og það er satt að ósjaldan rekst maður á erlendar greinar um efnagasástandið íheiminum almennt,  þar sem látið er liggja að því að Íslendingar hafi brugðist hárrétt við þrengingunum og séu því á bataleið á meðan önnur lönd viti ekki sitt rjúkandi ráð.

Oftar en ekki er þessi skoðun talin rök fyrir því að þjóðum utan ESB vegni betur að eiga við efnahagsvandann en þeim sem tilheyra sambandinu. -

Athygli almennings beinist þó miklu meira að öðrum og sem betur fer, mun skemmtilegri hlutum sem tengjast landinu. Stepen Fry, grínisti og ljósölduspekingur hefur verið duglegur við að gantast með Ísland, m.a.  í hinum vinæla spurningaþætti IQ. Sjá hér , hér og loks  hér, þar sem allur þátturinn er helgaður Íslandi. -

Kannski er það stóra lexían af hruninu að Íslendingar hafa loks lært að taka sjálfa sig ekki of alvarlega.

Á youtube hafa myndskeiðin af nýliðahrekk og rassaköstum Þórsara ásamt orminum í Lagarfljóti fengið gífurlega athygli og loftmyndirnar sem birtust í Mail on line fyrr í vikunni eru frábærar.


mbl.is „Björguðum Íslandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnvöld skjóta sig í fótinn, aftur og aftur

Það er ekki margt af viti sem komið hefur frá Alþingismönnum landsins um Landsdómsmálið, því miður.  Lögvitringarnir rífast enn um hvort hægt sé að draga kæruna til baka eða ekki og engin niðurstaða er komin í það mál.

Undantekning er þó með Kristján Þór Júlíusson og því sem hann hefur til málanna að leggja.

Hann bendir nú á hvernig íslensk stjórnvöld hafa skotið sig illilega í fótinn með þessari ákæru á hendur Geir H. Haarde. Með ákærunni viðurkenna stjórnvöld að íslenska ríkið hafi átt sökina að hruninu og málsókn ESA vegna Icesave, sem fríður og fjölmennur hópur lögfræðinga hyggist nú verjast fyrir hönd Íslands, sé gerð auðveldari. -

Hvernig er hægt að verjast í máli þar sem sekt er játuð af sakborningi? -

En annars í framhjáhlaupi, miðað við þann mannskap sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur úr að moða er óskiljanlegt af hverju Kristján Þór gegnir ekki formennsku fyrir flokkinn. Hann er til þess langsamlega hæfastur.


mbl.is Landsdómsmál auðveldar málsókn ESA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband