Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Grundvallarreglur brotnar á Geir H. Haarde

Hverjum á fólk að trúa?

Nú heldur Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis því fram að ákæruvaldið sé ekki hennar, heldur Alþingis. Þess vegna geti Alþingi dregið mál Geirs H. Haarde til baka á hvaða dómsstigi sem er.

Sé þetta rétt hjá Sigríði er ljóst að Alþingi er bæði rannsóknaraðili og ákærandi í þessu máli. Saksóknarinn er sem sagt bara í vinnu hjá rannsóknaraðilum málsins sem síðan gerist ákæruvald.

Ég hélt að Ísland væri aðili að alþjóðlegum sáttmálum sem bönnuðu slík réttarbrot og valdníðslu.

Ef rétt reynist og Alþingi sem ákæruvald dregur kæruna á hendur Geir til baka, á Geir örugglega rétt á miklum skaðabótum fyrir að hafa verið ákærður af ákæruvaldinu af ástæðulausu.

Hann á líklega einnig rétt á skaðabótum frá rannsóknaraðila málsins fyrir slæleg vinnubrögð við gerð skýrslu sem aldrei var líkleg til að leiða til sakfellingar. -

Að lokum getur Geir einnig kært Alþingi fyrr að hafa brotið á sér alþjóðlega sáttmála um skiptingu dómsvaldsins í rannsóknaraðila, ákæruvalds og saksóknara og síðan dómara.


mbl.is Tillagan ekki afskipti af dómsmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opinber gíslataka

Ljóst er að núverandi ríkisstjórn heldur þjóðinni í gíslingu. Hún komst til valda vegna þess að fólk gat ekki hugsað sér að "hrunflokkarnir" héldu áfram að stýra þjóðarskútunni eftir að hafa strandað henni.

Og jafnvel þótt SF hafi verið við stjórnvölinn ásamt XD þegar að hrunið varð, batt fólk vonir við að VG, sem ætíð höfðu verið í stjórnarandstöðu, hefðu nægilegan hreinan skjöld til að vera treystandi til verksins. -

Með afar tæpan meirihluta að baki, sem gerir nánast hvert mál sem fyrir þingið kemur að prófmáli á hvort stjórnin sé fallin, hefur þessi ríkisstjórn með slappmjúkri hendi en beinskeyttum ásetningi Jóhönnu Sigurðadóttur, tekist á við vandann sem steðjaði að þjóðinni og í öllum málum verið,  vægast sagt, afar mislagðar hendur.

Þeir sem enn styðja stjórnina mæta allri gagnrýni á hana á einn veg, þ.e. "allt er betra en að hrunflokkarnir" (og eiga þá í sjálfsafneitun sinni við Sjálfstæðisflokkinn og það sem eftir er að Framsóknarflokknum) komist aftur að. 

Meira að segja þingmenn sem þykjast vandir að virðingu sinni og hafa yfirgefið VG eða ætíð staðið utan utan stjórnar eins og Hreyfingarmenn, eru tilbúnir til að fórna sannfæringu sinni og þar með trúverðugleika, fyrir það eitt að halda XD frá þeim möguleika að komast aftur til valda.

Með þessa ógn stöðugt á takteinunum, (viltu frekar fá hrunflokkana aftur að kjötkötlunum) hefur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur getað kveðið niður nánast alla mótstöðu innan SF og VG og tryggt sér það að auki stuðning Hreyfingarinnar.

Þessi hótun hefur einnig komið í sjálfheldu þeim sem ekki eru endilega hallir undir flokkspólitík af neinu tagi því þeim er gert að velja annað að tvennu illu.

Það sem samt gerir ásstandið hálfu verra er að stjórnarandstaðan sýnir engin merki að vera þess umkomin að taka við stjórnvöldum að svo stöddu. Hún keppist sem mest hún má í  veruleikafyrringu sinni við að afneita því að nokkrir henni tengdir hafi verið viðriðnir hrunið og kemur því á engan hátt á móts við þá sem vilja að heiðarleiki og ábyrgð einkenni stjórnmál.


mbl.is Ríkisstjórnin ekki í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljótur pólitískur farsi

Engin vafi leikur á að sá gjörningur að draga Geir Haarde fyrir Landsdóm er flokkspólitískt mál og á ekkert skylt við uppgjör við hrunið, hvað þá kröfur almennings um réttlæti.

Stuðningur Bjarna Ben og grátklökkt ákall hans á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksmanna um styðja dyggilega við fyrrverandi formann sinn, annarsvegar,  og afar vanhugsuð og tækifærissinnuð ákvörðun SF og VG um að koma höggi á pólitískan andstæðing sinn með því að draga hann einn fyrir dóm og nota flokksvipuna á liðsmenn sína sem ekki voru því sammála, hins vegar, sanna svo ekki þarf frekari vitnanna við að deilurnar um Landsdómsmálið svo kallaða, eru ekki tilkomnar af löngun til að fullnægja réttlætinu, eða að koma í veg fyrir óréttlæti. -

Allir vita að fjöldi aðila í stjórnsýslu landsins, hvar í flokki sem þeir kunna að standa,  áttu sök á hvernig fór. En mestu sökina eiga þeir sem notuðu sér óspart hið ófullkomna lagaumhverfi fjármálaheimsins og þjónkun stjórnmálmanna við öfgafulla efnishyggjusjónarmið ný-frjálshyggjunnar, til að sanka að sér auðævum og láta afleiðingar þess lenda á almenningi. -

Allur málatilbúnaður þessa máls, á hvorn bóginn sem skoðaður er,  er því ljótur póltískur farsi og móðgun við þá sanngjörnu kröfu almennings að þeir sem komu illa fengnum auði undan, verði dæmdir fyrir fjársvik og  komið verði í veg fyrir að svipað ástand geti skapast aftur af sömu ástæðum.

Það verður ekki gert með því að gera einhverja einsaka pólitíkusa að blórabögglum, heldur með því að tryggja með skynsamlegri löggjöf að óheft græðgi braskara geti ekki komið öllu þjóðfélaginu á vonarvöl, eins og gerðist í hruninu.


mbl.is Samtrygging stjórnmálamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bellatrix Sigurðardóttir 【ツ】

Það er furðulegt hvernig Jóhönnu Sigurðardóttur tekst að eyðileggja öll góð mál. Henni er einkar lagið að búa þannig um hnútana að öll mál verði tortryggileg og sveipuð flokkspólitískri kergju.  Jóhanna virðist ekki kunna annað og fyrir henni er slíkt heilindi og sönn pólitík. Hún er Bellatrix íslenskra stjórnmála.

Vinnubrögð Jóhönnu í pólitík minna um margt á matargerð húsfreyjunnar sem á hverjum degi muldi asbest út í mat bónda síns sem samviskusamlega var ætíð borin fram á réttum tíma.

Jóhanna er í hópi þeirra stjórnmálamanna sem ekki veit hvað samráð er, né hefur hún nokkurn áhuga á því. - Henni dugar að fá vilja sínum framgengt í krafti veiks meirihluta og koma málum þannig fyrir að þau eyðileggist ef ekki er farið í einu og öllu eftir sérlund hennar.

Þau urðu, því miður, örlög helstu kröfu búsáhaldabyltingarinnar, þ.e. að kosið yrði til stjórnlagaþings.

Jóhanna lofaði í hita kosningabaráttunnar 2009 að verða við þeirri kröfu. Síðan sá hún greinilega eftir því enda slíkar vinnuaðferðir ekki henni að skapi. Jóhanna hefur reyndar aldrei séð nauðsyn þess að breyta stjórnarskránni. - 

Eftir að hafa frestað málinu eins og hún mátti, fóru kosningarnar loks fram en þá sá Jóhanna samt til þess að þær yrðu ólöglegar.  

Í kjölfar þess skipar hún stjórnlagaráð sem ekki hafði beint umboð frá þjóðinni, heldur starfaði aðeins í umboði hennar. - Hún gaf stjórnlagaþinginu afar krappan tíma og sá svo um að nauðsynleg sérfræðiþekking var því ekki aðgengileg, nema af skornum skammti.

Um leið og Jóhanna sýndist koma á móts við kröfur almennings um stjórnarskrárumbætur, tryggði hún með þessu móti, að tillögur stjórnlagaráðs gátu aðeins orðið ófullburða drög að nýrri stjórnarskrá sem ekki er hægt að kjósa um í núverandi mynd.  - Þetta veit Jóhanna og með því að setja tillögurnar í Þjóðaratkvæðagreiðslu eins og þær standa, væri hún endanlega að eyðileggja alla vinnu stjórnlagaráðsins. 


mbl.is Tillögur standi sem mest óbreyttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

A.m.k. 11 flokkar í framboði

Hér að neðan er að finna heimsíður þeirra 11 flokka og hreyfinga sem boðað hafa þátttöku í næstu alþingiskosningum. Líkur eru á að við þennan lista eigi eftir að bætast einhverjir sem enn hafa ekki meldað sig til leiks en einnig kunna einhverjir sem á honum eru að slá saman í púkk og bjóða fram saman. Víst er að fjórflokkurinn á í vök að verjast. Allir nema Hreyfingin og hann hafa allt að vinna og engu að tapa. -

Borgarahreyfingin

Lýðfrelsisflokkurinn.

Frjálslyndi flokkurinn

Framboð Lilja Mósedóttir

Besti flokkurinn

Nafnlausi flokkur Guðmundar Steingrímssonar

Hreyfingin

Vinstri Grænn 

Hægri Grænir Samfylkingin 

Framsóknarflokkurinn   

Sjálfstæðisflokkurinn 


Leiðtogi flóttafólksins

Gýfurleg óánægja með fjórflokkinn sem kraumað hefur lengi með þjóðinni, mun trúlega sjóða upp úr í næstu kosningum. Þegar gömlum slitnum stjórnarháttum er hafnað myndast oft ringulreið um skeið. Við slíkar aðstæður, eru jafnan margir til kallaðir en fáir útvaldir.

Þessa dagana stefnir í að fjöldi framboðsflokka við næstu alþingiskosningar verði meiri en nokkru sinni fyrr. Allar mögulegar útfærslur á pólitískum viðfangsefnum samfélagsins verða í boði og samstaðan meðal þjóðarinnar engin, nema um það eitt,  að gamla flokksræðinu og pólitísku óheilindunum sem því fylgir, verði að hafna. - Samt sýna skoðannakannanir að enn er til nokkur fjöldi fólks sem trúir því statt og stöðugt að heimurinn sé aðeins búin til úr fjórum frumefnum.

Eitt eiga allir sameiginlegt. Fólk yfirleitt leitar sér enn að einhverjum einum til að fylkja sér um. Draumurinn um sterka leiðtogann sem leitt getur þjóðina út úr eyðimörkinni lifir enn góðu lífi í brjóstum Íslendinga. 

Frá Lilju Mósesdóttir hefur andað ferskum blæ, sem greina má vel frá fnyknum sem leggur frá fjórflokknum og þess vegna renna margir af þeim sem ætla að flýja fúinn fjóræringinn, hýrum augum til nýju skútunnar sem hún hyggist sjósetja fljótlega.  -

Aðrir mæna í átt til Bessastaða því geislabaugurinn um höfuð Ólafs Ragnars lýsir skært um þessar mundir. Fólk segir að hann einn get sameinað hægri, vinstri og miðjmenn á móti ESB. Meira að segja gamlir misvel heppnaðir landsfeður fortíðarinnar reyna að espa upp í Ólafi metorðagirndina með því að ýja að því að hann einn sé hinn nýji pólitíski frelsari.

Guðmundur Steingríms og Besti flokkurinn eru á fullu að smíða skemmtilegan valkost fyrir þá sem vilja halda áfram að lýsa algjöru frati á gömlu pólitíkusana og hafa bara gaman að þessu öllu saman. (hvað sem það nú þýðir)

Þegar framboðslistarnir verða tilbúnir er hætt við því að stór hluti þjóðarinnar verði kominn í framboð, sem er stórt skref í áttina að alvöru perónukjöri, þar sem allir með kosningarétt verða í framboði og flokkaframboð úrelt fyrirbæri.


mbl.is Nýtt framboð að verða til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þriðji Jóninn í forsetaframboð

Jón Gnarr hefur sannað svo ekki verður um það deilt að engra sérstakra hæfileika er þörf til að gegna stöðu borgarstjóra. Hver sem er getur það. Borginni hefur ekki vegnað neitt verr en venjulega og ekki betur heldur , undir hans stjórn. Ef nokkuð er hefur verið minna um skandal og einkavinavæðingu en oft áður, síðust misseri.-

Nú íhugar Jón Gnarr hann getir ekki sýnt fram á hið sama með forsetaembætið. Það mundi endanlega gera út af við þá bábylju að á Íslandi sé ekki alveg sama hvort þú heitir Jón eða séra Jón.  Persónulegar vinsældir Jóns Gnarr sem skemmtikrafts eru svo gýfurlegar og þverpóliskar að hann gæti hugsanlega unnið næstu forsetakosningar.

Kannski sjáum við þrjá Jóna í framboði til forseta þetta árið; Jón Gnarr, Jón Bjarnason og Jón Ólafsson. (Jón Ólafs hefur reyndar sagt að hann hafi bara verið að grínast með að hann ætlaði að bjóða sig fram. En getum við tekið það alvarlega?)


mbl.is Jón íhugar forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Herra forseti Jón Bjarnason

Það er erfitt að sjá hvernig skoðannir forsetans í tengslum við ESB umsóknina geta skipt einhverju megin máli fyrir feril þess máls.  Umsóknin mun fara fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og aldrei var lagt upp með neitt annað. - Kannski er Jón hér bara að tengja sjálfan sig við forsetaembættið með það í huga að fara í framboð seinna á árinu þegar kosið verður um það. - Ef til vill er hér þegar kominn fram fyrsti fyrsti forseta-frambjóanda kandídatinn.
mbl.is Jón: ESB hluti af forsetakjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jámann á Bessastaði

Nú þegar ljóst er að einhver annar en Ólafur Ragnar á kost á því að verða forseti lýðveldisins eftir næstu kosningar, getur leitin að slíkum einstaklingi hafist af fullri alvöru. Fróðlegt verður að fylgjast með því hverjir telja sig þess umkomna að fara í skó Ólafs, sem gjörbreytt hefur væntingum fólks til forsetaembættisins.

Ólafur var óvinnandi vígi en nú vill hann draga sig í hlé til að geta unnið betur og frjálsar að hugðarefnum sínum. - Spurningin er á hvaða vettvangi hann getur það betur enn í forsetaembættinu. - Er mögulegt að hann telji sig geta gengið að frekari vegtyllum vísum sem forsvarsmaður einhverrar af hinum mörgu alþjóðlegu stofnunum sem eflaust gætu hugsað sér að nýta sér krafta hans.

En kannski er þetta tækifærið sem Íslendingar hafa verið að bíða eftir til að láta fyrirheitið um hið Nýja Ísland rætast. Fyrirséð er að bæði núverandi biskup og forseti munu yfirgefa embætti sín á árinu. Þeim röddum fjölgar stöðugt sem kalla eftir stórfelldri endurnýjun í flokkakerfi landsins, ef ekki aflagningu þess. - Eða hvernig framtíð bíður landsins annars, með sömu gömlu flokksjálkana við stjórn landsins og einhvern jámann á Bessastöðum?


mbl.is Býður sig ekki fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

You ain't seen nothin' yet

I met a devil woman
She took my heart away
She said, I've had it comin' to me
But I wanted it that way
I say that any love is good lovin'
So I took what I could get mmh, mmh, mmh
She looked at me with them brown eyes

And said, You ain't seen nothin' yet
B-B-B-Baby, you just ain't seen n-n-n-nothin' yet
Here's something that you're never gonna forget
B-B-B-Baby, you just ain't seen n-n-n-nothin' yet
And you're thinkin' you ain't been around, that's right

Úr texta Bachman–Turner Overdrive


mbl.is Íslandi eru allir vegir færir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband