Nú allt er að verða sem áður var

Ímynd Íslands virðist aðeins vera að rétta úr kútnum eftir hrunið, ef marka má erlenda fjölmiðla og auðvitað Steingrím, sem eignar sér og sínum það afrek.

Og það er satt að ósjaldan rekst maður á erlendar greinar um efnagasástandið íheiminum almennt,  þar sem látið er liggja að því að Íslendingar hafi brugðist hárrétt við þrengingunum og séu því á bataleið á meðan önnur lönd viti ekki sitt rjúkandi ráð.

Oftar en ekki er þessi skoðun talin rök fyrir því að þjóðum utan ESB vegni betur að eiga við efnahagsvandann en þeim sem tilheyra sambandinu. -

Athygli almennings beinist þó miklu meira að öðrum og sem betur fer, mun skemmtilegri hlutum sem tengjast landinu. Stepen Fry, grínisti og ljósölduspekingur hefur verið duglegur við að gantast með Ísland, m.a.  í hinum vinæla spurningaþætti IQ. Sjá hér , hér og loks  hér, þar sem allur þátturinn er helgaður Íslandi. -

Kannski er það stóra lexían af hruninu að Íslendingar hafa loks lært að taka sjálfa sig ekki of alvarlega.

Á youtube hafa myndskeiðin af nýliðahrekk og rassaköstum Þórsara ásamt orminum í Lagarfljóti fengið gífurlega athygli og loftmyndirnar sem birtust í Mail on line fyrr í vikunni eru frábærar.


mbl.is „Björguðum Íslandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Björguðum Íslandi er sennilega öfugmæli aldarinnar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2012 kl. 12:52

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér Svanur Gísli fyrir að benda okkur á þessar stórkostlegu myndir í Mail on Line. 

Viggó Jörgensson, 25.2.2012 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband