Svo vilja þau mig ekki, eftir allt saman

Þegar Ólafur Ragnar gaf það í skyn að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér til forseta næsta kjörtímabil, rann mikill móður á þá sem sáu Í Ólafi messías íslenskrar alþýðu og höfðu greinilega einnig  velþóknun á hvernig embættið hafði breyst í pólitískan fílabeinsturn.

Áskorunum rigndi yfir Ólaf og undirskriftalistar voru settir upp víða á útnárum netsins sem beinlínis heimtuðu að Ólafur héldi áfram að vera forseti Íslands. - Í hugum þeirra sem dáðust hvað mest að slappmjúkum handaböndum forsetans, virtist ekki koma til greina að nokkur annar gæti veitt honum neina keppni, bara ef hann fengist til að gefa kost á sér.

Og svo fór að Ólafur gleypti agnið og trúði fagurgalanum.

Eftir að hafa strítt þeim dálítið, sem hann vildi stríða, með því að fara eins og köttur í kringum heitan graut með endanlega yfirlýsingu um að hann ætlaði fram, lét hann vaða. Frelsishetjan sá að þjóðin þarfnast hans enn og hann mundi ekki bregðast henni.

Og líka að enginn annar átti  sjéns í að sigra hann.

Svo liðu nokkrar vikur og allt virtist vera klárt og klappað. 

Þá kemur þessi óhræsis skoðanakönnun sem sýnir að tveir af hverjum þremur vilja ekki að Ólafur Ragnar sitji áfram á Bessastöðum. - Könnunin gefur til kynna að Ólafur sem hélt að hann yrði sjálfkjörinn, eigi á brattann að sækja.

Það er afar slæm staða, sérstaklega þegar ekki er einu sinni ljóst hver hans helsti andstæðingur verður.  - 2 af þremur eru að segja í raun, ja allt er betra en Ólafur Ragnar. Og óumflýjanlegt er að Ólafur sitji nú snöktandi og hugsi; hmm.... svo vilja þau mig ekki,  eftir allt saman.


mbl.is Verða að bjóða betri nöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góður!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.3.2012 kl. 13:56

2 identicon

Heill og sæll Svanur Gísli; sem og aðrir gestir, þínir !

O; spyrjum að leikslokum, fornvinur Svanur.

Enginn; er ég Lýðveldissinninn, en burt séð frá skoðana könnunum ýmsum, man ég Marz dagana 2010 / sem og Apríl dagana 2011, þegar Ó. R. Grímsson, vogaði sér, að standa gegn fláræði og aumingjaskap þingsetanna 63ja, í viðureigninni, við Breta og Hollendinga, og innlenda attaníossa, þeirra.

Hætt er við; að snoppufríðar Sjónvarps konur - eins og Þóra Arnórsdóttir, svo og Elín Hirst, hefðu lotið í lægra haldi, fyrir frekju og ofstopa stjórnmála ruslsins, Svanur minn.

Minnumst þess; áður en þú - sem aðrir, takið að ykkur, að skenza Ólaf Ragnar, öllu frekar.

Það eru ekki; allir dagar í böggli - eins og gamla fólkið kvað, forðum.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 16:29

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er nú á því að niðurstöður Capacent fari algerlega eftir því hver pantar skoðanakönnunina.  Ég vil sjá fleiri áður en ég trúi því að þetta sé svona afgerandi. Þetta gengur algerlega í berhögg við álitskannanir undanfarinna missera.

Má vera að fólk vilji sjá annan forseta án þess þó að vera óánægð með Ólaf, en við eigum svo eftir að sjá hvað er í boði. Sá listi sem settur var fram hér í DV fyrir ekki svo löngu, setti hroll að flestum. Hann var kaldhæðinn brandari.

Ef Ólafur fer fram, þá vinnur hann. Mark my words. Hvernig sem spurningar eru hannaðar af spunaliðinu, þá verður það niðurstaðan.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2012 kl. 17:17

4 identicon

Daðra aðeins við nýbrumið áður en alvaran hefst.

GB (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 17:46

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ekkert hef ég á móti því að frambærileg mótframboð til forsetaembættisins komi fram.

En ef þjóðinni býðst ekki betra en þekkt andlit úr fjölmiðlageiranum, þá þykir mér nú orðið fátt um fína.

Kolbrún Hilmars, 25.3.2012 kl. 17:49

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það verða þingkosningar í síðasta lagi eftir ár. Ef að líkum lætur þá verða stjórnarskipti og gamla þreytta samsteypan Íhald og Framsókn mun líklegast mynda stjórn. Stuðningsmenn þeirra flokka eru helstu núverandi stuðningsmenn forsetans auk fárra vinstri undanvillinga eins og mig.

En hætt er við að fljótlega eftir valdatöku Íhalds og Framsóknar, þegar þeir hefja útdeilingu á sínu "réttlæti" yfir land og lýð, muni ánægja þeirra með forsetann dofna nokkuð. Því þeir munu, sér til undrunar, komast að því að forsetinn verður síður en svo hættur í hlutverki landvættana og sinni sjálfskipuðu stjórnarandstöðu. 

Þá er hætt við að sumir foringjar Framsóknar og Íhalds, sem núna hvöttu Ólaf hvað ákafast að gefa kost á sér einu sinni enn, muni sækja inn í geymslur sínar gamla álitið sem þeir höfðu á forsetanum, þegar hann synjaði fjölmiðlafrumvarpinu þeirra um árið.

Þá verður gaman að lifa.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.3.2012 kl. 18:08

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég heyri nú ekki nein húrrahróp varðandi framboð núverandi forseta frá stjórnarandstöðu frekar en stjórnvöldum. Sem betur fer.

Forsetinn er/eða á að vera fyrir okkur almúgann - ekki stjórnvöld.

Kolbrún Hilmars, 25.3.2012 kl. 18:14

8 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Axel Jóhann !

Vart; gerir þú ráð fyrir, að við nokkur, sem erum yst úti á Hægri brúninni, séum einhverjir eftirapendur miðju-moðs glæpa flokka þeirra, sem þú nefnir hér; að ofan - hvað þá; fylgjendur sorpsins, sem nú situr, fornvinur góður.

Farðu nú; að taka mark á því, sem ég og fleirri segjum Axel minn - því; III. valkostur er tiltækur, rolist landsmenn til, að kalla eftir honum, sem yrði utanþingsstjórn vinnandi fólks - sem fremur lyktaði af Olíum og Glussa, fremur en óþverra hyski það, sem á alþingi Dauðans situr, Skagstrendingur góður.

Með; ekki síðri kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 18:26

9 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Þetta er nú en eitt dæmið um örvæntingartilraun þeirra sem á móti Ólafi eru. Afhverju höfðu þeir ekki bara 111 nöfn fyrir fólk til að velja á milli..??? Þá hefði Ólafur mælst með enn minna. Að bera svona froðu á borð fyrir okkur, sýnir hversu mikil skrípaleikurinn er orðin hjá öllu þessu stjórnmálapakki. Undirskrifta söfnunin ein sér, sannar hversu fáránleg þessi skoðanakönnun er.

Kveðja

Sigurður Kristján Hjaltested, 25.3.2012 kl. 18:50

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er nú dáldiðmerkileg könnun. það er líka merkilegt að það ver gefinn kostur á að raða valkostum í sæti. Að það eru um 30% sem setja kallinn í 1 sæti - en bíðum við! Hvað svo?

Jú, síðan kemur fram að þeir sem nefna hann sem 1,2 eða 3 kost eru aðeins 40%.

þetta er alveg furðulega lítið in my opinion. þ.e.a.s. ef eg les rétt útúr könnuninni. En eg er opin fyrir leiðréttingum þar að lútandi. (það eru líka það margir sem taka þátt og taka afstöðu í könnuninni að hún verður að teljast marktæk að því leiti)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.3.2012 kl. 18:58

11 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Er ekki alveg óþarfi að kjósa Sigurður K H? Undirskriftasöfnunin "ein og sér" er nægjanlegur vitnisburður um hvað þjóðin vill, ekki satt?

Ólafur er og hefur ætíð verið popúlisti. Forsetaembætið eins og það er í dag er eins og sniðið fyrir hann. - Hann getur ef hann vill setið hjá og ef honum finnast vindara blása þannig, haft afskipti af málum. Hann er hvorki heitur né kaldur, heldur volgur eins og munnvatnið og felulitir hans féllu ágætlega að sýn fólks á ópólitískt forsetaembætti. Ólafi hefur tekist að gera embættið eins og hann er sjálfur, pólitískt og þess vegana vafasamt. - Ef hann situr í 4 ár í viðbót verður það ekki skilið á annan hátt en að þannig vilji þjóðin hafa embættið. - Persónulega er ég á móti því að pólitískt forsetaembætti verði fest í sessi í landinu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.3.2012 kl. 19:04

12 identicon

Sirkus fáránleikans í kringum embætti fáránleikans.. Ekkert embætti fyrir utan embætti hjá Geimgaldrastofnun ríkisins er jafn fáránlegt og forsetaembættið.. AKA meintur alpha-api í jakkafötum.

Forsetaembættið er eins og kjarnorkurver á Þingvöllum.. þetta embætti er fáránlegt og á að slá það af.. geyma það sem gamla minningu.

DoctorE (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 12:47

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svanur, ég er ekki viss um að þetta sé rétt hjá þér: "Ólafi hefur tekist að gera embættið eins og hann er sjálfur, pólitískt [..].

Mér sýnist ÓLafur einmitt hafa gefið hinum ráðandi pólitísku öflum, fjórflokknum, langt nef. Auðvitað er það pólitík í sjálfu sér en verðum við þá ekki líka að viðurkenna að þar sem forsetaembættið er aðeins eitt stigið í stjórnsýslunni, þá sé það jafn pólitískt og hin?

Eða eins og doktorinn segir, (ef engin er pólitíkin eða tilgangurinn nema sýndarmennskan)- dugir þá ekki AKA?

Kolbrún Hilmars, 26.3.2012 kl. 15:53

14 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Leiðrétting; AKA - à le docteur...

Kolbrún Hilmars, 26.3.2012 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband